Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson er meðframleið- andi að Wolf and Sheep, fyrstu leiknu kvikmyndinni í fullri lengd eftir kvenleikstjóra frá Afganist- an. Kvikmyndin verður jafnframt fyrsta „art-house“-myndin sem tekin er í Afgan- istan, að sögn framleiðenda. Ung og hæfi- leikarík kona að nafni Shahr- banoo Sadat, kölluð Shahr, er handritshöf- undur og leik- stjóri mynd- arinnar og vann hún að handriti hennar í leikstjórnarsmiðju Can- nes-kvikmyndahátíðarinnar fyrir fjórum árum. Shahr var þá yngsti kvikmyndagerðarmaðurinn sem setið hafði smiðjuna, aðeins tvítug að aldri en ári síðar var hennar fyrsta leikna stuttmynd, Vice Versa One, valin til keppni á hátíð- inni. Stefnt er að því að hefja tök- ur á Wolf and Sheep í maí á næsta ári, náist að fjármagna hana að fullu og stendur nú yfir hópfjár- mögnun fyrir hana á vefnum Poz- ible (www.pozible.com/project/- 187023) sem valdi nýverið fimm kvikmyndir til að styðja við bakið á og var hún ein þeirra. Mark- miðið er að safna 100.000 Banda- ríkjadölum fyrir 2. nóvember. Anton Máni segir erfitt að fjár- magna mynd af þessu tagi og því hafi danskur aðalframleiðandi myndarinnar, Katja Adomeit hjá Adomeit Film sem hefur m.a. ver- ið meðframleiðandi sænsku kvik- myndarinnar Turist, fengið fram- leiðendur frá nokkrum löndum til liðs við sig. Þá hafi myndin fengið nokkra þróunarstyrki víðsvegar frá Evrópu og framleiðslustyrk frá danska kvikmyndasjóðnum. Anton Máni vonast til þess að geta fengið sem flest íslenskt kvikmyndagerð- arfólk til að starfa við myndina en segir það fara eftir því hversu stór hluti framleiðslufjármagnsins komi að lokum frá Íslandi. Byggð á æsku leikstjórans -Hvernig komst þú að þessu verkefni? „Ég kynntist aðalframleiðand- anum, Kötju Adomeit, á kvik- myndahátíðinni í Cannes á þessu ári þegar ég var að kynna kvik- myndina Hjartastein,“ svarar Ant- on Máni. Þau hafi farið að spjalla um Wolf and Sheep og honum litist það vel á myndina að hann hafi ákveðið að finna leið til að koma Íslandi inn í verkefnið. -Um hvað fjallar myndin? „Það má segja að þetta verði fyrsta afganska „art-house“- myndin, listræn svipmynd af litlu sveitasamfélagi sem Shahr ólst upp í. Stað þar sem börn þurfa að vinna allan daginn samhliða því að upplifa bernskuna. Stað þar sem úlfur reikar stundum um á tveim- um fótum síðla nætur. Wolf and Sheep verður kvik- mynd sem blandar á einstakan máta saman miklu raunsæi og „dassi“ af töfrum. Sagan er byggð á æsku leikstjórans en við tökur hennar mun hún eingöngu notast við ólærða leikara, venjulegt fólk frá svæðinu. Hún hefur tileinkað sér sérstaka aðferð við gerð mynda sinna sem hefur skilað henni lofsverðum árangri en sú að- ferð byggist í einföldu máli á því að kvikmynda skáldað handrit nánast eins og heimildarmynd. Myndir frá Afganistan hafa hingað til flestar verið einhverskonar áróðursmyndir þar sem athyglinni er beint að því umdeilda og ógn- vekjandi en nóg tel ég vera um neikvæða umfjöllun frá fjölmiðlum sem hefur t.d. gert það að verkum að flestir tengja Afganistan ein- göngu við hryðjuverk, talibana, stríð, ofbeldi og ópíum. Shahr langar að segja okkur allt aðra sögu en við erum vön að heyra og búa til mynd sem gefur okkur inn- sýn í venjulegt þorp í Afganistan þar sem fólk er ekki í neinum tengslum við umheiminn og veit varla hvað er á seyði í sínu eigin landi,“ segir Anton Máni. Tryggingar og öryggisgæsla „Öryggi er