Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Tíðar fréttir berast
af urriðaveiði og
þrætum varðandi
veiði o.fl. við Þing-
vallavatn og er það
miður.
Veiði var leyfð á
bökkum vatnsins fyrr
í vor en áður hefur
verið sem margir
telja óæskilegt vegna
viðkvæms gróðurs á
þessum árstíma o.fl. þátta.
Hugsanlega væri skynsamlegt
að hefja ekki stangveiði í Þing-
vallavatni fyrr en 15. maí eða síð-
ar.
Heyrst hefur að veiðimenn hafi
verið að veiða fjöldann allan af
soltnum urriðahrygnum umhverfis
vatnið allt frá því í lok mars með
hinum ýmsu veiðiaðferðum.
Vissir veiðimenn virðast ekki
hafa aflagt makrílagn og fleiri
ólöglegar beitur og stunda húkk-
veiði með ofurkrækjum sem fyrr.
Einnig er netaveiði sögð stund-
uð við vatnið án leyfis, t.d. við
þekkt hrygningarsvæði urriðans.
Það er því af sem áður var þeg-
ar fáir stangveiðimenn og bændur
dóluðu við vatnið og veiddu einn
og einn urriða í reyk á jónsmessu-
og jólabrauðið.
Virkt eftirlit var víðast hvar við
vatnið þegar flestar jarðir um-
hverfis það voru í byggð og bænd-
ur nýttu veiðina í meira mæli, t.d.
til heimilisnota.
Búseta á hverjum bæ skapaði
aðhald á svæðinu og gaf því jafn-
framt skemmtilega byggðamynd
sem þyrfti að reyna endurvekja á
ný, a.m.k. að hluta þótt hefðbund-
inn búskapur yrði væntanlega
ekki stundaður nema á einstaka
bæ.
Þessir fræknu bændur ásamt af-
komendum og fleirum með aðstoð
Landsvirkjunar og sérfræðinga
frá Veiðimálastofnun lögðu hart að
sér við að byggja upp urriðastofn-
inn á ný eftir mikil afföll á stofn-
inum 1959 og árin þar á eftir.
Nú virðast hinir ýmsu aðilar
vera farnir að líta á
Þingvallaurriðann
með gullgraf-
araaugum með hinum
ýmsu útfærslum á
gróðahyggju.
Æskilegt er að þeir
sem byggðu upp
stofninn/veiðina með
seiðasleppingum og
hófsamri veiði í ára-
tugi njóti góðs af upp-
byggingunni.
Veiði- og sveit-
arfélög á svæðinu
þurfa að huga að þessum þáttum
með veiðiréttarhöfum þannig að
skynsamlega verði staðið að verki.
Sem fv. formaður Veiðifélags
Þingvallavatns þegar ljóst var að
uppbyggingin á urriðanum var að
skila árangri taldi ég rétt að veiði-
réttarhafar myndu afmarka viss
veiðisvæði til hófsamrar stangveiði
og hafa síðan eftirlit þar á.
Slíkt fyrirkomulag myndi skapa
almennt eftirlit á svæðinu og
framkvæmdin yrði með allt öðrum
hætti en er í dag þegar vissir
veiðimenn fara með strandlengj-
unni að eigin geðþótta.
Oft skilja þessir aðilar eftir sig
rusl, matarafganga og fleira á
svæðinu.
Síðan koma til veiðimenn sem
fara í auknum mæli um vatnið á
bátum og virða ekki veiðirétt
jarða né aðrar umgengnisreglur á
svæðinu, t.d. varðandi sjósetningu
báta/tækja, umgengni með elds-
neyti o.fl.
Það er bara spurning hvenær
slys hlýst af.
Jafnframt kemur til bágt ástand
að virðist á hrygningarsvæði silf-
urbjarta urriðastofnsins, stofns of-
ururriða sem svömluðu fyrrum um
bládýpi vatnsins og tóku stundum
á færi veiðimanna með bökkum
þess.
Um þennan stofn mun ég vænt-
anlega skrifa síðar sem og um
ástandið á hrygningarsvæðum
hans.
