Morgunblaðið - 05.11.2014, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
✝ Ágústa KristínÁrnadóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 6.
ágúst 1921. Hún
lést á Landspítal-
anum 27. október
2014.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Sigur-
jón Finnbogason, f.
5.11. 1893, d. 22.6.
1992 og Guðbjörg
Aðalheiður Sigurðardóttir, f.
15.2. 1896, d. 30.1. 1958. Systk-
ini hennar eru: Rósa, f. 1916, d.
1983, Ráðhildur, f. 1917, d. 1997,
Ágústa Kristín, f. 1919, d. 1919,
Sigurbjörn, f. 1920, d. 1998, Að-
alheiður Árný, f. 1925, d. 1989,
Áslaug Árnadóttir, f. 1928, d.
2007, Finnbogi, f. 1930, Borg-
þór, f. 1932, d. 2008.
Ágústa giftist 8. ágúst 1942
eiginmanni sínum, Emil Jóhanni
Magnússyni, f. 25.7. 1921, d. 8.2.
2001. Foreldrar hans voru Rósa
Sigurðardóttir, f. 6.11. 1898, d.
21.5. 1939 og Magnús Guð-
Guðmundsdóttir og Hrund Jóns-
dóttir. 6) Emil, f. 7.2. 1959,
kvæntur Sigríði Erlu Jóns-
dóttur. Börn þeirra eru: Monika
og Una. Að auki eignuðust
Ágústa og Emil son, Gísla Má
Gíslason, f. 8.1. 1947. Hann var
ættleiddur af Ráðhildi, systur
Ágústu, og manni hennar Gísla
Þorsteinssyni í Vestmanna-
eyjum. Gísli Már er kvæntur
Sigrúnu Valbergsdóttur. Börn
þeirra eru: Kári og Vala. Barna-
börnin eru 14, barna-
barnabörnin 29 og barnabarna-
barnabörnin 9.
Að skólaskyldu í Vestmanna-
eyjum lokinni starfaði Ágústa
við ýmis störf, m.a. í fiskvinnslu
og netagerð. Hún réð sig einnig
í vist á Vopnafirði. Árið 1945
fluttu Emil og Ágústa til Þórs-
hafnar þar sem Emil starfaði
hjá Kaupfélagi Langnesinga og
stofnaði litlu síðar eigin verslun
á Þórshöfn. Haustið 1952 flutti
fjölskyldan til Grundarfjarðar
þar sem þau bjuggu og störfuðu
allt til ársins 1991 að þau flutt-
ust í Garðabæ. Seinustu æviárin
bjuggu þau á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Útför Ágústu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 5. nóvember
2014, og hefst athöfnin kl. 13.
mundsson, f. 23.4.
1893, d. 28.3. 1972.
Börn Ágústu og
Emils eru: 1) Aðal-
heiður Rósa, f. 25.3.
1942, d. 1.6. 2008.
Hún var gift Bald-
vini Magnússyni.
Börn þeirra eru:
Magnús og Bjarney
Björt. Börn Aðal-
heiðar Rósu af
fyrra hjónabandi
eru Hrund og Drífa Óskars-
dætur. 2) Árni Magnús, f. 14.4.
1943, kvæntur Þórunni B. Sig-
urðardóttur. Börn þeirra eru:
Orri, Arna og Ágústa Rós. 3) Aa-
got, f. 2.3. 1945, d. 27.6. 2012.
Sambýlismaður hennar var Árni
Þ. Sigurðsson. Börn hennar af
fyrri hjónaböndum eru Ágústa
og Ólafur Ingþórsbörn og Em-
ilía Guðmundsdóttir (Guð-
mundur er látinn). 4) Hrund, f.
