Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
Á nótnablaði með
fyrstu söngæfingun-
um sem ég lærði er
skrifað með fallegri
rithönd: 31. janúar
1997. „Það verður gaman fyrir þig
seinna“, var útskýringin sem
fylgdi með. Ekki renndi mig þá í
grun hversu sönn þau orð voru.
Hefði dagsetning ekki fylgt með
æfingunum væri ég sennilega
löngu búin að gleyma hvenær
fyrsti söngtími minn hjá Elísabetu
Erlingsdóttur var, sennilega líka
hvaða ár. Þetta lýsir henni mjög
vel. Skipulögð og nákvæm fram í
fingurgóma; hugsaði fyrir hverju
smáatriði. Hún var mjög ákveðin í
kennslunni, vissi alltaf hvað hún
vildi og náði því oftast fram með
jákvæðum aga og hvatningu í
stórum skömmtum. Fáguð var
hún og diplómatísk, vel menntuð
og með svo fallega rithönd. Hún
hafði geysilegan áhuga á manns-
röddinni og lagði sig fram um að
draga fram persónulegan hljóm
nemenda sinna. Það var gaman að
vinna með henni og fylgjast með
henni að störfum; hún var sann-
kallaður eldhugi. Síðasta verkefnið
sem hún hjálpaði mér með voru
tónleikar með sönglögum Mahlers
í febrúar síðastliðnum. Þá var hún
orðin mikið veik, en sló hvergi af
kröfum til sín. Á þeim rúmu 17 ár-
um sem við áttum samleið kenndi
hún mér ótal margt, bæði í radd-
beitingu, tungumálum og lífs-
leikni. Að leiðarlokum eru þakk-
aðar ósérhlífnar vinnustundir,
alúð, umhyggja og vinátta.
Þórunn Elín Pétursdóttir.
Ég kynntist Önnu Rún vinkonu
minni á fyrsta skóladegi okkar í
Vogaskóla fyrir nokkuð mörgum
árum. Ég veit ekki hvað það var
sem dró okkur saman, ólíkari
stúlkur í útliti var varla hægt að
hugsa sér, hún með þráðbeina
skiptingu og óaðfinnanlegar flétt-
ur með borðum, ég með krullur og
gleraugu. Að innan reyndumst við
nauðalíkar og er vinátta okkar í
gegnum þykkt og þunnt dýrmæt
gjöf. Fljótlega urðum við heima-
gangar hvor hjá annarri. Ég
yngst, hún elst, pabbar okkar fóru
á hverjum morgni til vinnu og
komu heim um fjögurleytið,
mamma mín var heimavinnandi,
mamma hennar var söngkona sem
stundaði söngkennslu um víðan
völl. Þegar við lékum okkur í barbí
hljómuðu jafnan söng- og upphit-
unaræfingar í bakgrunninum.
Elísabet Erlingsdóttir var fal-
leg kona, ítölsk í útliti og skapi
með augu sem sendu frá sér blik
full af ástúð og umhyggju en þau
gátu líka skotið gneistum, þegar
Betta var reið þá var hún alvöru
reið. Það var aldrei lognmolla í
kringum hana, hún elskaði lífið og
möguleika þess og var stöðugt að
bæta við þekkinguna. Hún var
hreinskilin og umhyggjusöm, með
ríka réttlætiskennd, hvatti til
dáða, tók þátt í sorg og gladdist
þegar vel gekk. Ég hygg að hún
hafi síst getað umborið meðal-
mennsku. Það væri fróðlegt að vita
hversu margt söngfólk hefur notið
hvatningar og innblásturs hennar,
mig grunar að það sé há tala.
Það er sárt að kveðja og að leið-
arlokum hrannast minningarnar
upp, sumar svo myndrænar að ég
hlæ og græt í senn. Ég heyri hana í
huganum heilsa mér: „hæ, Gyða
piða,“ svo tók hún með sterkri
hönd undir hökuna og dró hana að
sér til að smella á mig kossi og
bætti svo við: „elsku skottið þitt“.
