Morgunblaðið - 01.10.2014, Qupperneq 27
tonfélag Reykjavíkur og starfar þar
enn.
Daníel sat í stjórn Félags fram-
reiðslumanna, stofnaði Barþjóna-
klúbb Íslands og var formaður hans
í 12 ár. Hann varð Íslandsmeistari
barþjóna, Norðurlandameistari,
Evrópumeistari, Bandaríkjameist-
ari, sigraði á meistaramóti í Tókýó
og í ýmsum öðrum löndum.
Daníel varð félagi í Tennis- og
badmintonfélagi Reykjavíkur 1969,
tók þátt í byggingu TBR-hússins,
sat í stjórn félagsins frá 1978, að-
stoðaði við þjálfun, sat í mótanefnd
og dæmdi leiki hér heima og á Norð-
urlandamótum. Hann er m.a. þre-
faldur Íslandsmeistari í einliðaleik
og vann bikarinn til eignar, er fjór-
faldur Íslandsmeistari í tvíliðaleik,
hefur unnið fjölda annarra móta, er
handhafi heiðursverðlauna og er enn
að leika badminton. Þá stundar
Daníel golf af miklu kappi hjá GKG.
Daníel er heiðursfélagi BCI, Bar-
þjónaklúbbs Íslands, var sæmdur
gullmerki Félags framreiðslu-
manna, er heiðursfélagi TBR, hand-
hafi gullmerkis TBR, gullmerkis
Bandmintonsambands Íslands og
gullmerkis Íþrótta- og ólympíusam-
bands Íslands, ÍSÍ. Hann er harður
stuðningsmaður Vals og jafnframt
Liverpoolmaður.
Fjölskylda
Eiginkona Daníels er Karen
Kristjánsdóttir, f. 24.12. 1940, fram-
reiðslumaður og húsfreyja. For-
eldrar hennar voru Kristján Stef-
ánsson, f. 1.9. 1908, d. 28.8. 1963,
sjómaður á Eskifirði, Akureyri og
síðar í Reykjavík, og Sigurlaug
Magnúsdóttir, f. 1.11. 1908, d. 30.8.
1998, húsfreyja á Akureyri og í
Reykjavík.
Börn Daníels og Karenar eru
Drífa, f. 21.5. 1965, starfsmaður hjá
Eimskip en maður hennar er Krist-
inn Skúlason, rekstrarstjóri Krón-
unnar og eru börn þeirra Anna
Kristín, f. 12.6. 1986, Íris Thelma, f.
28.8. 1989, og Arnór Dan, f. 24.8.
1997; Mjöll, f. 21.5. 1965, hár-
greiðslumeistari, en maður hennar
er Guðmundur Viðarsson mat-
reiðslumeistari og eru börn þeirra
Karen, f. 27.11. 1988, Daníel, f. 7.11.
1993, og Jóhanna, f. 20.7. 2001; Anna
Kristín, f. 12.7. 1966, d. 25.3. 1986;
Kristján, f. 16.8. 1974, framkvæmda-
stjóri Kynnisferða ehf. – Reykjavík
Excursions, en kona hans er Sigríð-
ur Halldórsdóttir sölustjóri og eru
börn þeirra Klara Emilía, f. 18.8.
2000, Karen, f. 30.10. 2003, og Kol-
brún Ída, f. 20.12. 2010.
Daníel á tvö uppkomin börn frá
fyrra hjónabandi.
Systkini Daníels: Jónína Karls-
dóttir, f. 13.6. 1940, húsfr. í Reykja-
vík; Ólafur Karlsson, f. 29.10. 1942,
búsettur á Húsavík; Björn Karlsson,
f. 4.3. 1944, húsasmíðameistari í
Mosfellsbæ; Ólafía Karlsdóttir, f.
25.4. 1945, húsfreyja í Reykjanesbæ.
Hálfsystkini Daníels, samfeðra:
Birna Guðrún Karlsdóttir; Hera
Karlsdóttir; Sigríður Kristín Karls-
dóttir; Hilmar Sigurjón Reynir
Karlsson; Hulda Haralds Onyika.
Uppeldisbróðir Daníels er Jóhann
Georg Möller Sigurðsson, f. 18.4.
1934, tannlæknir í Reykjavík.
Fósturforeldrar Daníels voru Em-
ilía Samúelsdóttir, f. 10.6. 1916, d.
12.10. 1994, húsfreyja í Reykjavík og
einn stofnenda Alþýðuflokksins, og
Sigurður Jóhannsson Möller, f.
10.12. 1915, d. 11.10. 1970, vélstjóri í
Reykjavík.
