Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 ✝ Friðrik ÁgústHjörleifsson fæddist í Vest- mannaeyjum 16. nóvember 1930. Hann lést á dval- arheimilinu Grund 7. október 2014. Foreldrar hans voru hjónin Hjör- leifur Sveinsson, f. 1901, d. 1997 og Þóra Arnheiður Þorbjarnardóttir, f. 1903, d. 1970. Systkini Friðriks eru: Sveinn Hjörleifsson, f. 1927, d. 2004, Anna Hjörleifsdóttir, f. 1929 og Guðbjörg Hjörleifs- dóttir, f. 1932. Eiginkona Frið- riks er Anna Jóhanna Odd- geirs, f. 30. október 1932. Börn Friðriks og Önnu eru: 1) Au- rora Guðrún Friðriksdóttir, f. 18. apríl 1953, gift Bjarna Sig- 13. september 1956, 4). Hjör- leifur Arnar Friðriksson, f. 2. mars 1958, giftur Auðbjörgu Sigurþórsdóttur, f. 29. nóv- ember 1960. Börn þeirra eru: a) Friðrik Ágúst Hjörleifsson, f. 29. nóvember 1981, b) Sigurþór Hjörleifsson, f. 5. desember 1985, c) Brynja Hjörleifsdóttir, f. 18. apríl 1996. 5) Jón Rúnar Friðriksson, f. 17. júlí 1960. 6) Friðrik Þór Friðriksson, f. 24. nóvember 1962. Friðrik ólst upp í Vest- mannaeyjum og hóf ungur sjó- mennsku sem hann stundaði fram til fertugsaldurs er hann hóf störf í landi. Friðrik bjó fjölskyldu sinni heimili á Grænuhlíð 7 og kenndi sig við Skálholt, en glataði húsi sínu undir hraun í eldgosinu á Heimaey 1973. Í kjölfarið flutt- ist Friðrik ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur, starfaði þar fyrir Viðlagasjóð fyrstu misserin en hóf svo störf sem sendibílstjóri allt til starfsloka. Útför Friðriks fer fram frá Fella-og Hólakirkju í dag, 16. október 2014, kl. 15. hvatssyni, f. 19. júlí 1949. Börn þeirra eru: a) Sig- hvatur Bjarnason, f. 7. september 1975, b) Ágúst Bjarnason, f. 9. maí 1978, d. 10. desember 2006. 2) Þóra Margrét Frið- riksdóttir, f. 14. febrúar 1955, d. 26. febrúar 1998, fyrrum gift Ágústi Heiðari Borgþórssyni, f. 3. apríl 1952. Börn þeirra eru: a) Borgþór Friðrik Ágústsson, f. 3. janúar 1974, b) Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, f. 17. febrúar 1976, c) Sigfús Gunnar Ágústs- son, f. 9. ágúst 1981, d) Aurora Anna Ágústsdóttir, f. 18. októ- ber 1984. 3) Hjörleifur Arnar Friðriksson, f. 5. júlí 1956, d. Í dag kveðjum við afa okkar, Gústa frá Skálholti. Lokið er langri sögu og eftir standa minn- ingar um mann. Sem við sitjum yfir nýskrældum kartöflum, rifj- ast upp æskuminningar um afa sem reynast æði margar. Þrátt fyrir að haf skildi að bú- setu okkar við afa, þá er í minn- ingunni líkt og hann hafi í raun búið í næsta húsi alla tíð. Ferð- irnar til höfuðborginar voru æði margar og móttökurnar í Keilu- felli ætíð höfðinglegar. Enda- laust nennti afi að sinna okkur sem sínum eigin börnum og við þvældumst með honum um alla borg. Aldrei var sú ferð farin að hann kæmi ekki við sögu á ein- hvern hátt og alltaf var hann boð- inn og búinn að greiða götu okk- ar. Heimsóknir afa og ömmu til Eyja vöktu jafnan eftirvæntingu. Á sinn sérstaka hátt tókst honum að skapa haustskipastemningu með komu sinni, enda vitað mál að bíll hans væri hlaðinn sælgæti og gjöfum. Við minnumst afa sem duls manns með fallegt hjartalag. Afa sem allt vildi gera fyrir barna- börn sín og aðra. