Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Vegna anna við flutninga Sam- göngustofu voru send út bréf vegna bílnúmera þar sem uppgefinn frest- ur til að endurnýja þau var liðinn. Þetta segir Þór- hildur El- ínardóttir, upp- lýsingafulltrúi Samgöngustofu. Tilefnið er viðtal í Morgunblaðinu í gær við 83 ára Seltirning sem fékk slíkt bréf eftir að uppgefinn frestur var runn- inn út. Sagðist hann hafa verið krafinn um greiðslu 25 þús. kr. þótt 65 ára og eldri eigi að vera undanþegnir slíkri greiðslu. Jafnan er fyrirvarinn góður „Almenna verklagið hjá Samgöngustofu er að tilkynna eig- endum einkanúmera að komið sé að endurnýjun þeirra. Þetta er jafnan gert nokkrum vikum áður en komið er að endurnýjun. Í útsendum bréf- um er vakin sérstök athygli á að rétthafar sem hafa náð 65 ára aldri eigi ekki að greiða gjald fyrir endur- nýjun en þurfi hins vegar að til- kynna Samgöngustofu hyggist þeir halda númerinu. Því var ekki um fjárkröfu að ræða eins og ráða má af frétt Morgunblaðsins. Sem fyrr segir eru bréfin jafnan send út með góðum fyrirvara. Vegna mikils annríkis sem flutningar stofn- unarinnar í ný húsakynni ollu dróst frágangur og útsending bréfanna vegna þeirra einkanúmera sem átti að endurnýja 1. október og einnig fórst fyrir að lagfæra frestinn sem rétthafar höfðu. Þeim mistökum biðst Samgöngustofa afsökunar á en vill árétta að auðvitað verði rétt- höfum gefinn eðlilegur frestur til að endurnýja einkanúmerin sín eða skila þeim inn,“ segir Þórhildur El- ínardóttir. baldura@mbl.is Miklar annir ollu mistökum  Samgöngustofa afsakar númerabréf Þórhildur Elínardóttir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark loðnu í vetur verði 260 þúsund tonn, að meðtöldum þeim afla sem þegar hefur verið landað. Samkvæmt aflareglu er eins og áður gert ráð fyrir að skilja eftir 400 þús. tonn til hrygningar. Hafrannsókna- stofnun mun mæla veiðistofn loðnu að nýju eftir áramót og endurskoða til- lögur um heildaraflamark gefi niður- stöður þeirra mælinga tilefni til þess. Í fyrravetur gekk illa að ná mæling- um á þeim tíma, einkum vegna breytts göngumynsturs loðnunnar. Samkvæmt spálíkani Hafrann- sóknastofnunar voru eftir mælingar á ungloðnu í fyrrahaust væntingar um að upphafskvóti á loðnu í vetur yrði 450 þúsund tonn. Þetta spálíkan er hins vegar ekki viðurkennt af Al- þjóðahafrannsóknastofnuninni. Því var upphafsaflamark vertíðarinnar 50% af spáðu aflamarki eða 225 þús- und tonn. Niðurstaðan er eins og áður sagði 260 þúsund tonn, 190 þúsund tonnum minna en vonir stóðu til, en 35 þúsund tonnum meira en var í upp- hafsaflamarki. Þessi afli kemur ekki allur í hlut Ís- lendinga því þegar hafa skip frá Nor- egi og Grænlandi/Danmörku veitt rúmlega 40 þúsund tonn. Að auki eru samningar um frekari aflaheimildir við þessar þjóðir og einnig hafa Fær- eyingar veitt loðnu við landið. Ljóst er að heimildir til íslenskra veiðiskipa verða að óbreyttu undir150 þúsund tonnum. Þær gætu orði enn lægri verði samningur við Færeyjar endur- nýjaður. Ekki óeðlilegt frávik Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofn- unar, segir að munurinn á milli spár í fyrra og mælinganna nú sé innan við 20% að teknu tilliti til þeirra ríflega 40 þúsund tonna sem veidd voru í sumar og frávikið sé ekki óeðlilegt. Spár um stærð veiðistofns sem byggjast á mælingum fyrir ári séu ónákvæmar og sé það m.a. ástæðan fyrir því að varfærni er gætt þegar ráðlagt er um upphafsaflamark. Í leiðangrinum í ár var farið norðar en áður og 30 mílum norðar en í fyrra- haust. Eldri loðna hélt sig einkum á norðurhluta svæðisins við Austur- Grænland. Hlutfall þriggja ára