Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 HHollvinasamtök líknarþjónustu Aðalfundur Hollvinasamtaka líknarþjónustu verður í Neskirkju mánudag 27. október 2014 og hefst hann klukkan 20:00. Dagskrá: Aðalfundarstörf STJÓRNIN BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Allt að 200 íbúðir verða mögulega byggðar á svonefndum Kassagerð- arreit, skammt frá Laugarnesinu í Reykjavík. Raunhæft þykir að árið 2020 verði uppbyggingu íbúða og at- vinnuhúsnæðis á reitnum lokið. Fram kemur í samantekt um- hverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkurborgar, sem lögð var fyrir stjórn Faxaflóahafna, að í aðal- skipulagi sé gert ráð fyrir að bygg- ingarmagn á reitnum verði aukið um 80.000 fermetra og að byggðin verði þriggja til fimm hæða. Sé íbúð að meðaltali 100 fermetrar fara 20.000 fermetrar undir íbúðir. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir málið á frumstigi. „Í nýju aðalskipulagi borgarinnar er gert ráð fyrir þróunarreit á þessu svæði. Á árum áður voru ýmsar hug- myndir um uppbyggingu á því sem kallað var Tollvörugeymslureitur og Kassagerðarreitur. Það hafði hins vegar engan framgang. Það sem nú virðist í fljótu bragði blasa við er að höfnin, í samvinnu við borgina, setji fram forsendur að deiliskipulagi á reitnum. Sú vinna er ekki farin af stað. Væntanlega yrði það fyrsta skrefið í skipulagningunni.“ Flestar íbúðanna við Sæbraut Spurður hvort einhverjar ákvarð- anir hafi verið teknar um staðsetn- ingu íbúða á reitnum segir Gísli að málið sé ekki komið svo langt. „Það er erfitt að segja til um hvernig þetta mun líta út. Væntan- lega yrði stærstur hluti íbúðanna með Sæbrautinni. Ég get ímyndað mér að áhugi væri á því að íbúðirnar sneru til vesturs. Það á eftir að fara talsvert miklu betur í gegnum það og hversu stórt svæðið verður þegar upp er staðið,“ segir Gísli en frá íbúðum á vestari hluta reitsins yrði útsýni inn til Reykjavíkurhafnar. Að sögn Gísla má skipta reitnum í tvö svæði. Annars vegar svonefndan Tollvörugeymslureit og Kassagerð- arreit og hins vegar lóðina Kletta- garða 27. Þá lóð hafi forsvarsmenn Olís hugsað sér sem framtíðarstað fyrir höfuðstöðvar fyrirtækisins. Engar ákvarðanir hafi þó verið tekn- ar í því efni. „Þeirri lóð var sérstak- lega úthlutað fyrir starfsemi Olís og á rætur í uppgjöri þegar Olíustöðin í Laugarnesi var lögð niður. Þá var skilinn eftir reitur sem Olís fékk sem hluta af greiðslum fyrir reitinn.“ Undirbúa nýja byggð í Laugarnesi  Skipulag gerir ráð fyrir að byggingarmagn á Kassagerðarreitnum aukist um 80.000 fermetra  Ný byggð verður 3-5 hæða  Allt að 200 íbúðir verða á reitnum  Olís á lóð undir höfuðstöðvar Morgunblaðið/Júlíus Við Sæbraut Gert er ráð fyrir að gömlu skemmurnar víki fyrir íbúðum og atvinnuhúsnæði. Gísli Gíslason, hafnar- stjóri Faxaflóahafna, sér m.a. fyrir sér skrifstofuhúsnæði, minni heildsölur, lagarhald og ýmiss konar þjónustu, sem rímar við hafnarstarfsemi á svæðinu, enda sé Sundahafnarsvæðið megingátt flutninga til landsins og frá. Laugarnes – þróunarsvæði Heimild: FaxaflóahafnirGrunnkort/Loftmyndir ehf. Klettagarðar 27 Héðinsgata 1-3 Héðinsgata 10 Héðinsgata 2 Köllunarklettsvegur 3-5 Köllunarklettsvegur 1 Barnhóll Andri Karl andri@mbl.is Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, átti ekki hlutabréf í bankanum eða í öðrum fé- lögum sem skráð voru í Kauphöll Ís- lands, þar sem hann taldi að ef hann myndi selja eða kaupa bréf í bank- anum gæti það verið túlkað sem vís- bending fyrir markaðinn. Þetta var á meðal þess sem kom fram í málflutn- ingsræðu Sigurðar G. Guðjónssonar, verjanda Sigurjóns fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrirhugað er að ljúka málflutn- ingi í dag í máli sérstaks saksóknara gegn þeim Sigurjóni, Ívari Guðjóns- syni, fyrrverandi forstöðumanni eigin fjárfestinga bankans, og þeim Sindra Sveinssyni og Júlíusi S. Heiðarssyni, starfsmönnum verðbréfasviðs bank- ans. Sagði Sigurður að