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, en beitti frekar fyrir sig kímni til að láta þær í ljós. Skilaboðin til okkar voru alltaf skýr og komust til skila í atlotum hans við okkur. Við kveðjum þig, afi, með söknuði og þakklæti fyr- ir allt það sem þú gerðir fyrir okkur allt til andláts. Við sjáumst síðar hinum megin, þangað til: 1-0. Sighvatur Bjarnason og Borgþór Friðrik Ágústsson. Ég og afi vorum mjög góðir vinir. Þegar ég var yngri var ég alltaf hjá ömmu og afa og ég elsk- aði hann mikið og hann elskaði mig. Mér fannst afi alltaf mjög fyndinn og hló ég að öllu sem hann sagði og hann grínaðist mikið í mér sem honum fannst skemmtilegt. Hann hefur alltaf verið mjög góður við mig og oft þegar amma bað hann að fara í búð fyrir sig þá keypti hann eitt- hvað handa mér í leiðinni. Stund- um þegar ég var í pössun hjá ömmu og afa eftir skóla þegar ég var yngri og vildi fara upp í sófa að sofa því ég var svo þreytt þá sagði amma að ég mætti ekki sofna því ég færi bráðum heim. Þá skreið ég í fangið á afa sem sat í stólnum sínum og fékk að- eins að leggja mig hjá honum. Ég gisti líka oft hjá ömmu og afa og þá fékk ég alltaf að sofa í holunni hjá þeim. Oft var ég á mikilli ferð og var stundum komin með fæt- urna í andlitið á afa meðan við sváfum en hann gerði ekkert í því. Mér fannst alltaf svo gott að vera hjá ömmu og afa í Keilufell- inu og oft þegar ég var hjá þeim horfðum við afi saman á einhverj- ar bíómyndir. Hann var mjög góður afi. Ég á eftir að sakna hans mjög mikið og vona að honum líði vel þar sem hann er núna. Ég elska hann til tunglsins og til baka. Þórdís Perla. Gústa mági mínum kynntist ég fyrst í kringum tíu ára aldurinn en þá trúlofaðist hann Önnu, systur minni. Mér fannst strax mikið til þessa ljóshærða og snaggaralega manns koma, hann var ákaflega viljugur að koma upp að Þorlaugargerði og inna þar af hendi nauðsynjastörf á borð við að pæla matjurtagarða og bera á tún, og fór létt með það enda líkamlega vel af guði gerð- ur. Svo var það ekki til að minnka álitið á honum að hann var íþróttamaður í fremstu röð, Vest- manneyjameistari í mörgum greinum frjálsra íþrótta. Líklega hefur það verið fyrir hans tilstilli að ég gekk í Knattspyrnufélagið Tý, þrátt fyrir að allir mínir leik- félagar og nágrannar hafi verið Þórarar. Ég var nýorðinn ellefu ára þegar móðir mín lést, langt um aldur fram. Þá ákváðu þau Anna og Gústi að taka mig að sér en þau höfðu þá nýhafið búskap á Hásteinsvegi 7 og höfðu eignast dótturina Auróru. Þau Anna og Gústi gerðu allt til að létta mér móðurmissinn og hjá þeim átti ég ákaflega góða dvöl. Það var óska- draumur allra ungra drengja í Vestmannaeyjum að fá að fara með í róður á vertíð og á vertíð- inni 1954 uppfylltist hann hjá mér þegar Gústi leyfði mér að koma með í netaróður en hann var þá vélstjóri á Ísleifi VE hjá Eyjólfi á Bessastöðum. Reyndar er mér hvað minnisstæðast úr þeirri för hve hrikalega sjóveikur ég var. Nokkrum árum seinna, þegar ég fór í Vélskólann í Eyjum, vantaði mig samastað til að dvelja á og þá skutu þau Anna og Gústi aftur yfir mig skjólshúsi í nýreistu húsi sínu í Grænuhlíð 7 þar sem ég átti heimili mitt hátt á annað ár. Gústi í Skálholti var einstak- lega hjálpsamur maður og gerði mörgum greiða á lífsleiðinni, ekki síst eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur í gosinu. Sjó- mennskan hafði verið ævistarf Gústa