Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.11.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014 Alda Björk Guðmundsdóttir er úr Reykjavík en er hjúkrunar-fræðingur á lyflækningadeild og slysa- og göngudeild á Heil-brigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Þar hafa þau aðeins orðið vör við verkfallsaðgerðir lækna. Aðgerðum var til að mynda frestað í gær. „Það er samt gott andrúmsloft hérna og þetta er góð- ur vinnustaður.“ Frítíminn hjá Öldu fer aðallega í að ala upp börnin. „Ég er þó í ýmsum klúbbum, t.d. spilaklúbbi, saumaklúbbum, mömmuklúbbi og frænkuklúbbi. Við spilum kana í spilaklúbbnum sem í eru fyrrver- andi vinnufélagar úr Þjóðleikhúsinu. Í saumaklúbbunum eru gamlar vinkonur bæði úr handbolta og grunnskóla en einnig úr Versló,“ en Alda gekk í Melaskóla og Hagaskóla og spilaði handbolta með KR. „Þetta eru fyrst og fremst spjallklúbbar en við prjónum nú sumar. Ég hef líka áhuga á útivist, við gengum t.d. Leggjabrjót í sumar.“ Hrannar, sambýlismaður Öldu, er mikill veiðimaður, en henni finnst ekki eins skemmtilegt að veiða. „Mér líst betur á að stunda golfið.“ Afmælisdagurinn verður rólegur hjá Öldu, „en það verður borð- aður góður matur og kannski farið í bíó. Það er svo fín bíóhöll hérna á Akranesi.“ Maki Öldu er Hrannar Örn Hauksson, tölvunarfræðingur hjá Loftmyndum og áhugaljósmyndari. Börn þeirra eru Sigrún Freyja 11 ára, Álfrún Embla 7 ára og Vala Rún 4 ára. Foreldrar Öldu eru Sigrún Finnsdóttir og Guðmundur Sæmundsson en hann er látinn. Alda Björk Guðmundsdóttir er 36 ára í dag Á Háahnjúki Alda og móðir hennar, Sigrún, í gönguferð á Akrafjalli. Líst betur á golfið en að stunda veiðar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Í dag eiga 60 ára brúðkaupsafmæli hjónin Hrafnhildur Svava Jónsdóttir og Jóhannes Sigmundsson, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. Hrafnhildur á 80 ára afmæli þennan dag. Þau gleðjast með nánustu vinum og vandamönnum á Hótel Geysi laugardaginn 8. nóv. Jóhannes sendir þessa dagana frá sér sína fyrstu bók: Gamansögur úr Árnesþingi. Jóhannes verður 83 ára síðar í þessum mánuði. Demantsbrúðkaup H elga Braga fæddist á Akranesi 5.11. 1964 og ólst þar upp. Auk þess dvaldi hún oft á æskuslóðum móður sinnar, í Hoftúnum í Staðarsveit, og á Hellissandi hjá ömmu sinni í föðurætt, Jóhönnu Vigfúsdóttur. Helga Braga var í Brekkubæjar- skóla og Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, lauk þaðan stúd- entsprófi 1984, stundaði nám við Leiklistarskóla Íslands frá 1985 og útskrifaðist þaðan 1989 og stundaði kafaranám á Íslandi og á Maui á Hawaii. Hún fór til Parísar að loknu stúdentsprófi og var þar au pair í nokkra mánuði. Fyrsta sviðshlutverk Helgu Braga var Lína langsokkur hjá Skagaleikhúsinu fyrir 35 árum. Hún var leikari við Þjóðleikhúsið fyrsta leikárið sitt, 1989-90, lék í Borgara- leikhúsinu frá 1990 og var fastráð- inn leikari þar um skeið og hefur auk þess leikið með ýmsum leik- hópnum, s.s. Þíbylju, Leikhúsi frú Emelíu og fleiri hópum. Þá hefur hún leikið töluvert í út- varpi og sjónvarpi. Á Stöð 2 lék hún aðalhlutverk og var handritshöf- undur að Fóstbræðrum sem fékk nokkur Edduverðlaun á sínum tíma, lék í Stelpunum og Rétti, lék í fjölda Áramótaskaupa RÚV, Radiusi, Limbó, framhaldsþættinum Örninn er sestur, Dagsljósi, Spaugstofunni, framhaldsþættinum Sigla himinfley og í Stundinni okkar. Auk þess hefur hún leikið í kvik- myndum, s.s. Djöflaeyjunni, Kalda- ljósi, Stellu í framboði, Ungfrúnni góðu og húsinu, Diddu og dauða kettinum, Malbiki, Agnesi, Ryði, Sódómu, Nei er ekkert svar, Einka- lífi, Í takt við tímann, og Bjarnfreð- arsyni. Hún hefur auk þess leik- stýrt þó nokkrum leikverkum á sviði og í sjónvarpi. Helga Braga hefur verið uppi- standari í 16 ár og komið fram sem slík hér á landi, í Danmörku, Bret- Helga Braga Jónsdóttir, leikari, skemmtikraftur og flugfreyja – 50 ára Morgunblaðið/Ernir Helga Braga úti í haga Leikari, uppistandari, fyrirlesari og flugfreyja. Skemmtileg vatnadís sem dansar magadans Leikarafjölskyldan Sigríður Láretta, Hjörtur Jóhann, Helga Braga, Ragnheiður Tryggvadóttir og leikarafaðirinn Jón Hjartarson. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.