Úr frændgarði Daníels Stefánssonar
Daníel Stefánsson
Rebekka Pálsdóttir
húsfreyja í Grímshúsum
Jón Guðmundsson
húsm. í Austur-Haga
Jónína Jónsdóttir
húsfreyja í Haga og
Austurhaga
Björn Sigurgeirsson
b. í Haga og Austurhaga
í Aðaldal
Eva Björnsdóttir
húsfreyja í Rvík
Arnþrúður Magnúsdóttir
húsfreyja í Haga S-Þing.
Sigurgeir Björnsson
b. í Haga í Aðaldal
Katrín Illugadóttir Petersen
húsfreyja í Rvík og Keflavík
Pétur Jakob
Jóhannsson Petersen
stúdent í Rvík
Ólafía Pétursdóttir Petersen
húsfreyja í Daníelshúsi í
Hafnarfirði og í Brekkunni
Daníel Jónsson
skipstj. og stýrim. í
Daníelshúsi í Hafnarfirði
Karl Stefán Daníelsson
prentari í Rvík
Þórunn Gunnarsdóttir
húsfreyja í Hraunprýði
Jón Jónsson
skipstj. í Hafnarfirði
Hjónin Dalli og Kæja.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014
90 ára
Ragnar A. Þórarinsson
85 ára
Oddný Jónasdóttir
Pétur S. Kristjánsson
Þórdís Rakel Jónsdóttir
80 ára
Erla Ásta Knudsen
Hjördís Thorarensen
Soffía Jakobsdóttir
75 ára
Berta Björgvinsdóttir
Edda Völva Eiríksdóttir
Erling Bang
Gunnar Már Pétursson
Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir
70 ára
Gyða Þórólfsdóttir
Hanna Birna
Jóhannsdóttir
Hlín Baldvinsdóttir
Jóhanna Lovísa
Hallgrímsdóttir
Sigfús G. Þormar
Sigrún Heiða
Ragnarsdóttir
Súsanna Pálsdóttir
60 ára
Droplaug Einarsdóttir
Geirlaug Ingibergsdóttir
Lárus Róbertsson
Ólafur Karlsson
Sigurbjörn Sigurbjörnsson
Sigurður Helgason
Svana A. Daðadóttir
50 ára
Anna Þuríður Gísladóttir
Ágúst Þór Ólafsson
Eygló Huld Jóhannesdóttir
Guðrún Þ. Kjartansdóttir
Gunnar Einarsson
Halldóra L. Benjamínsdóttir
Herdís Guðjónsdóttir
Kristján Gunnar
Valdimarsson
Lárus Baldursson
Lilja Hafsteinsdóttir
Óskar Hauksson
Stefán Pétursson
Unnur Inga Jensen
40 ára
Eiríkur Kristinsson
Eyjólfur Örn Jónsson
Fetije Krasniqi
Gísli Páll Oddsson
Guðrún Björg Elíasdóttir
Hákon Sverrir Sverrisson
Jón Sigurðsson
Linda Kristín Kjartansdóttir
Marek Boleslaw
Walankiewicz
María Heba
Þorkelsdóttir
Steinþór Björnsson
30 ára
Ásgeir Ingi Pálmason
Egill Daði Ólafsson
Halldór Hermann
Jónsson
Henrietta Ósk
Gunnarsdóttir
Hilmar Guðjónsson
Joao Filipe Patricio de Brito
Ólafía Kristín
Sæmundsdóttir
Raggý Dagmar
Dagmarardóttir
Sara Nunez Colado
Suwannee Sura
Til hamingju með daginn
30 ára Jóhanna ólst upp í
Helsingborg og í Reykja-
vík, býr í Reykjavik, lauk
lögfræðiprófi frá HR og
starfar hjá umboðsmanni
skuldara.
Maki: Stefán Bjarnason,
f. 1984, lögfræðingur.
Sonur: Stefán Kári, f.
2012.
Foreldrar: Stefán Einar
Matthíasson, f. 1958,
læknir, og Jónína Bene-
diktsdóttir, f. 1957, fram-
kvæmdastjóri.
Jóhanna Klara
Stefánsdóttir
40 ára Vigfús ólst upp í
Neskaupstað, býr í
Reykjavík, lauk vélvirkja-
prófi frá VA og er að ljúka
vélstjórnarprófi frá Vél-
skóla Íslands og auk þess
sem vélstjóri hjá Granda.
Dóttir: Randíður Anna
Vigfúsdóttir, f. 2005.
Foreldrar: Vigfús Vigfús-
son, f. 1950, vélstjóri og
Jóhanna Gísladóttir, f.
1956, starfsmaður við
Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað.