22. 2. 1946, d. 10. 6. 1953. 5)
Ágústa Hrund, f. 5.1. 1948, sam-
býlismaður hennar er Árni Þór-
ólfsson. Börn hennar eru: Gríma
Ágústa tengdamóðir mín,
amma Gústa, var einstök, eigin-
lega eins og sítifandi spörfugl,
flögrandi um og sífellt að snyrta í
kringum sig. Hún var ævinlega
létt og kát þegar hún tók undir
kveðjur þeirra sem komu, bros-
mild og hlý, dillandi sér eftir dæg-
urtónlist. Hún var fínleg og falleg
kona og ákaflega smekkleg en þó
svo ótrúlega nægjusöm og hún
valdi af kostgæfni það sem hún
vildi klæðast og hvað hún hafði í
kringum sig. Allt átti sinn stað og
því átti ekki að breyta, einstaka
flíkur hlutu inngöngu í fataskáp-
inn, ekkert annað kom til greina,
engar málamiðlanir, ein dragt,
ein skyrta o.s.frv. og aðeins eitt
veski sem í var einn herbergislyk-
ill, retturnar, kveikjari og greiða;
sama greiðan til margra ára,
aldrei peningaveski , ekkert ves-
en.
Gústa og Bói fluttu á efri árum
frá Grundarfirði í Garðabæ og þá
urðu kynnin við yngri afkomend-
urna mun meiri og ömmustelp-
urnar í Garðabæ náðu að tengjast
þeim vel fyrir andlát hans árið
2001. Síðustu æviárin var Bói
mikill sjúklingur og lá tæp sex ár
á sjúkradeildinni á Hrafnistu og
var Gústa vön að eyða dögunum
hjá honum, en þurfti svo að fara
heim í Kirkjulundinn uppúr kl.
16, jafnvel í miðri pílukastkeppni,
sem henni þótti afleitt, sérstak-
lega þar sem hún var iðulega í
toppbaráttu. Svo þurfti hún að
láta skutla sér aftur þangað á
kvöldin ef einhverjar skemmtanir
voru, því henni var ævinlega vel-
komið að mæta á bjórkvöld og
böll þar sem hún var mjög liðtæk
og þreyttist aldrei í tjúttinu. Hún
sótti því um að geta flutt þangað,
en þar fór í verra því hún var allt
of hress 85 ára samkvæmt öldr-
unarmati. En þar kom þó að lok-
um að hún fékk herbergi og undi
hún hag sínum afar vel á Hrafn-
istu til síðasta dags, sjálfri sér
nóg í sinni eigin veröld, svolítið
óþekk og matvönd, en það gerir
bara minninguna um hana mun
skemmtilegri og við mæðgurnar
munum alltaf minnast hennar
hlæjandi og kátrar og sjáum hana
fyrir okkur „smartínulega“ , silf-
urhærða með sígó, brosandi og
dillandi sér við danstónlist.
Með þakklæti, virðingu og eft-
irsjá, Guð geymi elskulega
tengdamóður og ömmu.
Sigríður Erla Jónsdóttir,
Monika og Una Emilsdætur.
Mín allra fyrsta minning um
Gústu tengdamömmu er nú orðin
rúmlega hálfrar aldar gömul.
Hún er frá því þegar ég, ásamt
Árna syni hennar, heimsótti hana
á Landspítalann en þá hafði hún
farið í magauppskurð. Mér fannst
hún falleg og blíð kona. Nokkru
seinna fór ég til Grundarfjarðar
og við unga parið settum upp
hringana. Þetta var um haust og
ég varð snortin á leiðinni af nátt-
úrufegurðinni á Snæfellsnesi og
man sérstaklega eftir leiðinni í
gegnum Berserkjahraun. Gústa
stóð glaðbeitt við eldavélina og
hrærði í pottum þegar ég kom og
tók höfðinglega á móti mér með
fínum mat. Seinna kom ég aftur
og bjó þá inni á heimilinu að sum-
arlagi og einhvernveginn fannst
mér hún alltaf vera við eldhús-
störfin og við hin hjálpuðum
henni örugglega allt of lítið. Hún
var mikil húsmóðir, allt skyldi
vera hreint og fínt, það var ryk-
sugað, skúrað og bónað. Hún var
sjálf alltaf fín og fóru þau Emil
tengdapabbi oft til Reykjavíkur
ýmissa erinda og þá fékk hún sér
gjarnan permanent í leiðinni. Ég
hugsaði oft um hvort allt þetta
permanent myndi ekki fara illa
með hárið en nei, ekkert fór illa
með hárið á henni, það var henn-
ar höfuðprýði alla tíð. Á sunnu-
dögum var til siðs að klæða sig
upp á og spássera í fínum skóm á
ómalbikuðum götunum. Á jólum
1963 gengum við Árni í hjóna-
band og Gústa sló upp veislu með
heitu súkkulaði og rjómatertum.
Svo það er margs að minnast og
fyrir margt að þakka. Ég minnist
einnig utanlandsferðar til Portú-
gal árið 1993 með viðkomu í
Kaupmannahöfn þar sem við
tvær fórum á píanótónleika með
Daniel Barenboim. Þá var nú
gaman. Fjölskyldan bjó á Nes-
vegi 5 og var íbúðin á efri hæðinni
en Verslunarfélagið Grund á
þeirri neðri. Það var píanó á
heimilinu en ég man ekki eftir að
hún hafi spilað á það. Eitt sinn
spurði hún mig hvort ég gæti ekki
bara kennt sér á píanó. Ég taldi
betra að hún færi til píanókenn-
ara en þá sagðist hún ekki þora til
kennara því hún væri ekki með
nógu fallegar hendur. Um sex-
tugt byggðu þau hjónin sér
óvenju glæsilegt hús að Sæbóli 20
þar sem sjálft Kirkjufellið, höfuð-
djásn Grundfirðinga, blasti við út
um stóran stofugluggann. Þar
bjuggu þau í 10 ár eða þar til þau
fluttu í Kirkjulund í Garðabæ og
síðan á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Þar átti hún nokkur góð ár eftir
að hún varð ekkja og naut þess að
taka þátt í ýmsum viðburðum,
m.a. dansi og söng. Mér finnst við
hæfi að þakka sérstaklega því
fólki sem veitti henni ánægju með
tónlistarflutningi. Einnig öllu
starfsfólki á Hrafnistu fyrir góða
umönnun. Nú hefur Gústa mín
fengið hvíldina og hittir nú aftur
Bóa sinn og dæturnar þrjár sem
hún hefur séð á eftir. Ég bið góð-
an Guð að blessa hana og þau öll.
Langri lífsgöngu, oft erfiðri, er nú
lokið. Oftar var þó gaman og er
ekkert nema þakklæti til hennar í
huga mínum og fjölskyldu minn-
ar. Ég sendi öllum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur „og
kannski á upprisunnar mikla
morgni/við mætumst öll á nýju
götuhorni.“ T.G.
Þórunn B. Sigurðardóttir.
Á sjöunda áratug liðinnar ald-
ar rak móðir mín sumarhótel í
Grundarfirði sem þá var kallað
Grafarnes og þótti fádæma
drungalegt nafn á þorpi við rætur
eins fegursta fjalls landsins.
Þarna áttum við sólrík, annasöm
og yndisleg sumur. Einkum
vegna þess hve vel okkur var tek-
ið af bæjarbúum. Hjálpsemi og
elskulegheit einkenndu íbúa
þorpsins. Einn þessara íbúa var
Gústa. Hún var eiginkona Emils,
kaupmannsins í Grund, en ég
kynntist henni í gegnum Lillu,
dóttur þeirra hjóna, sem varð
strax mín besta vinkona á staðn-
um. Gústa var hlédræg og hafði
sig ekki mikið í frammi, en hún
var einstaklega gestrisin og hlý.
Heimilið sem var hennar starfs-
vettvangur endurspeglaði þessi
notalegheit og mikla smekkvísi.
Það var gaman að sitja og spjalla
við hana og segja henni sögur og
hlusta á dillandi hláturinn.
Nokkrum árum seinna varð ég
tengdadóttir systur hennar og
eiginlega hennar líka. Gústa hafði
nefnilega gefið Ráðhildi, systur
sinni í Vestmannaeyjum sem ekki
varð barna auðið, drenghnokka.
Sá kom til Eyja frá Þórshöfn á
Langanesi þriggja mánaða og
hlaut nafnið Gísli Már. Hann
hafði alla tíð gott samband við
sína líffræðilegu foreldra og nýt-
ur þeirra forréttinda að eiga
systkini, þrátt fyrir að vera ein-
birni.
