Morgunblaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt það sé mikið um að vera og
mikið að gera í vinnunni þarftu að gefa þér
tíma til hvíldar. Gerðu ekki meiri kröfur til
annarra en þú gerir til sjálfs þín.
20. apríl - 20. maí
Naut Það hefur ekkert upp á sig að vera
stöðugt að sífra um hluti sem ekki fást.
Hvað sem því líður gætu þau mál einnig
orðið skammvinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þótt þú sjálfur sért skýjum ofar
yfir afrekum þínum er ekki eins víst að fjöl-
skyldan sé á sömu skoðun. Gefðu þér því
góðan tíma svo allt fari nú á besta veg.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Umkvörtunarefni vogarinnar er alls
ekki úr lausu lofti gripið. Gefðu þér tóm til
þess að svipta henni burtu svo þú sjáir
hlutina í réttu ljósi.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þið kynnist einhverjum ókunnum
gesti og eigið svolítið bágt með að átta
ykkur á honum. Talaðu við fólk sem sér lífið
í sama ljósi og þú.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Innihaldsríkt einkalíf kemur meyj-
unni í langþráð jafnvægi. Leyfðu þér bara
að njóta þess. Láttu ekkert verða til að
skyggja á gleði þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu fortíðina fræða þig um framtíð-
ina. Þér býðst nýtt tækifæri. Gættu þess að
láta það ekki stíga þér til höfuðs því það
gæti orðið þér að falli.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Skáldlegt réttlæti af einhverju
tagi kemur fyrir. Eitthvað sem viðkemur
flugi, rafmagni og vísindum grípur inn í
framvindu dagsins.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Finnst þér eins og máttarvöldin
hafi litið framhjá þér? Tími þinn er að
renna upp, kæra steingeit. En hvernig á
hún að vita hver það verður? Það er örugg-
lega ekki sá sem bylur hæst í.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hugmyndir yfirboðara verða þér
hvatning til að gera endurbætur í vinnunni.
Sameiginleg fjármál koma til álita.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að breyta þér gagnvart
öðrum til þess að þeir komi ekki sínum
verkum yfir á þig. Sýndu þolinmæði og
fylgdu þeim eftir í rólegheitunum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Oft getur reynst erfitt að greina
milli þess sem er raunverulegt og hins,
sem er það ekki. En það er ekkert að ótt-
ast, ekki láta ímyndunaraflið hlaupa með
þig í gönur.
Eins og við mátti búast tóku hag-yrðingar við sér, eftir að sá
snjalli knattspyrnumaður Suares
gekk að leikmanni Ítala, Giorgio
Chiellini, og beit hann í öxlina, svo
að tannaförin sáust. Jón Arnljótsson
reið á vaðið strax á miðvikudags-
kvöld. – „Bitvargur í boltaleik“ var
yfirskriftin á Leirnum:
Það var sagt í þriðja sinni,
sem þetta kemur fyrir hann,
að láta undan lönguninni
og leyfa sér að bíta mann.
Helgi Zimsen lét til sín heyra og
sagði: „Seiseijá! þau eru margs kon-
ar afrekin…“ og bætti síðan við:
Leðurtuðrularfur grætur
liggjandi og fiskar víti.
Dómara má gefa gætur,
grófur tækla svo í flýti.
Olboginn er ýmsum mætur
ögn þótt sumra kviðinn lýti.
Sýnu verst þó Suarez lætur,
sannað þrisvar að hann bíti.
Pétur Blöndal fylgist vel með í fót-
bolta:
Suarez menn sóla kann
sögu frækna á sér;
eitt er víst um æringjann
að hann bítur frá sér.
Höskuldur Jónsson lét ekki sitt
eftir liggja:
Lúi hefur ljúfa sál:
Lundin sönn.
Þetta er því augljóst mál:
Öxl í tönn.
Ég var að velta þessum vísum fyr-
ir mér, þegar ég hitti karlinn á
Laugaveginum upp á Barónsstíg,
þar sem Valsvöllurinn var á sínum
tíma og leikinn prúðmannlegur
KFUM-fótbolti. „Já, séra Friðrik er
ekki lengur með í leiknum,“ sagði
hann og tautaði eins og við sjálfan
sig:
Menn lærðu í Val að listin sé
og leikurinn sanni
að boltinn gangi mann frá manni.
