Morgunblaðið - 27.06.2014, Síða 18
FRÉTTASKÝRING
Kristinn Ingi Jónsson
kij@mbl.is
Samkeppniseftirlitið hefur lagt bless-
un sína yfir kaup fjármálafyrirtæk-
isins Lýsingar á eignaleigufyrirtæk-
inu Lykli á þeirri forsendu að hið
sameinaða fyrirtæki sé ekki undir yf-
irráðum Arion banka. Páll Gunnar
Pálsson, forstjóri Samkeppniseftir-
litsins, segir ástæðuna þá að eftirlit-
inu hafi ekki borist tilkynning um þau
yfirráð.
Ekki hefur verið ákveðið á þessu
stigi hvort aflað verði frekari upplýs-
inga um yfirráðin yfir Lýsingu.
Lýsing er í fullri eigu eignarhalds-
félagsins Klakka, en Arion banki er
stærsti einstaki hluthafi Klakka, með
um 34% hlut. Kaupþing er jafnframt
næststærsti hluthafi Klakka, með
rúmlega 19% hlut, en félagið á 87%
hlutafjár í Arion banka. Samtals eiga
því Arion banki og Kaupþing ráðandi
hlut, um 53%, í Klakka.
Arion banki er keppinautur Lykils
og Lýsingar á markaði fyrir fjár-
mögnun bifreiða og atvinnutækja.
Páll Gunnar segir að í ákvörðun
Samkeppniseftirlitsins vegna kaup-
anna sé lagt til grundvallar að Lýsing
sé ekki undir yfirráðum Arion banka,
enda hafi eftirlitinu ekki borist til-
kynning um þau yfirráð.
„Komi slík yfirráð á daginn, myndi
Arion banka vera skylt að tilkynna
þau. Samkeppniseftirlitinu gæfist þá
kostur á að rannsaka þann samruna
og setja honum eftir atvikum skilyrði
ef sú athugun leiddi í ljós röskun á
samkeppni,“ segir hann og bendir þó
á að í því máli væru yfirráð yfir Lýs-
ingu til skoðunar, en ekki yfirráð
Lýsingar yfir Lykli.
Hann segir að yfirráð skapist þeg-
ar aðili, einn eða saman með öðrum,
hefur möguleika á að hafa bein og af-
gerandi áhrif á mikilvægar viðskipta-
ákvarðanir fyrirtækis. Þau áhrif geti
orðið annaðhvort með eignarhaldi eða
annars konar rétti eða samningum.
„Þetta þarf að meta hverju sinni og
miðast það mat ekki við eina tiltekna
prósentutölu eignarhalds,“ segir
hann.
Yfirráð áður til skoðunar
Möguleg yfirráð Arion banka yfir
Klakka hafa áður komið til skoðunar
hjá Samkeppniseftirlitinu. Í júlí árið
2011 barst eftirlitinu beiðni frá Arion
banka um undanþágu frá 3. mgr. 17.
gr. samkeppnislaga til að framkvæma
samruna vegna Exista, nú Klakka, á
meðan hann væri enn til rannsóknar
hjá eftirlitinu. Taldi bankinn að í kjöl-
far fyrirhugaðra breytinga á hlut-
hafasamkomulagi Exista yrðu veru-
legar líkur á að bankinn fengi í
hendur aukin áhrif sem leitt gætu til
þess að hann teldist hafa yfirráð yfir
félaginu í skilningi samkeppnislaga.
Samkeppniseftirlitið veitti bankan-
um undanþágu en tveimur vikum síð-
ar dró bankinn beiðnina til baka, þar
sem ekki hafði orðið af fyrirhuguðum
breytingum á hluthafasamkomulagi
Exista.
Taldi bankinn því ljóst að engar
breytingar hefðu orðið á yfirráðum
Exista og segir í ákvörðun eftirlitsins
að síðan þá hafi ekki verið tilkynnt
um neinar breytingar á þessum yf-
irráðum. Einnig er bent á að í sam-
runaskrá vegna kaupanna sé ekki til-
tekið að Lýsing sé undir yfirráðum
Arion banka, sér í lagi eða með öðr-
um.
Lýsing gekk frá kaupunum á Lykli
í lok marsmánaðar. Talið er að sam-
runinn hafi takmörkuð samkeppnis-
leg áhrif. Þannig verði markaðshlut-
deild Lýsingar eftir kaupin undir 20%
á „þrengsta mögulega markaði sem
samruninn geti talist hafa áhrif á,“
eins og það er orðað í ákvörðuninni.
Við kaupin tekur Lýsing yfir meira
en tvö þúsund bílasamninga. Lykill,
sem var áður eignaleigusvið MP
banka, tók til starfa undir núverandi
heiti í mars 2012.
