Morgunblaðið - 01.10.2014, Síða 30

Morgunblaðið - 01.10.2014, Síða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hin árvissa Lestrarhátíð í Bók- menntaborg hefst í dag, sú þriðja í röðinni og er yfirskrift hennar að þessu sinni Tími fyrir sögu þar sem hún er tileinkuð smásögum og ör- sögum og listinni að skrifa sögur. Sögur munu birtast í ólíkum formum og gerðum í október og þá m.a. í Kringlunni þar sem hátíðin verður sett í dag, á Blómatorginu kl. 11.30, af borg- arstjóra Reykja- víkur, Degi B. Eggertssyni. „Við ætlum að leggja undir okk- ur Kringluna, hún verður skreytt með ör- sögum á líklegum og ólíklegum stöðum. Þú getur átt von á að sjá smásögu aftan á klósetthurð eða fyr- ir ofan pissuskál á salerni í Kringl- unni eða bara í lyftunni. Það er jafn- vel hægt að lesa eina sögu á meðan maður fer upp rúllustigann hjá Hag- kaupum,“ segir Lára Aðalsteins- dóttir, verkefnastjóri Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO, um hátíðina. „Meginmarkmið Lestr- arhátíðar er að færa orðlistina nær almenningi og opna fyrir þessa hug- mynd að það er ekkert mál að lesa, þú getur gert það hvenær sem er og hvar sem er,“ segir Lára. Með hátíð- inni sé fólki gert auðvelt að nálgast sögur. Í fyrra var ljóðlistin í öndvegi og gat fólk m.a. lesið ljóð sér til ánægju í strætisvögnum. „Nú förum við með skáldskapinn í Kringluna, við erum alltaf að reyna að nálgast fólk,“ segir Lára. Sögurnar sem finna má í Kringlunni eru allar eftir íslenska rithöfunda og fengnar að láni úr smásagnasöfnum, ljóðasöfnum og skáldsögum. Uppáhaldssmásögur Þórarins „Þórarin Eldjárn valdi 26 smásög- „Það er ekkert mál að lesa“  Lestrarhátíð í Bókmenntaborg hefst í dag  Sögur verða meðal annars sagðar og lesnar í rúllustigum, á salernum og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar Tónaljóð Börn úr 5. bekk Langholtsskóla fluttu afrakstur ljóða- og tónsmiðju við setningu Lestrarhátíðar í Bók- menntaborg á Hlemmi í fyrra. Meginmarkmið hátíðarinnar er að færa orðlistina nær almenningi. ur í uppáhaldi hjá sér sem eiga það sameiginlegt að tengjast Reykjavík á einn eða annan hátt. Þetta smá- sagnasafn, Eins og Reykjavík, verð- ur gefið út á rafbók í dag og rafbókin verður ókeypis í 15 daga, til og með 15. október, á vef eBóka sem gefa hana út. Þannig að enn og aftur er- um við reyna að gera öllum kleift að sækja sér sögur,“ segir Lára. Á vef Bókmenntaborgar, bokmenntaborg- in.is, verði einnig að finna svokallað Nestisbox en í því boxi mun ný smá- saga birtast á degi hverjum út hátíð- ina. – Og þið gangið svo langt að segja fólki líka sögur þegar það hringir í þjónustuver Reykjavíkurborgar? „Já,“ segir Lára og hlær innilega. – Það eru þá væntanlega örsögur eða fer lengd sagnanna eftir því hversu lengi maður þarf að bíða? „Þetta eru allt mjög stuttar sögur, það er nefnilega rosalega góð þjón- usta í þjónustuverinu og við erum búin að biðja starfsmenn þess um að leyfa fólki að hanga aðeins á lín- unni,“ segir Lára, létt í bragði. Skáldin Kristín Ómarsdóttir og Ósk- ar Árni Óskarsson munu lesa upp nokkrar af sögum sínum á meðan beðið er eftir svari þjónustufulltrúa. Risapylsulestrarhorn Það verður margt í boði fyrir börn á hátíðinni. Í Norræna húsinu verð- ur á laugardaginn, 4. október, opnuð sýningin Páfugl úti í mýri sem Lára segir ævintýralega skemmtilega og að auki sé aðgangur að henni ókeyp- is. „Þar geta börn gengið inn í heim orðsins. Þau fá að snerta og kreista orð, búa