Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Flestir kennarar njóta þessað gegna starfi sínu. Enguað síður finnst þeim þeirnjóta lítils stuðnings og vera ekki metnir að verðleikum. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum nýrrar könnunar, TALIS 2013, sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) lét gera. Könnunin var gerð í 34 löndum og náði til meira en 100.000 kennara á unglingastigi (11- 16 ára nemendur). Þar áður var TAL- IS-könnun gerð 2008. Ragnar F. Ólafsson, sérfræð- ingur hjá Námsmatsstofnun, hefur kynnt sér niðurstöður nýjustu TAL- IS-könnunarinnar. Hann var spurður um mun á niðurstöðum hennar varð- andi Ísland samanborið við könn- unina frá 2008. „Starfsþróun, starfsþróunar- verkefni, endurmenntun og slíkt var ekki endilega í góðu ástandi hér mið- að við önnur TALIS-lönd árið 2008. Það hefur hins vegar breyst mjög til batnaðar,“ sagði Ragnar. Hann sagði að 91% íslenskra kennara hefði tekið þátt í einhvers konar starfsþróunar- verkefni samkvæmt nýjustu könn- uninni. Það er yfir TALIS-meðal- talinu. Fram kom að íslenskir kennarar vildu fá meiri þekkingu á sviði færni í notkun upplýsinga- og samskiptatækni við kennslu. Ragnar sagði að íslenskir kennarar hefðu afl- að sér meiri þekkingar á námskrá og námsmatsaðferðum en almennt gilti um kennara annarra þjóða. 6% kennara yngri en þrítug „Konum fjölgaði lítið eitt í kenn- arastétt á unglingastigi hér á landi,“ sagði Ragnar. „Nú voru þær 71,9% en voru 68% árið 2008. Þessi þróun er almenn í þeim löndum sem tóku þátt í könnuninni bæði árin. Víðast hvar eru fleiri konur við kennslu nú en áð- ur,“ sagði Ragnar. Þess má geta að í könnuninni 2013 var hlutfall kvenna í kennarastétt á unglingastigi að meðaltali 68,1% í OECD-löndunum. Í Japan var þó hlutfall kvennanna ein- ungis 39%. „Ef við höfum haft áhyggjur af nýliðun í kennarastétt árið 2008 er enn meiri ástæða til þess að hafa áhyggjur af því nú. Kennarar yngri en þrítugir voru 13% árið 2008 en nú voru þeir aðeins rúm 6%,“ sagði Ragnar. Menntun íslenskra kennara þróast í rétta átt samkvæmt könn- uninni. Árið 2008 voru hér tiltölulega margir kennarar sem ekki höfðu há- skólapróf. Skýringin á því var að lengi vel var kennaramenntun ekki á háskólastigi. Nú hefur það breyst og kennaramenntun fyrir nokkru komin á háskólastig. Hlutfall háskólamennt- aðra kennara hér mun því hækka með eðlilegri endurnýjun stéttar- innar. Ragnar taldi að þær niðurstöður TALIS 2013 sem helst þyrfti að huga að sneru að endurgjöf til kennara. „Við höfum þetta módel hér að kennarinn sé sjálfstæður fagmaður sem vinnur einn og óstuddur í kenn- arastofunni. Víða annars staðar er meiri hefð fyrir því að kennarar fylg- ist með störfum hver annars og komi með tillögur um endurbætur og að kennarinn tileinki sér það. Víða um lönd fást skólastjórar mikið við slíkt en gera það ekki í sama mæli hér,“ sagði Ragnar. Hann sagði að kenn- arar hér segðu að endurmat hefði lítil áhrif. Þetta væri ekki sér- íslenskt vandamál heldur ein- kennandi fyrir skóla á Norð- urlöndum og Vesturlöndum. Skólamenningin væri önnur t.d. í Austur-Evrópu og utan Evrópu og það væri vert að íhuga hvort við vildum viðhalda núverandi ástandi eða breyta því. Huga þarf að endur- gjöf til kennaranna Morgunblaðið/Árni Sæberg TALIS-könnun Niðurstöður könnunar frá 2013 sýna að ýmislegt hefur breyst til batnaðar í starfi íslenskra kennara frá 2008. Myndin er úr safni. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ BarnahjálpSameinuðuþjóðanna, Unicef, hefur sent frá sér skýrslu um stöðu barna í heim- inum. Samtök eins og Unicef vilja sýna fram á ár- angur af starfi sínu og vissu- lega hefur margt unnist. Fleiri börn hafa aðgang að menntun og heilsugæslu en áður. Árið 2012 létust í heiminum næstum því helmingi færri börn vegna þess að þau fengu ekki bólu- setningar, lyf eða nauðsynlegar upplýsingar en árið 1989 þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti barnasáttmál- ann. Þetta sýnir vissulega að ár- angur hefur náðst, en það skelfilega er að árið 2012 dóu 6,6 milljónir barna af þessum sökum eins og kemur fram í skýrslunni. Nöturleikinn heldur áfram. 2,2 milljarðar manna eru undir 18 ára aldri í heiminum. Á hverjum degi láta 18 þúsund börn undir fimm ára aldri lífið. 170 milljónir barna, sem eru undir 18 ára aldri, eru misnotuð með vinnu og búa mörg þeirra við þrælkun. Næstum helm- ingur þeirra er tíu ára eða yngri. Vitnað er í könnun Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar þess efnis að 18 milljónir barna séu misnotaðar kynferðislega ár- lega í Evrópu og ill meðferð á börnum valdi 850 dauðs- föllum á ári í Evr- ópu. Líf tæplega 60 milljóna barna er í voða um allan heim fái þau ekki hjálp hið bráðasta, að því er fram kemur í skýrslunni. 165 milljónir barna munu ekki ná fullum líkamlegum eða and- legum þroska vegna skorts og vannæringar. Talið er að 13,5 milljónir stúlkna séu þvingaðar í hjónaband undir 18 ára aldri á hverju ári. Þetta eru skuggalegar tölur. Þegar fjallað er um stríð og átök beinast sjónir að vald- höfum og herforingjum, upp- reisnarmönnum og skæruliða- foringjum; hver er í sókn og hver er í vörn. Minna ber á hlutskipti fórnarlambanna þar sem börn skipa stóran sess. En ógæfa barna skýrist ekki að- eins af stríði og hörmungum. Hún er því miður hversdags- legt fyrirbæri eins og upptaln- ingin hér fyrir ofan sýnir og enginn heimshluti er alveg und- anskilinn. Mörg vandamálanna mætti leysa með aðeins broti af auðlegð heimsins, en allt kemur fyrir ekki. Í raun er óskiljan- legt að sú dökka mynd, sem dregin er upp í ársskýrslu Uni- cef, skuli ekki leiða til tafar- lausra viðbragða heimsbyggð- arinnar. Ógæfa barna í heim- inum er því miður hversdagslegt fyrir- bæri} Börn í voða HæstirétturBandaríkj- anna er ekki áfrýj- unarréttur á borð við Hæstarétt Ís- lands, enda geta mál þar í landi fengið áfrýjunarmeðferð þar án þess að ganga til Hæstaréttar, eins og unnið er að hér á landi. Bandaríski rétturinn tekur fyrir fá mál og þá einkum álitamál um grundvallaratriði, ekki síst þar sem reynir á stjórnarskrána. Einn nýjasti dómur réttarins snýst um farsíma og tækið tald- ist varða grundvallarmál sem ætti undir Hæstarétt því það snérist um friðhelgi ein- staklingsins. Hingað til hefur tíðkast vestra og talið vera lög- legt að lögregla geti, án atbeina dómara, lagt hald á farsíma handtekins manns, kannað þær upplýsingar sem hann hefur að geyma og notað þær sem sönn- unargögn fyrir ákæruvaldið. En nú hefur Hæstiréttur snúið þessari venjuhelgun við og var enginn ágreiningur í röðum dómaranna níu um þá niður- stöðu. Í Bandaríkjunum er birt hver semur dómsorðið og það gerði í þessu tilviki forseti Hæstaréttar. Hann segir þar að vernda beri hið mikla magn upplýsinga sem fólk geymi í farsímum gegn rannsókn sem lögregla tekur ákvörðun um án atbeina dóm- ara. Dómsforsetinn segir að ein- staklingar noti slíka síma til margs annars en samtala, svo sem til rafrænnar skráningar á atriðum sem snerti næstum alla þætti persónulegrar tilveru, al- mennra sem viðkvæmra. Nú orðið sé villandi að líta á þetta tæki eingöngu sem síma. Það sé svo miklu meira: Myndavél, myndbandsspilari, dagatal, upptökutæki, bókasafn, dag- bók, myndaalbúm, sjónvarp, kortabók og dagblað svo dæmi séu nefnd. Lítill vafi er á að þessi dómur mun hafa þýðingu út fyrir Bandaríkin. Og hann sýnir einnig að þótt hin rúmlega 200 ára gamla stjórnarskrá Banda- ríkjanna sé helsti leiðarvísir þessa réttar þá hefur dómurinn augljóslega ágæt tengsl við nú- tímann. Níu dómarar við Hæstarétt