Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 ✝ SteingrímurBenediktsson húsasmíðameistari fæddist 28. maí 1929 á Blönduósi í A-Húnavatnssýslu. Hann lést 8. októ- ber 2014. Foreldrar Stein- gríms voru Bene- dikt Helgason, f. 2.október 1877, d. 28. apríl 1943, og Friðrikka Guðrún Þorláks- dóttir, f. 11. desember 1886, d. 18. apríl 1973. Steingrímur var yngstur þrettán systkina, en þau voru: Jóhanna Helga, f. 1908, d. 1989. Zóphanías Elínberg, f. 1909, d. 1986. María, f. 1910, d. 1999. Ingigerður Friðrika, f. 1911, d. 2004. Jón Benedikt, f. 1912, d. 1981. Helgi Guð- mundur, f. 1914, d. 1982. Gísli Sigurbjörn, f. 1915, d. 1994. Að- alheiður Rósa, f. 1917, d. 2010. Þórður, f. 1919, d. 1977. Mar- grét, f. 1921, d. 2011. Guðrún Áslaug, f. 1924, d. 2001. Sig- urlaug Ingibjörg, f. 1927, d. 1930. Steingrímur kvæntist 31. des- ember 1950 Margréti Alberts- dóttur, f. 20. maí 1926, d. 19. býlismaður Gísli Þór Jónsson, börn þeirra eru Flóki og Stein- unn. Guðrúnu, f. 13.3. 1984, maki Steinn Sigurðsson, börn þeirra eru Hrefna Líf og Hauk- ur. Selmu, f. 23.6. 1988, maki Ei- ríkur Magnússon. 3) Sigrún, f. 25.1. 1952, maki Ólafur S. Vil- hjálmsson, þau eiga þrjú börn, Steingrím Þór, f. 10.10. 1974, Berglindi, f. 4.6. 1977, og Mar- gréti, f. 27.5. 1985, sambýlis- maður hennar er Hallur Ólafs- son. 4) Steingrímur Grétar, f. 14.11. 1954, sambýliskona Krist- ín Þ. Þórarinsdóttir, börn Stein- gríms af fyrra hjónabandi eru Jóhanna Sigríður, f. 4.10. 1976, dóttir hennar er Kristín Ösp, Hjörtur Snær, f. 29.11. 1980, dóttir hans er Sóley Birta, og Garðar Hrafn, f. 15.7. 1986. Auk þess á Kristín Þórarin Ragnar, Sævar og Stellu Sólveigu frá fyrra hjónabandi. 5) Björk, f. 23.11. 1962, maki Gústaf Bjarki Ólafsson, þau eiga þrjú börn, Örnu Rún, f. 1.4. 1987, sambýlis- maður hennar er Axel Kaaber, Ólaf, f. 27.3. 1989, sambýliskona hans er Rut Arnfjörð, og Stein- grím, f. 17.3. 1995. Steingrímur lærði húsasmíð- ar og lauk meistararéttindum árið 1953. Hann stofnaði fyr- irtæki ásamt Knúti Kristjáns- syni, Knút og Steingrím hf. Steingrímur verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 16. október 2014, og hefst athöfnin kl. 13. október 2012. For- eldrar hennar voru Albert Erlendsson verkamaður, f. 1896, og Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1894. Margrét og Steingrímur eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Albert Már, f. 6.4. 1949, maki Ester Jó- hannsdóttir, saman eiga þau Maríu Ósk, f. 22.5. 1978, sambýlismaður Hermund- ur Sigurðsson, dætur þeirra eru Aníta Ester og Elísa Ósk. Sonur Alberts af fyrra sambandi er Jón Vífill, f. 3.3. 1973, kvæntur Guðrúnu Fanneyju Júlíusdóttur, börn þeirra eru Styrmir Davíð, Elma Lilja og Guðrún Frið- rikka. 2) Benedikt Rúnar, f. 25.5. 1950, maki Kolbrún Sig- urðardóttir, þau eiga fimm dæt- ur: Margréti, f. 4.5. 1971, maki Pétur Hafliðason, saman eiga þau Benedikt og Snædísi Björk, auk þess á Pétur son, Hafliða Þór, frá fyrra sambandi. Jen- nýju Ýri, f. 30.4. 1974, maki Ágúst Þórhallsson, börn þeirra eru Kolbrún Elma og Magni Leon. Hlín, f. 6.5. 