Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 2014 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bátasmiðir auk fleiri hagsmunaaðila tengdir siglingaiðnaði á Íslandi hafa fundað um stofnun nýrra hagsmuna- samtaka. Á fundinn komu fulltrúar frá tíu fyrirtækjum. Þegar hefur verið haft samband við Samtök iðn- aðarins um stofnun samtakanna. Sverrir Bergsson, framkvæmda- stjóri hjá bátasmiðjunni Seiglu, seg- ir að þessir aðilar eigi það sammerkt að segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við Samgöngu- stofu. Sverrir segir að mál þessara aðila séu ólík en almennt telji menn mikið ósamræmi í afgreiðslu mála hjá Samgöngustofu. „Við erum t.a.m. að smíða skip og í okkar tilviki ber okkur að senda teikningar til Samgöngustofu. En það gengur mjög illa að fá stofnunina til þess að fara yfir teikningarnar. Yfirleitt dregst það þar til menn þurfa að af- henda skipið. Þá fyrst berast okkur athugasemdir og þetta veldur okk- ur verulegu tjóni,“ segir Sverrir. Hann segir það einnig mál manna að meiri kröfur séu gerðar en reglu- gerðir segi til um. „Kröfurnar eru ekki eins frá einu skipi til annars og því er ekki hægt að treysta neinu í þessu samhengi,“ segir Sverrir. Hann gerir einnig athugasemdir við það sem hann kallar tvöfalt eftirlits- kerfi. Seigla hefur verið undir eftirliti skoðunarstofunnar Frumherja við smíði á skipunum. „Þeir hafa gefið samþykki sitt og í framhaldinu þurf- um við að sækja um tækniskoðun. Þá mæta eftirlitsmenn frá Sam- göngustofu til að fara yfir skoðun Frumherja. Mjög algengt er að þeir geri einhverjar athugasemdir sem Frumherji hefur ekki gert. Það veld- ur okkur tjóni því það er tvíverkn- aður að semja við einn aðila en þurfa svo að lúta því sem annar aðili segir eftir á. Við erum einhvers konar milliaðili í þessu skoðunarferli og all- ur kostnaður fellur á okkur,“ segir Sverrir. Erfitt að leita réttar síns Hann segir að Frumherji hafi sinnt eftirliti í áraraðir og ekki hafi fallið skuggi á samstarf við fyrirtæk- ið. Nú séu hins vegar starfsmenn hjá Samgöngustofu sem séu tiltölulega nýbyrjaðir í starfi og virðast þeir ekki hafa tileinkað sér störf eldri starfsmanna að sögn Sverris. Hann tekur þó fram að hann hafi orðið var við jákvæðara andrúmsloft eftir að Þórólfur Árnason tók við starfi for- stjóra fyrir fjórum mánuðum. „En það er gríðarlega erfitt að leita rétt- ar síns þegar upp kemur ágreining- ur um það hvernig túlka á reglur,“ segir Sverrir. Ósamræmi í afgreiðslu  Hagsmunaaðilar í siglingaiðnaði hyggjast stofna samtök Sverrir Bergsson Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Hágæða flísar frá Ítalíu 60 x 60 cm Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Heimilisfaðir einn í Reykjavík varð fyrir þeirri óskemmtilegri reynslu í vikunni að finna litla eðlu í niðursoðinni kókosmjólk, sem hann ætlaði að nota til mat- argerðar. „Það var frekar óspenn- andi, þegar maður er kominn með matinn og búinn að hella hluta af mjólkinni út í, þegar kvikindið birtist þarna allt í einu,“ segir maðurinn sem vill ekki láta nafn síns getið. Aðspurður segir maðurinn ekki hafa látið athuga nákvæmlega hvers kyns kvikindi um væri að ræða, en að lögun þess benti til einhvers konar eðlu eða sala- möndru. „Hún er mjög þunn og kannski svona eins og tvær þum- alfingursnaglir á lengd,“ segir maðurinn. Hann hafði samband við versl- unina og innflytjanda vörunnar degi síðar og lét vita hvað hefði gerst. „Þau voru auðvitað gáttuð á þessu og miður sín og sendu manneskju á staðinn með stóra körfu og inneignarnótu í verslun sinni,“ segir maðurinn, sem er hæstánægður með snör viðbrögð innflytjandans. Segir hann þau vera fyrsta flokks, enda sé ekki við innflytjandann eða verslunina að sakast að svona hafi farið. „Þau ætla að kanna hvað hafi farið úr- skeiðis þarna í framleiðsluferlinu úti.