Morgunblaðið - 11.11.2014, Side 1

Morgunblaðið - 11.11.2014, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  264. tölublað  102. árgangur  ÁLAG VAXANDI VANDAMÁL Á VINNUMARKAÐI FRUMSÝNING, REYNSLA OG SPARNEYTNI EINS OG LEIK- SKÓLASKEMMTUN FYRIR FULLORÐNA BÍLAR AF AIRWAVES 30STREITA 10 Lífeyrissjóðirnir eiga beint og óbeint 43% af skráðum félögum á Ís- landi. Sé aðeins litið til beins eign- arhalds eiga þeir 36%. Þetta er með- al niðurstaðna úttektar Hersis Sigurgeirssonar, dósents við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands. Þá eru erlendir aðilar næststærsti eigendahópurinn á eftir lífeyrissjóð- unum, en þeir eiga 20-24% af mark- aðnum. Stórir einstakir fjárfestar eiga um 6% af markaðnum beint og óbeint og ríkið á 3,2%, aðallega í gegnum Landsbankann. Hersir segir erfitt að fá upplýs- ingar um hlutafjáreign almennings, sérstaklega í verðbréfasjóðum sem eiga hlut í skráðum félögum. „Við vitum fyrir víst að almenningur á 7% af markaðnum, beint og óbeint. En við gátum ekki fundið upplýsingar um eignarhald 13% markaðarins.“ Þess má geta að beint eignarhald bandarískra lífeyrissjóða á mark- aðnum þar vestra er 16%. »16 Lífeyris- sjóðirnir með 43% Ósanngjörn niðurstaða » Niðurstaða leiðrétting- arinnar er ósanngjörn og nýtist best þeim sem hafa mest á milli handanna, að sögn for- manns Samfylkingarinnar. » Formaður Vinstri grænna segir leiðréttinguna ranga for- gangsröðun og frekar eigi að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Langflestir þeirra sem sóttu um leiðréttingu á verðtryggðum íbúðalánum geta í dag séð nið- urstöðuna á vefnum leidretting.is. Það á við um ein 94 þúsund af þeim 105 þúsund kennitöluhöfum sem umsóknir komu frá. Alls bárust umsóknir frá um 69 þúsund heimilum. Eftir er að vinna úr 10% umsókna, þeim er snerta þá lántaka sem breytingar hafa orðið hjá á síðustu árum. Samanlagt verður um 150 millj- örðum varið til að lækka höfuðstól lánanna, þar af koma um 70 millj- arðar vegna skattfrjálsrar inn- greiðslu séreignarlífeyrissparnað- ar á höfuðstól lána. Á kynningarfundi í Hörpu í gær kom fram að höfuðstóll einstakra lána getur lækkað um allt að 20% á næstu þremur árum. Nýti heim- ilin úrræði leiðréttingarinnar til fulls gæti mánaðarleg greiðslu- byrði lána lækkað á tímabilinu um 13-15%, eða um tæpar 15 þúsund krónur af 15 milljóna kr. láni frá árinu 2007. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði þetta mikinn gleðidag. „Ýmis mál eru óleyst ennþá, eins og kjarasamningar. Þar er mikilvægt að ná sameiginlegri lendingu. Núna eru tækifæri til að auka kaupmátt talsvert meira en víðast annars staðar. Kaupmáttur hefur aukist um 4,3% undanfarið ár, sem er meira en annars staðar í Evr- ópu, og öll merki eru um að þessi þróun geti haldið áfram.“ Lækkun lána opinberuð í dag  Niðurstaða skuldaleiðréttingar heimilanna kynnt  90% umsókna afgreidd  Höfuðstóll lána lækkar um allt að 20%  Greiðslubyrði lána getur lækkað um 13-15% á mánuði  „Ýmis mál óleyst enn“ Morgunblaðið/Kristinn Kynning Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. MLeiðréttingin »4 og 9 Snjóflóðavarnagarðarnir í Tröllagili á Norðfirði eru mikil mannvirki. Þeir eru búnir að fá sína endanlegu mynd en starfsmenn Héraðsverks vinna að frágangi. Varnirnar eru samspil 23 varnarkeilna, 660 metra langs þver- garðs og 420 m langs leiðigarðs sem beinir flóðum frá byggð. Snjóflóðavarnir á Norðfirði hafa tekið á sig mynd Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Dallilja Jónsdóttir og Gunnar Jónsson í Stykkis- hólmi gengu í það heilaga laugardaginn 27. maí árið 1939, þegar brúðurin var 18 ára og brúðgum- inn 26. Nú eru þau 93 og 101 árs, búsett á dvalar- heimili aldraðra í Stykkishólmi og hafa verið gift í 75 ár og 168 daga. Einungis ein íslensk hjón hafa verið lengur í hjónabandi og varði það hjónaband í 75 ár og 297 daga. Þau fluttu vestur um haf ári eftir giftinguna og eru Dallilja og Gunnar því þau hjón búsett á Ís- landi sem hafa verið gift lengst. 75 ára brúðkaupsafmæli er ýmist kallað atóm- eða gimsteinabrúðkaup og einungis er vitað um tvenn íslensk hjón auk þeirra Dallilju og Gunnars sem hafa verið gift í þrjá aldarfjórðunga eða leng- ur. Hjónin hafa fengist við ýmis störf á lífsleiðinni, Dallilja var lengst af heimavinnandi, en var síðar m.a. forstöðukona dvalarheimilis aldraðra í Búð- ardal. Gunnar var í vegavinnu og einnig lengi bíl- stjóri, keyrði m.a. talsvert fyrir herinn. Þá voru þau með búskap um hríð. „Þetta var engin skyndiákvörðun hjá þeim. En ég man ekki til þess að þau hafi nokkurn tímann haldið sérstaklega upp á brúðkaupsafmælið sitt,“ segir Gerður Greta Gunnarsdóttir, dóttir Dallilju og Gunnars, um brúðkaup foreldra sinna sem höfðu verið trúlofuð í ár áður en þau giftu sig. „Það var ekki eins mikið gert úr brúðkaupum og slíku á þessum tíma. Það var ekki algengt hjá þessari kynslóð að vera með mikið tilstand.“ »12 Þetta var engin skyndiákvörðun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hjón Dallilja og Gunnar hafa verið gift í 27.562 daga, lengst hjóna sem búsett eru á Íslandi. FORTE blanda meltingargerla MÚLTIDOPHILUS þarmaflóran hitaþolin www.gulimidinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.