1981, sam- Það er margt sem fer um hug- ann þegar ég kveð hann pabba minn. Stórum kafla í lífinu er lokið en margar góðar minningar sitja eftir. Hann pabbi fæddist á Blönduósi, hann var yngstur 13 systkina. Þröngt var í búi eins og víða á þessum árum. Níu ára var hann sendur í sveit til að vinna fyr- ir mat sínum. Fimmtán ára fór hann suður og byrjaði að vinna í byggingavinnu en vorið eftir komst hann á samning í húsasmíði og í kjölfarið fór hann í Iðnskól- ann. Á þessum tíma bjó pabbi með systkinum sínum sem héldu mikið saman. Pabbi var alla tíð mikill framkvæmdamaður og verkmað- ur góður. Hann stofnaði ásamt Knúti Kristjánssyni fyrirtækið Knútur og Steingrímur og unnu þeir saman í mörg ár. Oftar en ekki var ég spurð að því hvort ég væri dóttir Knúts og Steingríms, svo samrýmdir voru þeir félagarn- ir. Þrátt fyrir miklar annir var alltaf reynt að finna tíma til að fara í sumarfrí og var þá farið norður eða austur á land til að heimsækja systkini hans og ætt- ingja okkar. Þrátt fyrir bílveikina í mér voru þetta skemmtilegar ferðir sem standa upp úr í minn- ingunni og þarna fékk ég tækifæri til að kynnast frændfólki mínu. Einnig voru margar ferðir farnar í Mávahlíðina í heimsókn til ömmu Guðrúnar og Mæju frænku og fjölskyldu. Eftir að pabbi hætti í rekstri sem byggingaverktaki ákváðu þau mamma að taka að sér umsjón með sumarbústöðum og félagsheimili sjómanna að Hraun- borgum í Grímsnesi. Þar fengu barnabörnin oft að dvelja og var það mikil upplifun enda margt spennandi við að vera. Þeim líkaði staðurinn svo vel að úr varð að þau festu kaup á ófullgerðum sumar- bústað sem pabbi kláraði með sínu lagi og þau gerðu að sínum sælu- reit. Í Röðli nutu þau sín og eign- uðust marga góða vini. Öll tæki- færi voru nýtt til þess að fara austur og var síðasta sumar engin undantekning. Pabbi var ekki ein- ungis mikill smiður, hann var líka listamaður af guðs náð og gerði hann fjölmörg trélistaverk, inni og úti. Alltaf vann hann út frá ákveðnum hugmyndum og fékk hvert verk sitt nafn. Ekki má gleyma öllu því sem hann smíðaði fyrir barnabörnin, leikföng, rúm og fleira. Eftir að mamma veiktist og lést sýndi pabbi á sér nýja hlið og var hann ótrúlega duglegur að sjá um allt sem snéri að heimilis- haldinu. Hann hafði skoðun á flestu og fylgdist vel með allt þar til yfir lauk. Sérstaklega fannst honum gaman að ræða við unga fólkið sitt um það sem það tók sér fyrir hendur í námi og starfi. Hann stundaði laugarnar reglulega þar sem hann hitti félagana og einnig fór hann alltaf í sinn daglega göngutúr og hélt sér þannig gang- andi eins og hann sagði. Oftar en ekki kom hann við á Smyrlahraun- inu í smá spjall og kaffisopa og á ég eftir að sakna þeirra stunda. Ég kveð með þakklæti í huga fyrir að hafa átt jafn traustan og góðan pabba. Blessuð sé minning hans. Björk Steingrímsdóttir. Eftir að afi Steini hætti að vinna var hann alla virka vetrar- daga í smíðakjallaranum á Smyrlahrauninu, æskuheimili mínu, sem hann sjálfur byggði og bjó í ásamt ömmu þar til foreldrar mínir fluttu inn. Þar voru bræður mínir reyndar meiri fastagestir en ég sjálf, en alltaf þótti mér jafn gaman að kíkja niður til afa, fá að sópa gólfið eða horfa á hann saga, hefla, mála og pússa hin ýmsu listaverk og húsgögn. Þess vegna man