Banda- ríkjanna virðast vel með á nótunum} Eftirtektarverður dómur E ftirspurn eftir litlu og meðalstóru húsnæði miðsvæðis í Reykjavík fer hratt vaxandi og er nú orðin miklu meiri en framboðið. Ungt fólk vill í áttatíu til níutíu pró- sentum tilvika búa í póstnúmerum 101, 105 eða 107 – samkvæmt nýlegri skýrslu Capacent – og vegna lítils framboðs á litlum og meðalstórum íbúðum, sér í lagi í miðbænum, hefur verð á fasteignum stórhækkað. Allt bendir til þess að þróunin verði áfram með sama hætti. Með því að halda áfram að þenja borgina út og byggja enn eitt úthverfið austan við núver- andi byggð eru reykvískir stjórnmálamenn ekki að mæta þessari miklu eftirspurn. Það vantar ekki fleiri sérbýli austast í Reykjavík, heldur litlar og tiltölulega ódýrar íbúðir mið- svæðis. Fasteignasali einn lýsti því svo í samtali við Morgunblaðið að slegist væri um góðar eignir mið- svæðis, einkum í miðbænum og Vesturbænum. Með því að þétta byggð, og byggja inn á við, eru stjórn- málamenn að koma til móts við óskir markaðarins. Kannanir sýna að yfir 20% af ráðstöfunartekjum fjöl- skyldna fara í kaup og rekstur ökutækja. Hlutfallið er hærra hjá einstaklingum og hefur hækkað með ört hækk- andi bensínverði. Það er sláandi að heimilin í borginni eyða meiri fjármunum í ferðir á bílnum sínum en í mat- arinnkaup. Í borgum í þeim Evrópuríkjum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við fara innan við 10% af ráð- stöfunartekjum heimila í kaup og rekstur bíla. Ástæðan er ekki sú að yfirvöld í þeim borg- um reyni að þvinga fólk með illu út úr einka- bílnum, eins og margir virðast halda, heldur bjóða þessar borgir einfaldlega upp á fjöl- breyttari samgöngumáta, svo sem hjólastíga og góðar almenningssamgöngur. Þá er fram- boð íbúða miðsvæðis miklu mun meira þar en nokkurn tímann í Reykjavík. Það virðist sem misskilnings gæti í um- ræðunni um þéttingu byggðar hér á landi. Þeir sem vilja þétta byggð vilja ekki gera aðför að einkabílnum, eins og statt og stöðugt er haldið fram. Þeir vilja heldur gera fleirum það kleift að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga á milli staða. Miðborg Reykjavíkur er einstök. Hún er allt í senn nýstárleg og gamalgróin, annasöm og kyrrlát, hátíðleg og heimilisleg. Miðborg- arbúar búa þétt og geta margir hverjir farið í vinnuna, skólann, kaffihús og næstu matvöruverslun á tveimur jafnfljótum. Margt gott hefur verið gert í miðborginni á undanförnum árum, og má til dæmis nefna nýlegar breyt- ingar á götumynd Hverfisgötu, en borgaryfirvöldum hef- ur samt sem áður mistekist að láta miðborgina vaxa eins og markaðurinn hefur kallað eftir. Íbúðum þar hefur ekki fjölgað í samræmi við eftirspurn. Samkvæmt mannfjöldaspám mun Reykvíkingum fjölga um 25 þúsund á næstu tuttugu árum. Hvar á allt þetta fólk að setjast að? Þeirri spurningu þurfa reykvískir stjórn- málamenn að svara. kij@mbl.is Kristinn Ingi Jónsson Pistill Ungt fólk vill búa miðsvæðis STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Unglingabekkir á Íslandi eru talsvert miklu minni en að meðaltali í OECD. Hér eru að meðaltali 19,6 nemendur í bekk en meðaltalið í OECD er 24,1 nemandi. Fæstir eru nem- endur í bekk í Eistlandi og Belgíu, 17,3 að meðaltali, en flestir í Singapúr þar sem eru 35,5 nemendur í bekk. Starfsreynsla íslenskra kennara er nokkuð undir með- altali kollega þeirra í OECD. Ís- lenskir kennarar státuðu að meðaltali af 14,3 ára starfs- reynslu 2013 en meðaltalið í OECD var 16,2 ár. Reynsluminnsti kenn- arahópurinn var í Singapúr og var meðal- kennslureynsla þar 9,7 ár en kennarar í Lett- landi voru að meðaltali með lengsta starfs- reynslu eða 22 ár. Fáir í hverj- um bekk hér TALIS-KÖNNUN OECD Á MEÐAL KENNARA Ragnar F. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.