Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Ástralski rithöfundurinn Richard Flanagan hreppti hin virtu Man Booker-verðlaun, sem höfundar sem rita á enska tungu keppa um, fyrir skáldsögu sem gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og nefnist „The Narrow Road to the Deep North“. Verðlaunaféð nemur 50.000 pundum, um tíu milljónum króna. Formaður dómnefndar segir þetta vera stórmerka ástarsögu og um leið frásögn um þjáningu og sam- kennd. Sagan gerist meðan unnið er að lagninu járn- brautar milli Taílands og Búrma og byggist að vissu leyti á ævi föður höfundarins sem var fangi Japana í stríðinu og lést 98 ára gamall daginn sem sonurinn lauk við að skrifa hana. Flangan er 53 ára gamall. Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur og hafa þær komið út í 26 lönd- um. Hann hefur einnig leikstýrt leikinni kvikmynd og skrifað handrit með Baz Luhrmann. Verðlaunasaga úr stríðinu AFP Lukkulegur Richard Flanagan hampar verðlaunabókinni. Ljósmyndasýningin Landslags- þættir verður opnuð í Norska húsinu og Tang og Riis í Stykk- ishólmi í dag kl. 16. Á henni sýna sex ungir ljósmyndarar túlkanir sínar á íslensku landslagi, allt frá draumkenndum sýnum og túlkun eftir minni yfir í næstum kóm- ískar vísanir til beytileika náttúr- unnar, eins og því er lýst í til- kynningu. Ljósmyndararnir eru Bjargey Ólafsdóttir, Charlotta Hauks- dóttir, Hallgerður Hallgríms- dóttir, Kolbrún Þóra Löve, María Kjartans og Silja Sallé. Sýning- arstjórar eru Katrín Elvarsdóttir og Hallgerður Hallgrímsdóttir. Náttúra Frá sýningunni. Hluti ljós- myndar eftir Bjargeyju Ólafsdóttur. Náttúran í ólíkum ljósmyndum Gæðakonur nefnist ný skáldsaga eft- ir Steinunni Sigurðardóttur sem bókaútgáfan Bjartur sendir frá sér nú á haustmánuðum. „Eldfjallafræð- ingurinn María Hólm er á leið í flug- vél til Parísar. Hinum megin við ganginn situr kona sem gefur henni auga. Daginn eftir sér hún sömu konu á kaffihúsi þar sem hún fær sér morgunverð. Hver er hún þessi Donna með rödd sem er í senn suð- andi þýð og raspandi gróf? Og hvað vill hún Maríu – konunni sem jökull- inn skilaði?“ segir m.a. í tilkynningu frá Bjarti. Oddný Eir Ævarsdóttir sendir frá sér skáldsöguna Ástarmeistarinn. „Anna og Fjölnir hafa bæði beðið skipbrot í ástinni. Þau leggja allt í sölurnar í leit að meistara sem getur kennt þeim að elska á nýjan leik. Þau tefla blindskák við ástina í þeirri von að máta sjálf sig og leikurinn lit- ast af skömm, sælu, goðsögum, kyn- lífi og þrám.“ Ókyrrð nefnist ný glæpasaga eftir Jón Óttar Ólafsson. „Kvöld eitt fær lögreglumaðurinn Davíð Arnarson beiðni í SMS um að koma til Cam- bridge. Hann þekkir ekki númerið og það er hvergi á skrá. Morguninn eftir berst lögreglunni í Reykjavík hjálparbeiðni vegna morðs á íslensk- um eðlisfræðistúdent sem var að rannsaka ókyrrð í lofti – við Cam- bridge-háskóla. Æsileg atburðarás fer í gang þar sem Davíð reynir að aðstoða bresk yfirvöld við komast til botns í morðmálinu en hverjum get- ur hann treyst? Og áður en hann veit af er lífi hans sjálfs ógnað.“ Uppruni lífsins Bjartur sendir frá sér þrjú fræði- rit á næstu vikum. Fyrst ber að nefna Ráðgátu lífsins eftir dr. Guð- mund Eggertsson, sem um árabil var prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og kallaður hefur verið faðir erfðafræðinnar á Íslandi. „Í bókinni segir annars vegar frá upphafi sam- eindalíffræðinnar og merkum upp- götvunum sem lögðu grundvöllinn að nútímalíffræði. Hins vegar er fjallað um uppruna lífs og helstu til- raunir til að gera grein fyrir honum. Loks beinist umræðan að eðli lífsins og að meðvituðu lífi.“ Veðurfræði Þórðar Tómassonar hefur verið ófáanleg um árabil, en kemur nú út með nýrri orðaskrá og eftirmála höfundar. „Þessi merkilegi vitnisburður um íslenska tungu kom út árið 1979, og sendi Nóbelsskáldið Halldór Laxness höfundi þakkar- bréf og áletraða bók í hrifningu sinni,“ segir m.a. í tilkynningu, en höfundur hefur um langt skeið safn- að minjum um horfna menningu og starfshætti og byggt upp byggða- safnið í Skógum undir Eyjafjöllum. Þriðja fræðiritið er Chineasy - Það er leikur að læra kínversku eftir Shaolan í þýðingu Hildigunnar Þrá- insdóttur. Aðskilin bæði í tíma og rúmi Af erlendu skáldsögunum sem von er á ber fyrst að nefna skáldsög- una Bréfabók eftir Mikhaíl Shishkin í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur þar sem sögð er ástarsaga Vladimirs og Alexöndru. „Þau skiptast á bréf- um og lesandinn áttar sig fljótt á því að þau eru aðskilin í tíma, ekki síður en í rúmi.“ Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans nefnist nýjasta skáldsaga Harukis Murakami í þýð- ingu Ingunnar Snædal. „Á mennta- skólaárunum átti Tsukuru Tazaki fjóra bestu vini, sem áttu það sam- eiginlegt að eftirnöfn þeirra inni- héldu einhvern lit. Tazaki var sá eini sem hét engum lit. Alveg frá upphafi fannst honum hann því örlítið út- undan. Dag nokkurn tilkynntu vinir hans að þau vildu hvorki sjá hann né heyra nokkurn tíma aftur. Síðan þá hefur Tsukuru gengið í svefni í gegnum lífið og ekki tengst neinni manneskju vinaböndum. Þegar hann kynnist Söru fyllist hann löngun til þess að gera upp við fortíðina og komast að því hvað gerðist.“ silja@mbl.is Steinunn og Oddný Eir með nýjar skáldsögur  Þrjár nýjar íslenskar skáldsögur væntanlegar frá Bjarti  Von á nýj- ustu skáldsögu Murakami á íslensku Guðmundur Eggertsson Haruki Murakami Jón Óttar Ólafsson Míkhaíl Shíshkín Oddný Eir Ævarsdóttir Steinunn Sigurðardóttir Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 L GONE GIRL Sýnd kl. 7 - 10 DRACULA UNTOLD Sýnd kl. 10:20 TOMBSTONES Sýnd kl. 5:30 - 8 SMÁHEIMAR 2D Sýnd kl. 5:40 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar ÞRÆLGÓÐ SPENNUMYND UM EINKASPÆJARA SEM FLÆKIST INN Í HEIM EITURLYFJASALA LIAM NEESON ÓLAFUR DARRI ÓLAFSSON MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR... -Empire -H.S.S., MBL ★★★★★ -T.V., biovefurinn ★★★★★ -V.J.V., Svarthöfði.is Henry Altmann (RobinWilliams) er bitur mið-aldra karlmaður semlætur smæstu hluti fara í taugarnar á sér. Pirringurinn brýst oftar en ekki út í reiðiköstum, þar sem Henry lætur gamminn geisa með fúkyrðaflaumi um fávisku hvers þess sem reitt hefur hann til reiði þá stundina. Sheila Gill (Mila Kunis) er ungur læknir sem hóf störf full vonar um að geta breytt heiminum. Bitur reynsla raunveruleikans hefur sýnt henni að í raun eru of margir sjúk- lingar og of lítill tími til þess að sinna hverjum og einum þeirra svo vel sé. Þegar Gill ákveður að hlaupa í skarðið fyrir yfirmann sinn, lendir hún á Altmann og þarf að segja hon- um þau ömurlegu tíðindi að hann sé dauðvona. Altmann tekur fréttunum illa og þegar hann þráspyr Gill hversu langt hann eigi eftir ólifað missir hún út úr sér 90 mínútur. Alt- mann bregður við þær fréttir og flýr út af spítalanum, staðráðinn í að bæta fyrir mistök sín gagnvart fjöl- skyldu sinni, en hún hefur fyrir löngu snúið baki við honum. „Það eru ekki ártölin á legstein- inum sem skipta máli, heldur band- strikið á milli,“ segir Henry Alt- mann undir lok myndarinnar, þegar andlátið nálgast. Það breytir yf- irbragði myndarinnar nokkuð að að- alleikari hennar sé nýlátinn. Robin Williams sýndi á ferlinum hvað hann getur spannað vítt svið, allt frá klæðskiptigríninu í Mrs. Doubtfire og til hins ótrúlega hrollvekjandi eltihrellis Sy Parrish í One Hour Photo. Reynt er að nota hinn óviðjafn- anlega hæfileika Williams til að blanda gleði og trega saman, en það verður þreytandi til lengdar að sitja undir eilífum reiðigusum hins dauð- vona manns. Hefðu þó líklega fáir aðrir leikarar getað valdið þessu erf- iða hlutverki. Aðrir karakterar láta lítið til sín taka. Dr. Gill í meðförum Kunis er nokkuð litlaus persóna, svona miðað við önnur hlutverk þessarar góðu gamanleikkonu. Stórleikarinn smá- vaxni Peter Dinklage kemur með sína einstöku kaldhæðni í hlutverk Aarons, bróður Henrys, en hefur annars lítið að gera, annað en að sendast um New York í leit að bróð- ur sínum. Af öðrum leikurum er fátt að segja, fyrir utan að gamla brýnið James Earl Jones á stórbrotna inn- komu sem sölumaður í raftækja- verslun í einu atriði. Sama verður því miður ekki sagt um uppistand- arann Louis CK, sem leikur yfir- mann Dr. Gill og elskhuga, og nær að sýna okkur eitthvert mest ósann- færandi og um leið óaðlaðandi ást- aratriði sem fest hefur verið á filmu. The Angriest Man in Brooklyn reynir að vera bæði gamanmynd og átakanlegt drama og það sem á að sameina þessa tvo ólíku fleti er hin ömurlega tilfinning reiði. Útkoman verður mynd sem er eiginlega hvorki né. Fullmikil reiði Sambíóin Angriest Man in Brooklyn bbmnn Leikstjóri: Phil Alden Robinson. Hand- rit: Daniel Taplitz. Aðalhlutverk: Robin Williams, Mila Kunis, Peter Dinklage, Melissa Leo. Bandaríkin, 2014. 83 mín. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Þreytandi Reynt er að nota hinn óviðjafnanlega hæfileika Williams til að blanda gleði og trega saman en það verður þreytandi til lengdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.