Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 35
var sú manneskja sem gjarnan var
leitað til af sveitungum þegar vélar,
sauma- og prjónavélar, biluðu, en
hún mun hafa haft alveg sérstaka
hæfileika til að leysa uppkominn
vanda. Það má nefna það hér að
amma var kosin í hreppsnefnd 1907
og segir það eflaust töluvert um álit
sveitunganna á henni.
Eftir að ég lét af föstum störfum
sneri ég mér að skógrækt og telst nú
skógareigandi. Á sl. 10 árum hef ég
ásamt fjölskyldu unnið að upp-
græðslu skógar á 90 ha. landsvæði í
Landeyjum. Gróðursettar hafa verið
milli 15 og 20 þús. plöntur á ári.“
Fjölskylda
Eiginkona Ragnars er Halldóra
Margrét Bjarnadóttir, f. 12.12. 1938,
fv. deildarstjóri í Happdrætti HÍ,
foreldrar hennar eru Bjarni Ingi-
marsson, f. 22.5. 1909, d. 31.12. 1988,
skipstjóri, og Margrét Elísabet
Hjartardóttir, f. 27.4. 1917, d. 19.10.
2000, húsfreyja.
Börn Ragnars og Halldóru eru
Arna Ragnarsdóttir, f. 14.9. 1961,
starfsmaður Ríkisskattstjóra, bús. á
Hellu. Maki: Arnar Hjaltason, sölu-
maður. Barnabörn: Elísa, f. 1985,
Ragnar Ingi, f. 1988, Eva, f. 1990;
Ingimar Ragnarsson, f. 6.2.1963,
verkfræðingur, bús. í Kópavogi.
Sambýliskona: Martina K. Williams,
nemi. Barnabörn: Bryndís Ósk, f
1989, Katrín Ásta, f. 1993, Margrét
Eyja, f. 1993, Lilja Rós, f. 2010,
Ragnar Örn, f. 2013; Bjarni
Ragnarsson, f. 5.5. 1966, tölvunar-
fræðingur, bús. í Garðabæ. Maki:
Þorgerður Kristinsdóttir, bókari.
Barnabörn: Halldóra Margrét, f.
1993, Kristinn Már, f. 1995, Guð-
mundur Ingi, f. 1999; Ívar Ragnars-
son, f. 15.1. 1975, tölvunarfræðingur,
bús. á Seltjarnarnesi. Maki: Ásdís
Geirarðsdóttir, bókasafnsfræðingur.
Barnabörn: Lára, f. 2002, Agla, f.
2007.
Systir Ragnars: Kolbrún Ingi-
marsdóttir, f. 31.3. 1944, lækna-
fulltrúi, bús. í Reykjavík.
Foreldrar Ragnars: Ingimar Ást-
valdur Magnússon, f. 13.10. 1907, d.
24.6. 2004, húsasmíðameistari í
Reykjavík, og Guðrún Guðmunds-
dóttir, f. 10.7 1911, d. 31.7. 2001, hús-
freyja í Reykjavík.
Úr frændgarði Ragnars G. Ingimarssonar
Ragnar
Guðmundur
Ingimarsson
Sigríður Guðbrandsdóttir
vinnuk. á Tind
Guðmundur Guðmundsson
vinnum. á Tind
Þrúður Jónína
Guðmundsdóttir
húsfr. í Litla-Holti
Guðmundur Hannesson
b. í Litla-Holti í Saurbæ
Guðrún Guðmundsdóttir
húsfr. í Rvík Guðrún Jónsdóttir
húsfr. Litla-Holti
Hannes Guðmundsson
b. í Litla-Holti
Katrín Þorfinnsdóttir
húsfr. á Þrasastöðum
Bergur Jónsson
b. á Þrasastöðum í Stíflu
Guðrún Bergsdóttir
húsfr. á Ytri-Hofdölum
Magnús Gunnlaugsson
b. á Ytri-Hofdölum í
Viðvíkursveit
Ingimar Ástvaldur Magnússon
húsasmíðam. í Rvík
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. á Hrúthóli
Gunnlaugur Magnússon
b. á Hrúthóli í Ólafsfirði
Guðfinna Gunnlaugsd.