ég sérstaklega eftir því að eitt haustið þegar mér var mein- aður aðgangur að kjallaranum. Ég móðgaðist mjög enda hafði ég mátt vera þarna eins mikið og ég vildi fram að því. En á aðfangadag jóla fékk ég svo stærsta pakka sem ég hef nokkru sinni fengið. Ég varð hálffeimin við þennan stóra pakka en þegar ég opnaði hann kom í ljós flottasta dúkkuhús sem ég hafði nokkru sinni séð. Afi hafði þá smíðað, málað og teppa- lagt dúkkuhús fyrir okkur yngstu frænkurnar af mikilli list. Bústaðurinn Röðull er þó að mínu mati hans stærsta listaverk, hann var og er heimurinn hans afa. Þar dvöldu þau amma öll sum- ur sem ég man eftir. Ævintýrin gerðust þar þegar við barnabörn- in vorum lítil, afi lét okkur alltaf passa að stíga ekki á mosann en annars voru okkur allar ferðir frjálsar í sveitinni. Landið er fal- legt og gróið, fullt af skúlptúrum, stígum og fuglahúsum eftir afa. Þar held ég að afa hafi liðið best, sitjandi í sólskálanum eftir dags- verkið, með aðeins tvær neðstu tölurnar á skyrtunni hnepptar að ræða allt á milli himins og jarðar. Það vill líka svo vel til að það er alltaf sól í Grímsnesinu. Hann talaði oft um að hafa lifað tímana tvenna. Hann lét skrifa niður fyrir sig æskuminningar sínar sem hann svo prentaði fyrir okkur í fjölskyldunni. Fyrir mér eru þetta mikilvægar upplýsingar sem hjálpa til við að skilja upp- vaxtarár afa. Í ritinu talar hann meðal annars um það þegar fyrst kom rafmagn á æskuheimili hans á Blönduósi. Það var því kannski ekki skrýtið þegar ég birtist einu sinni á heimili hans og ömmu með skanna til að skanna inn gamlar slide-myndir að hann hafi setið áhugasamur við hlið mér og ekki botnað neitt í því hvernig mynd- irnar komust úr skannanum í gegnum snúruna og yfir í tölvuna hjá mér. Hann hafði þó mikinn áhuga á því að skilja þetta undratæki til hlítar en því miður gat ég ómögu- lega útskýrt þetta nógu vel fyrir honum. Hann fylgdist alla tíð vel með fréttum og var áhugasamur um nýjungar. Ég held ég sé ekki að ýkja með því að segja að ég hafi aldrei kynnst sjálfstæðari manni en hon- um afa mínum. Hann var maður sem tvínónaði ekki við hlutina, ef honum datt eitthvað í hug þá þurfti það að gerast strax í dag enda ekki eftir neinu að bíða. Hann var mikill reglumaður, nægjusamur, algjör snyrtipinni og mjög vanafastur. Hann stóð sig vel þegar amma fór á Sólvang, sá algjörlega um sig sjálfur og gekk í öll verk sem hún hafði áður séð um (nema kannski kökubaksturinn) ásamt því að heimsækja hana alla daga. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Arna Rún. Elsku afi, núna er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með tár í augum og kökk í hálsi en reyni að vera mjög sterk eins og þú varst alltaf og held áfram með ferðalag lífsins. Þú hefur alla tíð verið svo iðinn og flinkur í höndunum. Ég sit í herberginu mínu og lít í kringum mig, minningarnar eru alls staðar, á veggnum hangir fallegi spegill- inn sem þú smíðaðir handa mér og á hægri hönd hangir myndin sem þú málaðir af fallegum fossum á góðviðrisdegi þegar þú ákvaðst að dreifa huganum þegar amma var orðin mjög veik, allir í fjölskyld- unni eiga mynd eða listaverk eftir þig, elsku snillingurinn minn. Ég