Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 MOSFELLSBAKARÍ Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is Ert þú búin að prófa nýja lágkolvetnabrauðið okkar? Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð. Flugáætlun millilandaflugs Ice- landair Group fyrir árið 2015 verður sú stærsta í sögu félagsins og um 12 prósent umfangsmeiri en gert er ráð fyrir á þessu ári. Verður hafið flug til tveggja nýrra áfangastaða og ferðum fjölgað til ýmissa borga í Norður-Ameríku og Evrópu. Segir frá þessu í til- kynningu Icelandair. Er gert ráð fyrir að farþegar verði um 2,9 milljónir á næsta ári, en áætlað er að þeir verði um 2,6 milljónir á yfirstandandi ári. Alls verða 23 Boeing 757 farþegaflug- vélar nýttar til farþegaflugsins næsta sumar, en það er tveimur fleiri en á þessu ári. Um 10.000 ferðir frá landinu Frá árinu 2009 hefur leiðakerfi félagsins meira en tvöfaldast að umfangi og verða ferðir frá land- inu um 10 þúsund á næsta ári. Fyrir sex árum síðan voru þær um 4.500 talsins. Þá voru farþegar um 1,3 milljónir eða 45 prósent þess fjölda sem gert er ráð fyrir á næsta ári. Mun þessi vöxtur hafa í för með sér áframhaldandi eflingu ferðaþjónustunnar að því er fram kemur í tilkynningu frá Iceland- air. Næsta sumar mun ferðum til flestra áfangastaða félagsins fjölga. Þannig verður bætt við 12 flugum vikulega bæði til Norður- Ameríku og Evrópu, eða í heild 24 flugum, og farið úr 254 brott- förum frá Keflavíkurflugvelli á viku í alls 278 brottfarir fyrir há- önnina næsta sumar. Portland í Oregon-ríki í Banda- ríkjunum og Birmingham á Bret- landi bætast við sem nýir áfanga- staðir, en ekki verður framhald á flugi til St. Pétursborgar í Rúss- landi. khj@mbl.is Mikill vöxtur í milli- landaflugi Icelandair  Flugáætlun félagsins fyrir árið 2015 verður sú stærsta frá upphafi Morgunblaðið/Ernir Farþegaþota Ein af Boeing 757- vélum í flugflota Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það eru verulegar líkur á að við séum að sjá fram á mjög stórtækar breytingar sem eru stærri en við höfum séð á síðustu ára- tugum,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Í máli sínu vísar hann til þess mikla sigs sem orðið hefur í öskju Bárðarbungu, en það mælist um 20 metrar. Stærri atburðir ekki útilokaðir Spurður hvort öskjusig sé ekki verulegt áhyggjuefni kveður Magnús Tumi já við. „Ef það herðir á því getur það framkallað mun stærra gos en við erum með núna [eld- gosið í Holuhrauni]. Það gæti orðið til þess að sprungan lengist, gosið magnist og nái undir jökul. Það er ekki hægt að útiloka slíkt. Svo gæti það einnig orðið til þess að það komi upp gos í sjálfri Bárðarbungu,“ segir hann. Spurður hvort vísindamenn hafi áður orð- ið vitni að viðlíka öskjusigi og nú er í gangi svarar Magnús Tumi: „Árið 1875 varð stórt sprengigos í Öskju [í Dyngjufjöllum] sem sendi vikur yfir Austurland, Jökuldal og Vopnafjörð. Við eigum þó ekki von á því að það sé endilega að fara að gerast núna. En ef það er hreyfing á öskjubrotinu vegna þess að kvika er að sleppa undan, þá eru vissar líkur á því að kvikan leiti upp í sjálfa öskjuna eða þá að það hraði á ferlinu og stærra gos opnist utan jökulsins.“ Hópur vísindamanna hefur að undanförnu haft aðsetur í skálanum Dreka, sem stendur skammt frá Öskju í Dyngjufjöllum, og hefur hann fylgst grannt með framvindu eldgoss- ins í Holuhrauni. Í hópnum er eldfjallafræð- ingurinn Ármann Höskuldsson en hann seg- ir nú orðið dautt í norðurgígnum. „Það sést engin glóð í honum lengur. Í suðurgígnum er gutlandi hrauntjörn og upp úr miðjugígn- um standa fjórir til fimm strókar,“ segir hann. Eldgosið ekki jafn útbreitt Spurður hversu hátt strókarnir teygja sig til himins svarar Ármann: „Þeir fara svona 140 metra upp í loftið. Þeir eru nú orðnir einangraðri en áður því það er ekki sama samfella og var í síðustu viku þegar þetta var eitt stórt eldtjald.“ Spurður hvort dregið hafi úr krafti goss- ins í Holuhrauni svarar Ármann: „Það er minni kraftur og flæði því það er dautt í norðurgígnum.“ Bendir hann hins vegar á að það þýði ekki að gosið í Holuhrauni sé í rénun því umbrotin geta hæglega rifið sig upp aftur. „Upplýsingar úr GPS-mælingum sýna að þetta er ekki farið að ganga sam- an,“ segir Ármann. Getur kallað fram stærra gos  Askjan í Bárðarbungu hefur sigið um 20 metra  Gosstrókarnir í Holu- hrauni ná nú 140 metra hæð  Gutlandi hrauntjörn er í suðurgígnum Ljósmynd/William Moreland Jarðvísindastofnun Eldgos Við gosstöðvarnar í Holuhrauni blasir mikið sjónarspil við þeim jarðvísindamönnum sem þar eru að störfum. Tignarlegir strókarnir teygja sig af miklum krafti 140 metra upp í loftið. „Þessir stóru skjálftar halda áfram í Bárðar- bungu og gosið í Holuhrauni er enn í gangi. Það hefur því ekkert dregið úr þessari at- burðarás,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, og bætir við að hann hafi nú orðið miklar áhyggj- ur af þeim tíðindum sem berast frá Bárðar- bungu. Hefur askjan þar sigið um 20 m. „Inni í okkar sviðsmyndum höfum við haft eldgos í sjálfri Bárðarbungu og þær hreyfing- ar sem mældar hafa verið sýna að það er meiri hætta á því en við töldum í upphafi.“ Komi upp eldgos undir jökli segir Víðir fyrstu skref almannavarna vera að staðsetja gosið með nákvæmum hætti. Dragist það hins vegar á langinn mun þurfa að grípa til um- fangsmikilla rýmingaraðgerða. Undirbúnar hafa verið rýmingar á svæðum vegna flóða í Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljóti og á Skeið- arársandi auk þess sem almannavarnir hafa nú farið yfir aðgerðaáætlun með fulltrúum Landsvirkjunar streymi mikið magn vatns inn á virkjunarsvæði. Umfangsmiklar rýmingar?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.