Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 hjá þeim og allar gistinæturnar þar sem ég og systir mín fengum að kúra hjá ömmu í hjónarúminu en afi gerði sér að góðu að sofa í sófanum. Þá eru minnisstæðar all- ar heimsóknir mínar á Smyrla- hraunið eftir fimleikaæfingar, þá borðaði ég með þeim og horfði svo á fréttirnar með afa. Það var alltaf góð stund. Við ræddum fréttir líð- andi stundar og hann spurði frétta af mér og mínum og alltaf sýndi hann okkur ótakmarkaðan áhuga. Afi var hafsjór af fróðleik um allt milli himins og jarðar. Það var ein- staklega gaman að heyra hann segja frá sínum uppvexti og skein það í gegn um frásögnina hversu ótrúlega duglegur hann afi minn var allt frá fyrstu tíð. Hann var laghentur maður með eindæmum og leyndist í honum mikill lista- maður sem fékk að njóta sín betur og betur þegar árin færðust yfir hann. Afi smíðaði ógrynni af hús- gögnum fyrir börnin og barna- börnin sín. Held ég mikið upp á fallega hjónarúmið og náttborðin tvö sem hann smíðaði og gaf okk- ur Gústa þegar við fluttum í okkar fyrstu íbúð. Öll trélistaverkin sem hann gaf svo skemmtileg nöfn og síðar í seinni tíð öll málverkin. Minning þín mun lifa. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku afi minn. Ég veit að amma tekur á móti þér með sínum hlýju örmum. Jenný Ýrr. Þá hefur síðasta systkinið hennar mömmu lokið lífsgöngu sinni og haldið á vit hins óræða, mamma var elzt þeirra tólf systk- ina er komust til fullorðinsára, en Steingrímur, sem kvaddur er í dag, var yngstur. Steingrímur frændi minn var einkar vörpulegur á velli, fríður sýnum og sópaði að honum hvar sem hann fór. Hann var hagleiks- maður mikill og hraustmenni gott, duglegur með afbrigðum og mik- ilvirkur, verkin svo víða sýna merkin mæt. Hann lagði ungur fyrir sig húsasmíði og varð snemma meistari í þeirri grein, fékk fjölmörg vandasöm verkefni, nefni aðeins álverið í Straumsvík sem hann ásamt félaga sínum fékk í verktöku og rómuð verk hans þar sem annars staðar. Hann var í raun listamaður í höndum sem huga, það sanna fjölmörg verk hans, sem prýða heimili svo víða, eitt þeirra gaf hann okkur hjónum og valdi því nafnið: Geimskot í uppnámi, sannkölluð stofuprýði, að ekki sé minnst á sumarbústað- inn þeirra hjóna, listaprýði úti sem inni. Steingrímur var harðgreind- ur maður, hreinlyndur og hrein- skiptinn, stálminnugur og fróður. Sagnaþættir hans frá bernsku og æsku ættu skilið að komast á bók, sem prýdd væri listaverkum hans, en þetta til er í handriti sem Hörð- ur frændi okkar Zóphaníasson sá um, bróðursonur Steingríms. Þar er hrein og sönn aldarfars- lýsing, m.a. um harðræði við börn sem ekki er svo langt síðan við- gekkst á hans æskuslóðum í Húnaþingi og eflaust víðar. Það er holl lesning okkur í dag. Stein- grímur var maður einkar hlýr og einlægur, vinur vina sinna, frænd- rækinn með afbrigðum, ræktar- semi hans engu lík. Hann var afar skemmtilegur í viðræðu, fyndinn og orðvís, lakast hvað heyrnar- deyfa háði honum mikið á seinni árum, en hann æðraðist ekki frek- ar en í öðru sem hrjáði hann, alltaf hress í máli og spaugsamur. Hann var mikill gæfumaður í einkalífi sínu, ungur gekk hann að eiga yndislega dugnaðarkonu, hana Margréti hans og barnalán þeirra mikið og farsælt. Við Hanna nutum þess að hann sam- fagnaði með okkur sl. vetur og öll okkar kynni fyrr og síðar voru svo góð og gefandi sem fremst mátti vera. Ég kveð frænda minn kæran og við Hanna sendum börnum hans og öðru þeirra fólki innilegar sam- úðarkveðjur. Þar fór sannur og góður drengur á lífsins leið. Bless- uð sé munabjört minning. Helgi Seljan. ✝ Jóhannes Guð-mar Michelsen Vignisson fæddist á Fáskrúðsfirði 28. mars 1961. Hann lést á heimili sínu á Fáskrúðsfirði 5. október 2014. Foreldrar hans voru Sigurveig Níelsdóttir, f. 25.7. 