man ein jólin þegar ég var mjög lítil, ég gekk inn í stofu og sá þennan stóra pakka. Mikið rosa- lega var ég spennt að opna hann, í pakkanum var stórt handsmíðað barbie-hús eftir sjálfan afa minn. Húsið var teppa- og parketlagt og málað í fallegum litum, þetta var sko besta jólagjöfin og hún gleym- ist aldrei, en þessi jólin smíðaðir þú ekki þetta eina hús heldur vor- um við fleiri sem fengum að njóta þeirra. Þér þótti alltaf svo gaman að segja sögur, í hvert sinn sem ég heimsótti þig varst þú með nýja skemmtilega sögu sem ég hafði aldrei heyrt áður, þú varst ákveð- inn maður en alltaf mjög stutt í grínið hjá þér. Einnig hafðir þú mikinn áhuga á íþróttum og fylgd- ist spenntur með öllum keppnum í sjónvarpinu. Elsku afi, í Röðli þótti þér sko gott að vera. Bústaðurinn sá var þinn kyrrðarstaður, mikið rosa- lega varst þú búinn að gera allt fallegt í kringum bústaðinn, búinn að skreyta lóðina með listaverk- unum þínum og setja stíg um allt vegna þess að það mátti sko alls ekki stíga á mosann, ég hugsa allt- af til þín í hvert skipti sem ég labba í hrauni og stíg óvart á mosa. Ekki má ég heldur gleyma að tala um dýrin, mikið rosalega varst þú mikill dýravinur og þú hafðir mikla ánægju af því að horfa á fuglana, sjá þá gera sér hreiður, baða sig og einnig pass- aðir þú vel upp á að þeir væru allt- af með nægan mat. Ég mun halda áfram að fara upp í Hraunborgir og rifja upp allar góðu minning- arnar þaðan með ykkur ömmu. Síðustu mánuði þegar við ræddum saman þá tók ég eftir því að þú þekktir mig í raun betur en ég þekki sjálfa mig og þú ráðlagðir mér með ýmsa hluti varðandi lífið, ég kann virkilega vel að meta það. Mig langar að enda þetta á að láta þig vita að mig dreymdi ykkur ömmu stuttu eftir að þú kvaddir. Þið genguð inn í íbúðina mína og beint inn í herbergið mitt og héld- ust í hendur. Þið sögðuð mér að ykkur liði mjög vel. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, elsku afi, knúsaðu ömmu frá mér. Ykkar barnabarn, Margrét Ólafsdóttir. Elsku afi, vinur minn og fyrir- mynd. Ég get svo sannarlega sagt með stolti að í mínum augum varstu sannur afi. Ef það væri mynd við hliðina á orðinu afi í orðabókinni þá væri þar mynd af þér. Það er ekki sjálfsagt að búa til ævintýri fyrir barnabörnin sín og frá mínum fyrstu minningum var alltaf gaman að fá að vera með þér, þú náðir að gera allt svo spennandi þar sem þú blést miklu lífi, ást og list í allt sem þú tókst þér fyrir hendur, hvort sem það var þegar við fengum að gista, fara í ferðalög með ykkur út á land, vera hjá ykkur í Hraunborg- um, þar sem þú og amma voruð hjartað í sveitinni, eða að horfa á þig smíða niðri í kjallara, þar sem allt lék í höndum þér, hvort sem voru húsgögn eða listaverk. Sögur þínar eru ómetanlegar, fórst ungur að vinna og barðist fyrir þínu þrátt fyrir ungan aldur, vannst tímunum saman, eignaðist 5 börn, mun fleiri barnabörn og barnabarnabörn. Eftir þig standa margar tignarlegar byggingar sem þú reistir í gegnum tíðina hér í Hafnarfirði. Það var yndislegt að horfa á ást ykkar ömmu blómstra, þú varst hennar herramaður og stóðst við hlið hennar hvern dag þar til hún kvaddi þennan heim. Ást ykkar og þrautseigja