Morgunblaðið - 05.11.2014, Qupperneq 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 2014
Hjá Parka færðu flottar flísar í hæsta gæða-
flokki frá þekktum ítölskum framleiðendum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Dalvegi 10-14 • Kópavogi
Full búð af
flottum flísum
BRÁÐSKEMMTILEG
MYND FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
Ísl. tal
POWERSÝNING
KL. 10:30
-H.S., MBL
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
16
16
L
JOHN WICK Sýnd kl. 8 - 10:30 (power)
GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 - 8
BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 5:50 - 10:10
FURY Sýnd kl. 10:10
KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Töff, naglhörð og
dúndurskemmtileg
hefndarmynd sem ætti
alls ekki að valda
hasarunnendum
vonbrigðum.
-T.V. - Bíóvefurinn.is
Hörku spennumynd
Keanu Reeves
Rithöfundarnir Ófeigur Sigurðsson
og Heiðrún Ólafsdóttir ætla að lesa
upp og svara spurningum Páls
Valssonar um bækur sínar, Öræfi
og Leið, á Höfundakvöldi Gunnars-
húss á morgun, fimmtudag, kl. 20.
Bókin Leið er fyrsta skáldsaga
Heiðrúnar, en hún hefur áður sent
frá sér tvær ljóðabækur, Á milli
okkar allt, og Af hjaranum. Leið
fjallar um síðasta daginn í lífi Sig-
nýjar Smáradóttur sem hefur tekið
þá ákvörðun að svipta sig lífi. En þó
umfjöllunarefnið sé af alvarlegum
toga nær höfundur að skapa írón-
íska fjarlægð í skrifunum, sem ger-
ir lesturinn léttari en ella. Ófeigur
hefur gefið út sex ljóðabækur,
skáldsögurnar Áferð og Land-
vættir, og bók um Jón Stein-
grímsson eldklerk. Bókin Öræfi er
magnaður óður um öræfi landsins,
öræfi mannssálarinnar og öræfi ís-
lenskrar menningar. Hér skiptist á
fjarstæðukennt grín og kraftmikil
ádeila og allt vitnar um djúpa til-
finningu höfundar fyrir íslenskri
náttúru og mannlífi gegnum aldir.
Ófeigur og Heiðrún í Gunnarshúsi
Morgunblaðið/Golli
Skáld Heiðrún les úr fyrstu skáldsögu sinni, Leið, en Ófeigur les úr bókinni Öræfi.
Fjórða myndin um Sveppaog vini hans Villa og Góa,Algjör Sveppi og Góibjargar málunum, var
frumsýnd sl. föstudag og af aðsókn-
inni að dæma yfir helgina njóta fé-
lagarnir sem fyrr mikilla vinsælda
meðal barna (og vonandi foreldra
líka). Í tilkynningu sem barst frá
Samfilm í fyrradag kemur fram að
engin önnur kvikmynd hefur aflað
eins hárra miðasölutekna á árinu
yfir opnunarhelgi og að aðeins ein
íslensk kvikmynd hefur notið við-
líka aðsóknar yfir opnunarhelgi frá
upphafi mælinga. Skal svo sem
engan undra því félagarnir þrír eru
skemmtilegir og þeim er einkar
lagið að skemmta börnum og
gleðja. Og enn leika þeir litla
stráka þó komnir séu vel á fertugs-
aldur sem er út af fyrir sig nokkuð
fyndið. Með góðri förðun má fela
hrukkurnar sem eru að vísu ekki
miklar.
Sem fyrr lenda félagarnir í miklu
ævintýri og háska. Vondi kallinn
(sem gengur ekki undir öðru nafni)
úr fyrstu mynd snýr aftur og er enn
staðráðinn í því að ná landsyfir-
ráðum. Með aðstoð vísindamanna
hefur honum tekist að búa til dóms-
dagsvél sem framkallar jarðskjálfta
og eldgos og setur hann forseta Ís-
lands, sem er kostulega leikinn af
Jóhannesi Hauki, afarkosti: Láti
hann ekki af embætti og geri vonda
kallinn að forseta muni sá vondi
láta mikla jarðskjálfta og eldgos
ríða yfir landið. Kosningar með öllu
óþarfar þar, sum sé. En Sveppi,
Villi og Gói koma landsmönnum til
bjargar, komast að því að vondi
kallinn er með leynilega bækistöð í
anda James Bond-illmennis undir
Eldborg á Snæfellsnesi (Kerið er í
hlutverki Eldborgar) og koma í veg
fyrir áætlanir vonda kallsins með
aðstoð furðulegs vísindamanns
(Hilmir Snær) og dóttur vonda
kallsins (Anna Svava). Á endanum
er það Gói sem bjargar þeim úr lífs-
háska í æsispennandi atriði sem
gerist um borð í flugvél.