húsfr. á Illugastöðum
í Fljótum
Ásgrímur
Gunnlaugs.
b. á Kolkuósi
Hartmann Ásgrímsson
hreppstjóri og oddviti
á Kolkuósi
Branddís
Guðmundsd.
húsfr. í Rvík
Unnur
Árnadóttir
húsfr. í Rvík
Anna Árnad.
fulltrúi
Happdr. HÍ
Jóhanna Lilja
Jóhannesdóttir
húsfr. í Eyjafirði
Davíð Atli
Ásbergsson
verkfræðingur
Þrúðmar
Sigurðsson b. á
Miðfelli í Nesjum
Árni Samúelss.
kvikmyndah.
eigandi
Ásgrímur Hartmannss.
bæjarstjóri,
kaupfélagsstjóri og
útgerðarm. í Ólafsfirð
Kristrún Jónsdóttir
húsfr. á Lambanes-
reykjum í Fljótum
Ólafur
Jóhannesson
forsætisráðherra
Skógarbóndi Á gröfu í Landeyjum.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014
Klemens fæddist fyrir einniöld á Hesti í Borgarfirði, þarsem faðir hans var þá prest-
ur, og ólst þar upp og í Reykjavík.
Hann var sonur Tryggva Þórhalls-
sonar, prests, ritstjóra Tímans, for-
sætisráðherra og bankastjóra, og
k.h., Önnu Guðrúnar Klemensdóttur
húsfreyju.
Tryggvi var sonur Þórhalls bisk-
ups, bróðir Vilhjálms, bónda á Rauð-
ará við Reykjavík, afa Finnboga
Guðmundssonar landsbókavarðar.
Þórhallur var sonur Björns, prófasts
og skálds í Laufási Halldórssonar.
Móðir Tryggva var Valgerður Jóns-
dóttir, systir Halldórs, langafa Þórs
Whitehead prófessors. Anna var
dóttir Klemensar, landritari og ráð-
herra, bróðir Finns prófessors. Móð-
ir Önnu var Þorbjörg Stefánsdóttir,
Systkini Klemensar: Valgerður,
var skrifstofustjóri Þjóðleikhússins;
Agnar, var framkvæmdastjóri hjá
SÍS; Þórhallur, bankastjóri Bún-
aðarbankans; Þorbjörg, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri; Björn, fyrrv. aðstoð-
arbankastjóri í Seðlabankanum, og
Anna Guðrún kennari.
Eiginkona Klemensar var Guðrún
Sigríður, dóttir Steingríms Jóns-
sonar, rafmagnsstjóra í Reykjavík.
Klemens lauk stúdentsprófi frá
MR 1944 og cand.polit.-prófi frá
Kaupmannahafnarháskóla 1940.
Hann starfaði við Landsbanka Ís-
lands 1940-50, lengst af sem for-
stöðumaður hagfræðideildar bank-
ans, en var skipaður hagstofustjóri
1950 er Þorsteinn Þorsteinsson lét
þar af störfum fyrir aldurs sakir, og
var hagstofustjóri til 1984 er hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Klemens var formaður Félags ís-
lenskra stúdenta í Kaupmannahöfn,
Félags starfsmanna Landsbanka Ís-
lands, Sambands íslenskra banka-
manna og Hagfræðingafélags Ís-
lands.Hann sat í Viðskiptaráði,
stjórn Efnahagsstofnunar og var
stjórnarformaður SKÝRR um ára-
bil.
Klemens sat auk þess í fjölda
nefnda og ráða og beitti sér meðal
lögskilnaðarsinna á árunum 1943-44.
Klemens lést 5.7. 1997.
