Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 ✝ GeirlaugurJónsson, bók- bindari í Reykjavík, fæddist á Sauð- árkróki 29.3. 1932. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. júní 2014. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þ. Björnsson, f. 15.8. 1882, d. 21.8. 1964 frá Veðramóti í Gönguskörðum, skólastjóri á Sauðárkróki, og Geirlaug Jó- hannesdóttir, f. 28.8. 1892, d. 6.4. 1932 frá Hólum í Eyjafirði. Stjúpmóðir Geirlaugs var Rósa Stefánsdóttir, f. 10.10. 1895, d. 14.7.1993. Systkini Geirlaugs eru: Stefán, f. 1913, d. 1989, Jó- hanna Margrét, f. 1915, d. 1985, Þorbjörg, f. 1917, d. 2005, Sig- urgeir, f. 1918, d. 1996, Björn, f. 1920, d. 1995, Ragnheiður Lilja, f. 1923, d. 2013, Gyða, f. 1924, d. 2011 og Ólína Ragnheiður, f. 1929. Fóstursystir Geirlaugs er Geirlaug Björnsdóttir, f. 1939. Geirlaugur kvæntist 7.6. 1958 Jóhönnu Jóhannsdóttur, f. 22.10. 1922 á Akureyri, d. 5.7. 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Jóhann Friðgeir Steinsson, tré- smíðameistari á Akureyri, f. á Ytri-Kálfsskinni á Árskógs- strönd 4.11. 1892, d. 18.7. 1973 og Sigríður Guðbjörg Jóhanns- dóttir, f. á Siglunesi 19.11. 1894, d. 19.2. 1962. Geirlaugur og Jó- hanna eignuðust tvær dætur. 1) Hrönn, f. 11.9. 1959, fiðluleikari og flug- freyja í Reykjavík. Barn hennar með Ómari Hallssyni, f. 17.3. 1948, veitinga- manni í Bandaríkj- unum, er Freyr, f. 11.1. 1987, deild- arstjóri í Reykjavík. 2) Sigríður Hulda, f. 9.4. 1963, píanóleikari og tónlist- arkennari, gift Paulo Weglinski, f. 3.11. 1959 tónlistarmanni. Börn þeirra eru: Þór Weglinski, f. 11.4. 1989, háskólanemi, og Jóhanna Weglinski, f. 2.9. 1991, háskólnemi. Þau eru búsett í Rio de Janeiro, Brasilíu. Geirlaugur ólst upp á Sauðár- króki þar sem hann lauk hefð- bundinni skólagöngu. Að henni lokinni fór hann til Reykjavíkur og stundaði bókbandsnám í Iðn- skólanum þar. Að námi loknu hóf hann störf í Prentsmiðjunni Eddu og starfaði víðar við iðn sína. Meistari varð hann árið 1978. Iðn sína rækti hann af samviskusemi og virðingu eins og honum var einkar vel lagið í lífi sínu öllu. Síðustu árin dvaldi Geirlaugur á Hrafnistu í Reykja- vík. Útför Geirlaugs verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. júní 2014, og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku pabbi minn. Nú hefur þú kvatt okkur. Þú gerðir það með stæl. Dast og handleggsbraust þig, síðar þann dag kom í ljós að þú varst líka mjaðmargrindarbrotinn. Þegar aðgerð átti að hefjast kvaddir þú. Þetta kom okkur dálítið í opna skjöldu, en við trúum því að mamma hafi tekið glöð á móti þér, með vöfflum og rjóma. Þú varst vandaður og góður maður sem aldrei gerði flugu mein, hvað þá mönnum. Eftir lifa góðar minningar um þig. Ljúfling- inn hann pabba minn. Á hverju kvöldi settist þú á rúmstokkinn hjá mér, byrjaðir gjarnan á því að fallbeygja með mér ýmis nafnorð, s.s. hestur um hest, svo straukst þú um kollinn minn og fórst með bænir, Vertu Guð faðir faðir minn, Vertu yfir og allt um kring og svo faðirvorið. Seinna gerðir þú þetta sama með honum Frey mínum, alltaf þegar hann var næturgestur