Morgunblaðið - 01.10.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
sturtusett
Hitastýrt
Verð frá kr. 66.900
Gæði fara aldrei úr tísku
um og eitruðu samskipti Kína við
Vesturlönd árum saman.
Þegar Bretar og Kínverjar sömdu
um að Hong Kong yrði aftur hluti af
Kína árið 1997 hétu Kínverjar því að
Hong Kong-búar fengju að halda
kapítalísku markaðskerfi sínu og
njóta mikillar sjálfstjórnar næstu
fimmtíu árin. Þetta fyrirkomulag
hefur verið kallað „eitt ríki, tvö
kerfi“ og á að auðvelda íbúum Hong
Kong að aðlagast stjórnarfarinu í
Kína.
Deilan í nýlendunni fyrrverandi
snýst einkum um kosningar árið
2017 þegar kjósa á nýjan leiðtoga
Hong Kong. Mótmælendurnir eru
andvígir kosningareglum sem kveða
á um að aðeins tveir eða þrír menn
geti verið í framboði og sérstök
nefnd, sem er hlynnt kínverskum
stjórnvöldum, þurfi að samþykkja
þá. Mótmælendurnir vilja að kosn-
ingarnar verði án slíkra takmarkana
og hafa einnig krafist afsagnar nú-
verandi leiðtoga, Leung Chun-ying.
Þing Kína hefur þegar hafnað því
að kosningareglunum verði breytt
og talið er nánast útilokað Xi forseti
fallist á frjálsar og lýðræðislegar
kosningar. Nokkrir fréttaskýrendur
telja hugsanlegt að hann reyni að
friða mótmælendur með því að fall-
ast á kröfu þeirra um að Leung víki
en talið er mjög ólíklegt að það dugi
til að binda enda á fjöldamótmælin.
Óttast að eftirgjöf verði
álitin merki um veikleika
Ráðamennirnir í Kína í mikilli klípu vegna fjöldamótmæla í Hong Kong
AFP
Vill lýðræði Einn þátttakendanna í fjöldamótmælunum í Hong Kong stendur við borða með kröfum um lýðræði.
Þátttakendum í mótmælunum hefur fjölgað síðustu daga og búist er við að tugir þúsunda taki þátt í þeim í dag.
Fjöldamótmæli á
þjóðhátíðardeginum
» Mótmælendur í Hong Kong
höfnuðu í gær kröfu æðsta
embættismanns sjálfstjórnar-
svæðisins um að hætta fjölda-
mótmælum sem hafa lamað
viðskiptalífið í miðborginni.
» Búist er við að tugir þús-
unda manna taki þátt í mót-
mælunum í dag, á þjóðhátíðar-
degi Kína og 65 ára afmæli
kínverska alþýðulýðveldisins.
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Talið er mjög ólíklegt að kínversk
stjórnvöld verði við kröfu mótmæl-
enda í Hong Kong um frjálsar og
lýðræðislegar kosningar í bresku
nýlendunni fyrrverandi.
Kínversku ráðamennirnir, undir
forystu Xi Jinping forseta, eru í
mikilli klípu vegna fjöldamótmæl-
anna í aðalviðskiptahverfi Hong
Kong síðustu daga og hafa lítið svig-
rúm til að losa sig úr henni.
Frá því að Xi Jinping varð leið-
togi kommúnistaflokksins í nóvem-
ber 2012 og síðan forseti Kína í
fyrra hefur hann sýnt að hann er
staðráðinn í því að taka hart á mót-
mælum og hafna öllum kröfum um
úrbætur í mannréttindamálum og
lýðræðisumbætur. Xi er talinn ótt-
ast að jafnvel minniháttar eftirgjöf
vegna mótmælanna í Hong Kong
verði álitin merki um veikleika og
að fjöldamótmæli breiðist út á
meginlandinu, einkum í Tíbet og
Xinjiang-héraði. Kínversk stjórn-
völd hafa brugðist við sjálfstæðis-
viðleitni Uighura í Xinjiang með
hörku og ofbeldi síðustu mánuði og
óttast að eftirgjöf í Hong Kong
verði vatn á myllu aðskilnaðarsinna
í héraðinu.
Ofbeldi beitt?
