Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.06.2014, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014 Innkaupakerrur nefnist ljósmynda- sýning Gunnars Marels Hinriks- sonar sem opnuð var í gær í Skot- inu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Gunnar hefur undanfarið eitt og hálft ár ljósmyndað innkaupakerr- ur sem fólk hefur skilið eftir víðs- vegar um borgina á farsíma sinn og notað appið Instagram. „Þær eru hlutgervingur einnota neyslu- hyggju, skildar eftir þegar hlut- verki þeirra er lokið frá sjónarhóli neytandans,“ segir Gunnar m.a. um innkaupakerrurnar í tilkynningu. Myndaði yfirgefn- ar innkaupakerrur Neysluhyggja Ein af myndum Gunnars á sýningunni í Skotinu. Tilkynnt var í gær um fleiri listamenn sem koma fram á tón- listarhátíðinni Iceland Airwaves sem haldin verð- ur 5.-9. nóvember nk. Þeir eru eftir- taldir: Sóley, Ho- zier (Írland), Ke- lela (Bandaríkin), Radical Face (Bandaríkin), Valdi- mar, Prins Póló, Roosevelt (Dan- mörk), Thus Owls (Kanada), Sísý Ey, Hymnalaya, Alice Boman (Sví- þjóð), Girl Band (Írland), Adult Jazz (Bretland), Black Bananas (Banda- ríkin), For a Minor Reflection, My Bubba, The Mansisters (Ísland/ Danmörk), Shura (Bretland), Orc- hestra of Spheres (Nýja-Sjáland), Moses Sumney (Bandaríkin), Lea- ves, Dimma. Svartidauði, Steinar, Uni Stefson, Kælan Mikla, Shades of Reykjavík, LaFontaine, Nanook (Grænland), Una Stef, Einar Indra, BirdJed & Hera og East of My Youth. Alls verða um 200 tónlistarmenn og hljómsveitir á hátíðinni í ár sem verður sú sextánda í röðinni. Enn lengist listi Iceland Airwaves Prins Póló verður á Airwaves Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Hópurinn hefur það að leiðarljósi að setja upp verk víðsvegar á höfuðborg- arsvæðinu sem brjóta upp hversdags- leikann. ROF stefnir að því að koma með aðra sýn á skynjun borgarbúa á samtímanum. Með því að setja upp ör- verk, dansverk og þess háttar viljum við bjóða Reykvíkingum að gægjast inn í hliðstæðan veruleika líkt og þeg- ar vegfarandi rekur augun í upplýstan stofuglugga,“ segir Sóley Frostadóttir fyrir hönd listhópsins ROF sem sam- anstendur af henni, Söru Margréti Ragnarsdóttur og Sigurjóni Bjarna Sigurjónssyni en hópurinn mun setja upp ýmis verk víðsvegar í Reykjavík í sumar. Hópurinn er hluti af listhópun Hins hússins sem er verkefni fyrir ungmenni á aldrinum sextán til tutt- ugu og fimm ára en markmiðið er að skemmta vegfarendum Reykjavík- urborgar yfir sumartímann. Ólík viðbrögð vegfarenda Öll eru þau í sviðslistadeild Lista- háskóla Íslands og munu Sóley og Sara hefja annað ár á samtímadans- braut í haust en Sigurjón annað ár á sviðshöfundabraut. „Hugmyndin er að vera svolítið sýnileg fólki sem er kannski ekki endi- lega að nálgast list dags daglega og veit ef til vill ekki hvernig samtíma- dans er. Þetta þarf því að vera svolítið opið og aðgengilegt. ROF mun þannig gefa vegfarendum kost á að reka aug- un í eitthvað sem viðkomandi hefur ekki tekið eftir áður. Við framand- gerum hversdagsleikann,“ segir Sól- ey. Allir hóparnir funda reglulega með Ástu Hauksdóttur, deildarstjóra Hins hússins, og Margréti Kaaber verkefnastjóra og fara yfir komandi verkefni. ROF frumsýndi verkið Blá- kaldan raunveruleikann fyrr í sumar í galleríinu Skúmaskoti við Laugaveg og segja þau vegfarendur hafa tekið því vel og að þau muni að öllum lík- indum setja það aftur upp síðar í sum- ar. „Fólk tók mjög vel í þetta. Við vor- um einnig með gjörning á bekk á Klapparstígnum þar sem við vorum með upplestur á handriti. Það var merkilegt að sjá hvernig fólk brást við, sumir löbbuðu bara framhjá, aðrir stoppuðu og enn aðrir beygðu sig jafnvel yfir okkur og kíktu á hand- ritið.