ykk- ar. Þú hafðir gott vald á íslenskri tungu og þér var annt um að við töluðum vandað mál. Skólastjóra- sonurinn. Jólatrjáakaupin voru ævintýra- ferðir. Við Hulda vildum stórt tré. Enginn bíll á heimilinu og þú barst þetta á bakinu upp allan Grensásveginn. Dæturnar með að sjálfsögðu, við fengum hlutverk, það var að halda undir fótinn. Ég á eftir að sakna þín, pabbi minn. Mikið. Við vorum fastur, daglegur punktur hvort í lífi ann- ars. En þú sagðir eitt sinn við mig að þú myndir fara á betri stað og ég ætla að trúa því. Nú ert þú með mömmu á himnum, í tertum og fínheitum. Bless, pabbi minn, og takk fyrir allt. Ég elska þig. Þín Hrönn. Við keyrum norður á Sauðár- krók, sumarið 2011. Þegar nær dregur bænum er eins og faðir minn sé dreginn upp úr minnis- leysi því sem bagaði hann á efri árunum. Hann byrjar að nefna bóndabæi, rifja upp og muna kennileiti báðum megin vegar. Það er eins og hann, aldraður maðurinn, sé kominn aftur í tíðina og sé orðinn aftur að móðurlausa ljóshærða hnokkanum með dökku tindrandi augun. Með þessu augnaráði vann drengurinn hjörtu bæjarbúa og bjó sér til mæður í hinum ýmsu húsum bæjarins. Löngu eftir að hann var kominn til Reykjavíkur og hafði fest þar ræt- ur með Jóhönnu sinni og okkur Hrönn, skein sólin yfir Tindastól ennþá í huga hans. Í öðru ferðalagi, árið 1992, fór Geirlaugur til Ríó de Janeiro til að heimsækja okkur og í þeirri ferð vann hann sér orðstír fyrir það að tala óspart á íslensku við innlenda. Hann tók upp þetta ráð því hann talaði næstum enga ensku og alls enga portúgölsku en langaði að tjá sig. Fólk náttúrlega skildi ekkert í íslenskunni hans, þó af vandaða taginu væri, en fólk skildi góðvild- ina sem streymdi frá honum. Þetta var Geirlaugur í hnotskurn. Með tifandi augum sínum og gull- hjarta vann hann samúð fólks. All- ir skildu tungumál hans. Góðvildin var hans heimspeki og hún er al- þjóðlegt tungumál. Nú er ég komin til Íslands til að kveðja pabba minn í hinsta sinn. Lending á Leifsstöð eftir langt ferðalag frá Brasilíu. Ég hef lagt mörg slík ferðalög að baki og alltaf hefur pabbi beðið mín eins og traustur klettur, hlýr og elskandi. Í þetta sinn er enginn Geirlaugur til að faðma og fá hlýju frá. Þessi stóri fallegi maður, með fallegu brúnu augun og stóra virðulega nefið, er farinn í sína síðustu ferð til landsins góða, til endurfunda við Jóhönnu sína. Við fjölskylda hans í Ríó de Ja- neiro munum geyma hann í hjört- um okkar og hlýja okkur við minn- inguna um göfugleika hans og gæði. Hulda, Paulo, Þór og Jóhanna. Afi minn. Þrátt fyrir að mér finnist þú hafa farið of fljótt frá okkur þá veit ég að þú ert hvíldinni feginn, farinn til ömmu í vöfflur og kaffi. Flestar mínar minningar frá yngri árum eru af Grensásvegin- um, þegar ég var hjá þér og ömmu. Beið ég oft spenntur út í glugga í hádeginu og fylgdist með strætisvögnunum sem keyrðu framhjá svo hægt væri að láta ömmu vita hvenær afi kæmi heim. Með tímanum komst ég síðan að því að amma vissi alveg hvenær mætti búast við þér inn um dyrn- ar. Hún heyrði nefnilega alltaf þegar þú snýttir þér fyrir utan húsið, áður en gengið var