hefur kennt mér margt. Afi minn, þú varst ávallt tein- réttur í baki, snyrtilegur til fara og tignarlegur maður og ég var stolt að kynna þig fyrir nýju fólki. Mikið var ferðast um heiminn og sótt í sólina á veturna. Þú hlakkaðir alltaf til komu lóunnar á vorin sem þýddi að þú gætir farið upp í Röðul þar sem þú bjóst til yndislegan sælureit sem við fjöl- skyldan eigum margar skemmti- legar minningar frá. Stoltur af landi og þjóð flaggaðir þú fánan- um hvern einasta dag. Þar undir þú þér best og allt sem þú snertir gerðir þú fallegra og betra. Ég mun sakna þín meira en ég get sagt í fáeinum orðum, elsku afi minn. Síðustu árin höfum við eytt tímum saman að ræða um fortíð- ina, framtíðina og deildum sögum af okkar ævintýrum. Það er minn heiður að halda áfram sögum þín- um og lífsins lærdómi í gegnum ókomna tíð. Ég mun bera styrk þinn og stolt sem leiðarljós. Nú heldur þú áfram í enn eitt ævintýrið þar sem þú ferðast ekki einn því nú heldur þú í hönd ömmu Möggu a ný. Góða ferð, afi minn, ég elska þig. Berglind Ólafsdóttir. Elsku afi minn, það er sérstök tilfinning að setjast niður og skrifa minningargrein um þig. Ég minnist okkar skemmtilegu stunda, sem voru ófáar í þau tæp tuttugu ár sem ég fekk að njóta samvista þinna. Þú varst mér svo miklu meira en frábær afi, því þú varst einnig traustur vinur og mikil fyrirmynd. Við byrjuðum snemma að bralla saman og mínar fyrstu minningar um þig voru niðri í kjallara heima á Smyrla- hrauninu. Ég var fljótur að hlaupa niður í kjallara þegar ég sá að þú varst kominn til að smíða eitt af þínum undurfögru listaverkum. Ég hjálpaði þér eins og ég gat og þú kenndir mér alltaf meira og meira. Ég var með smíðaaðstöðu við hliðina á þér og bjó til alls kyns hluti sem þú hjálpaðir mér með. Þetta var eitt stórt ævintýri fyrir strákgutta að fá að taka þátt í. Ég gleymi seint deginum þegar þú gafst mér kassabílinn sem þú smíðaðir fyrir mig. Hann var mik- ið notaður og krakkarnir í hverf- inu öfunduðu mig sko ekkert smá mikið af bílnum, sem var meira að segja með flautu. Stundirnar uppi í sumarbú- staðnum Röðli eru mér einnig ógleymanlegar. Það var ólýsan- lega gaman að fara með ykkur ömmu upp í bústað yfir helgina og gera allt sem því fylgdi. Við fórum oftar en ekki í golf saman, lékum okkur saman í fótbolta í garðinum, fórum í mini-golfið sem þú byggð- ir uppi í félagsheimili, skelltum okkur í pottinn og sóttum blaðið á morgnana upp á Minni-Borg. Við horfðum á marga íþrótta- leiki saman, einna helst hand- boltaleiki. Þér fannst mjög gaman að fylgjast með leikjunum og komst þér vel fyrir áður en leik- urinn hófst. Það var líka gaman hvað þú sýndir mikinn áhuga á því hvernig mér gengi í boltanum og varst duglegur að spyrja um það. Það var gaman að vera með þér, afi, þú sást hlutina oft öðruvísi en aðrir. Þú varst mikill húmoristi og fékkst mig alltaf til að hlæja þegar ég kom í heimsókn. Það er hægt að læra heilmikið af þér, afi. Hjá þér var alltaf allt í röð og reglu, þú vildir ekkert múður, varst alltaf tilbúinn að útskýra hlutina fyrir mér, sagðir hlutina eins og þeir voru og lagðir hart að þér í lífi og starfi. Ég kveð þig með miklum sökn- uði en um leið