Morgunblaðið - 20.10.2014, Page 8

Morgunblaðið - 20.10.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Vinstri grænir voru í miklumham á flokksráðsfundi sínum um helgina og ályktuðu af mikl- um móð og í engum tengslum við raunveruleikann.    Þetta gerir álykt-anirnar frá fundinum að kátlegu les- efni sem óhætt er að mæla með.    Vinstri grænirsem staddir voru á flokks- ráðsfundinum búa til að mynda við allt aðra ríkisstjórn en aðrir Íslendingar. Ríkisstjórnin sem VG býr við hefur gert Ísland „að nokkurskonar tilraunaverkefni fyrir hugmyndafræði nýfrjáls- hyggjunnar“. Þeir sem búa í raunheimum vita að ríkisstjórnin hefur ekki farið sér að neinu óðs- lega að afnema tilraunastarfsemi vinstri stjórnar VG og Samfylk- ingar.    Annað sem nefna má er aðfundur VG minnir á að leka- málið svokallaða, þ.e. lekamálið sem snýr að innanríkisráðuneyt- inu, snerist allan tímann um að koma höggi á innanríkisráðherra.    Nú krefst flokksráðsfundurVG þess að ráðherrann segi af sér og hefur tekið afstöðu til þess hvernig meintur leki hafi átt sér stað þó að það mál sé nú rek- ið fyrir dómstólum.    Loks var athyglisvert að þó aðfjallað væri um alþjóðamál, utanríkisstefnu Íslands, NATO og Gaza og Vesturbakkann í löngu máli, var ESB og aðildarumsókn Íslands, sem VG ber fulla ábyrgð á, ekki nefnt einu orði. Getur verið að flokkurinn sé farinn að skammast sín fyrir þátt sinn í því máli? Furðufundur STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.10., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 5 alskýjað Akureyri 6 rigning Nuuk -2 heiðskírt Þórshöfn 11 þoka Ósló 12 skýjað Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 13 skýjað Helsinki 10 þoka Lúxemborg 18 léttskýjað Brussel 20 skýjað Dublin 13 skúrir Glasgow 12 skýjað London 17 léttskýjað París 22 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 skúrir Berlín 20 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Moskva 0 alskýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 27 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt Róm 23 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 7 heiðskírt Montreal 6 skýjað New York 11 léttskýjað Chicago 8 skýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:34 17:52 ÍSAFJÖRÐUR 8:47 17:49 SIGLUFJÖRÐUR 8:30 17:32 DJÚPIVOGUR 8:05 17:20 Viðreisn Aðgangur er ókeypis og öllum heimill Viðreisn boðar til fundar um landbúnaðarmál á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, þriðjudaginn 21. október klukkan 17.00. Daði Már Kristófersson, hagfræðingur Frummælendur: Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur Er Íslandmeð besta landbúnaðarkerfi heims? Jóhann Óli Eiðsson, laganemi Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Fundarstjóri: Töf hefur orðið á uppbygging- aráformum Geogreenhouse ehf. sem hyggst hefja stórtæka tóm- atarækt í gróðurhúsi skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Sigurður Hrafn Kiernan, stjórnarformaður Geogreenhouse, segir að verkefnið hafi dregist á langinn og verið sé að leita að nýjum dreifingaraðilum erlendis áður en uppbygging- aráform geti hafist. Geogreenhouse áformar að reisa gróðurhús við hlið Hellis- heiðarvirkjunar. Í áætlunum er gert ráð fyrir því að eftir fyrsta áfanga megi framleiða 3.000-4.000 tonn af tómötum á ári. Það er um þrefalt meira en íslenskir bændur framleiða í dag. Stefnt er að því að