Gústa og Emil heimsóttu okk-
ur meðan við bjuggum í Þýska-
landi og við fórum í ævintýraför
til Frakklands. Á tveimur bílum
ókum við um París og leituðum
uppi hina og þessa staði. Ég ók á
undan á Volkswagen-bjöllunni
með borgarkortið á stýrinu og
Gústa fylgdist með bílnum á eftir
okkur, sem Gísli Már ók, hvort
hann næði ekki örugglega yfir á
ljósum. Skemmtilegasta atvikið í
ferðinni fannst Gústu þegar ég
beygði inn á breiðstræti, sem
reyndist vera einstefna – og á
móti okkur streymdu bifreiðar á
fjórum akreinum eins og flotinn
ósigrandi. Ég tók 270° hring á
gatnamótunum. Og bíllinn fyrir
aftan okkur elti. Þetta var oft rifj-
að upp og tekin vestmanneysk
hlátursgusa í kjölfarið.
Ég minnist Gústu sem elsku-
legrar manneskju sem gaman var
að heimsækja og fá í heimsókn.
Hún var glöð og þakklát og kvart-
aði ekki þrátt fyrir lélega heilsu
mörg undanfarin ár. Ég minnist
kankvísa brossins og prakkara-
lega svipsins þegar hún sagði að
sig langaði svo mikið í sígarettu.
Og svo bætti hún við: „Er ég ekki
agaleg?“ En Gústa var aldrei aga-
leg. Hún var falleg og kvenleg,
einlæg og blátt áfram.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
mig og hugsa til hennar með
þakklæti og söknuði.
Sigrún Valbergsdóttir.
Ég er einstaklega þakklát fyrir
að hafa fengið að hafa elsku
ömmu mína svona lengi hjá mér
en nú er hún farin á vit nýrra æv-
intýra með afa og hinum englun-
um okkar sem við söknum. Ég á
margar góðar minningar um
ömmu Gústu. Ég man vel eftir því
þegar afi og amma bjuggu í
Grundarfirði. Amma sat svo
gjarnan við enda borðstofuborðs-
ins, með sígarettu á fallega, litla,
græna öskubakkanum sínum og
lagði kapal. Amma kenndi mér
ungri að leggja kapal, það mun
fylgja mér ævilangt. Rétt eins og
tedrykkjan, en ég drekk teið mitt
alveg eins og amma, með smá
sykri og mjólk. Amma kom mér
líka upp á lagið að borða kaptein-
kex með smjöri, appelsínumar-
melaði og osti. Í hvert skipti sem
ég fæ mér það, sem er ansi oft
með teinu mínu, þá verður mér
hugsað til ömmu með hlýhug. Ég
man alltaf eftir hvað heimili
ömmu og afa í Grundó var fallegt,
yndislega útsýnið úr stofuglugg-
anum sem hún eflaust horfir á
núna með afa. Eitt af uppáhald-
inu mínu heima hjá ömmu og afa
voru sparisápurnar hennar
ömmu. Risastórar kringlóttar
sápur í alls kyns fallegum litum,
mér fannst þær ótrúlega flottar.
Þær voru geymdar í glerkrukku
og ég stóð stundum og horfði á
þær. Sápurnar voru að mörgu
leyti eins og amma, fallegar,
áhugaverðar og einstakar.
Amma bjó líka til bestu kleinur
í heimi og ég gleymi aldrei hversu
góðar þær voru alltaf hjá henni,
enda hef ég aldrei smakkað betri.
Sandkakan hennar ömmu var líka
sú besta í heimi. Ég eyddi mörg-
um jólum með afa og ömmu og
seinna síðan með ömmu eftir að
afi dó. Það var alltaf svo notalegt
hjá okkur mömmu og ömmu. Við
borðuðum góðan mat, lásum jóla-
kortin og opnuðum pakkana í ró-
legheitum. Ég man að í hvert ein-
asta skipti sem amma opnaði
jólagjöf heyrðist, „guð, þetta er
alltof mikið“. Það þurfti ekki mik-
ið til að gleðja hana ömmu, geisla-
diskur, gott brandí og súkkulaði
var afar vinsælt og sérstaklega
svona seinni árin. Jólin verða
öðruvísi án ömmu þó hún fylgist
örugglega með okkur. Elsku
amma mín, ég bið englana að
gæta þín og ég vona að þér líði vel
þarna uppi með afa og hinum
englunum okkar sem við söknum.
Knús og kossar til þín, elsku
amma mín, kveðja,
Hrund.
Ég eyddi mörgum stundum
heima hjá ömmu og afa í Grund-
arfirði sem barn. Þau áttu ekki
aðeins fallegasta húsið í bænum
heldur höfðu þau útsýni yfir
fjörðinn og Kirkjufellið var
rammað inn í stofugluggann.