inn stigaganginn. Þá var hægt að setj- ast við matarborðið. Allt saman eftir röð og reglu, eins og þú lifðir. Já, þær eru margar minning- arnar og sögur sem koma upp, enda ófáar stundir sem við áttum saman. Hins vegar er sú hlýja og vinátta sem einkenndi okkar sam- band mér efst í huga og er ég þakklátur fyrir að hafa haft þig mér við hlið. Ég er sko vinur þinn. Langbesti vinur þinn. Gangi illa fyrir þér, allt á skakk og skjön hvert sem litið er. Þá skaltu muna vísdómsorð frá mér að ég er vinur þinn. (Randy Newman) Við brölluðum ýmislegt saman og kenndir þú mér margt, allt fram á þinn síðasta dag. Hluti sem munu nýtast mér um ókomna framtíð. Mín síðustu orð til þín voru „vertu sterkur, afi minn“. Það varstu svo sannarlega, elsku afi minn. Þú varst sterkur á þann veg að kveðja okkur, fá hvíld og njóta aftur samveru hennar ömmu. Þinn Freyr. „Hvað hef ég að gera til Kaup- mannahafnar?“ Í æsku minni var þessi setning oft höfð eftir Geirlaugi móður- bróður mínum, Gilla frænda. Fjöl- skyldan hafði lagt að honum að leggja land undir fót og fara utan en fengið þessi viðbrögð. Geir- laugur fór hvergi og enn hefur enginn getað svarað þessari heim- spekilegu spurningu. Hvað hefur maður svo sem að gera til Kaup- mannahafnar? Gilli frændi var hluti af æsku minni og uppeldi. Frændgarður- inn var stór, samheldinn og veislu- glaður. Þar voru kaffiveitingar jafnan hafðar um hönd og meðlæti nokkuð ótæpilegt. Líkaði okkur unga fólkinu þessi háttur vel, ómæld sætindi, rjómi, marens, krem og súkkulaði. Hóp okkar krakkanna fyllti Gilli í þessum efnum og stundum ýmsum öðrum. Gilli náði oft betra sambandi við okkur ungviðið en aðrir fullorðnir og fátt þótti honum betra en ræki- legur kökuskammtur í góðum kaffiselskap. Kankvís, brosmildur og barngóður. Heill, einlægur og vænn. Geirlaugur Jónsson var lærður bókbindari og vann í Prentsmiðj- unni Eddu í Skuggasundi. Þegar ungur drengur seldi Vísi var blað- ið prentað í Eddu. Þangað fékk Óli blaðasali að sækja blöðin beint, framhjá afgreiðslunni. Fljótlega komst ungi maðurinn í þann hóp. Í Eddu hittumst við því, frændurn- ir, nær daglega á þessum tíma, þegar við blaðasalar biðum eftir blöðunum úr prentvélinni. Urðum við frændur nokkurs konar sam- starfsmenn á þessum árum og með okkur tókst góður vinskapur sem entist alla tíð. Eftir að hann lét af störfum við bókbandið batt hann inn bækur fyrir mig af ein- stakri natni og fagmennsku. Mér er mikils virði að hafa fengið nær allan Skírni í arf eftir móðurafa minn, föður Geirlaugs, og eiga Skírni nú innbundinn með hönd- um Gilla frænda og handbragði. Geirlaugur Jónsson er gott dæmi um mann sem hafði ánægju af lífinu, naut fjölskyldu sinnar og vina án þess öll tilveran væri á tvö- földum hraða. Hann lét bílprófið eiga sig, fór sinna ferða á eigin vél- arafli og horfði á lífið í gegnum þykk og sterk gleraugu. Sú hóf- semd og hæverska, yfirvegun og rósemi sem honum fylgdi mætti vera mörgum til eftirbreytni. Hann heldur nú í einu langferðina sem hann trúði á. Samúðarkveðjur sendi ég Hrönn, Huldu og öllum börnun- um; ekki síst Frey sem reynst hef- ur afa sínum einstakur. Í Guðs friði, Óskar Magnússon. Geirlaugur Jónsson frændi minn er látinn, 82ja ára að aldri, það bar snöggt að og óvænt, þó kannski væri hann á vissan hátt saddur lífdaga sinna. Hann var yngstur í barnahópi afa míns og ömmu, Jóns Þ. Björnssonar, kennara og skólastjóra, og Geir- laugar Jóhannesdóttur, húsfreyju á Sauðárkróki, hópi sem í voru fimm stúlkur og fimm drengir. Pabbi minn var elstur. Geirlaugur naut þó ekki móður sinnar, hún lést af barnsförum skömmu eftir að hann fæddist. Við móðurmiss- inn urðu systkinin að standa sam- an og þau eldri að ganga þeim yngri í foreldra stað en afi vann langan vinnudag í skólanum og gegndi að auki fjölmörgum fé- lagsstörfum í þessu litla samfélagi sem Krókurinn var. Eldri systk- inin tóku ábyrgð á hinum yngri og hin yngri nutu skjóls af hinum eldri í eiginlegri sem óeiginlegri merkingu. Og skjólsins nutu þau ekki síður af seinni konu Jóns, Rósu Stefánsdóttur. Þegar þau tíndust suður tóku eldri systkinin svo á móti þeim og studdu þau áfram og lögðu þeim lið. Geirlaug- ur átti sinn stað og sinn sess í þessum frændgarði uns hann hitti Jóhönnu Jóhannsdóttur og þau settu saman bú og eignuðust dæt- urnar tvær og til varð annar frændgarður sem tengdist enn öðrum, nýju tengdafólki sem tók honum vel og hann naut þess nú að eiga góða að til beggja handa og styrka stoð við hlið sér. Geirlaugur var bókbindari að mennt og iðn og þar lá hans ævi- starf. Hann hafði metnað fyrir handverki sínu, naut þess að vinna vel það sem hann gerði, naut þess að lýsa því sem vel var gert og í hverju galdurinn lá en eyddi ekki tíma í að tala um nútímalega hrað- virkni sem honum fannst jafngilda hroðvirkni. Bækur skyldu bundn- ar. Hann hafði sterka hönd hand- verksmannsins, handtakið var þétt og hlýtt og hann horfði í aug- un á manni þegar hann heilsaði og talaði til manns. Síðustu árin voru Geirlaugi á stundum erfið, það var honum áfall að missa Jóhönnu en hann naut þess að vinir frá fornu fari, skólafélagar, tengdafólkið hans, börnin og barnabörnin sýndu hon- um ást og virðingu og ekki síst afastrákurinn Freyr sem var með honum og studdi hann og leiddi til loka. Í minningunni birtist brosið þegar glaðst var yfir einhverju skemmtilegu, fölskvalaust bros sem kviknaði í augunum og breiddist yfir andlitið og lýsti á móti manni. Við Ólöf og synir okkar sendum Hrönn og Huldu og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Stefán Örn Stefánsson. Geirlaugur Jónsson minnisstætt hvað allt var fallega brotið saman og snyrtilega frá- gengið í skápnum því hún var ein- staklega snyrtileg og vandvirk. Hún Ragna var mikill heimsborg- ari, ung fór hún sem au pair sem var nú ekki algengt á þessum ár- um, og einnig voru nú ekki mjög margar flugfreyjurnar á árunum 1966-1970 hér á landi, en það voru ferðalögin sem heilluðu okkar konu. Hún var mikið í Ameríku- fluginu og þá var jafnan stoppað í einhverja daga og hún gat skoðað sig um. Hún var líka mjög listræn og teiknaði og málaði frábærar myndir og rithönd hennar var svo glæsileg og lýsandi fyrir hana. Svo kynntist hún honum Erling sínum, sem við vorum að vissu leyti