mikilvægur þáttur við gerð þessarar myndar en nú þegar höfum við þurft að fresta tökum einu sinni þar sem ástandið í landinu var of varhugavert til að skipuleggja ferð þangað með al- þjóðlegt tökulið,“ segir Anton Máni um myndina. -Er ekki erfitt að fá öll tilskilin leyfi fyrir tökur á kvikmynd í Afg- anistan? „Jú, jú, og stór hluti fjármagns- ins fer í öryggisgæslu og þess háttar. Það þarf að kaupa ýmsar tryggingar og erum við nú þegar komin í samstarf með Guardian sem er eitt af reyndustu öryggis- fyrirtækjunum í Danmörku. Myndin verður þó skotin í Baym- an, rólegasta héraðinu í Afganist- an, en þar hafa engin átök átt sér stað frá 11. september 2001. Ástandið í landinu er þó enn nokk- uð flókið, t.a.m. munu víst allir al- þjóðlegir hermenn yfirgefa landið við lok 2014 og hefur því meiri- hluti fjölskyldu og vina Shahr- banoo flúið landið af hræðslu við þær breytingar sem kunna að verða í kjölfar þessa. Shahr hefur þó ákveðið að dvelja áfram í Afg- anistan og segja heiminum fleiri sögur af sínu heimalandi,“ svarar Anton Máni. Anton Máni segir Shahr mjög aðdáunarverða baráttukonu. Hún sé í raun að berjast fyrir bættri ímynd Afganistan og uppbyggingu menningar í landinu. Að lokum er hann spurður að því hvort hann sé bjartsýnn á að myndin verði gerð. „Já, ég er mjög bjartsýnn, þeg- ar maður hefur svona gott verk- efni í höndunum þá býst maður ekki við öðru en að finna leið til að fjármagna það. Ég hef nú þegar selt RÚV myndina en bind svo miklar vonir við að Kvikmynda- miðstöðin styðji við verkið sem og að hópfjármögnun okkar gangi eftir. Mín von er að Íslendingar verði þátttakendur í að brjóta blað í kvikmyndasögu Afganistan og hjálpi til á þennan máta við að breyta núverandi, einhliða sjón- arhorni heimsins á landið,“ segir Anton Máni. Leikstjórinn Kvikmynd Sadat verður listræn svipmynd af sveitasamfélagi sem hún ólst upp í, að sögn Antons Mána. Aðdáunarverð baráttukona  Anton Máni er meðframleiðandi að fyrstu kvikmynd kvenleikstjóra í Afganistan  „Mín von er að Íslendingar verði þátttakendur í að brjóta blað í kvikmyndasögu Afganistan,“ segir framleiðandinn Anton Máni Svansson Samsýningin „Pushing Reality“ verður opnuð í Grundemark Nils- son Gallery í Berlín á föstudag og er hún hluti af opinberri dagskrá Monat der Fotografie-hátíðarinnar þar í borg, mánaðar sem helgaður er ljósmyndalist af ýmsu tagi. Lista- mennirnir eru Sigurður Guðmunds- son, Hreinn Friðfinnsson, Sigurður Guðjónsson, Kristinn E. Hrafnsson, Spessi, Dodda Maggý, Guðrún Kristjánsdóttir, Magnús Ólafsson, Gunnar Rúnar Ólafsson, Daniel Reuter og Anna Þórhallsdóttir. Sýnd eru ljósmynda- og mynd- bandsverk og sjónum beint að því hvernig listamenn sem vinna með þessa miðla hér á landi vísa í og vinna með fjóra grunnþætti: land, vatn, eld og loft. Í tengslum við sýninguna verður á laugardag málþing í sendiráði Norðurlandanna í Berlín, þar sem sjónum verður beint að myndlist, náttúru og samfélagi á Íslandi. Stjórnandi umræðnanna er Chis- tiane Stahl, stjórnandi Alfred Ehrhardt-stofnunarinnar, og þátt taka þrír listamannanna, Dodda Maggý, Daniel Reuter og Spessi, Einar Falur Ingólfsson menningar- blaðamaður, Katia Reich listsafn- fræðingur og sýningarstjórinn Nina Grundemark. Morgunblaðið/Kristinn Fjölbreytileg Spessi er einn listamannanna sem eiga verk á sýningunni. Íslensk ljósmynda- og myndbandalist í Berlín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.