Vigfús
Vigfússon
30 ára Brynjar ólst upp í
Vestmannaeyjum, er þar
búsettur, lauk 3. stigs
prófi frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík 2009 og
er stýrimaður á Suðurey.
Dóttir: Aðalbjörg Andrea
Brynjarsdóttir, f. 2009.
Foreldrar: Ingibjörg
Andrea Brynjarsdóttir, f.
1964, starfsmaður við
Íþróttamiðstöð Vest-
mannaeyja, og Unnar
Jónsson, f. 1957, d. 2005,
var sjómaður í Eyjum.
Brynjar Smári
Unnarsson
Jóhanna Rósa Arnardóttir hefur var-
ið doktorsritgerð sína: Flæði fólks úr
skóla yfir á vinnumarkað. (Transition
from school to work. Job oppor-
tunities by different educational
pathways and inactivity in the labour
market among 16–34-year-olds in
Iceland.)
Doktorsritgerðin fjallar um leið
ungmenna frá skóla til vinnu á Ís-
landi. Markmiðið er að auka skilning
á stöðu ungs fólks á aldrinum 16 til
34 ára á þessari leið. Rannsókninni
er beint að atvinnutækifærum ung-
menna greint eftir fjórum megin-
menntaleiðum og óvirkni á vinnu-
markaði. Niðurstöður byggjast á eigin
úrvinnslu úr vinnumarkaðskönnun
Hagstofu Íslands frá árunum 2006-
2008 og á öðrum ársfjórðungi 2009
en þá var bætt við könnun um inn-
göngu ungmenna inn á vinnumarkað.
Staðan á Íslandi er einnig borin sam-
an við önnur lönd á Norðurlöndum,
Þýskaland, Spán, Bretland og Banda-
ríkin. Niðurstöður sýna að þau ung-
menni sem ljúka háskólaprófi eru lík-
legri en hin til að fá hærra sett störf
að loknu námi og þau sem ekki hafa
lokið framhaldsskólaprófi að fá lægra
sett störf þegar tekið hefur verið tillit
til kyns, aldurs, búsetu, uppruna og
menntunar foreldra. Niðurstöður
benda til að
ójöfnuð sé
hugsanlega
að finna í
mennta-
kerfinu þar
sem þau
ungmenni
sem ljúka
háskólaprófi
eru líklegri til að eiga foreldri sem
einnig hefur lokið háskólaprófi og
þau ungmenni sem hafa ekki lokið
framhaldsskóla eiga oftar foreldra
sem hafa litla menntun. Þeim ung-
mennum sem ljúka starfsnámi geng-
ur betur í upphafi að fá fullt starf
með fastráðningu en hvort um já-
kvæð langtímaáhrif er að ræða er
ekki jafn ljóst. Þau sem ljúka bók-
námi hafa aðgang að háskólanámi,
þau fá hærra sett störf og efnahags-
hrunið hafði ekki jafn slæm áhrif á
stöðu þeirra á vinnumarkaði og hjá
þeim sem höfðu lokið starfsnámi.
Þau ungmenni sem eru hvorki í skóla
né vinnu eru líklegri en hin til að hafa
ekki lokið framhaldsskólaprófi og til
að fá lakari störf í upphafi starfsfer-
ilsins þegar tekið hefur verið tillit til
mismunandi áhrifa kyns, aldurs, bú-
setu, uppruna, heilsu og menntunar
foreldra.
Doktor á félagsvísindasviði
Jóhanna Rósa Arnardóttir fæddist í Reykjavík árið 1962. Hún lauk BA-gráðu í fé-
lagsfræði frá Háskóla Íslands 1997 og MA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði
frá Háskóla Íslands árið 2003. Frá árinu 1997 hefur hún unnið við rannsóknir í fé-
lagsvísindum, s.s. hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og sjálfstætt. Megin-
rannsóknir hennar hafa m.a. snúið að menntakerfinu, vinnumarkaði og áhættu-
hegðun ungmenna. Jóhanna Rósa er gift Jóni Vilhjálmssyni og á hún þrjú börn.
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
570 8600 / 472 1111
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Tveir fyrir
einn tilboð
til Danmerkur og Færeyja
Færeyjarog til bakafyrir aðeins kr.18.200á mann
Danmer
kur
og til b
aka
fyrir að
eins kr.
35.000
á mann
Nú býður Smyril Line frábært tilboð til Danmerkur og Færeyja í oktbóber
Verð miðast við að tveir ferðist saman og gildir
15. október frá Seyðisfirði og til baka 25. október
frá Danmörku og 27. október frá Færeyjum.
Upplýsingar og bókanir í síma 5708600/472111
eða á www.smyrilline.is. Einnig er hægt að
senda tölvupóst á info@smyril-line.is