Núna þarftu görótt geð
og grimma skolta
ef að fót- þú ferð í -bolta.
Þó flestir reyni að finna glufur,
færin nýta
kúnstin er að kunna að bíta.
Bitvargar eru plágur víðar en á
fótboltavellinum. Blót-Sigmundur á
Vindbelg orti:
Af öllu hjarta eg þess bið
andskotann grátandi,
að flugna óbjarta forhert lið
fari í svarta helvítið.
Halldór Blöndal
halldorbondal@simnet.is
Vísnahorn
Bitvargar af ýmsum toga,
– mennskir og ómennskir
Í klípu
„FYRIRTÆKIÐ BYRJAÐI Í KJALLARA
FORELDRA MINNA. ÉG ER MEÐ
ÖRYGGISAFRIT EF ÉG SKYLDI ÞURFA
AÐ BYRJA UPP Á NÝTT.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HARALDUR, MANSTU ÞEGAR LÆKNIRINN
SAGÐI ÞÉR AÐ HÆTTA Í SKRIFSTOFU-
STARFINU VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ TÓKST
VINNUNA ALLTAF MEÐ ÞÉR HEIM?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... augnatillit í
margmenni.
HVENÆR
GETURÐU GERT
VIÐ SKIPIÐ?
EKKI FYRR
EN Í NÆSTU
VIKU.
SVO ÉG VERÐ AÐ RUKKA ÞIG UM
HAFNARGJALD ÞANGAÐ TIL.
AHAHAHAHAHAHA!
SVÚBB!
HÍHÍ
HÍHÍ!
NÝ MYND Í
ÖKUSKÍRTEININU.
GLUGGA-HREINSIR
Ýmislegt má gera til þess að koma íveg fyrir bakverk eða lækna slík-
an kvilla. Víkverji hefur sannreynt að
tvennt skipti þar mestu máli í bland
við temmilega hreyfingu og góðan
mat: Góður sjúkraþjálfari og góð
flugsæti.
x x x
Fyrir rúmu ári gerði bakverkur ítíma og ótíma Víkverja lífið leitt.
Við tók regluleg meðferð hjá Gauta
sjúkraþjálfara í eitt ár og hún skilaði
tilætluðum árangri. Víkverji var
sprækur sem lækur og tilbúinn að
takast á við allar áskoranir.
x x x
Í þessu samhengi er skylt að getaþess að Víkverji er nautnapungur,
sem á sérstaklega erfitt með að halda
í við sig þegar góður matur er annars
vegar. Hann reynir samt að halda
líkamanum við með reglulegri hreyf-
ingu en það verður að segjast eins og
er að þegar valið stendur á milli
góðrar máltíðar og aukahreyfingar
verður fyrri kosturinn ávallt fyrir
valinu.
x x x
Þegar meðferð Víkverja hjásjúkraþjálfaranum lauk tók við
frí með miklum ferðalögum. Víkverji
fékk sting í magann, ekki vegna fyr-
irhugaðra tíðra flugferða heldur
áhættunnar í mat og drykk sem þeim
óhjákvæmilega fylgdi á hinum ýmsu
dvalarstöðum. Hann sá sér samt leik
á borði og í stað þess að halda sig við
kræsingar frá morgni til kvölds á
þessum ferðalögum ákvað hann frek-
ar að verðlauna sig sérstaklega að
kvöldi að loknu góðu dagsverki,
löngum og ströngum göngum hér og
þar. Að sjálfsögðu var morgunmat-
urinn vel útilátinn sem fyrr og há-
degismaturinn við hæfi, en reynt að
halda áti á milli mála í hófi.
x x x
Þessi uppbygging í fríum hefursvínvirkað. Víkverji hefur reynd-
ar aldrei verið þyngri í kílóum talið
en bakið hefur sjaldan verið eins öfl-
ugt og nú. Þökk sé miklu og góðu
mataræði, þægilegri hreyfingu, góð-
um sjúkraþjálfara og ekki síst góðum
flugsætum, fyrst og fremst hjá Ice-
landair. víkverji@mbl.is
Víkverji
Lofaður sé Guð er hvorki vísaði bæn
minni á bug né tók frá mér miskunn
sína.
(Sálmarnir 66:20)