veit ég að þú ert kominn á betri stað, stað sem þú vildir komast á, til ömmu. Steingrímur Gústafsson. Afi Steini, eins og við barna- börnin kölluðum hann alltaf, hefur nú yfirgefið þessa jarðvist. Afi var einstaklega duglegur og eljusam- ur maður. Hann rak byggingafyr- irtæki ásamt félaga sínum með miklum glæsibrag til fjölda ára. Eftir að þeir seldu fyrirtækið tók við nýtt ævintýri hjá afa mínum og ömmu. Þessi samrýndu hjón tóku að sér að sjá um rekstur og við- hald Hraunborga í Grímsnesi yfir sumartímann. Það var algjör paradís fyrir okkur barnabörnin að fá að dvelja í Hraunborgum hjá þeim en þar var m.a. félagsheimili, sundlaug, sjoppa og mínígolfvöll- ur sem afi hannaði og smíðaði sjálfur. Afi og amma heilluðust svo af Grímsnesinu að þau ákváðu að kaupa sér sumarbústað þar sem þau skírðu Röðul. Gerðu þau bú- staðinn og nánasta umhverfi að miklum sælureit og gróðursettu ógrynni af trjám. Röðull var griða- staður þeirra hjóna og svo afa alla tíð. Afi var hávaxinn og myndarleg- ur maður, mikið snyrtimenni, allt- af vel tilhafður og alltaf á stífbón- uðum bíl. Ljúfar minningar koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka um stundirnar sem ég átti heima Steingrímur Benediktsson Það er alltaf erfitt að kveðja einhvern sem maður elskaði ofsalega mikið, eftir stendur maður með tómarúm sem aldrei verður hægt að fylla, en elsku afi minn ég veit að þér líður betur núna. Ég var svo heppin að fá að eyða æskuárunum með afa mín- um þar sem hann var á efri hæð- inni í Deildarásnum, en þá bjugg- um við fjölskyldan á neðri hæðinni hjá ömmu og afa. Það var oft sem ég man eftir mér vera að labba upp stigann til að fara upp í rúm til ömmu og afa um helgar til að kúra með þeim, þar fékk ég alltaf hlýjar og góðar móttökur. Endalaust af skemmtilegum sögum af okkur afa kemur til mín við þessi skrif, við brölluðum svo mikið saman, hvort sem það var uppi í sumarbústað, við Rauða- vatn með Goldie eða jafnvel bara heima við, við vorum ofsalega góðir vinir og gerðum svo sann- arlega margt saman, afi var t.d. Jónatan Sveinsson ✝ JónatanSveinsson hæstarétt- arlögmaður fædd- ist í Ólafsvík 18. febrúar 1934. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 29. september 2014. Útför Jónatans fór fram frá Ár- bæjarkirkju 9. október 2014. afskaplega duglegur að lesa fyrir mig á yngri árum og var farið yfir margar bækur, einna best man ég eftir bókinni um Dísu ljósálf, en hún var í miklu uppá- haldi hjá okkur og lásum við hana aftur og aftur, þá sérstak- lega var hún tekin upp á aðfangadag til þess að dreifa huganum á meðan óþolinmóða ég beið eftir því að fá að opna pakkana. Ég er svo þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum sam- an og þann tíma sem ég fékk með þér, þið amma hafið alltaf verið mér svo góð, ég er svo glöð að hafa fengið að vera svona stór hluti af lífi ykkar og hvað þið tók- uð vel á móti mér. Hlýjar og fallegar minningar munu munu ylja mér um ókomna tíð, ég á alltaf eftir að sakna þín afi minn. Hvíldu í friði og knús- aðu svo Óla afa frá mér líka. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Alexandra G. Frímannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.