1936, d. 26.1. 2006, húsmóðir og verkakona, og Vignir Jóhann- esson Michelsen, f. 27.6. 1935, d. 6.7. 1997, verka- og versl- unarmaður á Fáskrúðsfirði. Jó- hannes var næstelstur af fjór- um alsystkinum. Hin eru Kristinn Pálmar, f. 6.8. 1957, búsettur á Fáskrúðsfirði, Petra Ásdís, f. 3.4. 1982, búsett í Hafnarfirði, sambýlismaður Helgi Þór Lund, synir þeirra eru Jóhannes Árni og Vignir Elvar. 2) Vignir, f. 28.11. 1986, sambýliskona Sara Dís Tuma- dóttir, barn þeirra drengur, óskírður. 3) Sigurveig Sædís, f. 14.6. 1989, sambýlismaður Ás- geir Guðjónsson. 4) Guðmar El- ís, f. 22.9. 1995 Jóhannes ólst upp á Fá- skrúðsfirði og bjó þar alla tíð. Hann gekk í Barna- og ungl- ingaskólann á Fáskrúðsfirði. Jóhannes fór snemma að sækja sjóinn og var meðal annars á Sólborgu SU og á skuttog- aranum Hoffelli og síðan á Ljósafelli þar sem hann var í 25 ár, lengst af sem matsveinn. Árið 2006 lét hann af sjó- mennsku og hóf störf í Alcoa Fjarðaáli þar sem hann starf- aði meðan kraftar leyfðu. Útför Jóhannesar verður gerð frá Fáskrúðsfjarðarkirkju í dag, 16. október 2014, kl. 14. Jóhanna, f. 11.7. 1967, búsett á Eskifirði og Sæ- rún, f. 30.1. 1969, búsett í Garðabæ. Hálfbróðir Jóhann- esar samfeðra er Sigurbjörn Bergur, f. 23.12. 1955, bú- settur á Fáskrúðs- firði. Eiginkona Jóhannesar er Elsa Guðjónsdóttir, f. 30.6. 1957, foreldrar hennar voru Guðjón Friðgeirsson, f. 13.6. 1929, d. 13.9. 1986 og Ás- dís Magnúsdóttir, f. 26.12. 1934, d. 4.9. 2013. Jóhannes og Elsa stofnuðu heimili á Fá- skrúðsfirði 1982, þau giftu sig 11.1. 1987. Börn þeirra eru: 1) Elsku pabbi. Það er kominn tími til að kveðja, baráttu þinni við „krabbakerlinguna“ er lok- ið. Við áttum ótrúlega margar stundir saman, mánudags- morgnar í denn að taka til kost- inn í Ljósafellið, rúntarnir að horfa eftir fugli eða fiski, sím- tölin um daginn og veginn, stundum aðallega veðrið, tjúttin á böllum í Skrúð, flugeldaæv- intýrin á gamlárs, útijólaskreyt- ingarnar, brandararnir og svona gæti ég haldið endalaust áfram. Það er svo stórt skarðið sem aldrei verður fyllt upp í – jólin, hjónaballið, Franskir dag- ar svo eitthvað sé nefnt – verð- ur aldrei eins. En þú skilur eft- ir svo mikið sem ég hef ákveðið að taka mér til fyrirmyndar og má þar helst nefna jákvæðni og æðruleysi. Alltaf varstu bara hress þegar maður spurði þig hvernig þú hefðir það, aldrei kvartaðir þú, værir í mesta lagi með einhverja „flumbru“. Meira að segja tveimur dögum áður en þú kvaddir okkur sagðir þú við mig að þú værir bara með einhverja „helv. flumbru“ í þér, en samt svo mikið veikur og tókst svo trommusóló á bumb- unni þinni við eitthvert senjór- ítulag sem var í útvarpinu dag- inn áður en þú kvaddir, allt til að fá mann til að brosa. Pabbi, ég sakna þín svo sárt en er samt ekki búin að átta mig á því að þú verður ekki til staðar þegar ég kem austur, ég á ekki eftir að fá fleiri símtöl frá þér, við eigum ekki eftir að taka snúning saman á næsta hjóna- balli og ekki eftir hlæja saman að vitleysunni hvort í öðru. En þetta geymi ég allt og varðveiti það sem eftir er og deili með strákunum mínum, sem eiga eftir að sakna þín svo mikið. Vignir Elvar sagði svekktur, þegar við ræddum saman um að núna væri afi dáinn, „en mig langar svo að hitta hann, mamma!