Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 16
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Undanfarin ár hafa tugir þúsunda
sótt garðyrkju- og blómasýninguna
„Blóm í bæ“ sem haldin verður í
Hveragerði um helgina. Þetta er í
fimmta sinn sem sýningin er haldin
en hún hefst formlega klukkan 16 í
dag.
Sýningin er fjölskyldumiðuð og
ætti fólk á öllum aldri að finna eitt-
hvað við sitt hæfi. Fjöldi viðburða
verður á sviði garðyrkju, umhverf-
ismála, skógræktar og íslenskrar
framleiðslu en sýningar, markaðir
og fræðsla verða alla sýningardag-
ana.
Þétt dagskrá
Þema sýningarinnar í ár verður
„regnboginn“ og taka skreytingar
og keppnir hátíðarinnar mið af því.
Þétt dagskrá verður svo í boði alla
helgina en þar má nefna sirkus, leik-
tæki og alls kyns uppákomur fyrir
yngri kynslóðina. Sölu- og sýning-
arsvæði verður á sýningunni en fjöl-
margir einstaklingar og fyrirtæki
munu sýna þar og selja vörur sínar.
„Sýningin verður að mestu haldin
utan dyra en svæðið í kringum
grunnskólann, lystigarðurinn og
stór partur af miðbænum er und-
irlagður skreytingum. Þetta eru um
40 blómaskreytar sem bera þungann
af vinnunni og sjá um skreyting-
arnar og smíðavinnuna. Þeir voru
mættir snemma á miðvikudags-
morgun en öll blóm og allt hráefni
sem fer í undirbúning kemur frá
garðyrkjubændum. Þetta verður
heilmikil dagskrá og við hvetjum
fólk til að mæta,“ segir Elínborg
María Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri sýningarinnar.
Um 40 blómaskreytar undirbúa
Garðyrkju- og blómasýningu
Fjölskyldumiðuð sýning við allra
hæfi í Hveragerði Að mestu haldin
utan dyra Regnboginn þemað í ár
Blómaskreytingar Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður haldin í fimmta sinn um helgina. Fyrri sýn-
ingar hafa notið mikillar hylli og fjöldi gesta sótt hátíðina heim. Hér sjást fallegar plöntur frá sýningunni í fyrra.
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
KOLAPORTIÐ
kolaportid.is
Einstök stemning í 25 ár
Opið laugardaga og sunnu
daga
frá kl. 11-17
Djasshátíð Egilsstaða fer fram á
morgun, laugardag, í Sláturhúsinu,
menningarmiðstöð á Egilsstöðum.
Um elstu djasshátíð á Íslandi er að
ræða en hún hefur verið haldin síðan
árið 1988 og er orðin fastur liður í
tónleikahaldi á Austurlandi.
Hátíðin er með breyttu sniði í ár
en í staðinn fyrir að halda hana á
þremur stöðum, eins og undanfarin
ár, fer hún fram á einum stað á einu
kvöldi.
Þeir sem koma fram í ár eru:
Rhytmefor með Hugo Hilde á fiðlu
og Garðar Eðvalds á saxófón; Dútl
sem spilar blöndu af rokki, djassi og
blús; Georgy & Co sem er splunku-
nýtt band með frumsamið efni; AT
Nordic Quartett sem flytur frábær-
an norrænan djass; og KK band með
Kristján Kristjánsson, KK, í far-
arbroddi. Hátíðinni verður lokað
með tónleikum íslensku hljómsveit-
arinnar Kaleo úr Mosfellsbæ sem
hefur heldur betur vakið athygli
landsmanna að undanförnu með lög-
um eins og „Vor í Vaglaskógi“, „Au-
tomobile“ og „I walk on water“.
Árni Ísleifs, stofnandi hátíðar-
innar, setur Djasshátíð Egilsstaða
sem hefst klukkan 17 og stendur til
miðnættis.
Morgunblaðið/Eggert
Djass KK band er meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á djasshátíðinni.
Djasshátíð Egilsstaða
haldin í Sláturhúsinu
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Skagfirskir lummudagar verða
haldnir í sjötta skiptið á Sauð-
árkróki um helgina en þeir hófust
formlega með setningarhátíð við
heimavist Fjölbrautaskóla Norður-
lands vestra í gær. Í dag hefst dag-
skráin á ratleik kl. 14:30 við sund-
laug Sauðárkróks. Sápubolti,
götugrill og loftboltamót þar sem
risastórir loftboltar koma við sögu
taka svo við þegar lengra líður á dag-
inn en kvöldið endar á uppistandi með
Pétri Jóhanni í Mælifelli.
Dagskráin á laugardeginum er ekki
í verri kantinum en þar má nefna
götumarkað með helling af skemmti-
legum vörum. Hoppukastali og tón-
listaratriði verða á svæðinu fyrir
börnin og að sjálfsögðu verða lummur
í boði á hinum ýmsum stöðum. Kvöld-
ið endar svo á balli í Mælifelli með DJ
Óla Geir, Steinda Junior og Bent en
aldurstakmark á ballið er 18 ár.
Risastórir loftboltar
á Sauðárkróki
Lummudagar haldnir í sjötta skipti
Lummustuð Skagfirskir lummudagar verða haldnir í sjötta skiptið á Sauðárkróki um helgina.
Helgarferðin – áhugaverðir áfangastaðir