Morgunblaðið - 05.11.2014, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.11.2014, Qupperneq 10
Atli Vigfússon laxam@simnet.is Ég hef mjög gaman afþví að reykja og einástæðan fyrir því erauðvitað sú að mér finnst hangikjöt og sperðlar góður matur. Ég er búinn að reykja í nærri 50 haust og það er alltaf jafn gaman.“ Þetta segir Sigurgeir Hólmgeirsson, bóndi á Völlum í Þingeyjarsveit, sem þessa dagana er upptekinn við að reykja haust- matinn. „Ég reyki í gamalli smiðju úr torfi og grjóti sem upphaflega var hesthús. Það var byggt í lok 19. aldar, en því var breytt í smiðju árið 1906 og þá var hætt að hafa hesta í því. Stafninn var endurnýj- aður um 1970 og húsið stendur fyr- ir sínu og heldur upprunalegu út- liti,“ segir Sigurgeir og tíundar ágæti þess að reykja í torfhúsi. „Það er ekki sama í hvers kon- ar húsi maður reykir og í vætutíð og hríðum er best að reykja í svona húsi því það saggar ekki eins að innan eins og t.d. bárujárns- reykhús. Reykurinn verður mildari í torfhúsi, en auðvitað er best að reykja í þurru og hægu veðri,“ bætir Sigurgeir við sem veit sínu viti um það hvenær maturinn er hæfilega reyktur. Sigurgeir reykir við tað, en stundum hefur hann haft trjábörk, t.d. af lerki sem hann hefur tekið í skóginum heima við bæinn. Hann segir að trjábörkurinn gefi ákveð- inn keim, en það megi ekki nota of mikið af honum. Bara aðeins með. Reykmetið hjá Sigurgeiri er vinsælt, en hann reykir alltaf fyrir systkini, frændfólk og vini, m.a. bróðurdóttur sína í Reykjavík. Hann reykir eistu, hangikjöt, kýrt- Gott að reykja í Sigurgeir á Völlum hefur reykt spreðla og hangikjöt í nærri 50 haust og finnst það alltaf jafn gaman. Reykhúsið er frá 19. öld og heldur upprunalegu útliti. Hann fer þrisvar á dag til að bæta á eldinn. Besta kjötið segir hann vera af geldum ám. ungur, rúllupylsur, silung og sperðla. Hann þreifar á sperðl- unum til þess að vita hvenær þeir eru reyktir, en hann segir að sperðlar í þessum nýju plastgörn- um séu lengur að reykjast heldur en sperðlar sem eru í lambagörn- um. Áður þurfti bara að reykja þá í þrjá daga, en nú þurfi stundum að reykja þá í heila viku. Það fer eftir plastinu. Þurrsöltun er besta aðferðin Sigurgeir pæklar ekki kjötið heldur þurrsaltar hann það og tek- ur sú söltun 2-4 daga, allt eftir þykkt læranna. Faðir hans þurr- saltaði allt kjöt á sínum tíma og hafði það í pokum með salti í allt að 3 daga. Þar var því velt um í pokunum til þess að saltið gengi inn í vöðvana. Þetta lærði Sigur- geir og segir þurrsöltun bestu að- ferðina. Á Völlum er kjöt af full- orðnum skepnum mest notað til heimabrúks því að sögn Sigurgeirs er það kjöt bragðmeira heldur en lambakjötið. Sjálfum finnst honum besta kjötið af geldum ám, en kjöt af veturgömlu fé er mjög gott að hans mati. Hann reykir stundum læri af fullorðnum ám mjög mikið og þá líkist það tvíreyktu kjöti sem er mjög bragðgott og borðast oft hrátt. Það er í ýmsu að snúast þegar verið er að reykja og Sigurgeir fer þrisvar á dag til þess að fylgjast með og bæta á eldinn. Hann segir það vont ef eldurinn deyr mjög lengi og vill halda reyknum sem best við. Þannig reykist maturinn mjög vel og eitt er víst enginn verður svikinn af því að smakka reykmetið úr torfhúsinu á Völlum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Efniviður listaverka er mismikill og fer minna fyrir sumum listaverkum en öðrum. Gott dæmi um agnarsmá