“ Hvernig útskýri ég það fyrir honum að það sé ekki hægt? Við eigum eftir að ræða þig reglulega og varðveita þeirra minningu um góðan afa sem var þeim svo mikið, afi Jói á Fáskrúðsfirði. Elsku pabbi, ég skal lofa þér að hugsa eins vel og ég mögu- lega get um hana mömmu sem hefur nú misst svo rosalega stóran hluta af sínu lífi. Hún er sterk hún mamma og ég veit að þú átt eftir að fylgjast með henni og passa upp á hana eins og þú mögulega getur líka. Hvíldu í friði. Þín dóttir, Ásdís. Elsku tengdapabbi. Nú er baráttu þinni lokið og vona ég að þú hafir það sem allra best, brosandi og hlæjandi eins og þú varst alltaf vanur að vera. Mín fyrsta minning um þig var á mínum fyrstu Frönsku dögum árið 2003. Fyrr um vorið höfð- um við Ásdís byrjað saman og mjög fljótlega var mér tilkynnt að við yrðum að fara á Franska daga. Þú og Elsa tókuð vel á móti okkur eins og alltaf þegar við lögðum leið okkar til Fá- skrúðsfjarðar. Þú stóðst við drekkhlaðið grillið og aldrei hafði ég séð jafn girnilegan mat á grilli. Gæsir, lambakjöt og hreindýrasteikur, nóg til af mat eins og alltaf hjá þér og Elsu. Ég á margar minningar um þig við grillið. Þær voru ófáar úti- legurnar sem við fórum í sam- an. Drukkum bjór og spjölluð- um um daginn og veginn. Í dag grilla ég ekki læri öðruvísi en eins og þú kenndir mér. Minn- isstæðar eru mér líka veiðiferð- irnar saman. Þú varst mikill veiðimaður og skipti engu hvort það var hreindýra-, gæsa- eða stangveiði. Og flottari rjúpna- skyttu hef ég ekki vitað um. Alltaf fannstu fugl í þau skipti sem þú fórst upp í fjall og ósjaldan bjargaðir þú jólasteik- inni fyrir mig og Ásdísi. Ég skila kveðju frá litlu afastrák- unum þínum til þín. Þeim Jó- hannesi Árna nafna þínum og og Vigni Elvari. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Jói minn. Þín verður sárt saknað og Guð blessi þig, kæri vinur. Helgi Þór Lund. Dagurinn í dag er erfiður dagur. Jói bróðir verður jarð- settur aðeins 53 ára eftir langa og hetjulega baráttu við krabbamein. Hann var þvílík fyrirmynd í sínum veikindum og tók þessu sem hverju öðru verkefni og kvartaði aldrei. Jói var alltaf hress og glaður og elskaði að tala og var mjög hreinskilinn. Man alltaf hvað hann var duglegur að hafa fata- skipti sem unglingur, kom heim oft á dag til þess að skipta um föt og man ég þá helst eftir hvítu buxunum sem hann notaði svo mikið. Við vorum mjög náin og hittust fjölskyldur okkar við hvert tækifæri sem gafst þar sem fjarlægðin á milli okkar var löng. Alltaf var mikil gleði og yfirleitt horft a.m.k. einu sinni á Austurdalinn, þá var mikið hlegið enda uppáhalds- mynd margra í okkar fjöl- skyldu. Jói var mikill veiðimaður og fór snemma að munda byssur og þvælast á fjöll eftir mat á diskinn, alltaf var hann tilbúinn að gefa öðrum villibráð og ann- að sem til féll. Elsku Elsa, þú ert búin að standa eins og klettur með hon- um í gegnum öll hans erfiðu veikindi, megi Guð styrkja þig og varðveita sem og börnin ykkar fjögur og fjölskyldur þeirra. Elsku bróðir, megi Guð geyma þig þar til við hittumst