Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Vefþjóðviljinn bendir á að af-nám haftanna sé eitt allra stærsta verkefnið í efnahags- málum. Það hafi tekið allt of lang- an tíma en skiljanlegt sé að menn vandi sig í ljósi hagsmunanna sem í húfi eru.    Annað mál þessu tengt sé ein-faldara viðureignar, en það sé „að loka svokallaðri „fjárfestingar- leið“ sem Seðlabankinn hefur boð- ið undanfarið, en hún snýst í stuttu máli um að Seðlabankinn kaupir erlendan gjaldeyri af mönnum sem leggja svo krónurnar í fasteign, hlutabréf eða verðbréf. Krónurnar fá þeir á betri kjörum en almennt bjóðast og þar með hefst óeðlileg mismunun.    Ef slíkt fyrirkomulag hefði ver-ið ákveðið í stuttan tíma, strax eftir bankahrunið, hefði svo sem mátt hafa skilning á því. Fyrst þegar menn vissu ekki hver áhrif bankahrunsins yrðu og hversu brýn þörfin fyrir erlendan gjald- eyri yrði, og svo framvegis. En nú, mörgum árum eftir bankahrun, á að loka þessari leið. Seðlabankinn kaupir nú erlendan gjaldeyri í milljarðavís til að sporna við hækkun krónunnar.    Með „fjárfestingarleiðinni“ eraðilum mismunað með óeðli- legum hætti, sem kemur meðal annars fram í því að samkeppni fyrirtækja verður ójöfn og sam- keppni einstaklinga á markaði verður ójöfn líka.“    Þessi ábending Vefþjóðviljans áfullan rétt á sér. Engin ástæða er fyrir ríkið að láta mis- mununina viðgangast áfram. Lag- færingin er bæði einföld og fljót- leg sé vilji til staðar. Mismunun má ekki vara að eilífu STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 13 skýjað Akureyri 15 skýjað Nuuk 5 skýjað Þórshöfn 12 þoka Ósló 15 skúrir Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 16 skúrir Lúxemborg 21 léttskýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 17 léttskýjað London 20 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 20 léttskýjað Vín 24 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 23 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 25 skýjað Winnipeg 8 alskýjað Montreal 20 skýjað New York 20 alskýjað Chicago 22 skýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:37 20:13 ÍSAFJÖRÐUR 6:38 20:23 SIGLUFJÖRÐUR 6:20 20:06 DJÚPIVOGUR 6:05 19:44 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Örva á og efla nýfjárfestingu í at- vinnurekstri verði stjórnar- frumvarp um ívilnanir til nýfjár- festinga lögfest en því var dreift á Alþingi í gær. Í grunninn byggist frumvarpið á lögum um ívilnanir til nýfjárfestinga Íslandi, frá 2010, sem féllu úr gildi í lok árs 2013. „Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að veita umrædda byggða- aðstoð sem frávik frá tilteknum sköttum og opinberum gjöldum eða sem niðurgreiðslu á landi eða lóð undir nýfjárfestingu,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Jafna misvægi „Þær ívilnanir sem snúa að sköttum eða opinberum gjöldum eru binding 15% hámarks- tekjuskattshlutfalls þess félags sem reisir og rekur fjárfesting- arverkefnið í tíu ár, auknar heim- ildir til fyrningar eigna, 50% lækkun á fasteignaskatti, 50% lækkun á almennu trygginga- gjaldi, undanþága frá tollum og vörugjöldum vegna innflutnings og kaupa viðkomandi félags á byggingarefnum, vélum, tækjum og öðrum fjárfestingarvörum og varahlutum vegna viðkomandi fjárfestingarverkefnis, svo og til reksturs þess,“ segir í ítarlegri greinargerð og skýringum. Fram kemur að verulegur mun- ur er milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar hvað varðar möguleika til atvinnusköpunar, vaxtar atvinnulífsins og varðandi ýmis félagsleg gæði. Tilgangur ívilnana til svæða utan höfuðborg- arinnar sé að jafna þetta misvægi með því að styrkja byggð í landinu með nýsköpun og atvinnuþróun. 50% lækkun skatta til ívilnunar  Stjórnarfrumvarp lagt fram á Alþingi um ívilnanir til nýfjárfestinga Fjórir aðilar vilja taka þátt í útboði Vegagerðarinnar og Hafnasjóðs Húsavíkur vegna Bakkavegar við Húsavík en forval var auglýst í júní. Nauðsynlegt er að gera miklar umbætur vegna iðnaðaruppbygg- ingar á Bakka en þar er fyrirhugað að reisa kísilverksmiðju þýska fyrirtækisins PCC. Ætlunin er að ljúka fjármögnun verksmiðjunnar í lok september og gangi áætlanir eftir gæti verksmiðjan tekið til starfa 2017. Haldið áfram í árslok Umræddir verktakar eru ÍAV á Íslandi og Marti Contractors í Sviss, Ístak, Metrostav í Tékklandi og Suðurverk og loks Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Vega- gerðin áskildi sér rétt til að fresta útboðinu en ákveðið hefur verið að haldið verði áfram með verkefnið í árslok. Verkefnið, sem heitir fullu nafni Bakkavegur Húsavík, Bökugarður- Bakki, er viðamikið. Boruð verða 940 metra löng jarðgöng undir Húsavíkurhöfða, 56 metra langir, steyptir vegskálar og loks verða vegir utan jarðganganna alls um 1,8 km. kjon@mbl.is Taka þátt í útboði vegna Bakkavegar  Fjögur fyritæki hafa áhuga á verkinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.