Forsenda kaupa að Lýsing sé
ekki undir yfirráðum Arion
Arion banki og Kaupþing eiga ráðandi hlut, um 53%, í Klakka, eiganda Lýsingar
Lýsing MP banki seldi og fjármálafyrirtækið Lýsing keypti rekstur Lykils,
eignaleigusviðs MP banka, í mars. Lýsing er að fullu í eigu Klakka.
Morgunblaðið/Eggert
Kaup Lýsingar
» Tilkynnt var um kaup Lýs-
ingar á rekstri Lykils, eigna-
leigusviðs MP banka, í mars-
mánuði.
» Í tilkynningunni kom fram
að salan á Lykli væri liður í því
að skerpa enn frekar á sér-
hæfðri bankaþjónustu MP
banka og um leið að einfalda
skipulag bankans og auka
áherslu á kjarnastarfsemi.
» Eignaleigusvið MP banka
tók til starfa undir heitinu
Lykill í mars árið 2012.
» Lykill býður bílasamninga,
bílalán og kaupleigusamninga
til fjármögnunar atvinnutækja.
» Starfsemin verður áfram
rekin undir vörumerkinu Lykill.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
rafkaup.is
Ármúla 24 • S: 585 2800
SÆNSK FRAMLEIÐSL A
STUTTAR FRÉTTIR
● Peningastefnunefnd er þeirrar skoð-
unar að raungengi krónunnar sé um
þessar mundir ekki fjarri þeim stað sem
nefndin telur ásættanlegt næstu miss-
erin. Þetta kemur fram í fundargerð
hennar frá síðasta vaxaákvörðunarfundi
11. júní síðastliðinn.
Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur
fram að raungengið var 5,1% hærra í
maí en í sama mánuði í fyrra á mæli-
kvarða verðlags. Hækkunin skýrist
bæði af hækkun nafngengis krónunnar
og því að verðbólga er hærri hér á landi
en í viðskiptalöndum. Að mati Grein-
ingar Íslandsbanka má lesa úr orðum
peningastefnunefndar að hún sé sátt
við að nafngengi krónunnar lækki á
næstunni til samræmis við þann mun
sem er á innlendri og erlendri verð-
bólgu.
Peningastefnunefnd
sátt við lækkun gengis
● Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu
tólf mánuði, frá júní 2013 til maí 2014,
hafa dregist saman um 20% saman-
borið við tólf mánuði þar á undan.
Alls voru 837 fyrirtæki tekin til gjald-
þrotaskipta á tímabilinu. Flest gjaldþrot
voru í byggingarstarfsemi og mann-
virkjagerð, skv. frétt Hagstofu Íslands.
Gjaldþrot hafa dregist
saman um 20%
Heildarkaupverð fasteignasjóðsins
FAST-1, sem stýrt er af VÍB, á turn-
inum Höfðatorgi í miðborginni var
rúmlega 16 milljarðar króna. Í Við-
skiptaMogganum í gær var sagt frá
því að kaupverð samkvæmt árshluta-
reikningi hefði verið tæplega fimm
milljarðar króna. Hið rétta er að sjóð-
urinn reiddi fram 4,6 milljarða króna
við kaupin en í fréttinni var ekki tekið
tillit til yfirtekinna skulda.
Fram kemur í nýbirtum árshluta-
reikningi Fast-1 að HTO, eignar-
haldsfélagið um Höfðatorg, sé metið á
16,2 milljarða að gangvirði í bókum
sjóðsins.
Íslandsbanki, sem á VÍB, átti
72,5% hlut í Höfðatorgi og bygging-
arfélagið Eykt átti 27,5%. Það er í
eigu Péturs Guðmundssonar, for-
stjóra þess.
Upplýst var í febrúar um kaupin en
sagt var að kaupverðið væri trúnaðar-
mál. Heildarstærð Höfðatorgs er um
57 þúsund fermetrar að meðtöldum
bílakjallara.
FAST-1 var stofnað árið 2012 og
nemur bókfært virði fasteigna félags-
ins 20,5 milljörðum króna við lok apr-
ílmánaðar, en var 4,3 milljarðar í árs-
lok 2013.
helgivifill@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Byggingarfélag Eykt hóf Höfðatorgsverkefnið árið 2007 í uppsveiflunni.
Höfðatorg metið
á 16 milljarða
4,6 milljarðar greiddir við kaupin
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!"
"!#
$%#
$#"
"#"
#
##
%$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"
!$
"!%
$#
##%
"
#%
%
$
!$
!$
"!#!
$%"
$"
"
%
#!
%#
"!!!#