Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 6. O K T Ó B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  242. tölublað  102. árgangur  MEÐFRAMLEIÐANDI KVIKMYNDAR Í AFGANISTAN GOTT AÐ BÚA Á ÍSLANDI ENDURNÝJUN BÍLAFLOTANS AÐKALLANDI TÆLENDINGAR 18 VIÐSKIPTAMOGGINNANTON MÁNI 38  Bátasmiðir og aðilar tengdir siglingaiðnaði hafa fundað um stofnun hags- munasamtaka, en þeir eru ósátt- ir við samskipti sín við Sam- göngustofu. „Það er gríðarlega erfitt að leita réttar síns og við getum ekkert snú- ið okkur þegar kemur að túlkun reglna,“ segir Sverrir Bergsson, framkvæmdastjóri bátasmiðjunnar Seiglu. »4 Hafa fundað um stofnun samtaka Árlegur ábati af lagningu sæ- strengs milli Íslands og Bretlands gæti numið allt að 420 milljónum evra, jafnvirði um 65 milljarða króna. Það jafngildir um 3,5% af landsframleiðslu Íslands. Þetta er niðurstaða kostnaðar- og ábatagreiningar sem ENTSO-E, Evrópusamtök fyrirtækja á sviði raforkuflutninga, hafa framkvæmt. Er strengurinn talinn einn sá þjóð- hagslega hagkvæmasti í hópi yfir hundrað verkefna sem koma helst til álita við uppbyggingu raforku- kerfa í Evrópu á næstu tíu árum. Björgvin Skúli Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og við- skiptaþróunarsviðs Landsvirkjun- ar, segir að niðurstaðan af greiningu ENTSO-E gefi sterklega til kynna að Íslendingar gætu náð enn meiri arðsemi af orkuauðlind- um sínum í framtíðinni. „Það sem liggur fyrir núna er að hefja við- ræður við bresk stjórnvöld um hvort þau hafi áhuga á slíkum streng,“ segir Björgvin. hordur@mbl.is »Viðskipti Ábati af sæstreng  Lagning sæstrengs til Bretlands skoðuð Samsett mynd/Bj.Snæ-arkitektar og ÞÖK Laugardalsvöllur Ein tillaga KSÍ að nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við höfum ekki fjárhagslegt bol- magn til að standa einir að bygg- ingum á Laugardalsvelli, höfum nóg með okkar rekstur. Forsendan fyrir nýrri og stærri knattspyrnuvelli er að hlaupabrautin fari, og um það hefur náðst samkomulag við frjáls- íþróttahreyfinguna,“ segir Geir Þor- steinsson, formaður KSÍ, en sam- bandið hefur látið vinna fyrir sig teikningar að nýjum þjóðarleikvangi í Laugardal sem tæki minnst 15 þús- und manns í sæti. Ein útfærslan sést hér til hliðar, sem gerir ráð fyrir fimm þúsund fermetra byggingum til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Við teljum að fjármögnun svona framkvæmda geti ekki orðið að veruleika nema með aðkomu áhuga- samra fjárfesta. Eignarhaldið yrði hjá borginni, sem fengi auknar tekjur af byggingarmagninu en gerði afnotasamning til langs tíma við rekstraraðilana,“ segir Geir. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, segir ljóst að ríkið verði að koma að framkvæmdum í Laugardal og beðið sé fundar með mennta- málaráðherra. »6 Tillaga að þjóðarleikvangi  KSÍ með hugmyndir um yfirbyggðan völl sem tæki minnst 15 þúsund í sæti Það er misjafnt hvernig fólk kýs að fagna því að hafa látið pússa sig saman í hjónaband. Norska parið Charlotte Hidle og Magnus Jens- sen fóru kannski heldur óvenjulega leið í gær. Eftir að hafa gift sig skáluðu þau í kampavíni í kristalsglösum með gestunum sínum þremur fyrir utan pylsuvagninn Bæjarins bestu í miðbæ Reykjavíkur og auðvitað var boðið upp á pylsur með kampavíninu. Boðið upp á pylsur í brúðkaupsveislu á Bæjarins bestu Morgunblaðið/Golli  Undirbúningur að nýju skipu- lagi svonefnds Kassagerðarreits í Reykjavík er að fara af stað. Í aðalskipulagi er gert ráð fyr- ir 200 íbúðum á reitnum og að byggingarmagn verði aukið um 80.000 fermetra. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir Olís eiga lóð við reitinn sem geti nýst undir höfuðstöðvar félags- ins. » 16 Áforma 200 nýjar íbúðir í Laugarnesi „Það leikur sér enginn að því að breyta um stað- setningu á lands- móti. Veðrið hef- ur sett strik í reikninginn á síðustu mótum. Þá þarf að búa mótunum þann stað að þau geti mætt því á sem bestan hátt ef við lendum í vondu veðri. Þetta er erfið spurning sem snýst ekki um: með eða á móti ein- um stað, heldur ískaldur veruleiki,“ segir Haraldur Þórarinsson, for- maður Landssambands hesta- mannafélaga. Hann tilkynnti Skag- firðingum að Landsmót hesta- manna 2016 yrði líklega ekki haldið í Skagafirði. »4 Landsmótið líklega ekki í Skagafirði Fyrir f lottan málstað er bleikur miði hugsaðu um heilsuna 200KR. húð, bein og l iði . www.gulimidinn.is „Að óbreyttu stefnir annað árið í röð í mjög slaka loðnuvertíð, sem hefði mikil fjárhagsleg áhrif á af- komu fyrirtækja og samfélagið allt,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ um nið- urstöður loðnumælinga. Lagt er til aflamark á vertíðinni verði 260 þús- und tonn en væntingar höfðu verið um að það yrði 450 þúsund tonn. Vegna veiða skipa nágrannaríkja og samninga liggur fyrir að í hlut íslenskra veiðiskipa kemur að óbreyttu 150 þúsund tonn og enn minna ef samningur við Færeyinga verður endurnýjaður. Loðnustofninn verður mældur að nýju eftir áramót og verða tillögur um heildaraflamark endurskoð- aðar gefi niðurstöður þeirra tilefni til þess. Mælingar gengu illa á þeim tíma í fyrra vegna breytts göngu- mynstur loðnunnar. »12 Útlit fyrir að loðnukvóti íslenskra fiski- skipa verði undir 150 þúsund tonnum Vinnsla Minna verður af loðnu til vinnslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.