formennska Sig- urjóns í fjármálanefnd bankans hafi ekki gefið honum nein tækifæri til þess að ráðskast með eigin fjárfest- ingar bankans. Engin sönnunargögn í málinu bentu til þess og hvergi væri að finna í fundargerðum nefndarinn- ar neina ákvörðun bankastjórnar um það hvernig haga ætti viðskiptum með hlutabréf í Landsbankanum. Misnotkun án fordæma Gærdagurinn hófst á því að Arn- þrúður Þórarinsdóttir, saksóknari, flutti málflutningsræðu sína. Hófst hún klukkan níu og lauk ekki fyrr en um tvöleytið. Sagði Arnþrúður að hinir ákærðu hefðu haldið uppi verði hlutabréfa í Landsbankanum með því að búa til falska eftirspurn. Sagði hún undir lok ræðu sinnar að brotin sem hér um ræddi ættu sér ekki fordæmi hér á landi og að um væri að ræða langvinnari, grófari, stórfelldari og skaðlegri markaðsmis- notkun en dæmi væru um, bæði varð- andi fjölda viðskipta og fjárhæðir. Sagði saksóknari það mikilvægt að rétturinn sendi skilaboð út í sam- félagið um að það varði refsingu að handstýra verði hlutabréfa og krafð- ist þess að horft yrði til refsirammans við ákvörðun refsingar, en hámarks refsing við brotum af þessu tagi er sex ára fangelsi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málsvörn Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Árnason ræða saman. Málflutningi lokið í dag  Sérstakur saksóknari segir að brotin gerist vart alvarlegri  Sigurjón átti ekki sjálfur hlutabréf í Landsbankanum Stjórn Faxaflóahafna fundaði í Hafnarhúsinu í gær. Meðal dagskrárliða var um- ræða um athafnasvæði Björg- unar við Ártúnshöfða. Hinn 22. september lagði stjórnin fram bókun þess efnis að Faxaflóa- hafnir hygðust segja Björgun formlega upp afnotum á Sævar- höfða 33 í Reykjavík. Skyldi miðað við að lóðin yrði rýmd eigi síðar en í árslok árið 2016. Forsvarsmönnum Björgunar var í kjölfarið gefið tækifæri til að lýsa sjónarmiðum sínum. Þau birtust í svarbréfi til Faxaflóahafna 7. október. Stjórn Faxaflóahafna sam- þykkti svo bókunina í gær en auk samþykktar um að segja Björgun upp afnotum lóð- arinnar segir m.a. að hafnar- stjóra sé falið að „skoða hvort rétt sé að nýta kauprétt að fasteignum á lóðinni, á grund- velli mats dómkvaddra mats- manna ef ekki næst sam- komulag um kaupverð“. Þá er haldið til haga skyldum Björg- unar til hreinsunar aðliggjandi fjöru og botns. Spurður hvað gerist næst í málinu segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, að ofangreind samþykkt sé að mati stjórnarinnar „tímabær og óhjákvæmileg“. „Það má ætla að það sé sameiginlegur skiln- ingur allra aðila sem koma að málinu að Björgun þurfi að víkja af svæðinu. Það er þá fyrst og fremst spurningin hvernig úr því verður leyst, sem verður umræðuefnið næstu misseri.“ Björgun flytji starfsemina LÓÐ VIÐ ÁRTÚNSHÖFÐA Morgunblaðið/Brynjar Gauti Björgun Hluti af athafnasvæði Björgunar við Ártúnshöfða. Þingmenn úr öllum stjórnmála- flokkum sem sæti eiga á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu þess efnis að innanríkis- ráðherra verði falið að setja á fót starfshóp sem fái það verkefni að undirbúa endurskoðun laga um lögheimili sem geri hjónum mögu- legt að eiga lögheimili hvort á sín- um staðnum, hvort heldur þegar bæði hafa bækistöð innan lands eða þegar annað hefur bækistöð erlendis. Fyrri umræða um tillög- una fór fram á Alþingi í gær. Vakin er athygli á því í grein- argerð með þingsályktunartillög- unni að lög um lögheimili hafi haldið gildi sínu í nær aldarfjórð- ung en á sama tíma hafi orðið um- talsverðar breytingar á þjóðfélags- aðstæðum. Undanfarin ár hafi borið á því að íbúar landsins hafi lent í vandræðum vegna ákvæðis laganna þar sem kveðið sé á um að hjón eigi sama lögheimili. Vinnuveitendur sem ráði til sín starfsfólk hafi stundum gert þá kröfu að það skrái lögheimili sitt í því sveitarfélagi þar sem starfsemi þess fer fram. Þingsályktunartillaga um að hjón geti búið hvort á sínum staðnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.