Samþykkt hefur verið þings-
ályktunartillaga á Alþingi um að
gera farveg fyrir urriðann við
Efra-Sog.
Samsíða þarf þá einnig að reyna
að endurbyggja hrygningarbása
sem voru fyrir ofan útfallið fyrir
virkjun, en þar hrygndi urriðinn í
verulegum mæli fyrrum.
Huga þarf einnig að hrygning-
arsvæði bjarta stofnsins sem gaf
urriðastofninum mikið gildi vegna
stærðar og afls sem fáir gleyma
sem komust í návígi við slíka
fiska.
Þeir veiðimenn áttu jafnvel erf-
itt með svefn næturnar á eftir,
voru með hugann við átökin þegar
þessir kraftmiklu urriðar þeyttust
um vatnsflötinn með sporðakasti
og stökkvum áður en yfir lauk í
háfi veiðimanna eða hurfu aftur á
vit dulúðar í bládýpi vatnsins.
Framanskráð ástand við Þing-
vallavatn varðandi urriðann o.fl.
er dapurlegt upp á að horfa, t.d.
hjá mönnum sem hafa lagt mikla
vinnu og metnað í að byggja upp
þennan séríslenska ísaldarstofn.
Nauðsynlegt er að koma þessum
málum til betri vegar.
Svæðið/lífríkið umhverfis Þing-
vallavatn á það ekki skilið að
gengið sé um það af vanvirðingu
gagnvart veiði sem öðru.
Margir höfðu samband við mig
vegna greinar í Morgunblaðinu sl.
sumar varðandi uppbyggingu á
Skálholtsstað til forna, þingbúðar
á Þingvöllum, endurbyggingu á
brúnni yfir Öxará með gegnsæju
gleri að hluta, byggingu á burst-
laga hóteli á Þingvöllum, sögusetri
við Þingvallavatn og að end-
urvekja þyrfti byggð á jöðrum víð-
ar við vatnið.
Einnig benti ég á að ekki væri
æskilegt að friða mink og ref á
svæðinu eins nefnt hafði verið að
þyrfti að gera þar sem þessi slótt-
ugu dýr eru miklir skaðvaldar
gagnvart öllu fuglalífi, urr-
iðaseiðum í ánum við vatnið og inn
á milli skæðir dýrbítar.
Flestir voru sammála þessum
hugleiðingum/ábendingum mínum.
Það þarf að bæta vissar reglur
umhverfis vatnið (Veiðifélag Þing-
vallavatns o.fl.), t.d. varðandi veiði
og fleira og fylgja þeim reglum
síðan eftir, ella mun ástandið bara
versna á svæðinu á komandi árum.
Slíkt er ekki boðlegt varðandi
þetta fallega og sögufræga svæði.
Áhlaup á Þingvallaurriðann og
hugleiðingar um Þingvallasvæðið
Eftir Ómar G.
Jónsson » Það er af sem
áður var þegar
fáir stangveiðimenn
og bændur dóluðu við
vatnið og veiddu einn
og einn urriða í reyk
á jónsmessu- og
jólabrauðið.
Ómar G. Jónsson
Höfundur er fv. formaður Veiðifélags
Þingvallavatns, nú formaður áhuga-
mannafélags um uppbyggingu og
verndun á Þingvallaurriðanum og
svæðinu umhverfis vatnið.
Síðumúla 33 sími 588-4555 www.syrusson.is syrusson@syrusson.is
Syrusson-alltaf með lausnina
Syrusson Hönnunarhús
Undanfarið hefur
nokkuð verið rætt um
aðsteðjandi hættur
varðandi komu flótta-
fólks til landsins,
Málefni sem snúast
um þetta flóttafólk
hafa ekki fengið eðli-
lega umfjöllun t.d. í
fjölmiðlum vegna há-
værra andmæla frá
vinstrafólki. Íslend-
ingar hafa skoðanir varðandi komur
flóttafólks en því miður er fjöldi sem
hefur afstöðu en tjáir sig ekki. Há-
væra vinstrafólkið úthrópar fólk
sem hefur aðrar skoðanir en það um
innflytjendur. Það úthrópar það fólk
sem rasista. Hvað er það að vera
rasisti? Er það ekki að unna sínu
þjóðfélagi, og vera þjóðernissinnað
fólk? Það ber að hlusta á aðvaranir,
ekki vaða áfram í blindni.
