Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 40

Morgunblaðið - 10.09.2014, Síða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2014 Hvílík vonbrigði og hvílíkhörmung. Hvað varJohn Turturro að hugsaþegar hann skrifaði handritið að þessari svokölluðu gam- anmynd? Hvernig fór það framhjá honum í klippiherberginu að myndin væri drepleiðinleg og nánast ger- sneydd gríni? Gat enginn bent hon- um á það? T.d. Woody Allen, vinur hans, sem leikur í myndinni og hefur nú gert margar góðar gaman- myndir? Þó sagan sé í grunninn lág- kúruleg og algjör smekkleysa hefði verið hægt að vinna ágætisgaman- mynd úr henni en hér bregst nánast allt sem brugðist getur. Fading Gigolo (Fylgdarsveinn visnar?) segir af miðaldra blómasala, Fioravante (Turturro) og öldruðum vini hans Murray (Allen) sem er í fjárkröggum. Murray segir Fiora- vante í byrjun myndar frá ein- kennilegri ferð sinni til húðlæknis síns, Parker (Stone), bráðhuggu- legrar konu á miðjum aldri. Húð- læknirinn hafi deilt með honum kyn- órum sínum, að hún væri að leita að karlmanni fyrir þríleik með sér og vinkonu sinni og spurt hvort hann þekkti einhvern sem væri til í tuskið. Murray segir Fioravante að sér hafi orðið hugsað til hans og spyr hvort hann sé ekki til í að sænga hjá Park- er, svo hún geti prufukeyrt hann, gegn gjaldi. Þeir muni svo skipta greiðslunni á milli sín. Blómasalinn, hlédrægur að eðlisfari, er tregur til í fyrstu en slær svo til eftir ótrúlega lítið tiltal. Í ljós kemur að hann er hinn ágætasti elskhugi og húðlækn- irinn lætur vinkonu sína, Selimu (Vergara) hafa símanúmerið hans svo hún geti prófað hann líka. Fio- ravante sængar svo hjá fleiri konum fyrir milligöngu Murray og er líkt og fyrir töfra orðinn að kokhraustum og samviskulausum vændiskarli. En þá kemur babb í bátinn. Murray kynnir Fioravante fyrir ekkju nokk- urri, Avigal (Paradis) og þau fella hugi saman. Ekkjan heldur að Fio- ravante sé nuddari og hágrætur þegar hann strýkur á henni bakið á fyrsta fundi þeirra þó hún sé full- klædd á nuddbekknum, því hún hef- ur ekki verið snert frá því eigin- maður hennar, virtur rabbíni í hverfinu, féll frá. Holdlegri verða samskipti þeirra ekki, þau fara í göngutúra þar sem blómasalinn fer með kjánalega spákökulífsspeki á ítölsku, ekkjunni til yndisauka. Gyð- ingalöggæslumenn hverfisins (!) komast á snoðir um vinskapinn og ekkjan er dregin fyrir e.k. rabbína- dómstól. Og þannig heldur vitleysan áfram. Turturro er einstaklega þynnku- legur í hlutverki Fioravante og Allen í kunnuglegum, taugaveikluðum gír en því miður er hann sjaldan fynd- inn. Örfá hnyttin ummæli Allens lyfta myndinni þó aðeins upp úr leið- indunum. Konur eru ýmist vellauð- ugar og kynóðar eða brothættar eins og kristalsglas, að undanskilinni sambýliskonu Allens í myndinni sem er að sjálfsögðu bráðhugguleg kona á að giska 30 árum yngri en hann. Líklega á það að vera fyndið, eins og svo margt annað í Fading Gigolo, en er það ekki. Leikarar, aðrir en Turt- urro, standa sig ágætlega miðað við aðstæður og lítið hægt að setja út á myndatöku og útlit myndarinnar. Þar með er það jákvæða upp talið. Vonandi liggur leiðin upp á við eft- ir þetta hjá Turturro sem hefur sýnt í fjölda kvikmynda að hann er sjarm- erandi leikari og hæfileikaríkur á því sviði. Hann ætti að einbeita sér að leik- listinni frekar en handritaskrifum og leikstjórn. Leiðindi Turturro stígur í vænginn við Vergara í Fading Gigolo. Rislítill vændiskarl Sambíóin Kringlunni, Álfabakka og Egilshöll Fading Gigolo bmnnn Leikstjóri og handritshöfundur: John Turturro. Aðalleikarar: John Turturro, Sharon Stone, Sofía Vergara, Woody Al- len og Vanessa Paradis. Bandaríkin, 2014. 90 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Hljómsveitin U2 kom fram í gær við afhjúpun á nýjasta iPhone- snjallsímanum, iPhone 6, og kynnti samstarf sitt og framleiðanda sím- ans, Apple. Allir sem nota iTunes- smáforritið geta fengið nýjusta plötu þeirra, Songs of Innocence, frítt í símann sinn næsta mánuðinn. U2 fetar þannig nýjar slóðir hvað tæknilega miðlun varðar, ekki ósvipað því sem Björk gerði með smáforritum sínum fyrir plötuna Biophiliu. U2 hefur áður starfað með Apple, árið 2006 var framleidd sér- stök útgáfa af iPod tengd hljóm- sveitinni og önnur tengd alnæmis- varnaverkefni Bono, Red. Nýja plata U2 gefin iTunes-notendum Samstarf Bono og félagar í U2 halda áfram samstarfi sínu við Apple. Hugi hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA-fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi. IMDB 7.4/10 Smárabíó 17.45, 20.00, 20.00 Lúx, 22.15, 22.15 Lúx Háskólabíó 17.45, 20.00, 22.15 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 18.