listaverk úr ódýru efni eru „origami“- pappírsverkin sem upprunnin eru í Japan. Á vefsíðunni Origami In- structions er farið yfir það, lið fyrir lið, hvernig útbúa eigi pappírs- listaverkin smáu. Listaverkin geta verið allt frá smáum blómum til lítilla móta sem til dæmis mætti koma ein- hverju góðgæti fyrir í. Leiðbeining- arnar má líka nálgast í prýðilega gerðum myndböndum á síðunni. Auk þess er þar að finna dálítinn fróðleik um uppruna þessarar papp- írslistar. Kemur þar til dæmis fram að nafnið „origami“ sé myndað úr tveimur orðum: „Oru“ og „kami“. Það fyrrnefnda merkir að brjóta saman og hið síðarnefnda þýðir pappír. Allt um þetta og meira til á síðunni www.origami-instructions.com. Vefsíðan www.origami-instructions.com AFP Fallegt Agnarsmáar regnhlífar gerðar úr pappír eru gott dæmi um „origami“. Falleg japönsk pappírslist „Bókverk er samheiti yfir listaverk sem tengjast á einhvern hátt bókinni sem formi og hugtaki. Fjölbreytni bókverka er óendanleg enda hug- myndaflug listamannsins eina tak- mörkunin,“ segir á vef Gerðubergs en þar stendur yfir sýningin Endur- bókun. Öll verkin á sýningunni eru unnin úr gömlum bókum og heiður- inn af listaverkunum eiga þær Anna Snædís Sigmarsdóttir, Arnþrúður Ösp Karlsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Svanborg Matt- híasdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir. Endilega … … skoðið lista- verk úr bókum Ljósmynd/Áslaug Jónsdóttir List Bækur fegra gjarnan umhverfið. Í kvöld á milli klukkan 20 og 22 gefst áhugasömum kostur á að læra eitt og annað um hvernig gera má bóklista- verk. Handverkskaffi nóvembermán- aðar í Gerðubergi er í höndum þeirra Önnu Snædísar Sigmarsdóttur og Ingiríðar Óðinsdóttur sem báðar til- heyra listahópnum ARKIR sem er hópur tíu listakvenna sem árum sam- an hafa unnið að bókverkagerð. Með- limir hópsins sinna alla jafna fjöl- breyttri listsköpun en eiga sameiginlegan áhugann á bókverk- um. Á handverkskaffi í kvöld munu þær kenna gestum hvernig gera má heillandi bóklistaverk. Útbúin verða einföld bókarbrot og smábækur sem byggjast meðal annars á bréfbroti (origami). Áhugasömum gefst einnig kostur á að útbúa bókverk með harm- onikkubroti, klippitækni og álímdum flipum sem hver og einn þátttakandi velur. Pappír og áhöld verða á staðn- um og að vanda verður heitt á könn- unni í Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Handverkskaffi í Gerðubergi Lærðu að búa til bóklistaverk með harmonikkubroti Ljósmynd/ Gerðuberg Handverkskaffi Í kvöld verður kennt hvernig gera á bóklistaverk. Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Nýjar hagstæðar lausnir í innréttingum. Nútímaleg hönnun, glæsilegt útlit og örugg gæði frá fagmönnum. Verktakar – húsbyggjendur ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bærinn Vellir í Þing- eyjarsveit tilheyrir svokölluðum Stafns- bæjum sem eru syðstir byggðra býla í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu í um 240 metra hæð yfir sjávarmáli. Vellir voru byggðir árið 1937 á 3/16 úr Stafni af foreldrum Sigurgeirs. Árið 1974 tók Sigurgeir við jörðinni ásamt konu sinni Hólmfríði Garð- arsdóttur frá Lautum í sömu sveit. Þau voru mjólkurframleiðendur til langs tíma ásamt því að vera með fjárbúskap og hesta. Vellir Laugar Séð yfir Reykjadal í Þingeyjasveit. Ljósmynd/www.mats..is Syðst býla í Reykjadal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.