Morgunblaðið - 05.11.2014, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ígær fóru framalmennarkosningar í
Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn
kjósa á tveggja ára
fresti. Það kennir
margra grasa í þeim kosn-
ingum, jafnvel í bókstaflegri
merkingu. Öll fulltrúadeildin er
kosin á tveggja ára fresti svo
þingmenn hennar eru alltaf í
kosningabaráttu. Sitjandi full-
trúadeildarþingmaður hefur þó
verulegt forskot á þann sem
stefnir gegn honum. Ekki að-
eins er hann oftast kunnari
kjósendum en andstæðingur-
inn, heldur er honum jafnframt
búin margvísleg aðstaða sem
styrkir hann í kosningum. Öld-
ungadeildarþingmenn eru
kjörnir til 6 ára og fer barátta
fram um þriðjung þeirra á
tveggja ára fresti.
Fulltrúadeildarþingmenn
endurspegla íbúafjölda lands-
ins og því eru kjördæmamörk
dregin á ný þegar þess þarf.
Öldungadeildin endurspeglar
ríkin, sem fá 2 þingmenn hvert í
sinn hlut óháð íbúafjölda eða
stærð.
Einnig er kosið um fjölda
ríkisstjóra og raunar marg-
vísleg önnur embætti. Sumt af
því virkar framandi eins og kjör
á lögreglustjórum, saksóknur-
um eða dómurum á lægri dóm-
stigum. Þá er efnt til almennra
atkvæðagreiðslna um marg-
vísleg málefni í tengslum við
kosningarnar, t.d. um hjóna-
bönd samkynhneigðra, ein-
staka skatta eða
lögleiðingu á mari-
júana, til lækninga
eða almennra nota.
Gríðarlegu fé er
varið í kosninga-
baráttuna hverju
sinni, þó mest þegar kosið er
um húsbóndann í Hvíta húsinu.
Slík kosning fer ekki fram nú,
heldur er um „miðkjörtímabils-
“kosningu að ræða.
Þátttaka í Bandarískum
kosningum er ekki jafnmikil og
tíðkast enn í Evrópu. Hún er
mest þegar forsetakosningar
fara einnig fram, en er þó ekki
beysin. Talið er að stóru flokk-
arnir tveir muni eyða 4 millj-
örðum dollara í kosningabar-
áttuna nú, sem er upphæð
nærri íslensku fjárlögunum. Þó
var talið að kosningaþátttakan
yrði aðeins liðlega 35%, sem er
mun lakari þátttaka en í kosn-
ingum til Evrópuþingsins, sem
farið hefur jafnt og þétt minnk-
andi.
Talið er að þessi lélega kjör-
sókn sé fremur vatn á millu
repúblikana. Kjósendur, sem
standa nær demókrötum, eink-
um úr röðum minnihlutahópa,
þykja mæta mun verr á kjör-
stað þegar spennan í kringum
forsetakjör, dregur ekki að.
Þegar þetta er skrifað er enn
of fljótt að fullyrða hvort sú
staðreynd, ásamt minnkandi
stuðningi við Obama forseta,
muni duga Repúblikanaflokkn-
um til sigurs, og þá til þess að
ná meirihluta í öldungadeild
þingsins.
Lítil kjörsókn í
bandarískum kosn-
ingum vekur ætíð
undrun}
Mikil spenna, mikil
eyðsla, lítil þátttaka
Bakslag kom íviðleitni Dav-
ids Cameron, for-
sætisráðherra
Breta, til þess að
semja um nýja skil-
mála fyrir aðild Breta að Evr-
ópusambandinu þegar þýski
miðillinn Der Spiegel vísaði í
heimildarmann, sem mun vera
náinn Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands. Sá lét hafa eftir
sér að breytingar á skilmálum
sambandsins um frjálsa för
fólks innan þess kæmu ekki til
greina, en Bretar eru mjög
áfram um að koma á slíkum
takmörkunum. Er einkum von-
ast til þess að breska ríkinu
verði heimilt að vísa úr landi
fólki sem ákveður að þiggja
bætur frá ríkinu en hefur
hvorki unnið né greitt skatta í
Bretlandi.
Ástæðan fyrir því að bresk
yfirvöld hafa áhuga á slíkum
breytingum er ekki síst pressa
frá breskum kjósendum, sem
margir horfa til breska sjálf-
stæðisflokksins, UKIP, og
hinnar hörðu stefnu í innflytj-
endamálum sem
hann boðar. Eru
það ekki síst
óánægðir íhalds-
menn sem hafa
flykkst til UKIP,
þó að flokkurinn hafi einnig náð
til óánægðra stuðningsmanna
hinna flokkanna. Cameron vill
því helst geta sýnt væntan-
legum kjósendum sínum að
hann standi við orð sín þegar
kemur að samskiptunum við
Evrópusambandið.