Við Nanú elskuðum að skoða og
Elísabet
Erlingsdóttir
✝ Elísabet Er-lingsdóttir
fæddist 29. ágúst
1940. Hún lést 5.
júní 2014. Útför El-
ísabetar var gerð
19. júní 2014.
máta tónleikakjól-
ana hennar og þykj-
ast vera stjörnur og
ógleymanlegar eru
bílferðirnar niður í
Tónmenntaskóla á
appelsínugula Trab-
antinum, þá steig
Betta vel í botn og
flautaði á alla vit-
leysingana sem voru
fyrir á leiðinni, við
stöllurnar sátum aft-
ur í með fiðlurnar í kjöltunni, sötr-
uðum kókómjólk og flissuðum, ég
elskaði hvernig orðið vitleysingur
hljómaði þegar hún var pirruð.
Eftir að ég fluttist til Hollands
fann ég umhyggjuna yfir hafið og í
fríum vorum við fjölskyldan svo
heppin að fá reglulega að gista í
kjallaranum hjá Bettu og Atla.
Synir mínir tóku ástfóstri við þau
hjónin og heilsaði amma Betta
þeim ávallt eins og hún heilsaði
mér. Endalaust gaf hún sér tíma
til að fræða hollenskan eiginmann
minn um íslenska kórtónlist og
sönglög. Á kórstjórnarprófinu
hans hljómuðu Haustvísur til
Maríu sungnar af hollenskum
söngvurum sem höfðu lært text-
ann samkvæmt handskrifuðum
útskýringum Bettu.
Takk fyrir allt, elsku Betta, það
er ríkidæmi að hafa fengið að
njóta umhyggju þinnar.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mæðir hretið skýja;
tekur mig að kala á kinn,
kuldi smýgur í hjartað inn;
mér væri skjól að möttlinum þínum
hlýja.
Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi,
möttulinn þinn mjúka þá,
Móðir, breiddu mig ofan á,
svo sofi ég vært og ekkert illt mig
dreymi.
(Einar Ól. Sveinsson)
Gyða Stephensen.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi
að eiga mikla samleið með Elísa-
betu Erlingsdóttur, þessari frá-
bæru konu sem lét svo mikið að
sér kveða á tónlistarsviðinu. Hún
setti mark sitt á svo marga tónlist-
arnemendur, bæði yngri sem eldri
og gaf þeim veganesti fyrir lífstíð.
Þegar ég tók mín fyrstu skref sem
píanókennari við Tónlistarskólann
í Kópavogi annaðist Elísabet þar
yngstu nemendurna í forskóla-
deild og sinnti því af einstakri
natni og myndarskap. Nokkrum
árum síðar kom ég heim frá námi
og fékk starf sem píanóleikari við
söngdeild Tónlistarskólans í
Reykjavík en þar starfaði Elísa-
bet þá í mögnuðu þríeyki með
þeim Sieglinde Kahman og Rut
Magnússon. Þau ár voru ógleym-
anleg, því allar þessar konur höfðu
svo sterkan persónuleika og út-
geislun.
Á þessum árum hófum við El-
ísabet einnig að vinna saman, ekki
eingöngu sem kennarar heldur
sem listamenn og héldum fjöl-
marga tónleika og gerðum út-
varpsupptökur þar sem rödd
hennar blómstraði í Mahler, Sibe-
lius, Grieg, Dvorak o.fl. að
ógleymdum íslensku lögunum,
sem voru auðvitað hennar sérsvið
enda var hún mjög oft beðin að
frumflytja ný íslensk sönglög. Við
stofnun Listaháskólans flutti hún
sig þangað og kom mjög að upp-
byggingu tónlistardeildarinnar og
kenndi og hafði yfirumsjón með
söngnáminu. Nokkrum árum síð-
ar var ég einnig komin þangað og
við í samstarf sem var gæfuríkt og
færði mér mikla ánægju. Fyrir ut-
an að vera samkennarar hér
heima fórum við margar ferðir
saman sem gestakennarar við er-
lenda háskóla og alls staðar sópaði
að Elísabetu og kennsluhæfileikar
hennar vöktu aðdáun og virðingu.
Allnokkrir nemendur erlendis frá
ákváðu að taka sig upp og halda
námi áfram við Listaháskólann til
að njóta kennslu hennar. Elísabet
skilur eftir sig stórt skarð í kenn-
arahópi Listaháskólans, hennar er
sárt saknað en bæði samstarfs-
menn og nemendur minnast henn-
ar sem einstaks félaga og frábærs
kennara, sem var alltaf miklu meir
en kennari. Hennar yndislegu fjöl-
skyldu, Atla og dætrunum ásamt
þeirra fjölskyldum svo og bræðr-
unum Odda og Herði og öðrum að-
standendum, votta ég mína dýpstu
samúð.
Selma Guðmundsdóttir.
Góð kennsla felst ekki aðeins í
því sem kennt er, heldur ekki síður
í þeirri persónu sem miðlar til okk-
ar. Hennar ástríða og metnaður
fyrir viðfangsefninu mótar nem-
andann varanlega og verður til
þeirrar eftirbreytni sem skilar ár-
angri.
Þessi kennari var Betta. Ég var
svo lánsöm að vera meðal hennar
fyrstu nemenda. Hún var nýkomin
frá námi í München og ég söng
þýskt kvöldljóð í fyrsta tímanum.
Hún mótaði nýja námsbraut í
einsöng við Tónlistarskólann í
Kópavogi þar sem við lærðum öll
bókleg fög og píanóleik auk söngs-
ins. Kröfur til burtfaraprófs voru
hærri en þær sem núgildandi nám-
skrá býður. Hún keypti nótur á
fornsölum í München handa okkur
og merkti við það sem við skyldum
læra og ég lærði að sjálfsögðu öll
22 Schumann-ljóðin sem hún
merkti við. Það sem hún sagði, það
var gert. Hún kenndi okkur að
vinna og hreif okkur með sínum
metnaði. Betta var alltaf boðin og
búin að hita upp, hjálpa og hvetja.
Þetta voru árin 1970–75.
Ég hef fylgst með kennslu
hennar og nemendum gegnum tíð-
ina og fram á þetta ár var hún sú
sama; fyrst við Tónlistarskólann í
Reykjavík og síðan Listaháskól-
ann. Öll áttu þau hjarta hennar og
ómældan tíma.
Ég er þess fullviss að enginn ís-
lenskur söngkennari hefur komið
jafnmörgum nemendum til at-
vinnu í söng. Það er ekki síður
hennar verk en þeirra.
Betta kom eins og ferskur vind-
blær inn í íslenskt tónlistarlíf. Hún
söng samtímatónlist og verk voru
skrifuð og útsett fyrir hana. Platan
hennar og Kristins Gestssonar
með þjóðlagaútsetningum Þorkels
og Fjölnis er einstök gersemi. Hún
ruddi brautina fyrir vandað tón-
listarnám í einsöng og vann að fé-
lagsmálum söngvara. Aðalsmerki
hennar var alltaf jákvæðni, orka
og ósérhlífni.
En Betta var líka vinkona mín
og stórfjölskyldunnar í Stuðlum.
Hún kom norður og söng einsöng í
brúðkaupinu mínu. Eftir það
komu þau Atli árlega í sumarferð í
Mývatnssveitina með tjaldið sitt.
Við minnumst öll þessara dýrðar-
daga þegar þau komu og þá var
farið í skemmtiferðir með nesti,
Anna Rún lék með yngri systkin-
unum og einlæg vinátta varði alla
tíð.
Það er óumræðilega sárt fyrir
okkur öll sem þekktum Bettu að
þurfa að kveðja hana svo fljótt, en
Betta hefði aldrei getað verið lengi
veik og óvinnufær. Það var ekki
hennar stíll.
Stuðlafjölskyldan hugsar til
Atla og fjölskyldunnar með hlýju
og þökk fyrir góðar minningar.
Guð blessi minningu Bettu og
styrki fjölskyldu hennar í sorginni.
Margrét Bóasdóttir.
Fallin er frá mæt kona, áhrifa-
mikil í íslensku tónlistarlífi um
áratuga skeið. Ásamt stofnanda
Söngsveitarinnar Fílharmóníu í
Reykjavík, dr. Róbert A. Ott-
óssyni, og öðrum mætum söng-
stjórum var Elísabet Erlingsdóttir
eflaust einn mesti velgerðarmaður
hennar.
Eftir sex ára nám við Tónlist-
arháskólann í München lauk El-
ísabet þaðan prófi í einsöng og
söngkennslu árið 1968. Síðan lagði
hún einkum fyrir sig tónlistar-
kennslu, fyrst við Tónlistarskóla
Kópavogs og þá Tónlistarskólann
í Reykjavík. Frá stofnun tónlist-
ardeildar Listaháskólans hafði
hún þar yfirumsjón með menntun
einsöngvara.
Elísabet átti einnig langan og
fjölbreyttan feril sem einsöngvari.