loðnu var um 21,6% hrygningarstofnsins í fjölda og er það hlutfall með því hæsta sem mælst hefur seinasta áratug. Eins árs loðna fannst sunnar. Alls mældust um 57 milljarðar af ársgam- alli ókynþroska loðnu sem er litlu lægra en mældist haustið 2013 þegar vísitalan var 60 milljarðar. Aflaheimildir í loðnu mun minni en spáð var fyrir ári  Lagt til að aflamark verði 260 þúsund tonn  Erlend skip fá stóran hlut Útbreiðsla loðnunnar Dreifing loðnulóðninga (meðalbergmálsgildi á flatareiningu) ásamt leiðarlínum rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar í leiðangri 16. september – 10. október 2014. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Á Landspítalanum hefur það verið svo á undanförnum árum að aðeins einn skurðlæknir hefur framkvæmt megnið af tafar- lausum brjósta- uppbyggingum og um næstu áramót mun hann taka við starfi erlendis. Það má hverjum vera ljóst að svona heilbrigð- iskerfi gengur ekki upp til framtíðar. Hvernig má það vera að svona mikilvægri þjónustu sé sinnt að mestu af einum einstaklingi?“ spyr Anna Sigríður Arnardóttir í grein í Morgunblaðinu í gær en hún greindist með krabbamein í brjósti í mars sl. Gekkst hún undir aðgerð þar sem brjóst var byggt upp um leið og meinið var fjarlægt. Því sinnti umræddur læknir sem er sá eini í skurðdeildinni sem hefur sérhæfingu til þess. Páll Helgi Möller, yfirlæknir á skurðlækningadeild Landspítalans, staðfestir að læknirinn hafi beðið um leyfi frá störfum til eins árs. Lýtalæknar inn í teymið Þrír læknar á Landspítalanum hafa starfað við að fjarlægja krabbamein með skurðaðgerð. Uppbyggingarþátturinn hefur hins vegar verið í höndum þessa eina læknis á þeirri deild. „Við höfum fundað með læknum lýtalækn- ingadeildar á stofnuninni. Ákveðið hefur verið að tengja þá við teymi þeirra lækna sem sinna sjúklingum með brjóstakrabbamein,“ segir Páll Helgi. Hann segir að reynt verði að viðhalda þjónustunni eftir bestu getu. „Við munum nota næstu vik- ur og mánuði til þess að reyna að laga þjónustuna að væntanlegum breytingum þannig að sem minnst skerðing verði á henni. Það er hins vegar ljóst að hún verður ekki eins og hún hefur verið,“ segir Páll Helgi. Umsóknarfrestur runninn út Hann segir að auglýst hafi verið eftir lækni með þessa sérhæfingu en umsóknarfresturinn rann út 13. október án þess að nokkur sækti um stöðuna. Enginn læknir sótti um stöðuna  Lýtalæknar koma inn í teymið Páll Helgi Möller „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Kolbeinn Árnason, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er nið- urstöður loðnumælinga lágu fyr- ir í gær. „Að óbreyttu stefnir annað ár- ið í röð í mjög slaka loðnuvertíð, sem hefi mikil fjárhagsleg áhrif á afkomu fyrirtækja og sam- félagið allt. Áætla má að útflutn- ingsverðmæti hverra 100 þús- und tonna af loðnuafurðum geti verið um sjö milljarðar króna og þarna gæti því verið um mikið tap að ræða. Fari svo að í hlut Ís- lendinga komi aðeins um 150 þúsund tonn hefði það áhrif víða. Sannarlega vonast ég til að mun meira finnist af loðnu í leið- angrinum eftir áramót,“ segir Kolbeinn. Í fyrravetur veiddu íslensk skip rúmlega 111 þúsund tonn af loðnu. Útgefið aflamark náðist ekki og var vertíðin 2013/14 önnur slakasta loðnuvertíðin síðastliðin 30 ár. Fiskveiðiárið 2012/13 veiddust hins vegar alls 551 þúsund tonn við landið og 747 þúsund tonn árið þar á und- an. Á fyrrnefndu 30 ára tímabili hefur loðnuaflinn tíu sinnum far- ið yfir milljón tonn. Gríðarleg vonbrigði MIKIL ÁHRIF Á ÞJÓÐARHAG Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver www. .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.