Kínversku ráðamennirnir eru
hins vegar í miklu erfiðari stöðu í
Hong Kong sem hefur notið sér-
stakra sjálfstjórnarréttinda frá því
að breska nýlendan fyrrverandi
varð aftur hluti af Kína árið 1997.
Reyni kínversk stjórnvöld að kveða
mótmælin niður með ofbeldi gæti
það snúist í höndum þeirra, að sögn
fréttaskýrenda. Þeir benda á að
harkalegar aðgerðir gætu haft svip-
aðar afleiðingar og fjöldamorðin í
Peking árið 1989 sem ollu alvarleg-
um ágreiningi í kommúnistaflokkn-
Aleqa Hammond,
formaður græn-
lensku land-
stjórnarinnar,
óskaði í gær eftir
leyfi frá störfum
vegna rann-
sóknar á ásök-
unum um að hún
hefði notað rúm-
ar 106.000 danskar krónur (2,2
milljónir íslenskra) af opinberu fé í
eigin þágu. Hammond er sögð hafa
notað féð til að greiða fyrir flug-
miða, hótelgistingu og veitingar
fyrir fjölskyldu sína. Stjórnar-
andstöðuflokkurinn Inuit Ataqa-
tigiit (IA) lýsti yfir vantrausti á
stjórnina og en tillagan var felld.
Áður hafði Kuupik Kleist, fyrrver-
andi formaður landstjórnarinnar,
sagt sig úr IA vegna ásakana um að
hann hefði dregið sér 25.000 dansk-
ar krónur (hálfa milljón íslenskra)
af opinberu fé.
GRÆNLAND
Hammond vill leyfi
vegna rannsóknar
Hlé var gert á björgunaraðgerðum í
grennd við eldfjallið Ontake í Japan í
gær vegna hættu á öðru eldgosi. Tal-
ið er að 36 manns hafi látið lífið í eld-
gosi á laugardaginn var og a.m.k. 24
lík eru enn á fjallinu.
Um 250 fjallgöngumenn voru á
Ontake þegar gosið hófst og tugir
þeirra komust ekki af fjallinu vegna
gosgrjóts og eiturgufu.
„Gátum ekki andað“
„Grjót úr eldgosinu féll eins og
haglél,“ sagði einn fjallgöngumann-
anna í samtali við breska ríkis-
útvarpið. „Við gátum ekki andað svo
við héldum handklæðum fyrir vitun-
um. Við gátum ekki heldur opnað
augun.“
Slökkviliðs-, lögreglu- og hermenn
reyndu að komast á fjallið í gær en
þeim var skipað að snúa við vegna
hættunnar á öðru gosi. Hlé var einn-
ig gert á flugi björgunarþyrlna.
Mikil skjálftavirkni hefur verið við
fjallið. „Skjálftarnir urðu öflugri og
talið var að björgunarmönnunum
gæti stafað hætta af öðru eldgosi,“
hefur fréttaveitan AFP eftir eld-
fjallafræðingi við veðurstofu Japans.
Ontake er 3.067 metra hátt og um
200 km vestur af Tókýó.
AFP
Lokað Verðir loka vegi að Ontake eftir eldgos sem talið er að hafi kostað 36
manns lífið. Þetta er mannskæðasta gos í Japan frá 1991 þegar 43 fórust.
Hætta talin á nýju
eldgosi í fjallinu
Fyrsta tilfelli ebólu í Bandaríkjunum
hefur verið staðfest af þarlendum
heilbrigðisyfirvöldum. Veiran mun
hafa greinst í sjúklingi í Dallas í
Texas. Sjúklingurinn var nýkominn
frá Líberíu og var hann settur í
sóttkví í gær vegna einkenna og
tengsla við nýleg ferðalög hans sem
þóttu benda til ebólusmits. Thomas
Frieden, yfirmaður smitsjúkdóma-
stofnunar Bandaríkjanna, CDC, seg-
ir ekki hættu á að sjúkdómurinn
breiðist út um Bandaríkin. „Við höf-
um fulla stjórn á þessu og sjúkdóm-
urinn mun ekki breiðast út hér á
landi, líkt og í Vestur-Afríku.“
BANDARÍKIN
AFP
Sjúkdómur Erfiðlega hefur gengið að
stöðva ebólufaraldur í Vestur-Afríku.
Fyrsta ebólutilfellið
í Bandaríkjunum