Hún söng m.a. á þremur listahá-
tíðum í Reykjavík og á fjölmörg-
um hljómleikum víðsvegar um
landið. Hún frumflutti mörg verk
íslenskra nútímatónskálda og tók
þátt í flutningi stórra kórverka,
svo sem Jólaoratoríu og Jóhann-
esarpassíu Bachs og C-dúr messu
Beethovens, að ógleymdum mörg-
um kantötum eftir J.S. Bach.
Einnig Háskólakantötu Páls Ís-
ólfssonar og Hátíðarljóðs 1930 eft-
ir Emil Thoroddsen. Eftir hana
liggja auk þess margar upptökur
á plötum og fyrir útvarp.
Að loknu formlegu námskeiði
eða söngskóla Söngsveitarinnar
Fílharmóníu fyrir nýja sem eldri
félaga haustið 1990, í húsakynnum
FÍH, þar sem Elísabet var aðal-
söngkennarinn, hvöttu nokkur
okkar í kórnum eindregið til þess
að hún yrði ráðin framvegis sem
raddþjálfari hans. Gegndi hún síð-
an því starfi allt til haustsins 2002,
þegar hún fylgdi kórnum til St.
Pétursborgar, þar sem flutt var
Sálumessa Mozarts með Selkórn-
um og Fílharmóníuhljómsveit
borgarinnar, undir stjórn Bern-
harðs Wilkinssonar.
Ráðning Elísabetar reyndist
Söngsveitinni Fílharmóníu gæfu-
spor. Hún veitti söngstjóra mikinn
stuðning, ekki síst við undirbún-
ing tónleika, að ekki sé minnst á
upptökur fyrsta geisladisks kórs-
ins í Langholtskirkju árið 1992, Á
hæstri hátíð, sem kom út fyrir jól-
in og varð mjög vinsæll. Elísabet
hafði afar næmt tóneyra, var glað-
lynd, mild og móðurleg, mjög þol-
inmóð og jákvæð gagnvart okkur
áhugafólkinu í kórnum, en jafn-
framt ákveðin og vandvirk.
Kennsla hennar var ómetanleg, og
hún átti eflaust mjög mikinn þátt í
velgengni Fílharmóníu á þessum
árum.
Elísabet söng einsöngs- og
kvartetthlutverk með Fílharmón-
íu í Missa brevis eftir Mozart (og
var svo elskuleg að leyfa undirrit-
uðum að taka þar þátt). Vorið 1994
var hún fararstjóri í fyrstu utan-
landsferð kórsins, um þrjú lönd á
Norðurlöndum, í tilefni 50 ára af-
mælis íslenska lýðveldisins. Þar
voru eingöngu flutt íslensk lög, og
söng Elísabet einsöng í allmörg-
um þeirra.
Ég, og eflaust aðrir fyrrverandi
kórfélagar í Söngsveitinni Fíl-
harmóníu, minnumst Elísabetar
Erlingsdóttur með söknuði, djúpri
þökk og virðingu og vottum að-
standendum einlæga samúð.
Baldur F. Sigfússon.
Elísabet var söngkennari minn
í fjögur ár. Ég flutti til Íslands frá
Svíþjóð 2008 til að læra hjá henni.
Frá fyrstu byrjun fann ég að ég
gat alltaf leitað til hennar þegar ég
þurfti. Alltaf hafði hún tíma til að
hlusta á mig, segja sínar skoðanir
og hjálpa mér. Elísabet, nafna
mín, var sterk og ákveðin kona og
hún sagði alltaf hreint út hvað
henni fannst og vildi. Þetta gerði
hana svo góða fyrirmynd fyrir mig
þegar ég byrjaði að syngja hjá
henni 18 ára. Hún var svo langt
frá því að vera eigingjörn, alltaf
hugsaði hún um aðra áður en hún
hugsaði um sjálfan sig. Það sem
hún gerði og starfaði við var að
hjálpa og uppörva. Hennar sterki
persónuleiki gerði það að verkum
að ég var alltaf glöð og hress þeg-
ar ég fór frá henni. Hún fékk mig
til að skilja hvernig tónlist getur
breytt og bætt lífið. Hún var mjög
fær kennari og gat alltaf útskýrt
fyrir mér á svo frábæran hátt
hvernig ég gæti bætt mig. Fáar
manneskjur hafa haft jafn mikil
áhrif á líf mitt eins og Elísabet eða
„Betta“ gerði. Hún var ekki bara
söngkennari minn heldur hún var
líka eins og mamma, amma eða
vinkona mín.