Og þar hefur hann hingað til
átt hauk í horni í Angelu Mer-
kel. Hún hefur sýnt Cameron
mikið langlundargeð í sprikli
hans til þess að reyna að kría út
einhvern ávinning hér og þar,
sem forsætisráðherrann geti
farið með heim og sagt kjós-
endum sínum frá. Sé fregn Der
Spiegel rétt er hins vegar ljóst
að þolinmæði þýska kanslarans
er á þrotum og skilaboðin eru
skýr: Það eru engar varanlegar
undanþágur á boðstólum. Bret-
ar eins og aðrir þurfa að taka
sambandinu eins og það er en
vera utan þess ella.
Vangaveltur um
stöðu Breta innan
ESB magnast á ný}
Engar undanþágur
Í
síðustu viku birti breska markaðs-
rannsóknafyrirtækið Ipsos Mori könn-
un sem sneri að ranghugmyndum fólks
víða í Evrópu. Ipsos Mori kannaði
þekkingu fólks í fjórtán löndum á fjölda
innflytjenda, glæpatíðni, barneignum unglinga
og þar fram eftir götunum, en könnunin var
framkvæmd víða í Evrópu og í Ástralíu, Kan-
ada, Japan, Suður-Kóreu og Bandaríkjunum.
Í sem stystu máli má lýsa niðurstöðinni svo
að allir höfðu rangt fyrir sér eða í það minnsta
mikill meirihluti fólks þegar spurt var um hvort
glæpum fjölgaði eða fækkaði að mati viðkom-
andi, hve barneignir táningsstúlkna væru al-
gengar, hve margir landsmanna væru kristnir,
hve innflytjendur væru stór hluti íbúa, hversu
margir múslímar hann teldi að byggju í heima-
landi hans og svo má telja.
Í öllum þessum atriðum var fólk almennt úti á þekju.
Þannig töldu Frakkar að þriðjungur íbúa landsins væri
múslímar en raunveruleikinn er um 8%, Belgar að 29%
íbúa væru múslímar, en þeir eru 6% og Bretar að um
fimmtungur íbúa væru múslímatrúar en þeir eru 5%.
Álíka blinda slær menn þegar innflytjendur ber á góma,
því á Ítalíu telja menn að aðfluttir séu nærfellt þriðjungur
þjóðarinnar en þeir eru 7%, í Belgíu telja íbúar að 29% séu
innflytjendur en þeir eru 10% og í Bretlandi, þar sem
flokkar sem ala á ótta við innflytjendur njóta góðs gengis,
töldu aðspurðir að fjórðungur landsmanna væri innflytj-
endur en þeir eru 13%.
Þessar ranghugmyndir eru oftar en ekki
sprottnar af þvaðri óvandaðra sem margir
reyna að vekja ótta hjá fólki til að næla sér í at-
kvæði – búa til vandamál og lofa svo að leysa
það. Nóg er til af slíkum rugludöllum á hægri
vængnum, en þeir una sér víðar. Nú er það svo
að rasískur áróður er alla jafna augljós og and-
styggilegur. Erfiðara er þó að verjast því smiti
sem slíkur áróður skilar inn í samfélagið, því
smám saman verða það viðtekin sannindi að
Litháar séu bófar, Pólverjar drykkjusvolar,
svertingjar latir, múslímar kvenhatarar, Asíu-
búar lævísir og svo má telja. Dæmi um þetta
smit var til að mynda að finna í ræðu Árna
Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar,
á flokksráðsfundi flokksins um síðustu helgi
þar sem sem hann sagði Íslendinga með meiri
menntun flytja úr landi en útlendinga „með
litla skólagöngu flytja til landsins“.
Nú vill svo til að samkvæmt könnun á vegum Félags-
vísindastofnunar Háskóla Íslands og Fjölmenningar-
seturs haustið 2009 höfðu 50,8% innflytjenda hingað til
lands lokið námi á háskólastigi, 21,8% starfsnámi eða iðn-
námi og 13,2% bóklegu framhaldsskólanámi. Vissulega er
hugsanlegt að Árni Páll Árnason hafi aflað sér nýrri upp-
lýsinga um menntun innflytjenda, en líklegra þó að hann
sé bara að bergmála rasískan þvætting nema þá þetta sé
fyrsti vísir þess að Samfylkingin ætli að róa á sömu mið og
Framsóknarflokkurinn gerði í síðustu borgarstjórnar-
kosningum. arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Smitandi fordómar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Reglubyrðin í kringum op-inbert eftirlit og leyf-isveitingar hefur vaxiðverulega á umliðnum ár-
um með íþyngjandi afleiðingum fyrir
atvinnulíf og einstaklinga. Íslenska
stjórnkerfið er ekki eftirbátur ann-
arra þjóða hvað flókið regluverk
varðar. Á hverju ári þurfa fyrirtæki
að laga sig að nýjum og breyttum
reglum. „Vísbendingar eru um að
óvíða á Vesturlöndum sé jafn stór
hluti atvinnustarfseminnar leyf-
isbundinn og hér á landi,“ segir í nið-
urstöðum Ráðgjafarnefndar um op-
inberar eftirlitsreglur en hún skilaði
forsætisráðuneytinu stöðuskýrslu
um einföldun regluverks í haust.