aftur, þá fáum við okkur Mix í gleri. Þín systir, Særún. Æðruleysi og aftur æðruleysi er það sem kemur upp í hug- ann. Hvernig er þetta hægt, að láta alltaf liggja vel á sér, hvernig sem staðan er, hvernig sem kvalirnar nístu í orðsins fyllstu merkingu og hvernig sem ástandið á honum var. Að berjast við krabbamein í mörg ár og þurfa að hætta að vinna auk alls sem fylgir slíkum veik- indum, að geta alltaf lagt það til hliðar þegar maður hitti eða heyrði í Jóa, góða skapið réð alltaf ríkjum. Jóhannes eða Jói eins og hann var alltaf kallaður var systursonur konu minnar og ég kynntist honum rétt um fermingu. Snaggaralegur og duglegur prakkari sem hegðaði sér nú ekki alltaf eins og mamma og pabbi óskuðu. Eins og tíðkast í sjávarþorpum byrj- aði hann fljótt að vinna við fisk- vinnslu og síðan lá leiðin á sjó- inn. Lengst var hann á Ljósafellinu, fyrst sem háseti og síðar sem matsveinn í mörg ár eða þar til hann fór í land og byrjaði að vinna í steypuskála Alcoa-Fjarðaáls þar til veikind- in urðu til þess að hann varð að hætta. Það er ekki ofmælt að Jói kom sér vel á þeim vinnu- stöðum þar sem hann var, enda harðduglegur, opinn og skemmtilegur, spjallaði við alla, gerði ekki mannamun og hafði góða nærveru. Jói var áhugamaður um veiði og þá bæði stang- og skotveiði. Jói var mikill fjölskyldumaður og mikil samheldni var í fjöl- skyldunni. Sem dæmi um það er að allir halda með Arsenal í ensku deildinni. Jói og Elsa bjuggu sér notalegt heimili þar sem alltaf var fullt út úr dyrum af gestum og gangandi, „alltaf nóg pláss hjá Jóa og Elsu“ sagði maður oft. Enda eru þau vinmörg. Uppstoppuð dýr sýndu áhugamál bóndans, Ars- enal-merkin táknuðu samheldni fjölskyldunnar og þetta er það umhverfi sem Jói er í þegar hann veikist og var undirstaða æðruleysis hans ásamt sterkri eiginkonu sem tók við brotsjó- unum og tryggum og góðum börnum, svo ég minnist nú ekki á augasteinana sem hann átti í barnabörnunum þremur. Þegar hann var búinn að sjá það yngsta sem fæddist fyrir rúm- um mánuði var eins og bar- áttuþrekið þryti og hann lét undan manninum með ljáinn, Jói lést í faðmi Elsu og barna sinna á heimili sínu. Elsa mín, Ásdís, Viggi, Sig- urveig og Guðmar, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð en veit að fallegar minn- ingar um ástkæran eiginmann, föður, afa, bróður og frænda munu lýsa upp veginn um ókomna tíð. Lokaorðin verða þau sömu og í minningu mömmu hans og er ég handviss um að Jói tekur undir orð Spámannsins: Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt lát- inn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. Jói minn, ég veit að þú hittir fyrir í æðri heimi foreldra og stóran frændgarð, en saga þín og minning fer ekki í kistunni heldur lifir með okkur sem eitt af björtu ljósunum. Eiríkur Ólafsson. Látinn er á Fáskrúðsfirði æskuvinur minn Jóhannes Guð- mar Vignisson eftir stranga og erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm. Jóhannes tókst á við þennan vágest af því æðruleysi og hugrekki sem honum einum var lagið. Með Jóhannesi er genginn góður og traustur vin- ur sem sárt verður saknað. Þegar ég hugsa til baka um samverustundir okkar kemur upp í hugann traustur vinur sem færði gleði inn í líf sam- ferðamanna sinna. Aldrei brást honum hans létta lund enda átti hann stutt að sækja skemmti- legt lundarfar frá foreldrum sínum. Jóhannes, eða