Líkt og í fyrri myndum er allt út-
lit þessarar í ódýrari kantinum,
myndin ber það með sér að vera
heldur ódýr framleiðsla sem gefur
henni skemmtilegan blæ, ekki
ósvipaðan barnaþætti í sjónvarpi.
Leikmyndin af bækistöð vonda
kallsins er í þeim stíl og brellur á
borð við þær að breyta Kerinu í
risastóran vask (vatninu er skolað
niður í einu atriða myndarinnar)
eru vel leystar. Og eins og í fyrri
myndum er vísað í þekktar kvik-
myndir úr kvikmyndasögunni, In-
diana Jones-myndirnar í upphafs-
atriði og Bond-myndirnar í bæki-
stöð vonda kallsins. Einn af kónum
vonda kallsins er með stáltennur og
harðkúluhatt, tveimur Bond-
fúlmennum þar skellt saman í eitt,
fullorðnum áhorfendum til ynd-
isauka.
Leikarar myndarinnar eru marg-
ir ólærðir, ekki atvinnuleikarar,
sem er bæði kostur og galli. Kostur
að því leyti að leikurinn verður oft
fyndnari fyrir vikið, stirðbusalegur
á köflum, en galli þegar kemur að
ákveðnum persónum. Vondi kallinn
er t.a.m. leikinn af hljóðmanni
myndarinnar, Gunnari Árnasyni,
sem stendur sig vel í óþægilegri
stöðu. Magnús Ragnarsson talar
inn á myndina fyrir hann og sagði
Sveppi í viðtali við Morgunblaðið í
síðustu viku að þeim sem gerðu
myndina hefði þótt þetta fyndið, að
láta hljóðmanninn leika vonda kall-
inn aftur. Jú, það er vissulega fynd-
ið en skilar grínið sér á hvíta tjald-
ið? Gunnar er ekki ógnvekjandi og
hefði farið betur á því að hafa
sterkari leikara í hlutverkinu, að
mati rýnis. Vondi kallinn verður að
vera dálítið hræðilegur, ekki satt,
til að standa undir nafni?
Gulli Helga er aftur á móti kostu-
legur í hlutverki Hannesar sendi-
bílstjóra sem endar allar setningar
á „-nes“ og er á leiðinni á Snæfells-
nes þegar Sveppi, Villi og Gói
lauma sér inn í bílinn hans. Og þeir
Sveppi, Villi og Gói skila sínu vel
enda orðnir þaulvanir því að leika
drengina þrjá.
Sagan er einföld og ekki ýkja
frumleg enda óþarfi að flækja hlut-
ina fyrir ungum áhorfendum.
Framvindan verður fullhæg í bæki-
stöð vonda kallsins, stærstur hluti
myndarinnar fer þar fram og hafa
menn líklega viljað nýta sem best
skrautlega leikmyndina. Það er í
raun léttir þegar leikararnir kom-
ast loks aftur undir bert loft. Þrátt
fyrir fyrrgreinda ágalla er þetta
ágætis mynd fyrir börn og foreldra,
á endanum skemmtileg enda ekki
við öðru að búast af Sveppa-
genginu. Markmiðið er gott, að
skemmta börnum og foreldrum og
það skiptir mestu máli og tekst með
ágætum.
Sjö ára sonur rýnis, Sveppa-
aðdáandi mikill, kvað upp dóm sinn
að lokinni sýningu og það lofsam-
legan, þ.e. að Algjör Sveppi og Gói
bjargar málunum væri besta
Sveppa-myndin til þessa. Spurði
svo í kjölfarið hvort faðirinn ætlaði
ekki að gefa fimm stjörnur? Nei,
því miður, þó sá stutti myndi hik-
laust gera það.
Sveppi og félagar bjarga þjóðinni
Ævintýri Sveppi og Villi í Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum.
Sambíóin
Algjör Sveppi og Gói bjargar
málunum bbbnn
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson. Hand-
rit: Bragi Þór Hinriksson og Sverrir Þór
Sverrisson. Leikarar: Sverrir Þór Sverr-
isson, Vilhelm Anton Jónsson, Guðjón
Davíð Karlsson, Hilmir Snær Guðnason,
Anna Svava Knútsdóttir, Jóhannes
Haukur Jóhannesson, Gunnar Árnason
o.fl. Ísland, 2014. 105 mín.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR