Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 A L V Ö R U RISTAÐ BRAUÐ BE IKON Spælt E G G MORGUNVERÐARPYLSUR kartöfluteningar síróp S K I N K A OSTUR 0g0 S P R E N G I S A N D I O G T R Y G G V A G Ö T U S Í M I 5 2 7 5 0 0 0 — W W W . G R I L L H U S I D . I S PÖNNUKAKA 1840kr á mann Allt á sínum stað og svo fylgir ávaxtasafi og kaffi eða te með. Allt þetta fyrir einungis HELGAR BRUNCH EKKERT VESEN AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is Losnaðu við vesenið með vetrarleigu AVIS Vetrarleiga er 8 mánuðir. Í vetrarleigu er bíllinn tekinn á leigu að hausti og skilað inn á vorin. Hún er sérstaklega hentug fyrir vetrartengda starfsemi, skólafólk eða jafnvel þá sem einfaldlega kjósa heilsusamlegri lífsstíl á sumrin. Vetrarleiga er einungis í boði í september og október á hverju ári og eru 1.650 km á mánuði innifaldir. Á R N A S Y N IR VETRARLEIGA VERÐ FRÁ 48.900 KR. ÁMÁNUÐIÍ ÁTTAMÁNUÐI Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Auðvitað er enginn sáttur við að missa vinnuna en framkvæmdin er fyrir neðan allar hellur og það er mitt mat sem trúnaðarmanns að hér sé verið að fara á svig við lög um hópuppsagnir.“ Þetta segir Kristinn Örn Jóhannesson, trún- aðarmaður VR hjá Primera Air, en hann segir að þær upplýsingar sem fram komu í Morgunblaðinu 11. október síðastliðinn um uppsagnir hjá fyrirtækinu standist ekki skoð- un. Í frétt Morgunblaðsins var m.a. haft eftir Andra Má Ingólfssyni, forstjóra og eiganda Primera Trav- el Group, að um 20 starfsmönnum Primera Air á Íslandi yrði sagt upp í tengslum við flutninga starfsemi fyrirtækisins til Riga í Lettlandi. Kristinn segir umræddan fjölda nær því að vera 50. Hann segir að á starfsmannafundi 22. ágúst sl. hafi verið tilkynnt að öll starfsemi fé- lagsins á Íslandi yrði flutt til Riga, utan þeirrar sem sneri að fjármála- sviði. Hjá félaginu starfi alls 65 manns en aðeins 15 á fjármálasviði. Ljúka eigi flutningum í mars á næsta ári. Starfsmenn gagnrýna eigendur og stjórnendur Níu starfsmönnum Primera Air á Íslandi, og tveimur í Svíþjóð, var sagt upp í september að sögn Krist- ins en á fjölsóttum fundi starfs- manna 25. september var samþykkt ályktun þar sem starfsfólkið gagn- rýnir eigendur og stjórnendur fé- lagsins fyrir að „fagna“ velgengni fyrirtæksins síðustu ár með því að leggja niður starfsemi þess hér á landi. „Viðleitni starfsfólks til að mæta þessum breytingum með jákvæðum og uppbyggilegum hætti, m.a. með ósk um sanngjörn starfslokakjör starfsmanna, hefur verið hunsuð. Starfsfólk lítur á fyrirhugaðar breytingar sem hópuppsögn enda ekki annað hægt þegar ljóst er að meirihluta starfsmanna muni verða sagt upp störfum sínum á næstu mánuðum og undrast tilraunir stjórnenda til að fara í kringum lög um hópuppsagnir og það samráð við starfsmenn og stjórnvöld sem þar er kveðið á um,“ segir m.a. í ályktun fundarins. „Við höfum haldið því fram að það yrði áhættuminnst fyrir fyrir- tækið í þessari stöðu að halda fólki í vinnu þar til hægt væri að flytja störfin út og þá væri fólk einfald- lega leyst undan störfum og upp- sagnarfrestur greiddur. Það er mildandi aðgerð, hún er mannlegri og áhættuminni fyrir fyrirtækið, að okkar