Viðhorf frá fyrri
tíma sem dæmi
Fyrir síðustu aldamót var hópur
lögreglumanna sendur í kynnisferð
til lögreglunnar í Kaupmannahöfn.
Þar höfðu dönsku lögreglumennirnir
uppi aðvörunarorð til íslensku lög-
reglumannanna varðandi eiturlyf.
Eiturlyfjabylgja var þá riðin yfir
Danmörku. Á þessum tíma töldu
dönsku lögreglumennirnir að ís-
lenska lögreglan gæti staðið vel að
vígi þar sem eiturlyfjaflóð hefði enn
ekki skollið yfir Ísland. Áhrifamenn
á þessum tíma fyrir síðustu aldamót
höfðu þá skoðun að Íslendingum
væri ekki hætt varðandi eiturlyf því
þjóðin væri svo vel að sér og upplýst
að hún mundi hafna eiturlyfjum. Var
á þessum tíma hlustað á aðvörunar-
orð? Nei. Um aldamótin var farið að
bera verulega á innflutningi eitur-
lyfja til landsins en þá kom slagorð
frá stjórnvöldum sem átti að duga.
Eiturlyfjalaust Ísland árið 2002. Ís-
lenska lögreglan og tollgæslan hafa
staðið vörð gegn innflutningi eitur-
lyfja, oft við erfiðar aðstæður, en
ekki notið skilnings sem hefur komið
fram í skorti á fjármagni og
mannafla.
Ég telst vera rasisti
Nú í dag er ekki verið
að bera fram aðvaranir
gegn eiturlyfjum því þar
er tími þeirra aðvarana
liðinn. Nú er verið að
bera fram aðvaranir
gegn áhrifum múslima.
Gott væri að huga að að-
vörunum sem berast af
slæmri reynslu frænd-
þjóða okkar. Múslimar
hafa sýnt af sér framferði
í borgum Norðurlanda sem íslenska
þjóðin ætti og mætti aldrei sætta sig
við. Ég er rasisti af því að ég hef þá
skoðun að ekki eigi í krafti trúar-
bragða að taka fólk af lífi án dóms og
laga. Er sá Íslendingur talinn vera
rasisti af því að hann fyrirlítur kven-
fyrirlitningu sem víða kemur fram í
múslimalöndum. Hvað segja
súkkulaðikleinur Vinstri grænna, og
beggja Samfylkingarflokkana um
meðferð múslima á konum? Í VG og
SF tala konur um kvenfrelsi. Músl-
imar hafa náð ýmsu fram á Íslandi
sem Íslendingar mega skammast sín
fyrir að hafa látið yfir sig ganga, s.s.
að ekki má lengur bjóða börnum í
skólafæði svínakjöt. Vegið hefur
einnig verið að kristni íslensku þjóð-
arinnar. Sá skal kallast rasisti sem
ekki vill láta byggja mosku við hliðið
inn í höfuðborg landsins. Besta mæl-
ing á því hver er rasisti að mati
vinstrimanna töldu þeir sig sjá út úr
úrslitum borgarstjórnarkosninganna
en þar lét þjóðernisfólk að sér kveða
en ekki rasistar. Við Íslendingar eig-
um að kappkosta að velja vegi lands-
ins okkar til framtíðar, af vandvirkni
og kostgæfni.
Aðvaranir slegnar
út af borði
Eftir Eðvarð
Lárus Árnason
Eðvarð Árnason
» Íslenska þjóðin ætti
að hlusta eftir
reynslu og læra af frænd-
þjóðum okkar af þeirra
innflytjendamálum. Það
gæti leitt okkur fram hjá
miklum vanda.
Höfundur er fv. lögreglumaður.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.