svolítið afbrýðisamar út í til að byrja með, en það var nú fljótt að breytast þegar við kynntumst honum, því Erling er mikill öðling- ur og tók okkur í fjölskyldunni opnum örmum. Erling hefur stað- ið eins og klettur með Rögnu sinni í gegnum öll hennar erfiðu veik- indi, svo æðrulaus og blíður að eft- ir því var tekið, enda voru þau mjög samrýnd hjón og í huga þeirra sem þekktu þau voru þau bara eitt, Ragna og Erling. Einnig hafa þau hjón verið foreldrum okkar alveg einstök og litið til með þeim í þeirra veikindum og Ragna hugsaði til pabba fram á sinn síð- asta dag og við systurnar erum þeim eilíflega þakklátar fyrir. Já, hún Ragna okkar var alveg einstök kona og hennar verður sárt saknað. Söknuðurinn er sár, en sárastur er hann hjá Erling og börnunum þeirra og barnabörn- um, en einnig hjá okkur hinum því betri, hugulsamari og vandaðri konu er erfitt að finna. Elsku Erling okkar, Guggí, Adolf, Björg, Ingimar, Auður og fjölskyldur, við vitum að minning- in um yndislega manneskju lifir með okkur öllum. Við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Að leið- arlokum viljum við þakka þér, elsku Ragna okkar, hvað þú hefur verið okkur góð og hugulsöm alla tíð. Hvíl í friði elskuleg. Edda og Brynhildur (Binna). Vinátta og von, kærleikur og kraftur, trygglyndi, trú og æðru- leysi. Allt eru þetta orð sem koma í huga minn þegar ég minnist kærrar vinkonu minnar, hennar Rögnu Jóns., sem lést eftir erfið veikindi 21. júní síðastliðinn. Samfylgd okkar hefur varað allt okkar líf, við ólumst upp í sömu götu, Oddeyrargötunni á Akureyri þar sem við fæddumst og fylgdumst að ásamt góðum stórum hóp barna sem léku sér saman í Skátagilinu og koma sam- an enn þann dag í dag til að rifja upp bernskuárin. Já, það er margs að minnast, allir leikirnir sem fram fóru og lífsgleðin sem var svo sönn og djúp. Við vorum lið sem naut samveru og lífsins. Eftir að við stofnuðum fjöl- skyldur hefur vináttan haldist og við átt skemmtilegar samveru- stundir, bæði fyrir norðan og sunnan. Einnig höfum við Ragna ferðast saman utan lands og innan með góðum vinum. Þá nutum við þess að fræðast og sjá heiminn. Alls þessa minnist ég nú með miklu þakklæti. Mér er í dag ofarlega í huga þakklæti fyrir stuðninginn sem Ragna í veikleika sínum í vetur sýndi mér, krafturinn og kærleik- urinn var óendanlegur. Hugur hennar var hjá þeim sem áttu erf- itt og hún sendi þeim góðar óskir um bata, þrátt fyrir eigin veikindi og baráttu. En hún naut þess einnig að vera umvafin elsku og óeigingirni. Erling hefur verið sem klettur við hlið hennar ásamt börnunum, fjölskyldu og svo mörgum góðum vinum, sem ég veit að Ragna mat mikils. Við höfum öll misst mikið við fráfall hennar en við eigum minn- ingarnar sem munu lifa áfram í hjörtum okkar og huga. Við erum öll rík að hafa átt samleið með Rögnu og nú þegar hún hefur kvatt lífið þökkum við Gísli öll ár- in, biðjum góðan Guð að vera með Erling og fjölskyldunni allri. Guð gefur, Guð tekur. Vinátta og kærleikur lifir. Far þú í friði, Ragna mín, Guð blessi minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Valgerður (Dútla). Nú