Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ákvæði stjórn-arskrárinnar um tjáningarfrelsið eru afdráttarlaus: „Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgj- ast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambæri- legar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis rík- isins, til verndar heilsu eða sið- gæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“ Á vefsíðu, sem hýst var hér á landi og hafði íslenskt lén, var rekinn áróður fyrir hryðju- verkasamtökin Ríki íslams. Samtök þessi hafa dreift upp- tökum af aftökum á netinu. Þau hafa lýst yfir stofnun ríkis, svo- kölluðu kalífati, á landsvæði, sem þau hafa lagt undir sig í Írak og Sýrlandi. Vefsíðan bar nafnið Khilafah eða kalífat. Í fyrradag sögðu Sameinuðu þjóðirnar að eftirgrennslan og frásagnir vitna staðfestu að vígamenn Ríkis íslams hefðu myrt fimm þúsund karla úr röð- um jasída þegar þeir réðust á heimkynni þeirra í ágúst og hneppt sjö þúsund konur í ánauð. Samkvæmt fréttum eru 350 þúsund jasídar á vergangi, en þeir munu aðeins vera um 500 þúsund. Fjöldamorðunum í ágúst hef- ur verið líkt við fjöldamorðin í Srebrenica í Bosníu árið 1995. Forsprakkar þess voru ákærðir fyrir þjóðarmorð. Bæði vefsíðunni og léninu hefur verið lokað hér á landi. Isnic lokaði léninu eftir að ut- anríkisráðuneytið hafði sam- band og fór fram á það á grundvelli alþjóðlegrar lög- gjafar um varnir gegn hryðju- verkum sem tekin hefðu verið upp í íslensk lög. Ríki íslams eru hryðjuverka- samtök, ekki málfundaklúbbur. Samtökin hafa engan áhuga á því að setjast á rökstóla til að innleiða hugmyndir sínar; það gera þau með ofbeldi og blóðs- úthellingum. Í ofstopafullum augum þeirra er hugmyndin um frelsi ekki til, hvað þá tjáning- arfrelsi. Þau vilja áskilja sér rétt til að skerða frelsi allra annarra og stofna ánauðugt samfélag. Þar verður enginn frjáls skoðana sinna og sann- færingar. Það er fráleitt að halda því fram að þessi ákvörð- un stríði gegn tjáningarfrelsinu og þaðan af síður að hún fari gegn stjórnarskránni. Ríki íslams er ekki málfundaklúbbur}Vefsíðu lokað Í nafni tjáningarfrelsis og upplýstrar umræðu stígur þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, fram á svið og leggur áherslu á rétt meðlima Ísl- amska ríkisins til að tjá sig á Íslandi. Þingmaðurinn sér meira að segja sérstaka ástæðu til að deila aðgerð sem gerir Íslend- ingum kleift að komast inn á vefsíðu samtak- anna. Þannig er Ísland gert að vígi fyrir áróður Íslamska ríkisins. Nú er það ekki svo að á síðu samtakanna fari fram saklaus skoðanaskipti. Þeir sem flakka um netið fyrir forvitni sakir og telja sig vera að kynnast nýjum og framandi heimum með því að heimsækja síðuna komast að raun um að þeir eru í sambandi við samtök sem stunda af- tökur á fólki og birta á netinu. Fjölmiðlar hafa sýnt aðdragandann að þessum aftökum í frétta- tímum en ekki aftökurnar sjálfar, eins og meðlimum Ísl- amska ríkisins hefði sjálfsagt þótt langbest. Þeir vilja sem mesta fjölmiðlaumfjöllun og fagna öllum þeim sem skoða netsíðu þeirra. Og örugglega sækjast þeir eftir athygli unglinga sem þeir vonast til að geta haft áhrif á til ills. Vitanlega eigum við að standa vörð um tjáningarfrelsið, en við getum ekki kinkað kolli við hvaða áróðri sem er og sagt að í krafti upplýstrar umræðu eigi hann rétt á sér. Við teljum til dæmis að með öllum ráðum eigi að stöðva og koma í veg fyrir dreifingu barnakláms. Ef áróður byggist á stjórnlausu hatri og morðæði þeirra sem hann stunda þá verður sömuleiðis að stöðva hann. Það er ekki eins og fréttir af ógnarverkum Íslamska rík- isins séu ýkjur, þær eru skelfilegur raunveru- leiki sem við erum minnt á dag hvern. Íslamska ríkið berst svo sannarlega ekki fyrir upplýstu samfélagi, það hefur ekkert að bjóða nema hrylling og fjöldamorð, enda eru meðlimir þess gangandi drápsvélar sem skilja eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir stíga niður fæti. Íslendingar, sem telja sig friðelskandi þjóð, eiga ekki að hafa nein samskipti eða við- skipti við hryðjuverkasamtök sem stunda mis- þyrmingar, pyntingar og morð. Er það virki- lega orðið svo að það teljist hluti af upplýstri umræðu að fylgismenn Íslamska ríkisins fái að koma hatursáróðri sínum til skila hér á landi? Á dögunum hlaut hin sautján ára gamla Malala Yousafzai friðarverðlaun Nóbels. Ung stúlka sem öfgasamtök sem berjast gegn réttindum kvenna reyndu að myrða en lifði af og reis upp enn sterkari en áður. Mál- flutningur hennar um rétt kvenna til menntunar og frelsis hljómar nú um allan heim. Þann málflutning ber að taka undir og styrkja með öllum mögulegum ráðum. Að sama skapi ber okkur að berjast gegn hatursáróðri og morð- óðum vígamönnum. Síst af öllu skulum við styðja rétt þeirra til að koma skelfilegum skilaboðum sínum á fram- færi. Við getum ekki staðið með illskunni og eigum ekki að greiða götu hennar. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Baráttan gegn illskunni STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnulífinu er að stærstumhluta ætlað að fjármagnaaðhaldsráðstafanir stjórn-valda í fjárlagafrumvarpi næsta árs en þær nema 3,4 millj- örðum króna. Þessu er haldið fram í sameiginlegri umsögn Samtaka at- vinnulífsins og LÍÚ til Alþingis. Fjölmargar umsagnir hafa að undanförnu borist efnahags- og við- skiptanefnd þingsins við frumvarp fjármálaráðherra um ýmsar for- sendur fjárlagafrumvarpsins en það er nú til umfjöllunar í nefndinni á milli fyrstu og annarrar umræðu. Liggur enn ekki fyrir hvort og þá hvaða breytingar stjórnarmeirihlut- inn mun leggja til. Atvinnurekendasamtökin rök- styðja álit sitt um að fyrirtækin beri byrðar aðhaldsaðgerðanna að stærstum hluta svona: „Stytting bótatímabils vegna atvinnuleysis lækkar útgjöld um 1,1 milljarð króna án þess að atvinnutrygginga- gjaldið lækki, lækkun á hlutdeild líf- eyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi lækkar útgjöld rík- isins um 0,65 milljarða króna án þess að tryggingagjaldið lækki, frestun á framlagi ríkisins til starfsendurhæf- ingarsjóða lækkar útgjöld ríkisins um 1,3 milljarða króna en í stað þess er atvinnurekendum og lífeyris- sjóðum ætlað að fjármagna einhliða þá starfsemi.“ Segja grafið undan almenna lífeyrissjóðakerfinu Samtök á vinnumarkaði og ekki síður lífeyrissjóðir hafa gagnrýnt harðlega þá tillögu í frumvarpinu að framlag til jöfnunar á örorkubyrði lækki í skrefum á næstu fimm árum og falli þá niður. Í ítarlegri umsögn lífeyrissjóðsins Gildis er því haldið fram að breytingin muni óhjá- kvæmilega valda skerðingu á lífeyr- isréttindum sjóðfélaga. „Sú skerðing á ávinnslu ellilíf- eyrisréttinda í Gildi – lífeyrissjóði mun að óbreyttu verða allt að 4,5%,“ segir í umsögninni. Gildi hafnar þeirri röksemd í frumvarpinu að mismunandi þörf hafi verið fyrir jöfnunarframlagið því kostnaður líf- eyrissjóða af örorkulífeyri sé mjög mismunandi. „Það leiðir af líkum að hlutfall örorku er hærra í lífeyris- sjóðum almenns verkafólks og sjó- manna en sjóðum sérfræðinga og skrifstofumanna þar sem saman fer slit í stoðkerfi og slysahætta umfram það sem er í mörgum öðrum störf- um,“ segir í umsögn Gildis. Landssamtök lífeyrissjóða lýsa einnig verulegum áhyggjum verði það raunin að örorkuframlagið verði fellt niður. Það geti grafið undan al- menna lífeyrissjóðakerfmu sem byggist á kjarasamningsbundinni skylduaðild. „Hætt er við því að samstaðan um kerfíð [bíði] hnekki af enda má spyrja þeirrar spumingar hver vilji greiða iðgjöld í lífeyrissjóð með þunga örorkubyrði,“ segja sam- tökin. Gagnrýna einhliða ákvörðun SA og LÍÚ mótmæla einnig þessum áformum að lækka og fella niður hlutdeild lífeyrissjóða í tekjum af almennu tryggingagjaldi til jöfn- unar og lækkunar örorkubyrði líf- eyrissjóða