til orð og leika sér með tungumálið á ýmsan hátt. Sýningin er búin til úr þeim bókum sem eru tilnefndar til Norrænu barna- bókaverðlaunanna í ár,“ segir Lára og er þar bæði átt við verk rit- og myndhöfunda. Sýningarstjórar eru myndlistarkonan Kristín Ragna Gunnarsdóttir og rithöfundurinn Davíð Stefánsson og er risapylsu- lestrarhorn og sirkussögutjald með- al þess sem sjá má á sýningunni. Davíð mun einnig leiðbeina fjöl- skyldum í sagnagerð í Sköpunar- smiðju fjölskyldunnar. Ýmislegt fleira verður í boði á há- tíðinni í ár, m.a. sögur í formi stutt- mynda í samstarfi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í Vesturbæjarlauginni í dag kl. 17- 20. Fjórar myndir verða sýndar þar við heitu pottana og munu höfundar þeirra skella sér í pottana og ræða við gesti um kvikmyndalistina. Frekari upplýsingar um báðar há- tíðir má finna á bokmenntaborg.is og riff.is. Lára Aðalsteinsdóttir Jólatónleikar Björgvins Halldórs- sonar, Jólagestir Björgvins, verða haldnir í áttunda sinn 13. desember nk. í Laugardalshöllinni og verða jólagestir að venju margir. Fyrstu jólagestirnir hafa nú verið kynntir til sögunnar en þeir eru Eivör, Ey- þór Ingi Gunnlaugsson, Gissur Páll Gissurarson, Gígja og Bjartey úr Ylju, Jóhanna Guðrún, Jón Jónsson, Páll Rósinkranz, Ragnheiður Grön- dal og Svala Björgvins. Auk Björg- vins og söngvara kemur fram fjöldi tónlistarmanna: stórsveit, strengja- sveit, karlakór, barnakór og gosp- elkór. Fyrstu jólagest- irnir kynntir Ljósmynd/Mummi Lú Dúett Björgvin og John Grant á Jólagestum Björgvins í fyrra. Belgíski tónlist- armaðurinn Lyenn, fullu nafni Frederic Lyenn Jacques, heldur tónleika í menningarhús- inu Mengi í kvöld kl. 21. Lyenn vinnur nú að nýj- ustu breiðskífu sinni og stefnir að því að klára hana meðan á heimsókn hans stendur hér á landi. Lyenn heimsótti Reykjavík í fyrra og lék þá í Frí- kirkjunni með Mark Lanegan, Duke Garwood o.fl. Hann hefur hin síðustu ár verið fastur liðsmaður í hljómsveit Lanegan og komið fram með henni á hinum ýmsu tónlist- arhátíðum, m.a. SXSW í Texas. Lyenn hefur komið reglulega til Ís- lands til að sinna tónlistarvinnslu, eins og segir í tilkynningu. Á tón- leikunum í kvöld koma fram með honum góðir gestir, m.a. Shahzad Ismaily og Kira Kira. Lyenn heldur tón- leika í Mengi Lyenn Á bleiku skýi er yf- irskrift listamánaðar í Bústaðakirkju í október. Boðið verð- ur upp á hádegistón- leika alla miðviku- daga kl. 12.10 og allt öðruvísi messur á sunnudögum kl. 14. Tónleikaröðin hefst á tónleikum í hádeginu í dag þar sem Gréta Hergils sópran og Jónas Þór- ir, kantor kirkjunnar, flytja falleg lög við flygilinn. „Í lok hverrar samveru er stutt helgistund. Eft- ir tónleikana er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Sunnudaginn 5. október verður svo- nefnd Magn- úsarmessa, en þá verður flutt tónlist Magnúsar Eiríks- sonar. „Magnús mundar gítarinn og með honum er vinur hans Pálmi Gunnarsson á bassa og báðir syngja. Kantor kirkjunnar verður í bandinu og leikur á hammond, orgel og flygil,“ segir í tilkynningu. Ræðumaður dagsins verður Einar Kr. Guðfinns- son, forseti Alþingis, en séra Pálmi Matthíasson þjónar fyrir altari. Loks má nefna að allan október verða bleikar barnamessur alla sunnudaga kl. 11. Morgunblaðið/Kristinn Sópran Gréta Hergils kemur fram á fyrstu hádeg- istónleikum mánaðarins í Bústaðakirkju. Listamánuður í Bú- staðakirkju hefst í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.