þegar lengstur er sólar- gangur kveðjum við Ragnheiði Jónsdóttur, sem bar með sér birtu og hlýju. Hún hafði einstaklega góða, ljúfa og gefandi nærveru. Hún var glæsileg, fáguð, skemmtileg og með frjóan huga. Við gengum saman í Svölurnar, góðgerðarfélag flugfreyja og -þjóna, og vorum samferða á fundi og hvöttum hvor aðra til að mæta vel. Um miðjan mars síðastliðinn mættum við svo í 40 ára afmæli Svalanna með eiginmönnum okk- ar og skemmtum okkur konung- lega. Í Svöluferðalagi fyrir tveimur árum gistum við í sama herbergi. Hafði ég með mér gamlar flug- freyjuskrár frá því að við vorum báðar flugfreyjur hjá Loftleiðum og gat sýnt henni svart á hvítu að við höfðum verið saman í tveggja daga stoppi í New York. Í þessum mánuði eru liðin 46 ár síðan. Við rifjuðum upp skemmtilegar minn- ingar langt fram á nótt og grín- uðumst með það að ég hefði þekkt hana í öll þessi ár, en hún mig í mun styttri tíma. Hún mundi nefnilega ekki eftir mér við end- urnýjuð kynni þegar eiginmenn okkar urðu stúkubræður í Odd- fellow. Sjálfar áttum við líka sam- leið í sömu stúkunni í Oddfellow- reglunni í 13 ár. Þar kom frjór hugur hennar stúkunni til góða þegar hún lagði fram sinn skerf við stefnumótun fyrir stúkuna. Ragna var mjög listræn, minn- isstæður er fallegur fáni sem hún hannaði fyrir Landssamband Sinawik. Hún málaði undurfagrar vatnslitamyndir, sem ég hvatti hana til að halda sýningu á, en hún var svo hæversk að hún tók ekki undir það. Í veikindum sínum sýndi hún mikið æðruleysi og var ekki á því að gefast upp fyrir þessum vá- gesti. Það var fallegt að sjá hversu Erling og öll fjölskyldan umvafði hana með ást og umhyggju þessi erfiðu ár, sendi ég þeim innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð Rögnu vinkonu mína með söknuði og þakklæti fyrir gef- andi og góða samfylgd og allar skemmtilegu minningarnar sem munu ylja um ókomna tíð. Anna Þórdís. Það er með miklum hlýhug og þakklæti sem við kveðjum Ragn- heiði Jónsdóttur, félaga okkar í Svölunum. Það fór ekki mikið fyr- ir henni en hlýjan og væntum- þykjan sem hún sýndi umlék okk- ur þegar við hittumst. Hún tók virkan þátt í störfum félagsins og var alltaf reiðubúin að leggja hönd á plóg. Hin síðustu ár fór það ekki framhjá okkur hve veik hún var og við dáðumst að dugnaði hennar og æðruleysi. Alltaf með bros á vör og full af gleði sem smitaði út frá sér. Það snerti okkur allar að hitta hana á 40 ára afmæli Svalanna í mars, það var einstakt að sjá þessa kjarkmiklu konu birtast með eiginmanni sínum á balli. Sama gleðin og hlýjan eins og allt- af. Ekki síst snerti það okkur að upplifa hve samband þeirra hjóna var ljúft og fallegt. Það er gott að hugsa til þess að þau hjónin sögð- ust sjaldan hafa skemmt sér eins vel og þetta kvöld. Við sendum eiginmanni, börn- um og öllum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Við munum minnast Ragnheiðar og sakna hennar. Hún hefur kennt okkur hvað lífið og vinskapur er mikils virði og hversu miklu máli það skiptir að vera með til síðasta dags. Fyrir hönd Svalanna, Greta Önundardóttir. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.