Morgunblaðið - 01.10.2014, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.10.2014, Qupperneq 14
fellur í verð. „Eftirspurnin fer stöðugt vaxandi. Við náum ekki að sinna öllu,“ útskýrir Þór. Hann segir að á Austurlandi séu á annað hundrað skógarbændur. Því sé ljóst að ræktunarstarf á svæðinu muni skila miklum tekjum í fram- tíðinni og skapi þegar fjölda starfa. Hallormsstaðarskógur er sá víðfeðmasti á landinu, alls um 740 ha. Birki er uppistaðan, gamal- gróinn landnámsskógur sem vel er hugað að. Í þjónustu sinni er Skógrækt ríkisins með verktaka sem sinna grisjun. Eftir slíkum viði er vaxandi eftirspurn, meðal annars frá pítsustöðum í Reykja- vík þar sem eldofnar eru notaðir. „Birkið þykir skapa bragð. Við höfum á síðustu árum selt birki til Eldsmiðjunnar og raunar fleiri staða. Það lætur nærri að eldiviður úr birki sem við seljum á ári hverju sé um 100 tonn.“ Frá því skipulagt ræktunar- starf hófst í Hallormsstaðarskógi fyrir rúmum hundrað árum hefur lerkið verið í aðalhlutverki þar. Jafnóðum þarf að grisja skóginn. Í fyrstu grisjun eru lökustu trén tekin út og ákveðinn fjöldi bestu trjánna stendur eftir. Þessi grisj- unarviður fer til að mynda í kyndi- stöð á Hallormsstað, en varminn frá henni er notaður til að hita upp hús í skógarþorpinu. Þá er viður keyptur af verksmiðju Elkem á Grundartaga og notaður sem kol- efni í járnblendiafurðir „Auðvitað er eftir mestu að slægjast í timbrinu sem skógurinn skilar okkur,“ segir Þór. Lerki segir hann eftirsótt meðal til dæm- is smiða sem sinna ýmiskonar fín- smíði. Oft kveði útboðsskilmálar til dæmis á um að nota skuli íslensk- an við í ákveðna verkhluta. Gildi skóga við kol- efnisjöfnun óumdeilt  Æ meira af skógarafurðum leggst til  Sölumál í skoðun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skógarvörður „Skógrækt á Íslandi byggist á hundrað ára reynslu og fjölbreyttum rannsóknum,“ segir Þór Þor- finnsson á Hallormsstað, sem telur að efla þurfi ræktunarstarf skógarmanna. Myndin er tekin í Melarétt í Fljótsdal. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skógarbændur á Austurlandi kanna nú möguleika á stofnun af- urðastöðvar sem annast myndi sölu á ýmsum nytjavið sem fellur til í fjórðungnum. „Menn hafa legið yf- ir þessu að undanförnu. Eru nú að fara yfir tölur og reikna sig áfram. Það er ljóst að koma þarf vinnslu og sölu skógarafurða í farveg á næstu árum,“ segir Þór Þorfinns- son, skógarvörður á Austurlandi. Birkið skapar bragðið Nytjaskógrækt bænda á Aust- urlandi hófst fyrir alvöru um 1990. Þá var fólk eystra einkum að setja niður lerki. Og nú, um aldarfjórð- ungi síðar, er komið að því að grisja skóga og koma við sem til  Fjögur hugbúnaðarfyrirtæki starfa undir einu þaki á Egilsstöðum. Þetta eru AX North, AN Lausnir, Austurnet og Rational Net- work Þetta hefur skapað nokkur sérhæfð störf á staðnum. Fyrirtækin hafa samstarf sín á milli. Verk- efnin eru mest fyrir er- lenda aðila. Í húsinu er líka vefmiðillinn Austurfrétt og auglýs- ingastofan Augasteinar. Ótrygg afhend- ing á rafmagni hefur valdið hugbún- aðarfyrirtækjunum vandræðum. Landsneti hefur ekki tengist að leysa vandamálið. Skapar þetta óvissu um framtíð fyrirtækjanna á staðnum. Þurfa stöðugt rafmagn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Frá