Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Malín Brand malin@mbl.is Stundum virðist vera óskráðregla að ræða ekki umsjálfsvíg. Eins og það séeitthvað sem beri að hafa hljótt um og ekki nefna upphátt. Kristinn Freyr Sigurðsson er í dag tuttugu og tveggja ára og er sann- færður um að fátt sé verra en þögnin þegar einhver nákominn hefur tekið eigið líf. Bróðir hans, Guðmundur Þór Sigurðsson, framdi sjálfsvíg 6. september 2010, tuttugu og þriggja ára gamall og þá missti Kristinn Freyr ekki bara bróður sinn heldur einn af sínum bestu vinum. Ekki reiður út í hann Kristinn Freyr er yngstur í fjögurra bræðra hópi. Guðmundur var næstyngstur og þeir tveir voru nánir. Elstu bræðurnir tveir voru fluttir að heiman en þeir yngri bjuggu í foreldrahúsum. Það var mikið reiðarslag fyrir alla fjölskyld- una þegar Guðmundur dó og ýmsar tilfinningar gerðu vart við sig. „Ég varð ekki reiður, því hann var búinn að segja við mig að hann vildi deyja. Ég hafði vitað það í smá tíma og hann hafði reynt sjálfsvíg áður en honum tókst það,“ segir Kristinn Freyr. „Fyrst var ég náttúrlega bara gríðarlega sorgmæddur og svo kom eftirsjá yfir að hafa ekki getað gert meira en ég gerði,“ segir hann. Það er nokkuð algengt að þeir sem horfa á eftir ástvini í dauðann með þessum hætti ásaki sjálfa sig fyrst í stað og velti fyrir sér hvort eða hvernig þeir hefðu getað komið í veg fyrir sjálfsvígið. Það sem hefur hjálpað Kristni Frey mikið við úrvinnslu tilfinning- anna og í sorgarferlinu er að hafa alltaf náð að tala opinskátt um hvað gerðist. „Ég myndi ekki mæla með því að fólk reyndi að fela sannleik- ann því það þarf að tala um þetta,“ segir hann. Umræðu er þörf Í dag, 10. september, er Al- þjóðadagur sjálfsvígsforvarna og er dagurinn haldinn til að heiðra minn- ingu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Sérstakar kyrrðarstundir verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju og Eg- ilsstaðakirkju. Allar kyrrðarstundir hefjast kl. 20.00 og mun Kristinn Freyr segja sögu sína í Dómkirkj- unni í kvöld. Það er ekki auðvelt að standa fyrir framan fjölda fólks og ræða tilfinningarnar sem bærast innra með manni og rifja upp erfiða atburði. En það er samt nauðsynlegt þó að erfitt sé og því ætlar Kristinn Freyr að deila reynslunni með við- stöddum. „Það er nauðsynlegt að tala um sjálfsvíg því að sjálfs- vígstíðni á Íslandi er gríðarlega há. Að meðaltali fremja þrjátíu og þrír til þrjátíu og sjö Íslendingar sjálfs- víg á hverju ári en samt virðist um- ræðan ekki vera meiri en hún er. Það finnst mér mjög skrýtið,“ segir hann. Mikill styrkur í foreldrunum Hópur fólks sem vill efla um- ræðuna um þessi mál hefur nú sam- einast og mun á næstunni vera með fræðslu og stuðning fyrir þá sem misst hafa ástvini vegna sjálfsvíga. Hópurinn heldur úti vefsíðunni www.sjalfsvig.is sem nánar er fjallað um í ramma hér á síðunni. Foreldrar Kristins Freys hafa verið ötulir í starfi hópsins sem að síðunni stend- ur og hafa hjálpað sonum sínum og öðrum við að vinna úr sorginni. „Ég hef farið til sálfræðings og talað við prest en einhvern veginn hefur mér alltaf fundist best að tala við foreldra mína. Þau hafa hjálpað mér mikið,“ segir Kristinn Freyr. Honum er mikið í mun að opna umræðuna til að hægt sé að lækka sjálfsvígstíðnina hér á landi. Við þá sem eru í svip- Minnist góðu stund- anna með bróður sínum Árlega deyja mun fleiri í sjálfsvígum hér á landi en í umferðinni. Á bilinu 33 til 37 falla að meðaltali fyrir eigin hendi á hverju ári sem er ótrúlega há tala sem gott væri að sjá lækka. Í dag er Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og verða kyrrð- arstundir haldnar víða. Ungur knattspyrnumaður, Kristinn Freyr Sigurðsson, missti bróður sinn í sjálfsvígi átján ára gamall og ætlar í dag að segja sögu sína. Morgunblaðið/Styrmir Kári Á vellinum Kristinn Freyr Sigurðsson er leikmaður Vals og hér er hann í leik FH og Vals ásamt þeim Jóni Jónssyni og Ólafi Páli Snorrasyni. Á vefsíðunni www.sjalfsvig.is er gagnlegan fróðleik að finna og er síð- an bæði ætluð þeim sem hafa hug- leitt sjálfsvíg og líka þeim sem hafa orðið fyrir því áfalli að einhver þeim nákominn svipti sig lífi. Að síðunni standa samtök, ein- staklingar og stofnanir sem hafa bundist samtökum að vinna að for- vörnum vegna sjálfsvíga en einnig að styðja þau sem þurfa að takast á við sorg og áföll eftir sjálfsvíg. Má þar nefna landlæknisembættið, þjóð- kirkjuna, Nýja dögun, Hugarafl, Rauða krossinn og svo einstaklinga sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Í dag er Alþjóðadagur sjálfsvígs- forvarna og verða kyrrðarstundir haldnar í Reykjavík, á Akureyri og Eg- ilsstöðum. Á vefnum má skoða dag- skrána auk þess sem síðan er gagn- legt hjálpartæki fyrir þá sem þarfnast hjálpar og stuðnings. Vefsíðan www.sjalfsvig.is Morgunblaðið/Eggert Minning Í dag er þeirra sérstaklega minnst sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Margir vilja og geta hjálpað Íslandsmótið í kotru hefst með undankeppni kl. 18 í kvöld. 5 manns hafa þegar tryggt sér sæti í 12 manna úrslitum, svo spilað verður um 7 laus sæti í kvöld í þessu æsispennandi spili. Fimmtudaginn 11. september fara fram 12 manna úrslit þar sem dregið verður í tvo sex manna riðla og spilaðir leikir upp í 9. Þar munu fjórir efstu úr hvorum riðli komast áfram í 8 manna úrslit sem spiluð verða laugardaginn 13. september. Spilað verður á Café Atlanta, Hlíðasmára 3 í Kópavogi. Þátt- tökugjöld eru 2.500 kr. en 1.500 kr fyrir þá sem eru yngri en 18 ára. Endilega … … fylgist með keppni í kotru Spil Keppt verður í kotru í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. NÝ SENDING AFTÚNIKUM STÆRÐIR L - XL - XXL EINNIG NÝ SENDINGAF JÖKKUM, PEYSUM OG LEGGINGS Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 Finndu HYGEA á facebook Ámorgun 11. september gefur Íslandspóstur út frímerki í tilefni 800 ára minningar Sturlu Þórðarsonar (1214-1284), sagnaritara, skálds og lögmanns. Einnig koma út tvö frímerki í útgáfuröð vitafrímerkja. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.