mati,“ segir Kristinn en þessu hafi verið hafnað af hálfu stjórnenda. Sárt og reitt Kristinn, sem er fyrrverandi for- maður VR, segir að gengið hafi ver- ið til samninga við lykilstarfsmenn um starfslok en einhverjir starfs- menn hafi sagt upp störfum eftir að ljóst varð hvert stefndi. Hann mun funda með lögfræðingi ASÍ í dag. Spurður um hljóðið í starfsfólk- inu segir hann fólk áhyggjufullt en andinn sé engu að síður góður. „Auðvitað er fólk sátt og reitt, en þess má geta að þetta hefur verið frábær vinnustaður með rosalega góðum starfsanda og það ótrúlega er að starfsandinn og húmorinn hafa haldið sér. En auðvitað er fólk sárt, reitt og vissulega óttaslegið.“ Að sögn Kristins hefur Primera Air samið um áfallahjálp til handa starfsmönnum og aðstoð við at- vinnuleit og gerð ferilskrár. Hann segir þessi úrræði þó aðeins standa þeim til boða sem þegar hefur verið sagt upp. Morgunblaðið/ÞÖK Flutningar Primera Air hefur fengið flugrekstrarleyfi í Lettlandi. Segir að farið sé á svig við lög um hópuppsagnir  Allt að 50 muni missa vinnuna hjá Primera Air Morgubblaðið/ÞÖK Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Opinn fundur verður haldinn fimmtudaginn 16. október í Lögbergi 101 kl. 12.00-13.00. Þar flytur Geir Helgesen fyrirlesturinn „Útskúfun eða samræður? Hvernig við eigum að haga sam- skiptum við Norður-Kóreu.“ Geir Helgesen er forstöðumað- ur Norrænu Asíumálastofnunar- innar (NIAS) sem er staðsett í Kaupmannahafnarháskóla. Hann mun fjalla um kynni sín af þessu dularfulla samfélagi. Ræðir um samskipti við Norður-Kóreu Kim Jong-Un STUTT Bleiki dagurinn er í dag, 16. október. Leitarstöð Krabbameins- félagsins í Skógarhlíð verður op- in á bleika daginn kl. 8-16 fyrir „týndar konur“ þ.e. konur sem ekki hafa skilað sér á réttum tíma í leghálskrabbameinsleit, segir í frétt frá félaginu. „Þær þurfa ekki að panta tíma, bara koma við og fá skoðun. Skoðunargjaldið er 4.200 kr. en við minnum á að flest stéttarfélög niðurgreiða það. Við munum taka vel á móti þeim því haldið verður upp á bleika daginn hjá Krabba- meinsfélaginu með tónlist, slauf- um, þyrluflugi og veitingum,“ segir í frétt frá Krabbameins- félaginu. Opið hús fyrir „týndar konur“ Varðberg, samtök um vestræna sam- vinnu og alþjóðamál, boðar til hádeg- isfundar í fyrirlestrasal Þjóðminja- safns fimmtudaginn 16. október, klukkan 12.00 til 13.00. Birgir Ármannsson, formaður ut- anríkismálanefndar Alþingis, flytur erindið: NATO og nýjar hættur. „Fyrir fáeinum vikum komu leið- togar NATO-ríkjanna saman til fund- ar í Wales og tóku ákvarðanir um við- brögð við nýjum aðstæðum í öryggismálum Evrópu vegna aðfarar Rússa að Úkraínumönnum. Hinn 1. október 2014 tók Jens Stoltenberg við embætti framkvæmdastjóra NATO af Anders Fogh Rasmussen. Borg- arastyrjöldin í Sýr- landi og hernaður Íslamska ríkisins er háður við landa- mæri NATO-ríkis, Tyrklands. Boðað hefur verið að á því þingi sem nú situr verði lögð fram til- laga til ályktunar um þjóðaröryggisstefnu Íslands,“ segir í tilkynningu. Birgir Ármannsson mun fjalla um þessi málefni og stöðu Íslands. Fjallar um NATO og nýjar hættur Birgir Ármannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.