Egilsstöðum Fyrirtækin þurfa að búa við tryggari raforku. AUSTURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hjónin Árný Birna Vatnsdal og Gísli Arnar Gíslason tóku í vor við rekstri Hótels Tanga á Vopnafirði. Þau höfðu enga reynslu af slíku en hefur gengið vel í sumar og Gísli Arnar kveðst bjartsýnn á framhaldið. Árný og Gísli hafa rekið Olla- sjoppu á Vopnafirði í fáein ár. „Við vorum bæði í annarri vinnu þegar þetta kom upp með sjoppuna; eng- inn vildi taka hana að sér svo við stukkum til. Í vor gerðist það svo að þeir sem voru með hótelið fóru á hausinn, reksturinn var auglýstur og við ákváðum að taka þetta að okkur. Hreppurinn á húsnæðið en við erum með kaupleigurétt; getum keypt hús- ið innan ákveðins tíma og stefnum á að gera það.“ Aðkoman var mun verri en hinir nýju hótelrekendur reiknuðu með, að sögn Gísla. „Það verður bara að segjast alveg eins og er; ástandið á húsinu sjálfu og tækjunum var ekki gott. Við höfum, í samstarfi við hreppinn, unnið að miklum end- urbótum í sumar og kostað talsvert miklu til og segja má að húsið sé núna eins og við viljum hafa það.“ Alls eru 17 herbergi á Hótel Tanga og gistirými fyrir 33. Ótrúlegur fjöldi ferðamanna „Sumarið gekk virkilega vel, ekki síst miðað við hvernig ástandið var. Tæki í eldhúsinu voru til dæmis ónýt og við höfum í raun ekki getað boðið upp á almennilegan mat fyrr en núna fyrir stuttu. Við tókum við hótelinu í lok apríl þannig að ekki var mikið um bókanir fyrir sumarið en það kom okkur vel hve ótrúlegur fjöldi ferðamanna kom til Vopna- fjarðar í sumar. Við vorum með nokkra hópa en hér gistu líka mjög Renndu blint í sjóinn en hótelreksturinn gengur vel  Einmuna veðurblíða á Vopnafirði síðasta hálfa árið Hótel Tangi Árný Birna Vatnsdal og Gísli Arnar Gíslason á Vopnafirði. Vilja millilandaflug á Hornafjörð  Koma þarf upp tækjum og aðstöðu á Hornafjarðarflugvelli svo þar megi af- greiða flugvélar sem eru í ferjuflugi til og frá Evrópu. Þetta segir í þingsálykt- unartillögu sem átta þingmenn Suðurkjördæmis, með Unni Brá Konráðsdóttur sem fyrsta flutningsmann, hafa lagt fram. Í tillögunni segir að þessi breyting kæmi sér vel vegna fjölgunar ferðamanna á svæðinu. Kannað hafi verið að gera flugvellina á Höfn, í Eyjum og á Ísafirði hæfa til millilandaflugs og samkvæmt því þurfi að bæta aðstöðu til vopnaleitar og öryggismál almennt. Allt miðast þetta við minni farþegaflugvélar í millilandaflugi og vélar í ferjuflugi, en flutn- ingsmenn sjá fyrir sér að koma vélanna til Hafnar með farþega myndi efla starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Heimild til minni flugvéla að utan er talin myndu efla ferðaþjónustu eystra.  Á ferð um Ísland 2014 er níu vikna ferðalag ljósmyndara og blaða- manna Morgunblaðsins. Í dag lýkur umfjöllun um Austurland og á morg- un hefst umfjöllun um menn og málefni, áhugaverða staði og hvaðeina sem kann að bera fyrir augu á Suðurlandi. Þá liggur leiðin á Suðurnes, síðan til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ferðinni lýkur í Reykjavík. Umsjón með ferðalaginu hefur Anna Lilja Þórisdóttir blaða- maður sem tekur við ábendingum um efni í netfanginu annalilja@mbl.is. Ertu með ábendingu um efni? MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.