Leyfi fari um rafræna gátt
Hafin er vinna á ýmsum sviðum
við að einfalda regluverkið á grund-
velli aðgerðaáætlunar ríkisstjórn-
arinnar. Ein af viðamestu tillögum
nefndarinnar er að komið verði á
einni rafrænni gátt varðandi leyf-
isveitingar og mun undirbúningur
þess þegar vera hafinn. Önnur til-
laga sem rædd hefur verið er hvort
ekki megi einfalda leyfisumsóknir.
Ráðgjafarnefndin skoðaði sl. vetur
regluumhverfi ferðaþjónustunnar
og leggur til að fleiri atvinnugreinar
verði skoðaðar t.d. byggingariðn-
aðurinn sem lýtur margháttuðu
regluverki. Ávinningurinn af ein-
földun þess gæti dregið úr kostnaði
og telur nefndin líklegt að það geti
átt þátt í að halda aftur af húsnæð-
isverði. „Við erum núna að vinna
áfram að þessum málum út frá
stöðuskýrslunni og erum að und-
irbúa næstu skref,“ segir Gunnar
Haraldsson, hagfræðingur og for-
maður nefndarinnar.
Eftirlit opinberra eftirlitsstofn-
ana getur verið margbrotnara en
margir gera sér grein fyrir. Varpað
er ljósi á þetta í skýrslu ráðgjaf-
arnefndarinnar:
„Það er fjölmennur hópur eft-
irlitsfólks sem heimsækir fyrirtæki.
Þannig má taka dæmi þar sem einn
eftirlitsaðili tekur út lyftuna í hús-
inu, annar kaffistofu starfsmanna,
þriðji athugar almennt hreinlæti,
fjórði skoðar hvort vogir séu rétt
stilltar, sá fimmti hvort afurðirnar
séu hæfar til manneldis og sá sjötti
hvort þær megi flytja úr landi. Sá
sjöundi skoðar hvort búnaður vinnu-
vélanna sé í lagi og svo þarf að færa
til þess áttunda ökutækin sem stað-
festir að þeim megi aka á vegum
landsins. Sá níundi athugar hvort út-
streymi úr bræðslunni sé innan
marka og sá tíundi hvort fjarskipta-
tækin starfi rétt. Aðrir sjá svo um að
einungis séu í boði tæki, vörur og
búnaður með réttum merkingum og
að CE-merkin séu á réttum stað.
Öðru hverju koma svo sendinefndir
frá Eftirlitsstofnun EFTA sem at-
huga hvort allt eftirlitið sé fullnægj-
andi. Allt byggist þetta á ákvæðum
laga,“ segir í skýrslunni.
Rekstrargjöld jukust frá 2008
Ráðgjafarnefndin komst að því
að eftirlitsstofnanir virðast ekki hafa
orðið fyrir merkjanlegum fjárhags-
legum áhrifum af efnahagshurninu
2008. Þvert á móti hafa árleg rekstr-
argjöld helstu stofnana aukist um
ríflega þrjá milljarða frá 2008 til
2012 skv. ríkisreikningi og aukist úr
rúmum 10 milljörðum í rúmlega 13
milljarða kr. á verðlagi hvors árs.
„Markaðar tekjur og sértekjur
stofnananna hafa aukist að sama
skapi. Í stað þess að fá aukið fé á
fjárlögum hafa stofnanirnar fengið
auknar heimildir til að afla tekna
með því að leggja gjöld á atvinnu-
rekstur,“ segir í skýrslunni.
Koma í fyrirtækin
hver á fætur öðrum
Morgunblaðið/Golli
Einfalda reglur? Nefndin stingur upp á að skoðað verði hvort einfalda megi
regluverkið í byggingariðnaði. Hún mat áhrifin á ferðaþjónustuna sl. vetur.
Reynt hefur verið að grípa til
mismunandi aðferða í öðrum
löndum til að einfalda reglu-
verk stjórnsýslunnar. Í Þýska-
landi er reglukostnaðurinn
mældur með sérstakri vísi-
tölu. Þar hefur komið á dag-
inn að kostnaður atvinnulífs
af nýjum reglum getur verið
meiri en kostnaður ríkisins.
Reglubyrðin heldur áfram
að vaxa þrátt fyrir öflugt kerfi
til að reyna að stemma stigu
við henni að því er fram kem-
ur í skýrslu Ráðgjafarnefnd-
arinnar.
Þá hefur komið í ljós í
Þýskalandi að um helmingur
af nýrri reglubyrði skrifast á
reikning Evrópusambandsins.
Í Bretlandi hefur sú stefna
verið sett að ekki skuli sam-
þykkja nýjar íþyngjandi reglur
fyrir atvinnulífið nema um
leið séu felldar brott aðrar
jafníþyngjandi.
Helming-
urinn frá ESB
HELDUR ÁFRAM AÐ VAXA