Morgunblaðið - 10.09.2014, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
kring, má segja. Þetta er fyrsta ár-
ið sem við prófum þetta og við
sjáum að það er greinileg þörf fyr-
ir það. Nú er fólk að ferðast á öll-
um tímum og í öllum veðrum. Það
er alveg sama hvernig veðrið er,
fólk mætir í gestastofuna. Það er
mikilvægt að hafa einhvers staðar
opið upp á öryggi, fræðslu og upp-
lýsingagjöf til ferðamanna,“ segir
Lárus.
Ný gestastofa í bígerð
Sú nýbreytni var einnig tekin
upp í vetur að hafa Vatnshelli, sem
hefur reynst vinsæll á meðal ferða-
manna, opinn
allt árið um
kring en einka-
aðilar sjá nú um
rekstur hans.
Til þess að
gera ferða-
mennskuna sjálf-
bæra segir Lár-
us gríðarlega
mikilvægt að
taka vel á móti
gestum, byggja upp innviði og að
fá fjármagn til að hlúa að svæðinu.
Þjóðgarðurinn hefur fengið
aukafjárveitingu og segir Lárus að
hann hafi aldrei haft úr eins miklu
fjármagni að spila og nú. Alls hefur
hann um áttatíu milljónir króna til
framkvæmda í þjóðgarðinum og í
friðlöndunum Arnarstapa-Hellnum
og Búðum á þessu ári. Reynt hafi
verið að nýta þá fjármuni eins vel
og frekast er unnt. Verið sé að
bæta úr skorti á salernisaðstöðu
sem hrjáð hefur garðinn, göngu-
leiðir séu byggðar upp og þá stend-
ur til að setja upp stærri skilti við
mörk þjóðgarðsins. Stærsta fram-
kvæmdin er hins vegar lagfæring
og uppbygging útihúsa á Malarrifi.
Þar verður vinnuaðstaða fyrir
landverði og gestastofa sem mun
taka við af þeirri sem er nú á
Hellnum. Vonir standa til að hægt
verði að taka hana í notkun eftir
eitt til tvö ár.
Mikil þýðing fyrir svæðið
Meirihluti þeirra ferðamanna
sem koma í þjóðgarðinn Snæfells-
jökul eru útlendingar, allt að 90%
að mati Lárusar. Þrátt fyrir vætu-
tíð eins og verið hefur í sumar
koma útlendingarnir, en Íslend-
ingar sitji frekar heima ef veðrið
er vott. Það er fyrst og fremst
náttúran sem gestir garðsins
sækja í.
„Jökullinn er náttúrulega
kennileiti svæðisins og þjóðgarð-
urinn er kenndur við hann svo
hann er aðalaðdráttaraflið. Vatns-
hellir er einnig ákveðinn segull
sem er alltaf til staðar jafnvel þeg-
ar ekki er hægt að fara á jökulinn
vegna sprunguhættu eða veðurs.
Vinsælasti viðkomustaður ferða-
manna í þjóðgarðinum er samt sem
áður Djúpalónssandur,“ segir Lár-
us um vinsælustu staðina í garð-
inum. Þá er ein alvinsælasta
gönguleið landsins í friðlandinu á
milli Arnarstapa og Hellna en auk
hennar er fjöldi gönguleiða í garð-
inum sem laðar útivistarfólk að.
Lárus telur að þjóðgarðurinn
hafi mikla þýðingu fyrir ferðaþjón-
ustu á Snæfellsnesi og á Vestur-
landi í heild.
„Þó að margir komi hingað í
dagsferðir þá held ég að garðurinn
skipti máli fyrir gisti- og veitinga-
þjónustu og aðra þjónustu, alveg
klárlega. Ég held að það styrki
svæðið að hafa þjóðgarð og að
heimamenn séu farnir að átta sig á
hvað þeir eiga æðislegan þjóðgarð í
bakgarðinum hjá sér,“ segir Lárus.
Fræðsla Í gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum er að finna ýmsan fróðleik um náttúru og sögu svæðisins.
Framkvæmdir Byrjað er að gera upp gömul útihús á Malarrifi sem eiga að
hýsa gestastofu. Vonast er til að hún verði opnuð á næsta ári eða þarnæsta.
Lárus
Kjartansson
ar fleiri aðgerðir til að efla rekst-
urinn þar.“
Pældum í gömlum sögum
Í Búðardal eru á ári hverju
unnar afurðir úr 4,5 milljónum lítra
af mjólk sem kemur frá 30 bændum
í Dalasýslunni og á Vestfjörðum.