Fjaran aðeins steinsnar frá og
inn um gluggann var hægt að
hlusta á öldugjálfrið. Þegar veður
var vont sat maður bæði hugfang-
inn og hræddur og horfði á öld-
urnar skella á fjörunni af miklum
krafti og sjóinn frussast í allar
áttir. Bæði húsið og fjaran var
ævintýraheimur sem lítil stelpa
gat leikið sér í dagana langa og
heima hjá ömmu og afa var ég
ávallt aufúsugestur.
Amma var virðuleg kona, alltaf
vel tilhöfð og fallega klædd, hárið
hnausþykkt, liðað og silfurgrátt
en sjálf var hún útlimalöng og
grönn. Mér fannst hún glæsileg
og þótti ekki lítið gaman að skoða
alla fallegu munina sem hún átti.
Í skápunum var hægt að finna
fína pelsa og leðurstígvél en slík-
ar gersemar var ekki nokkur leið
að standast. Enda var farið í
þeirri múnderingu í fjöruferð við
litla hrifningu ömmu sem sagði að
nú yrði ég sko skömmuð þegar afi
kæmi heim. Sjálf sagði hún ekki
eitt styggðarorð, sennilega of
upptekin af því að gera fínt og
elda hrygg með brúnni sósu og
aldrei varð neitt úr skömmunum.
Hús þeirra ömmu og afa var inn-
réttað mjög fallegum klassískum
húsgögnum, bækur og málverk
þöktu heilu veggina og amma
lagði sig alla fram um að hafa fínt
og snyrtilegt í kringum sig.
Sterkasta minningin sem ég á um
ömmu er þó sennilega þar sem
hún situr við borðendann á veg-
legu dökku mahóníborðstofu-
borðinu og leggur kapal. Gúrku-
sneiðar og sígó voru alltaf innan
seilingar. Þarna kenndi amma
mér að leggja kapal, vera þolin-
móð en bölva smávegis þegar
hann gekk ekki upp.
Ömmu Gústu þótti lítið varið í
veislur nema það væri smá lögg í
glasi. Hún dáði Elvis og dansaði
við harmónikkuspil. Þegar ég
varð eldri skáluðum við nöfnurn-
ar og hún smellti fingrum og dill-
aði sér dálítið við góða músík. Þá
var gaman að vera til og hún
kunni að njóta lífsins á slíkum
stundum. Eftir að hún fluttist
suður og kom sér fyrir á Hrafn-
istu í Hafnarfirði var hún oft
hrókur alls fagnaðar á skemmt-
unum sem þar voru haldnar. Hún
gekk tignarlega um og sýndi vist-
mönnum nýjustu tískustrauma
eins og þaulvön tískusýningar-
dama og fór í lagningu svo stund-
um varð hárið dálítið blátt en hún
varð bara virðulegri fyrir vikið.
Lífið var þó svo sannarlega
ekki alltaf dans á rósum. Hún
missti unga dóttur sína úr berkl-
um, eiginmann sinn og síðar tvær
fullorðnar dætur. Um sorgina
var lítið talað enda var hún ef-
laust ekki alin upp við slíkt en
víst er að hún hlýtur að hafa verið
mikil. Sjálf var hún orðin veik-
burða á síðari árum og síðustu
vikurnar var hún mikið veik. Nú
hefur hún fengið hvíldina góðu og
er vonandi komin í faðm þeirra
sem fóru á undan henni. Hver
veit nema hún hitti jafnvel Elvis?
Ég sendi aðstandendum
ömmu innilegar samúðarkveðjur.
Megi hún hvíla í friði og hafa
þökk fyrir allt.
Ágústa Rós Árnadóttir.
Amma var stórglæsileg kona
en umfram allt góð og hjartahlý.
Í dag þegar ég kveð ömmu
mína með söknuði leita fram
minningarnar um allar góðu
stundirnar í Grundarfirði, fyrst á
Nesveginum og svo í Sæbólinu.
Þar bjó hún okkur fallegt heimili
með miklum myndarskap. Amma
var alltaf til staðar og fyrir það er
ég þakklát.
