Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.10.2014, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. OKTÓBER 2014 Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðutímaí fríaheyrnarmælingu ogfáðuAltatilprufu ívikutíma Sími5686880 PrófaðuALTAfráOticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góðheyrnerokkuröllummikilvæg.ALTAeruný hágæðaheyrnartæki fráOticonsemgeraþér kleift aðheyra skýrt ogáreynslulaust í öllumaðstæðum. ALTAheyrnartækinerualvegsjálfvirkoghægter að fáþau ímörgumútfærslum. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Svíar héldu áfram leit sinni í gær að kafbáti sem sást til í skerjagarði undan ströndum Stokkhólms. Meira en tvö hundruð manns, tundurspillar og þyrlur tóku þátt í leitinni, en óstaðfestar fregnir hermdu að kaf- báturinn hefði sent frá sér neyðar- kall á rússneskri rás. Á fréttamannafundi sem sænska varnarmálaráðuneytið stóð fyrir í gær hafnaði Anders Grenstad varaaðmíráll að slíkt neyðarkall hefði heyrst, en sagði að ráðuneytið hefði fengið þrjá „örugga“ sjónar- votta að „erlendri neðansjávarstarf- semi“. Birti ráðuneytið ljósmynd í gær, sem átti að sýna kafbátinn skammt undan ströndum Svíþjóðar, og kom fram að ljósmyndin hefði verið kveikjan að leitinni. Þá greindu sænskir fjölmiðlar frá því í gær að öryggislögreglan og leyniþjónusta hersins leitaði að svartklæddum manni sem náðist á ljósmynd þar sem hann óð út í sjóinn með bakpoka á þeim slóðum þar sem kafbáturinn átti að hafa verið. Rússnesk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau væru ekki viðriðin mál- ið. Enginn af kafbátum þeirra væri laskaður eða í „óvenjulegum aðstæð- um.“ Hins vegar var greint frá því í gær að rússneska rannsóknarskipið Prófessor Logatsjeff hefði lagt úr höfn í St. Pétursborg og stefndi að sænskri lögsögu. Skipið er búið tækjum, sem geta kannað sjávar- botninn. AFP Kafbátaleitin Sænska varnarmálaráðuneytið sendi þessa mynd frá sér af kafbátnum við strendur Svíþjóðar. Leita enn að týnda kafbátnum  Leitað að svartklæddum manni  Rússar neita því að vera viðriðnir málið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bandarískar herþotur gerðu ellefu árásir á vígamenn samtakanna Ríkis íslams í nágrenni landamæraborg- arinnar Kobane um helgina. Féllu rúmlega 30 vígamenn í orrustunni sem nú geisar um borgina. Fulltrúar Bandaríkjahers sögðu að enn væri hætta á að Kob- ane myndi falla vígamönnunum í skaut. Hins vegar hefðu sést jákvæð teikn um að hægt væri að snúa blaðinu við í baráttunni um borgina. Hafnar kröfum um aðstoð Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafnaði í gær kröfum um að Tyrkir myndu aðstoða við að vopna Kúrda í Sýrlandi og kallaði samtök þeirra, PYD, hryðjuverka- samtök. Hafnaði Erdogan jafnframt að Bandaríkjamenn fengju að senda vopn til sýrlenskra Kúrda í gegnum Tyrkland. Ahmet Davutoglu, for- sætisráðherra Tyrklands sagði að PYD-samtökin væru samsek stjórn- völdum í Sýrlandi, og að þau hefðu stutt Assad í borgarastríðinu þar í landi. Afstaða Tyrkja væri önnur hefðu samtökin reynt að koma As- sad frá. Obama Bandaríkjaforseti ræddi við Erdogan símleiðis í gær. Sammæltust leiðtogarnir um að herða á baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Þakkaði Obama Erdogan fyrir að hafa tekið við um milljón flóttamönnum frá Sýrlandi. Áhlaupi hrundið  Ellefu loftárásir í nágrenni Kobane um helgina  Vill ekki vopna Kúrda Árásir á vígasveitir » Bandaríkjaher gerði ellefu loftárásir á vígasveitir ísl- amista við Kobane og felldu í þeim 16 manns. 15 til viðbótar féllu í bardögum um borgina. » Einnig voru tíu loftárásir gerðar á skotmörk í Írak. Þúsundir manna komu saman í Katalóníu í gær og kröfðust þess að boðað yrði til nýrra kosninga í héraðinu. Krafðist fólkið þess jafnframt að ekki yrði hætt við atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins, sem til stóð að halda 9. nóvember næstkomandi, en stjórnlagadómstóll hefur úrskurðað ólöglega. AFP Krefjast kosninga Fjölmenn mótmæli á Spáni Teresa Romero, hjúkrunarkonan sem smitaðist af ebólu á sjúkrahúsi í Madrid, höfuðborg Spánar, er ekki lengur með sjúkdóminn, sam- kvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Spáni. Romero verður áfram undir gæslu lækna fyrst um sinn, þar til hægt verður að staðfesta að veiran sé alveg farin. Romero er fyrsta manneskjan sem vitað til að hafi smitast af ebólu utan Afríku. EBÓLA Spænska hjúkr- unarkonan læknuð Norður- og suðurkóreskir landa- mæraverðir skiptust á skotum í um tíu mínútur í gær. Ekkert mannfall varð. Hafa smáskærur við landamærin brotist út nokkr- um sinnum á síðustu dögum, en 10. október sl. hófu Norður- Kóreumenn skothríð á loftbelgi sem fluttu áróður yfir landamær- in. Hefur spenna í samskiptum ríkjanna aukist nokkuð í kjölfar- ið. KÓREUSKAGI Skipst á skotum yfir landamærin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.