Jói Veigu eins og hann var kallaður alla tíð, var mikið náttúrubarn. Hann stundaði allar tegundir veiða sem voru hans aðaláhuga- mál, bráðina lagði hann sér til munns enda vandfundinn meiri matmaður. Einnig minnist ég þess hversu vænt honum þótti um fæðingarbæ okkar Fá- skrúðsfjörð sem var eini stað- urinn sem hann gat hugsað sér að búa á. Jói var mikill fjöl- skyldumaður og bjó í firðinum fagra alla sína tíð með eigin- konu sinni Elsu Guðjónsdóttur og fjórum börnum þeirra. Það var eitt mesta happ í lífi hans að kynnast eftirlifandi eigin- konu sinni sem stóð þétt við bakið á honum til síðustu stundar. Við Guðlaug viljum þakka fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar, gestrisni og góðar móttökur í gegnum árin. Við vottum Elsu, börnum og fjölskyldu innilega samúð á þessari erfiðu stund og biðjum Guð að veita þeim styrk og stuðning. Minning hans lifir í hjörtum okkar. Helgi Þór Gunnarsson, Guðlaug Halldórsdóttir og fjölskylda. Elsku vinur. Það er komið að leiðarlokum, eftir hetjulega baráttu við krabbakellu, eins og hún Elsa þín orðaði það, þín verður sárt saknað. Við minnumst skemmtilegra daga í Loðmundarfirði í fyrra þegar þið Elsa komuð til okkar í skálavarðabústaðinn og gistuð hjá okkur. Þetta var þín fyrsta ferð í Lommann. Ég og Elsa fórum í berjamó og á meðan sátuð þið vinirnir og gædduð ykkur á kjamma úti í guðs- grænni náttúrunni, enda góðir saman. Það var svo gaman að fylgj- ast með hvað þið og börnin ykkar voru samheldin. Ef ykk- ur datt í hug að fara í útilegu var öll strollan komin á eftir og alltaf var Elsa þín tilbúin með egg, beikon og lummur í morg- unmat og nutum við góðs af því líka. Við höfum fylgst vel með þér síðustu misserin og alltaf var húmorinn góður þrátt fyrir mis- góða daga. Elsa okkar, þú hefur staðið sem klettur í þessari bar- áttu. Genginn er góður dreng- ur. Elsu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hvíl í friði kæri vinur. Ég vil á fjöllin fara fremur en vera í byggð, orku þar enga spara en ávallt þjóna af dyggð. Guð hefur margan glaðan dag látið mig lifa á heiðum líknandi mínum hag. (Sigvaldi skáldi) Kveðja, Lára og Ólafur. Jóhannes Guðmar Michelsen Vignisson HINSTA KVEÐJA Elsku frændi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman í gegn- um tíðina. Það er svo sárt að sakna en minningarnar munu lifa. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Rósa Guðmundsdóttir) Elsa, Ásdís, Vignir, Sig- urveig, Guðmar og fjöl- skyldur, megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Eyðdís, Aron Haukur og Sandra Dís. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Valdimar Briem) Kæri frændi, vinur og ná- granni. Sigurður Steinþórsson ✝ Sigurður Stein-þórsson fædd- ist 21. mars 1954. Hann lést 24. sept- ember 2014. Útför Sigurðar fór fram 1. október 2014. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar fyrir okkur systkinin. Ljúf- mennska þín var einstök. Takk fyrir að koma alltaf til hjálpar, hvort sem við renndum okkur á fjósið þitt og meiddum okkur, duttum af hjólun- um okkar eða þurftum á hjálp að halda við bú- störfin. Við minnumst samveru- stunda okkar í húslestri með þér og fjölskyldu þinni á jólum og áramótum með hlýhug og þakklæti. Við þökkum þér fyrir lesturinn. Gestur, Hafsteinn, Stefanía, Valgerður, Bryndís og Ari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.