Merkir Íslendingar
Klemens
Tryggvason
95 ára
Þórdís Jóhannesdóttir
90 ára
Ragnhildur E. Þórðardóttir
Ragnhildur Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sveinsdóttir
85 ára
Gunnar H. Ragnarsson
Ingimunda Guðrún Þor-
valdsdóttir
Páll Breiðdal Samúelsson
Petrea Sofía Guðmundsson
80 ára
Einar Sigurbergsson
Eiríkur Ásmundsson
Elsa Borg Jósepsdóttir
Guðrún Valgerður Ein-
arsdóttir
Heiðrún Sigurbjörnsdóttir
Jóhanna Lúðvígsdóttir
75 ára
Guðrún Þorsteinsdóttir
Jakob Kristján Erlingsson
Jón Sigurður Kjartansson
Shixi Hu
Sigfús Karl Erlingsson
70 ára
Kristín Þ. Símonardóttir
Matthías Sigurpálsson
Oddgeir Björnsson
Pétur Jónsson
Stefanía E. Salómonsdóttir
Stefán Jónsson
Svanfríður Guðmundsdóttir
Torfi Agnars Jónsson
Þorgeir Guðmundsson
Örnólfur G. Hálfdánarson
60 ára
Árvök Kristjánsdóttir
Böðvar Ingi Benjamínsson
Egill Hallgrímur
Klemensson
Guðríður Jónsdóttir
Margrét Stefánsdóttir
Sesselja K.S. Karlsdóttir
Vilhjálmur Einar Sum-
arliðason
50 ára
Árni Kristinsson
Eggert Matthíasson
Kanlaya Sitthichot
Margrét Pálsdóttir
Ósk Geirsdóttir
Sigurður Björnsson
Sigurður Haraldsson
40 ára
Arnfreyr Kristinsson
Áslaug Júlía Viktorsdóttir
Birna Jónsdóttir
Charlotte Henriette Kvalvik
Darin Wongsunant
Helga María Stefánsdóttir
Jón Guðlaugur Þórðarson
Júlíana Gústafsdóttir Er-
iksson
Lárus Bollason
Margrét Ívarsdóttir
Óðinn Bragi Valdemarsson
Samruai Chimchan
Sigurður F. Friðriksson
Sigurjón Þ. Ásmundsson
Sólveig B. Daníelsdóttir
30 ára
Arnar Steinn Karlsson
Atli Bjarnason
Berglind G. Smáradóttir
Björn Bergmann Einarsson
Immakulate Phares Mande
Ingibjörg R. Hauksdóttir
Margrét T. Traustadóttir
Merhawit B. Tesfaslase
Róbert Gerald Jónsson
Sigríður S. Auðunsdóttir
Sólveig Á.B. Tryggvadóttir
Þóra Þorvaldsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Steinn býr á Sel-
tjarnarnesi og stundar
nám í íþróttafræði við HR.
Maki: Ragna Ingólfs-
dóttir, f. 1983, tvöfaldur
ólympíufari í badminton
og verkefnastjóri hjá ÍSÍ.
Sonur: Máni Gunnar, f.
2013.
Foreldrar: Helga Guð-
mundsdóttir, f. 1957, fjár-
málafræðingur, og Gunn-
ar Albert Hansson, f.
1957, d. 2004, húsasmið-
ur og byggingafræðingur.
Steinn Baugur
Gunnarsson
30 ára Hallmar ólst upp í
Ólafsvík, býr í Reykjavík,
lauk prófi á málmiðnaðar-
baut Iðnskólans í Reykja-
vík og starfar nú á leik-
skóla.
Bræður: Ottó, f. 1982;
Óskar, f. 1988, og Davíð, f.
1991.
Foreldrar: Reimar Kjart-
ansson, f. 1958, bifreiða-
stjóri hjá BM Vallá, og
Berglind Hallmarsdóttir, f.
1963, skrifstofumaður hjá
Lýsi í Þorlákshöfn.
Hallmar
Reimarsson
30 ára Karólína ólst upp í
Hafnarfirði, er búsett þar,
lauk lögfræðiprófi frá HR
og er saksóknarfulltrúi
hjá Sérstökum saksókn-
ara.
Maki: Þór Jónsson, f.
1983, flugvirki hjá Land-
helgisgæslunni.
Sonur: Torfi Þórsson, f.
2012.
Foreldrar: Finnbjörn
Kristjánsson, f. 1955, og
Oddný Lárusdóttir, f.
1955.
Karólína Finn-
björnsdóttir