“ Gott tækifæri fyrir listnema Föstudagsfiðrildi Hins hússins fara fram í dag og munu listhóparnir auðga líf Reykvíkinga með ýmsum uppákomum. ROF er þar engin und- antekning. „Við verðum með verk á Skóla- vörðustíg 1A, fengum að vera þar í auðu verslunarhúsnæði. Við ætlum að setja upp ákveðinn heim í þessu rými. Þegar fólk labbar framhjá rek- ur það vonandi augun í okkur og sér „eitthvað annað“, sem er einmitt pæl- ing hópsins. Fólk staldrar vonandi við og kíkir jafnvel inn. Verkið hefst klukkan hálfeitt en svo munu afleið- ingar verksins fá að lifa í einhvern tíma. Við verðum síðan með aukasýn- ingu á sama stað klukkan níu um kvöldið,“ segir Sóley og bætir við að hópurinn muni síðar í sumar, nánar tiltekið 11. júlí, flytja verkið Brotaboð á milli tólf og tvö víðsvegar um Laugaveginn. Aðspurð segir Sóley listhópana góðan jarðveg fyrir upp- rennandi listamenn. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir fólk í listnámi til að geta notað sum- arið í að skapa og fá reynslu,“ segir hún að lokum. Unnið með leikskólabörnum Listhópurinn Frigus liberi, sem samanstendur af þeim Blængi Blængssyni, Sigurði Ými Kristjáns- syni og Birni Heiðari Pálssyni, hefur unnið markvisst að því í sumar að ferðast á milli leikskóla Reykjavík- urborgar og vinna þar með leik- skólabörnum. „Krakkarnir teikna fyrir okkur myndir, síðan söfnum við þeim saman og vinnum úr þeim heildstætt verk og málum á veggi leikskólanna. Þetta eru mestmegnis leikskólar miðsvæðis í Reykjavík en við teygjum okkur engu að síður alveg upp í 108 og Laugardalinn,“ segir Blængur en þess má geta að þeir félagar eru allir tvítugir. „Við notum ekki spreybrúsa eða þess háttar, þetta er allt unnið með rúllum og penslum. Við erum bara að leika okkur með hlutföll og liti. Ann- ars eru þetta algjörlega hugmyndir og persónur frá krökkunum. Verk- efnið hefur fengið rosalega góðar við- tökur. Við vorum einmitt að sækja blöð áðan og öllum leikskóla- og deild- arstjórunum fannst þetta snilld og höfðu það einmitt á orði að það væri löngu kominn tími á eitthvað svona,“ segir hann. Gefa kannski út bók í haust „Þetta var hugmynd frá Ými og okkur Bjössa leist bara mjög vel á hana. Þetta er hugmynd sem flestir taka vel í held ég. Það var náttúrlega langt og strangt umsóknarferli þar sem við þurftum að gera fjárhags- áætlun og þess háttar. Níu hópar af rúmlega fjörutíu voru síðan valdir þannig að við erum bara mög sáttir við þetta. Svo er líka mjög gaman að vinna með börnunum, þau eru svo hreinskilin. Þau segja bara það sem þau hugsa. Þeim finnst svolítið skrítið að fá þrjá ókunnuga stráka inn á leik- skólann sinn,“ segir Blængur og bæt- ir við að Frigus liberi þýði „cool kids“ á latínu. Í dag verður hópurinn á leik- skólanum Lindarborg við Lindargötu í miðbænum en þar mun hann mála með börnunum og bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og gott spjall. „Að sumri loknu munum við örugg- lega eiga hundruð teikninga. Það væri fyndið að gefa út bók með teikningum krakkanna. Það er alveg möguleiki sem hægt er að skoða. Annars held ég að ég tali bara fyrir hópinn þegar ég segi að við erum ekkert smá sáttir með þessa vinnu. Þetta er besta og skemmtilegasta sumarvinna sem ég hef haft,“ segir Blængur að lokum. Framandgerður hversdagsleiki  Föstudagsfiðrildi Hins hússins breiða út vængi sína í dag  Listhóparnir skemmta vegfarendum yfir sumartímann ROF Sara Margrét, Sigurjón og Sóley sýna Blákaldan raunveruleikann. Frigus liberi Sigurður, Blængur og Björn ferðast á milli leikskóla og mála. L 16 12 12 ★ ★ ★ ★ ★ „Besta íslenska kvikmynd sögunnar!” Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Fréttablaðið ÍSL. TAL ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND MEÐ PAUL WALKER Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 10:10 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar TRANSFORMERS 4 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 8 - 10:10(P) BRICK MANSIONS Sýnd kl. 11:10 AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 4:30 22 JUMP STREET Sýnd kl. 8 MILLIONWAYS TO DIE Sýnd kl. 10:20 VONARSTRÆTI Sýnd kl. 5 14"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"-T.V., Biovefurinn.is "Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!" -Guardian

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.