Elísabet Einarsdóttir.
Nú er genginn góður maður,
elskulegur afi minn, Trúmann
Kristiansen. Afi var mikill kenn-
ari og stjórnandi og stórkostleg-
ur uppalandi. Hann var vandur
að virðingu sinni svo tekið var
eftir og lagði mikla rækt við
uppeldi þeirra barna sem honum
var trúað fyrir.
Mannkostum afa kynntist ég
best þegar ég var send heim til
hans og ömmu níu ára gömul
veturinn sem fósturfaðir minn lá
fyrir dauðanum. Þar sem ég var
yfirkomin af harmi leiddi hann
mig af stöku þolgæði í gegnum
sorgina og kenndi mér að biðja.
Þær umræður sem við áttum
saman þennan vetur um gott og
illt og frjálst val mannsins hafa
að mestu verið sá siðgæðis-
grundvöllur sem ég hef byggt
mitt líf á allar götur síðan. Sú
maxíma hans, sem hann þrum-
aði stundum yfir okkur frænk-
unum, að leyfa okkur ekki að
haga okkur eins og svín þó að
aðrir gerðu það, hefur ósjaldan
glumið fyrir eyrum mér undir
varnaðarbjöllum, t.d. bara um
daginn við nýjar og áður
óþekktar aðstæður.
Trúmann
Kristiansen
✝ TrúmannKristiansen var
fæddur á Seyð-
isfirði á nýársdag
árið 1928. Hann
andaðist á hjúkr-
unardeild Hrafn-
istu í Hafnarfirði
31. maí 2014.
Trúmann var
jarðsunginn frá
Kópavogskirkju,
16. júní 2014.
Þennan sorgar-
vetur sat ég í
bekknum sem hann
kenndi og get vitn-
að um hvað hann
kom efninu vel til
skila, sérstaklega
sögu og íslensku
sem hann hafði
mikið dálæti á. Frá
honum hef ég mín-
ar fyrstu minningar
um heimalærdóm
sem voru svo notalegar stundir.
Það var og yndislegt að vera
honum og ömmu samferða á
morgnana í hlýlega barnaskól-
ann í Hveragerði.
Afi var tónelskur mjög og
vakti okkur gjarna um helgar
með því að setja sígilda tónlist á
fóninum á fullt, enda gat hann
verið stríðinn. Allt mitt tónlist-
aruppeldi hef ég frá honum og
er það ekki lítil gjöf. Hann elsk-
aði líka garðyrkju og stuðlaði að
útiveru okkar bókaormanna í
fjölskyldunni. Ég á t.d. afar
skemmtilegar minningar frá því
þegar afi minn, virðulegur
skólastjórinn, hljóp með mér
Heiðmörkina í Hveragerði fram
og til baka til að kenna mér
inniskjóðunni að hjóla. Ég hef
verið svo heppin að kynnast
honum vel og eiga hann að. Guð
blessi minningu elskulegs afa
míns.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum.)
Guðrún Kristinsdóttir.
✝
Þökkum vinarhug og hlýju við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns, pabba okkar,
tengdapabba, afa, langafa og bróður,
BERGMUNDAR ÖGMUNDSSONAR
skipstjóra og útgerðarmanns
í Ólafsvík,
sem andaðist miðvikudaginn 21. maí.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Jaðars
í Ólafsvík.
Sigríður Þóra Eggertsdóttir,
Þórdís Bergmundsdóttir, Elvar Guðvin Kristinsson,
Elsa S. Bergmundsdóttir, Aðalsteinn Snæbjörnsson,
afastrákarnir, langafabörnin og systkini.
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
SÖLVI JÓNASSON
sjómaður og smiður frá Bíldudal,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 19. júní.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn
8. júlí kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Haukur Sölvason.
✝
Okkar ástkæra
STEINVÖR SIGURÐARDÓTTIR,
DIDDA,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
lést á Landspítala, Fossvogi, miðvikudaginn
25. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Einarsdóttir,
Jenný Einarsdóttir, Hjalti Sæmundsson,
Sigurður Einarsson, Sólveig Birna Jósefsdóttir,
Þórður Einarsson, Guðbjörg Óskarsdóttir.