lengst af en í Reykjavík gerðist hann sendibílstjóri og var ákaflega bóngóður að leita til ef einhverju þurfti að redda. Því kynntist ég vel sem og margir aðrir. Um leið og ég þakka Gústa mági mínum samfylgdina og alla þá góðvild sem ég fékk að njóta hjá honum og Önnu viljum við Katrín senda Önnu og börnum þeirra og afkomendum samúðar- kveðjur. Sigurgeir Jónsson. Í dag kveðjum við góðan mann, Gústa í Skálholti eins og hann var oft nefndur, og langar mig með nokkrum orðum að minnnast hans. Ég kynntist Gústa þegar ég kom inn í fjöl- skylduna árið 2001 og um leið tók ég eftir því að hann hafði góða mannkosti að geyma. Gústi var með mikinn húmor og var alltaf stutt í grínið hjá honum, hann var örlátur, góður og vildi allt fyrir alla gera. Anna og Gústi voru yndisleg hjón, það hefur alltaf verið gott að koma í Keilufellið til þeirra og frá fyrstu stundu fann ég hvað ég var velkomin á heimili þeirra. Eftir að við fluttum með Þór- dísi Perlu tæplega árs gamla til Reykjavíkur leitaði ég mikið til Önnu og Gústa og gerðu þau allt sem þau gátu til að aðstoða okk- ur. Sama hvort það var að keyra þvert um borgina til að ná í Þór- dísi Perlu á leikskólann, passa fyrir okkur eða aðstoða á ein- hvern annan hátt. Þegar við kíkt- um í heimsókn í Keilufellið laum- aði Gústi alltaf einhverju gotteríi til Þórdísar Perlu enda giltu ekki sömu reglur hjá ömmu og afa í Keiló og heima og oftar en ekki gaf hann henni gjafir sem hann hafði keypt handa henni. Gústi var mikill afi og voru Þórdís Perla og Bryndís Anna mjög hrifnar af honum og hann af þeim. Ef þær komu ekki með mér í heimsókn spurði hann alltaf um „litlu títlurnar“, hvar þær væru og hvernig þær hefðu það. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Gústa og ég er mjög þakklát honum hversu góð- ur hann var mér og hversu ynd- islegur afi hann var dætrum mín- um. Ég bið góðan guð að styrkja Önnu, börnin þeirra og fjölskyld- una alla á þessum erfiðu tímum. Megi minningin um Gústa lifa áfram um ókomna tíð. Kristín Inga. Glæsilegur hlaupastíll, hauk- frán augun í spretthlaupunum, kappið eins og ólga Atlantshafs- ins á vindsnörpum degi. Þetta er leiftur frá tjaldi minninganna. Gústi Hjörleifs, Friðrik Ágúst Hjörleifsson, var mikill íþrótta- maður og í hópi bestu frjáls- íþróttamanna landsins í mörgum greinum. Gústi var eftirminnileg- ur og góður félagi, hispurslaus, glettinn og var ekkert að mylja moðið í orðræðum dagsins. Það var ekki óskemmtilegt að hlusta á þá Svenna skipstjóra á Kriss- unni, bróður Gústa, kýta og tak- ast á um borð eða á bryggjunni því Gústi var bæði glettinn og stríðinn og hafði gaman af að hræra í mannskapnum. Þá var oft leikhús. Gústi var hvarvetna hörkunagli, til sjós og lands. Gústi var vélstjóri og sjómaður lengi ævinnar og hann setti alls staðar svip á þar sem hann fór um með bjartleika sínum, dreng- ur góður og sérlega hjálpsamur þeim sem áttu um sárt að binda. Það var ekki síst seinustu árin þegar hann nánast hjúkraði fólki sem var ekki heilt heilsu. Hún Anna mín Oddgeirs, kona Gústa, var hans stoð og stytta í gegn um þykkt og þunnt, glæsi- leg kona og fögur og einstaklega vönduð að gerð og upplagi. Börn- in þeirra öll manndómsfólk og glæsileg. Nú er Gústi blessaður hlaup- inn af brautinni. Megi