og að leggja andvirði þess til Tryggingastofnunar ríkisins. Minna þau á að aðilar vinnumark- aðarins og stjórnvöld náðu um það samkomulagi árið 2006 að ákveðinn hluti af gjaldstofni tryggingagjalds færi til jöfnunar og lækkunar á ör- orkubyrði lífeyrissjóða í áföngum. Það sé því óviðunandi að stjórnvöld taki án samráðs við aðila vinnumark- aðarins einhliða þá ákvörðun að hverfa frá þessu samkomulagi. Stærsti hlutinn lendir á atvinnulífinu Alþingi 15 umsagnir hafa borist við frumvarpið um forsendur fjárlaga en önnur umræða um sjálft fjárlagafrumvarpið á að hefjast 20. nóvember. Morgunblaðið/Kristinn Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa skerðingu framlaga til starfsendurhæfingar VIRK í fjárlagafrumvarpinu. Í umsögn SA og LÍÚ er mótmælt „harð- lega endurtekinni frestun á greiðslu ríkisins á iðgjaldi til starfsendurhæfingarsjóða“. Markmiðið sé að draga úr vaxandi tíðni örorku launafólks og vaxandi útgjöldum lífeyris- sjóða og ríkissjóðs af þeim sök- um. Stefnt hafi verið að því að breyta bótakerfinu í þá veru að meta starfsgetu fólks í stað ör- orku. Frestun á fullri þátttöku ríkisins í þessu mikilvæga starfi, sem spari ríkissjóði mikil útgjöld í formi örorkulífeyris, sé gerð án samráðs. Frestun á þátttöku ríkisins muni hafa þau áhrif að seinka því að unnt verði að hrinda í framkvæmd þeirri breytingu á lögum um almanna- tryggingar að taka upp starfs- getumat í stað örorkumats. Mótmæla harðlega UMSÖGN SA OG LÍÚ Það var tölu-verðurgauragangur á helstu hlutabréfa- mörkuðum í gær. Sveiflur innan dagsins voru miklar í Bandaríkjunum, sem þótti merki um að menn vissu ekki alveg hvaðan á þá stóð veðr- ið. Vikan öll hefur verið með nei- kvæðum formerkjum í kauphöll- inni á Wall Street, en þessi dagur var verstur. Skýringarnar sem spekingar gáfu voru marg- víslegar og ekki árennilegar þegar þær komu allar saman. Þeir hógværustu bentu á að hlutabréf hefðu hækkað vel síð- ustu árin, eftir að þau tóku að jafna sig eftir áföllin árið 2008. Því mætti ætla að þetta væri að- eins nauðsynleg 10 prósenta leiðrétting sem jafnan kæmi til þegar bjartsýni hefði tekið fram úr veruleikanum. Aðrir sögðu að svo sem um 30 prósent af háu verði hlutabréfa mætti rekja til mikillar innspýtingar fjár úr prentvélum Seðlabanka Banda- ríkjanna. Og nú þegar skipulega væri úr prentuninni dregið mætti vænta þess að hlutabréfin lækkuðu í áföngum um þessi sömu 30%. Enn aðrir bentu á að nýbirtar tölur sýndu að efna- hagsástandið vestra væri mun lakara en gengið hefði verið út frá. Ástandið á heimsvísu væri sérdeilis brothætt og hríðlækk- andi olíuverð væri eitt af því sem endurspeglaði það. Þá færi ebólu- faraldurinn versn- andi og ótti almenn- ings ykist hratt og gegndi einu hvort sá ótti væri eðlilegur eða ekki. Ebólu-ógnin myndi hafa neikvæð áhrif á ferðavilja manna og skaða af- komu í þeirri grein, sérstaklega í flugrekstri. Mótmælin í Hong Kong sýndu ótryggt ástand í Kína og hagtölur bentu núorðið í sömu átt. Og ekki mætti gleyma ógnuninni sem stafaði frá Ríki íslams og uppnámi í Mið-Aust- urlöndum. Þá hjálpuðu efna- hagsþvinganir gagnvart Rússum ekki upp á sakirnar. Jafnframt bar öllum sérfræð- ingum saman um, að evrulöndin væru síst betur stödd en þegar evrukrísan hófst, og sum þeirra verr. Þar munaði mestu um að Þýskaland og Frakkland og Ítalía væru að komast í aukin vandræði og það væru allt stór- bombur í samanburði við hvell- hetturnar Írland, Portúgal og Grikkland. Og evrópskar vísitölur tóku undir þetta kalda mat. Þær hríð- féllu í gær og höfðu ekki farið jafn illa út úr einum degi síðan árið 2011. Þýsku, frönsku og ítölsku vísitölurnar féllu mjög í gær, þótt gamall kunningi, gríska hlutabréfavísitalan, næði að slá þær út. Hún féll um rétt tæp 7% og mátti ekki við því. Rétt að hafa vara á sér}Heimurinn er sem hálagler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.