Amma var mikill fagurkeri og
það var ekki aðeins heimilið sem
bar þess merki heldur var hún
sjálf ávallt vel til fara og smekk-
leg, svo „smart og lekker“. Hún
var músíkölsk og naut þess að
hlusta á létta tónlist. Sé hana fyr-
ir mér taka undir með Hauki
Morthens eða að dilla sér undir
laginu „In the summertime da,
da, di, di, di“. Hún raulaði meira
að segja undir þegar ég var að
æfa mig á píanóið, sama hvaða
glamur það var. Við spiluðum
ekki aðeins tónlist heldur var
mikið spilað á spil. Þau voru ófá
kvöldin sem við spiluðum manna,
ef ekki þá lagði amma kapal.
Það var oft gestkvæmt á heim-
ilinu, sérstaklega um stórhátíðir
og á sumrin. Þá kom fjölskyldan
öll saman og ömmu þótti sann-
arlega vænt um að hafa sína nán-
ustu í kringum sig. Jólin eru mér
sérstaklega minnisstæð, ilmur-
inn af rjúpunum, heimatilbúni ís-
inn, heita súkkulaðið, góðu kök-
urnar, mávastellið og allt svo
hátíðlegt, markað af smekklegu
handbragði ömmu. Það var mikið
að gera hjá kaupmannsfjölskyld-
unni fyrir jólin, verslunin opin
lengi fram eftir en amma fékk
okkur samt með sér í að bursta
alla skó, fægja silfrið og taka all-
ar bækur úr hillum til að þurrka
af þeim og raða svo aftur. Hún
var óþreytandi. En í minningunni
eru þetta skemmtilegar stundir
þar sem margt var skrafað.
Búðin skipaði stóran sess í lífi
okkar, þar vann fjölskyldan sam-
an, lengstum amma, afi og móðir
mín. Barnabörnin höfðu þar sum-
arvinnu. Mikið var oft gaman hjá
okkur. En í hádeginu var búðinni
lokað, við skruppum heim í te og
brauð, hlustuðum á fréttirnar og
svo lögðu allir sig í hálftíma.
Ömmu fannst gott að halla sér.
Ömmu var annt um sína nán-
ustu og vildi helst hafa fjölskyld-
una nálægt sér. Ég veit að hún
hafði miklar áhyggjur af mér
þegar ég fór ein til Frakklands
eftir stúdentspróf. Þau afi komu
þangað í heimsókn og vinum mín-
um þar fannst það heldur svalt að
fá ömmu og afa í heimsókn, hvað
þá að þau skyldu koma með á
hverfispöbbinn. Þau fóru víða.
Amma og afi voru samhent og
elsk hvort að öðru alla tíð svo
hvorugt mátti af öðru sjá. Þegar
afi dó fyrir allmörgum árum
sýndi amma mikinn styrk og hélt
áfram að lifa með þeirri reisn
sem hún hafði til að bera.
Það var notalegt að vera í ná-
Ágústa Kristín
Árnadóttir
Elsku mamma,
þú hefðir orðið 75
ára í dag. Við þökk-
um þér fyrir allt
sem þú varst okkur. Þú varst ein-
stök og minning um þig lifir með
okkur alla tíð.
Nú kveðjum við þig með þessu
ljóði sem okkur finnst lýsa þér
mjög vel.
Hún var einstök perla.
Afar fágæt perla,
skreytt fegurstu gimsteinum
sem glitraði á
og gerðu líf samferðamanna hennar
innihaldsríkara og fegurra.
Aðalbjörg
Sigvaldadóttir
✝ Aðalbjörg Sig-valdadóttir
fæddist 5. nóv-
ember 1939. Hún
lést 24. september
2014. Útför hennar
fór fram 7. október
2014.
Fáar perlur eru svo
ríkulega búnar,
gæddar svo mörgum
af dýrmætustu
gjöfum Guðs.
Hún hafði ásjónu engils
sem frá stafaði ilmur
umhyggju og vináttu,
ástar og kærleika.
Hún var farvegur
kærleika Guðs,
kærleika sem ekki krafðist endurgjalds.
Hún var vitnisburður
um bestu gjafir Guðs,
trúna, vonina, kærleikann og lífið.
Blessuð sé minning einstakrar perlu.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Hvíldu í friði.
Selma, Sævar, Agnar og
Sverrir Már.