Afurðirnar úr Dölunum, sem um 20
starfsmenn sinna framleiðslu á, eru
sérostar í fjölbreyttu úrvali og
heilsudrykkirnir LGG+ og Benecol.
Af einstaka ostategundum má
nefna Camembert, Höfðingja, Ljót,
Dala-Brie og fleiri. Einnig sérosta
eins og Cheddar, Havarti-krydd og
Dala-Feta. Ónefndur er mygluost-
urinn Auður, en það nafn vísar til
Auðar djúpúðgu, landnámskonu í
Dölunum, sem meðal annars segir
frá í Laxdælu. Sala þessara afurða
er góð, ekki síst í kringum hátíðar
og þegar eitthvað ber til tíðinda í
þjóðfélaginu, sem þýðir að fólk ger-
ir vel við sig í mat. Og þá eru
desertostarnir oft settir á diskinn.
„Já, við lögðumst á sínum tíma
í heilmiklar pælingar á gömlum
sögum jafnhliða þróun nýrra fram-
leiðsluvara. Auðarnafnið varð
niðurstaðan en við gætum ef því er
að skipta tekið margt fleira úr Lax-
dælu, ef þau nöfn eru talin hæfa á
ostinn,“ segir Elísabet Svansdóttir,
framleiðslustjóri MS í Búðardal.
Hún hefur starfað í búinu síðast-
liðin 30 ár og gengur næst Lúðvík
Hermannssyni, sem er mjólkur-
bústjóri bæði í Búðardal og á Egils-
stöðum.
Morgunblaðið/Eggert
Pökkun Anton Albert Eggertsson raðar á færibandið. Góður hópur starfar
hjá MS í Búðardal, en fyrirtækið er einn stærsti vinnustaðurinn í þorpinu.
Ferðir niður í iður jarðar
VATNSHELLIR OPINN ALLT ÁRIÐ
Ferðir í Vatnshelli hafa verið vinsælar í sumar. Fyrir fjórum árum voru
reistir hringstigar niður í hellinn til að auðvelda aðgengi og nú í vetur
var byrjað að hafa hann opinn allt árið.
Hellirinn er um 200 metra langur og 35 metra djúpur en talið er að
hann hafi myndast fyrir um átta þúsund árum.
Fyrirtækið Hellaferðir sér um ferðirnar ofan í iður jarðar en aðeins er
leyfilegt að skoða hellinn með leiðsögn.
VITINN 2014
Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni
leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu
lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda
blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.
Í form fyrir flugið
Námskeiðið er fyrir fólk sem vinnur óreglulegan vinnutíma og miðar
að því að innleiða reglulega hreyfingu ásamt því að koma skipulagi á
óskipulagið og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Námskeiðið hentar vel
þeim sem hafa verið í hreyfingu áður og eru með grunn til að byggja
á. Regluleg hreyfing, heilbrigt mataræði, líkamsbeiting, hugarfar,
streita, skipulag og góður svefn eru allt þættir sem huga
þarf að. Hópurinn hefur aðgang að 6 þjálfunartímum
á viku og er markmiðið að ná að mæta að meðaltali
2-3x í viku. Þjálfunin byggir á einstaklingsmiðuðum
æfingum þar sem hver og einn getur valið álag við
sitt hæfi. Einnig verða kynntar leiðir eða lausnir
fyrir þá sem vilja vinna dýpra og meira með aðra
þætti. Þátttakendum á fyrsta námskeiðinu býðst
svefnmæling með nýrri tækni.
Innifalið:
• Aðgangur að 6 tímum á viku undir leiðsögn
þjálfara: mánudaga, miðvikudaga og
föstudag kl. 9:00 og kl. 13:00
• Fræðslufyrirlestur að eigin vali í Heilsuborg.
• Hvatning og ábendingar varðandi aðra þætti s.s.
mataræði, skipulag, álagsmeiðsl, svefn og streitu
• Að námskeiðinu standa Anna Borg sjúkraþjálfari,
Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Sigríður Fanndal
íþróttafræðingur.
• Verð 33.800 kr. fyrir 8 vikur.
Áskriftarverð 14.900 kr á mánuði, binditími 2 mánuðir.
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 108 • Reykjavík • Sími 560 1010 www.heilsuborg.is