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 París norðursins Mbl. bbbnn Metacritic 34/100 IMDB 6.4/10 Smárabíó 15.30, 15.30 3D, 17.45, 20.00 3D Laugarásbíó 17.30 3D Sambíóin Álfabakka 17.50 3D, 18.00, 20.00 3D, 22.10 3D Sambíóin Egilshöll 17.40 3D, 20.00 3D, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.50, 20.00 Sambíóin Akureyri 17.50, 20.00 Teenage Mutant Ninja Turtles 10 Metacritic 45/100 IMDB 7.1/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 17.40, 20.00, 20.00, 22.20, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 3D Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Sin City: A Dame to Kill For 16 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Life of Crime 12 Tveir smákrimmar lenda í vandræðum þegar þeir ræna eiginkonu gjörspillts fast- eignasala – en hann hefur engan hug á því að greiða lausnargjaldið! Metacritic 59/100 IMDB 6.0/10 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00 Laugarásbíó 20.00 Fading Gigolo 12 Hinn hlédrægi blómasali Fioravante í New York reynist vera hinn fullkomni elskhugi, og gerist atvinnu- flagari. Málin vandast þegar Fioravante verður ástfanginn af einum viðskiptavininum, hinni einmana ekkju Avigal. Metacritic 58/100 IMDB 6.3/10 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00, 22.10 Sambíóin Álfabakka 20.10 Sambíóin Egilshöll 22.30 Guardians of the Galaxy 12 Peter Quill, öðru nafni Star-Lord, neyðist til þess að bjarga heiminum frá hinum illa Ronan, með aðstoð félaga sinna, sem eru af skrítnara tagi. Mbl. bbbbn Metacritic 75/100 IMDB 9.0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.00 Let’s Be Cops 12 Þetta er næstum því alveg dæmigerð mynd um tvær löggur sem eru bestu vinir – nema vinirnir eru ekki alvöru löggur! Metacritic 27/100 IMDB 6.8/10 Borgarbíó Akureyri 22.00 Smárabíó 15.30, 17.40, 20.00, 22.20 Háskólabíó 17.45, 20.00 Laugarásbíó 22.10 Expendables 3 16 Mbl.bbbmn Metacritic 36/100 IMDB 6.2/10 Smárabíó 20.00, 22.40 Laugarásbíó 22.00 Lucy 16 Mbl. bbmnn Metacritic 61/100 IMDB 6.6/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Laugarásbíó 20.00 The Giver 12 Metacritic 46/100 IMDB 7.1/10 Smárabíó 17.45, 22.15 Háskólabíó 20.00, 22.15 Borgarbíó Akureyri 18.00 Are You Here Metacritic 37/100 IMDB 5.6/10 Háskólabíó 22.40 Into the Storm 12 Metacritic 44/100 IMDB 6.4/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sambíóin Akureyri 22.10 Flugvélar: Björgunarsveitin IMDB 5.8/10 Sambíóin Akureyri 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.50 Step Up: All In Metacritic 46/100 IMDB 6.2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.30 Dawn of the Planet of the Apes 14 Mbl. bbbmn Metacritic 79/100 IMDB 8.6/10 Háskólabíó 22.15 3D Jersey Boys 12 Mbl. bbbnn Metacritic 54/100 IMDB 7.3/10 Sambíóin Kringlunni 17.20 Nikulás í sumarfríi Nikulás litli í sumarfríi er önnur kvikmyndin í röðinni um Nikulás litla. Myndirnar eru gerðar eftir heims- þekktum barnabókum Renés Goscinny og Jeans-Jacques Sempé um Nikulás litla. IMDB 5.8/10 Háskólabíó 17.45 Vonarstræti 14 Mbl. bbbbm IMDB 8.1/10 Háskólabíó 17.20, 20.00 Að temja drekann sinn 2 Þegar Hiksti og Tannlaus uppgötva íshelli sem hýsir hundruð villtra dreka ásamt dularfullri persónu finna þeir sig í miðri baráttu um að vernda friðinn. Mbl. bbbnn Metacritic 77/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 17.30 Smárabíó 15.30 Björk: Biophilia Live Bíó Paradís 20.00, 22.00 Hross í oss 12 Mbl. bbbbn Bíó Paradís 20.00 Heima Bíó Paradís 22.00 Short Term 12 12 Bíó Paradís 18.00 Only in New York 12 Bíó Paradís 20.00 Monica Z 10 Bíó Paradís 17.50 Eldfjall (Volcano) Bíó Paradís 18.00 Clip 16 Bíó Paradís 22.10 Kvikmyndir bíóhúsanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.