öll framleiðslan verði flutt úr landi. Um er að ræða ræktun á fjórum gerðum af kirsuberjató- mötum en gróðurhúsið mun þurfa um 8 megavött af orku til verks- ins. Verkefnið kostar um 2,2 millj- arða íslenskra króna. Lánsvilyrði er til staðar fyrir um 1,5 millj- örðum króna en leitað er fjárfestis sem getur komið inn með um 700 milljóna króna eigið fé. vidar@mbl.is Uppbygging hefur dregist á langinn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Endurvinnslufyrirtækið Hringrás, sem unnið hefur brotajárn til út- flutnings hér á landi, hefur starfrækt endurvinnslustöðvar í St. Jones og Bay Bulls í Kanada undir nafninu NLL Recycling frá árinu 2008. Er nú svo komið að starfsemin þar er jafn mikil og hún er á Íslandi hvað varðar það magn brotajárns sem unnið er á hvorum stað. Hringrás er með starfsemi á fjór- um stöðum á Íslandi, í Klettagörðum í Reykjavík, á Reyðarfirði, í Helgu- vík og á Akureyri. Alls starfa um 50 manns hjá fyrirtækinu hér á landi en um helmingi færri í Kanada. Að sögn Einars Ásgeirssonar, framkvæmda- stjóra og eiganda Hringrásar, vann fyrirtækið útboð í St. Johns árið 2008 og er það ástæðan fyrir veru fyrirtækisins þar. „Það eru þungir vetur þarna úti en sumrin eru góð og starfsmannafjöld- inn fer svolítið eftir því. Við höfum rifið niður mannvirki og skip og vinnum hráefnið til vinnslu annars staðar,“ segir Einar. Hann segir að í Kanada starfi nokkrir Íslendingar sem hafi flutt út þekkingu á starf- seminni. Hann útilokar ekki frekari vöxt í landinu en um sinn sé fyrst og fremst hugmyndin að búa til góðan grunn fyrir starfsemina. Spilliefnin sigtuð út Að sögn Ásmundar Einarssonar, umhverfis- og gæðastjóra hjá Hring- rás, hefur nokkur breyting orðið á starfsemi fyrirtækisins á undan- förnum árum hér á landi. Búið er að hanna kerfi til þess að taka á móti tækjum sem innihalda spilliefni og vinna úr þeim málminn. Dæmi um tæki sem innihalda spilliefni eru tölvur, túbusjónvörp, flatskjáir og ís- skápar. ,,Það eru um 30% tækja sem til okkar koma sem þurfa sérstaka meðferð,“ segir Ásmundur en áður voru raftækin flutt óunnin úr landi. Málmunum er pakkað inn til flutn- ings og sendir í erlendar endur- vinnslustöðvar sem geta flokkað og skilað efnunum af sér eins og reglur segja til um. Auk þess að vinna brotajárn hefur Hringrás unnið að endurvinnslu gúmmídekkja frá árinu 2010. Dekkin eru tætt niður í um 20 mm og járn seglað úr kurlinu. Um 1.500 tonn af járni hafa fengist úr dekkjunum á fjórum árum. Jafn mikið af járni er unnið í Kanada  Hringrás hefur starfað í Kanada und- anfarin 6 ár  Útiloka ekki frekari vöxt Starfsemi Hringrásar nær til ársins 1949 en áður hét endur- vinnslufyrirtækið Sindri. Upp- hafsmaður fyrirtækisins var Einar Ásmundsson járnsmiður og afi Einars sem stýrir fyr- irtækinu nú. Árið 1949 var Einar staddur úti í Póllandi til að kaupa járn og stál fyrir íslenskan iðnað. Á þeim tíma hafði vígbúnaðarkapp- hlaup eftirstríðsáranna skapað mikinn hráefnisskort. Af þeim sökum var hið eina í stöðunni að gera vöruskiptasamning við Pólverjana, sem byggðist á því að Einar safnaði saman öllu brotajárni sem hann komst yfir og í staðinn fengi hann járn og stál. Með þessum hætti var styrkum stoðum skotið undir Endurvinnsludeild Sindra, sem hóf formlega starfsemi árið 1950. 65 ÁRA STARFSEMI Brotajárn fyrir járn og stál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.