“ Maðurinn segir málið sýna að það borgi sig að sýna aðgát þegar niðursuðuvörur séu opnaðar, sér í lagi þegar um er að ræða inn- fluttan varning, þar sem alltaf megi eiga á því von að eitthvert svona óhapp hafi orðið við fram- leiðslu þeirra. Eðla í kókosmjólkinni Manninum var skiljanlega brugðið þegar kvikindið birtist, en er ánægður með góð viðbrögð innflytjanda kókosmjólkurinnar. Morgunblaðið/Golli Fékk eðlu í kaupbæti  Ánægður með snör viðbrögð inn- flutningsaðilans Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Búist er við að ákveðin austanátt blási út af landinu því eldfjallagasi sem safnast hefur upp og fólk hef- ur orðið vart við um allt land. Næstu daga er helst von á mistri á Vestur- og Norðvesturlandi, sam- kvæmt gasdreifingarspá Veður- stofu Íslands. Í gær lá blámóða yfir stórum hluta Norðurlands en nálgaðist hvergi þau mörk að valdið gæti tjóni á heilsu fólks, eftir því sem næst verður komist. Einna hæstu gildin mældust á Akureyri en loft- gæði voru þó góð eða sæmileg all- an daginn. Veðurstofan fékk í gær fjölda fyrirspurna vegna mengunarinnar, ekki síst frá leik- og grunnskólum. Almannavarnir og viðeigandi stofn- anir hafa birt leiðbeiningar um það hvernig rétt sé að bregðast við þegar mengunartoppar ganga yfir. Þær má meðal annars nálgast á heimasíðum Umhverfisstofnunar og landlæknis. Gosið í Holuhrauni hefur haldið sínu striki síðustu vik- una. Í gærmorgun höfðu mælst 130 jarðskjálftar síðasta sólarhringinn og eru það fleiri skjálftar en mælst hafa undanfarnar tvær vikur. Vísindamenn frá Íslenskum orkurannsóknum eru að undirbúa rannsókn í Holuhrauni. Þeir ætla að reyna að ná sýnum af bráðinni kviku og mæla í henni rafleiðni. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni ÍSOR er tilgangurinn að nýta þetta einstæða tækifæri til að afla þekkingar sem nýta má til að skilja betur niðurstöður við- námsmælinga sem fyrirtækið ger- ir. Mælingar af þessu tagi hafa ekki áður verið gerðar hér á landi. Þá er ætlunin að rannsaka sýnin frek- ar í samvinnu við Nýsköpunarmið- stöð Íslands. Verið er að smíða sérstaka kassa til að safna kvikunni í og ÍSOR hefur fengið slökkviliðsmenn úr Þingeyjarsveit og Mývatnssveit til að aðstoða við að ná kvikunni. Þeir verða með viðeigandi hlífar og með reykköfunarbúnað til að verjast hita og mengun. Austanáttin léttir á menguninni  Slökkviliðsmenn munu aðstoða vísindamenn frá ÍSOR við að ná sýnum af bráðinni kviku í Holuhrauni  Tilgangurinn að mæla rafleiðni og bera saman við yfirborðsmælingar  Nýjung í rannsóknum Morgunblaðið/Þórður Blámóða Mengunarmistur frá eldgosinu í Holuhrauni lá yfir stórum hluta landsins í gær. Undarleg birta er undir. Hafinn er undirbúningur að því að senda varðskipið Tý til aðstoðar við landamæragæslu á Miðjarðarhafi. Í gær var verið að mála varðskipið aft- ur í gráum lit Landhelgisgæslu Ís- lands en það var málað í norsku fánalitunum vegna verkefna fyrir sýslumanninn á Svalbarða. Það verk fer fram á Akureyri. Landhelgisgæslunni barst í vik- unni beiðni frá Frontex, landamæra- stofnun Evrópusambandsins, um að fá varðskip til aðstoðar við landa- mæragæslu. Miðað er við að Týr verði þar í desember og jafnvel leng- ur, að því er fram kemur á vef Land- helgisgæslunnar. Reiknað er með að Týr verði á hafsvæðinu suður af Sik- iley en þar mæðir mikið á því flótta- mönnum sem reyna að komast til Evrópu þá leiðina hefur fjölgað gíf- urlega og hundruð farist á leiðinni. Frontex hyggst stórauka viðbúnað á svæðinu. helgi@mbl.is Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Málningarvinna Varðskipið Týr skiptir litum við bryggju á Akureyri. Týr fer til Sikileyjar  Varðskipið Týr aftur málað grátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.