Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 19
VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Hafnarfjörður hefur það orð á sér að vera rokkbær enda hafa ekki síðri sveitir en Jet Black Joe og Sign sprottið þar upp. Ein af nýrri hafnfirsku rokk- sveitunum eru þungarokk- ararnir ungu í Alchemia en þeir gáfu út sína aðra plötu í sumar. „Fólkið hérna er nógu um- burðarlynt til að leyfa manni að æfa sig, held ég!“ segir Gott- skálk Daði Reynisson, trommu- leikari Alchemia, um hvers vegna Hafnarfjörður sé svo frjór jarðvegur fyrir rokkið. Sveitin hefur starfað í sjö ár, allt frá því að stofnmeðlimir hennar voru 17 ára gamlir. Fyrsta plata hennar kom út ár- ið 2011 og var samnefnd sveit- inni. Gottskálk segir ekki ein- falt mál að koma sér á fram- færi, ekki síst þegar menn spili tónlist sem er ekki inni í meg- instraumnum eins og þunga- rokk. Sú tónlistarstefna lifi þó góðu lífi í dag eins og sést á vinsældum Skálmaldar og Dimmu til dæmis. Meðlimir Alchemia eru allir í hefðbundnum störfum samhliða tónlistinni og segir Gottskálk þá jarðbundna hvað varðar framtíðardrauma. „Draumurinn eins og staðan er í dag er bara að geta gefið út fleiri plötur og haldið áfram að hafa gaman af þessu. Ef við verðum vinsælir úti í hinum stóra heimi og förum að túra um Evrópu og Bandaríkin þá er það ekki verra,“ segir Gott- skálk. kjartan@mbl.is Rokkbærinn Hafnarfjörður stendur undir nafni Ábúðarfullir Meðlimir rokksveitarinnar Alchemia á góðri stundu. Frá vinstri: Egill Fabien, Gottskálk Daði, Gabríel Örn og Birgir Þór. Umburðarlyndi fyrir æfingunum hverfi með öryggisvörðum vorum við með sífelldar áhyggjur. Þá er menntun mjög dýr, opinberir skólar eru almennt ekki góðir og það er mikil samkeppni að koma börnum inn í þá einkaskóla sem eru taldir bestir. Þeir eru líka mjög dýrir, skólagjöldin geta verið milljónir á ári. Hérna fá öll börn mjög góða menntun og við þurfum engar áhyggjur að hafa af öryggi.“ „Ég verð alltaf svo glöð þegar ég horfi á eftir honum hjóla einum í skólann,“ segir Oy. „Það minnir mig á hvað þetta var góð ákvörðun.“ Hjónin höfðu samband við fyrr- verandi vinnufélaga og svo fór að þeim voru boðin störf hjá Kaup- þingi. Þau hafa nú búið hér sam- fleytt frá 2007, lengst af í Reykjavík en fluttu fyrir skömmu í eitt af nýrri hverfum Kópavogs. Spurð um hvort þau hafi óttast að missa vinnuna þegar Kaupþing féll haustið 2008 segja þau svo hafa verið. „Já, auðvitað. Við fengum að vita að það yrði hringt í alla og þeir látnir vita. Við biðum við símann all- an daginn og þegar símtalið kom var okkur sagt að við myndum halda vinnunni,“ segir Wirach. Hjónin hafa starfað víða um heim; í Taílandi, á Filippseyjum, í Hong Kong og núna á Íslandi. Þau hafa alla tíð, allt frá því að þau luku háskólanámi árið 1994, unnið saman og segja ekki erfitt að draga mörk vinnu og einkalífs. „Í vinnunni erum við vinnufélagar. Okkur myndi t.d. aldrei detta í hug að fara að tala um í vinnunnihvað við ætlum að hafa í kvöldmatinn,“ segir Wirach. Kurteisir og áhugasamir Vissulega er margs að sakna frá heimalandinu og nefna þau eink- um vini og fjölskyldu. Þau leggja sig fram við að viðhalda tengslum og fara til Taílands á hverju ári. Hjónin hafa ferðast talsvert um landið. Spurð um hvaða staður þeim þyki fallegastur svara þau að hér sé allt fallegt. „En ef ég á að velja einn uppáhaldsstað, þá er það Geysir,“ segir Oy og Wirach samsinnir því. Þau segja Kópavog fyrirtaks stað til að búa á, öll þjónusta sé inn- an seilingar og stutt sé í skólann og á fótboltaæfingar fyrir Mart sem æfir af kappi með Breiðablik. Hjónin eru sammála um að Ís- land sé talsvert frábrugðið Taílandi að flestu leyti. Þau segja Íslendinga almennt áhugasama um uppruna þeirra og hvernig þeim gangi að að- lagast samfélaginu. Þau segja eft- irtektarvert hvað Íslendingar eru kurteisir upp til hópa og þau heyri þá sjaldan tala illa um annað fólk. „Mér finnst áberandi hvað Íslend- ingar eru yfirleitt hreinskilnir, þeir koma hreint fram við fólk og það finnst mér þægilegt,“ segir Oy. „Ísland er öðruvísi en Taíland á góðan hátt, ætli það sé ekki besta lýsingin,“ segir Wirach. Morgunblaðið/Eggert Fjölskylda Hjónin bera íslenska skólakerfinu vel söguna og að öll börn eigi kost á sömu menntun óháð efnahag foreldra. Því sé öðruvísi farið í Taílandi. Oy og Wirach segjast bæði hafa lært um Ísland í grunnskóla, þau hafi vit- að hvar landið var og að þar væri nokkuð kalt. „Mynd af eskimóa kom upp í hugann þegar við töluðum fyrst um að flytja til Íslands,“ segir Wirach. „Kannski var þannig mynd með Íslandskaflanum í skólabókinni, ég man það ekki. En okkur kom svo á óvart hvað allt var nýtískulegt hérna og allir tæknivæddir, Íslendingar eru a.m.k. tveimur árum á undan Taílendingum hvað það varðar.“ Oy skýtur því inn í hversu ánægjulegt það sé að úrval í matvöruverslunum hafi aukist frá því þau komu hingað fyrst árið 1998. „Þá þurfti ég t.d. að leita út um allt eftir chili-aldini. Núna fást þau í öllum búðum.“ Nú fæst chili alls staðar LÆRÐU UM ÍSLAND Í GRUNNSKÓLA útvegsfyrirtæki innanlands og ut- an. „Við höfum selt til Færeyja, Kanada og Noregs og í sjónmáli er sala til Bretlands og Bandaríkj- anna,“ segir Helgi. Stærstu verk- efnin hafa þó verið unnin innan- lands, ekki síst fyri HB Granda. Nýleg stórverkefni eru fyrir Gjög- ur á Grenivík, sem keypti snyrti- og skurðarlínu og flokkara. Þar er nú eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús landsins, eitt það sjálfvirkasta á öllu landinu. Þá keypti Ísfiskur í Kópavogi röntgenstýrða skurð- arvél. Vélin sker sjálfvirkt bein- garð úr þorsk- og ýsuflökum sam- tímis, og sker hún flökin í þær bitastærðir sem óskað er hverju sinni. Búnaðurinn kom á markað fyrir tveimur árum og hefur hann vakið mikla eftirtekt í greininni ut- anlands sem innan. Var Valka fyrst til að setja slíkan búnað á markað. Helgi segir að velta Völku hafi numið um 400 milljónum króna á síðasta ári. Á þessu ári stefni í um 50% veltuaukningu. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Valka Þar eru nú 20 starfsmenn. HB-System ABUS kranar í öll verk Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.is Stoðkranar Brúkranar Sveiflukranar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.