góður Guð vernda hann og vaka yfir honum og fólkinu hans, styrkja Önnu, börnin og alla ættingja og vini, en það er alveg klárt að nú hleypur í hlað í essinu sínu í rann himna- föðurins í leiftri eilífðarinnar maður á glæsilegum endaspretti. Árni Johnsen. Friðrik Ágúst Hjörleifsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ALBERTSSON, Heggsstöðum, Kolbeinsstaðahreppi, sem lést fimmtudaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Brákarhlíðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn og unnusti, MAGNÚS HELGI VIGFÚSSON, Lyngheiði 3, Selfossi, lést þriðjudaginn 23. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Charlotta Halldórsdóttir, Úlfhildur Stefánsdóttir. ✝ Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR Hvassaleiti 56, áður Álftamýri 30, sem lést á Landspítala, Landakoti laugar- daginn 11. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 17. október kl. 13.00. Gylfi N. Jóhannesson, Hrefna Einarsdóttir, Guðrún J. Jóhannesdóttir, Guðjón J. Jensson, Anna Jóhannesdóttir Hjörvar, Ari Hjörvar, Pétur Þ. Jóhannesson, Kolbrún Bessadóttir, Sigríður J. Jóhannesdóttir Waack, Hans Waack, barnabörn og langömmubörn. ✝ Okkar ástkæri HALLBJÖRN JÓHANNSSON, Finnsstöðum 2, Eiðaþinghá, lést á heimili sínu föstudaginn 10. október. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. október kl. 14.00. Ásdís Sigurborg Jónsdóttir, Áslaug Hallbjörnsdóttir, Kristján Ólafsson, Svanur Hallbjörnsson, Hjördís Ólafsdóttir og barnabörn. ✝ Kær vinur minn, HELGI GARÐAR JÓHANNESSON frá Ytra-Holti, Svarfaðardal, lést á heimili sínu Dalbæ þann 10. október. Útför hans verður gerð frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 18. október kl. 11.00 Jarðsett verður í Tjarnarkirkjugarði. Kristján Ólafsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR HJARTARSONAR frá Seyðisfirði. Sigfríð Hallgrímsdóttir, Bjarndís Harðardóttir, Valur Harðarson, Þuríður Höskuldsdóttir, Hjörtur Harðarson, Mimie Fríða Libongcogon, Hallgrímur Harðarson, Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, Helena Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, GUÐRÚN ÓLAFÍA ÍSLANDI BRAMSEN, sem lést í Kaupmannahöfn laugardaginn 11. október, verður jarðsungin frá Garnisons Kirke, Sankt Annæ Plads 4, 1250 København K. mánudaginn 20. október kl. 13.00. Stefán Lárus Íslandi, Mette Íslandi, Kristín Íslandi Gleie, Símon Gleie, Vilhelm Bramsen, Richard Íslandi, Nanna Íslandi. Elsku langamma. Það eru ekki margir jafn- aldrar okkar eins heppnir og við að hafa fengið að kynnast lang- ömmu sinni. Við eigum margar góðar minningar frá Bústaðaveginum eins og t.d. þau fjölmörgu skipti Sigfríður Georgsdóttir ✝ SigfríðurGeorgsdóttir fæddist 31. mars 1920. Hún lést 27. ágúst 2014. Útför Sigfríðar fór fram 5. september 2014. sem við komum í mat til þín. Þú sagðir okkur skemmtilegar sögur og kunnir fjöldann allan af ljóðum sem þú lærðir á okkar aldri. Við systkinin spiluðum á píanóið í stofunni þinni og sungum með þér. Þú skemmtir þér mikið að gera spila- galdra fyrir okkur og spá í fram- tíðina. Við viljum þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar og allt sem þú kenndir okkur í lífinu. Ísak, Ísabella og Viktoría.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.