Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 11

Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinna Kröfur um afköst á vinnumarkaði verða æ meiri sem eykur hættu á kulnun í starfi, segir Hildur Friðriks- dóttir. Áreiti eykst stöðugt og það getur verður erfiðara að samræma til dæmis fjölskyldulíf og vinnu. mannatryggingar og lífeyri, sem tryggja á bæði öryrkjum og öldr- uðum framfærslu.“ Missa trúna í langvarandi álagi Hildur bendir í þessu sambandi á að rúmlega 700 manns á aldrinum 18-35 ára séu nú á endurhæfingarlíf- eyri vegna geðraskana og stoðkerf- isverkja. Þetta fólk sé nú annað- hvort á leið í örorku eða út á vinnumarkað eftir endurhæfingu. Því sé mikilvægt að gefa fólki með andleg veikindi kost á að vinna og smám saman að efla hæfni þess og styrk. Sé álag í vinnu mikið yfir lengri tíma segir sig sjálft, eins og bæði reynsla og rannsóknir styðja, að eitthvað láti undan. Líkamleg ein- kenni fari að segja til sín eins og höf- uðverkur, verkir í hálsi, herðum og baki. Fyrst trúir fólk því að þetta bjargist allt saman, en þegar streita hefur verið viðvarandi í langan tíma, þá missir fólk trú á að ástandið muni lagast. Kulnun og veikindi En hver eru einkennin? „Fólk fær jafnvel kvíðaköst eða finnur þunglyndiseinkenni. Ónæmiskerfið veikist, fólk verður andlega þreytt eða útkeyrt og hollusta við fyrirtækið hverfur smám saman. Þá er fólk komið á það stig sem nefnist kulnun í starfi og þarf þá að tilkynna langvar- andi veikindi,“ segir Hildur sem telur að kröfur um aukin afköst á vinnu- markaði verði æ meiri. Samhliða því aukist áreiti stöðugt með auðveldara aðgengi að fólki allan sólarhringinn í gegnum tölupóstinn sem svara má í símanum sem alltaf er kveikt á. Einn- ig bætast við áhættuþættir eins og erfiðleikar við að samræma fjöl- skyldulíf og atvinnu, slæm samskipti hvort sem eru í vinnu eða utan vinnu, áreitni og einelti. Hildur segir ennfremur að um- ræða um streitu, kvíða og þunglyndi sé ennþá feimnismál hér á landi, öf- ugt við til dæmis í Danmörku og Noregi. Þar sé ekki óalgengt að stjórnendur komi fram í fjölmiðlum og lýsi því hvernig streitan var orðin óyfirstíganleg þannig að þeir urðu að fara í langt veikindaleyfi. Þegar viðkomandi snúi til baka greini þeir stundum frá því að þeir hafi breytt stjórnunarstíl sínum. Sýni starfs- fólki nú meiri umhyggju og stuðn- ing, gefi því aukið sjálfræði í starfi og reyni að deila verkefnum milli þess jafnar út. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Starfsfólk þarf fyrst og fremst sjálft að finna út hvað veldur því streitu, hvort sem það eru til dæmis sam- skipti, skipulagsleysi, eða skortur á upplýsingaflæði, segir Hildur Frið- riksdóttur. Hún segir einnig til í dæminu að starfið geri of miklar eða of litlar kröfur miðað við hæfni og þekkingu. Þá þurfi fólk að finna út hvernig það getur slakað á og náð einbeitingu. „Ég veit að það er erfitt að ráð- leggja fólki að loka að sér og taka öndunaræfingar eða fara í stuttan göngutúr þegar það er hlaðið verk- efnum. Hitt er annað mál að ef hug- urinn er allur í óreiðu, af því að hann nær ekki að vinna úr áreitunum, þá er betra að taka fimm mínútna hlé og ná tökum á hugsuninni,“ segir Hildur. Bætir við að alltaf megi breyta ferl- um, vinnubrögðum, samskiptum eða öðru til að bæta ástandið. Þetta sé auðveldara ef opinská samræðuhefð sé á vinnustaðnum. Drifkraftur og hollusta „Traust og samvinna aukast þegar skoðanaskipti eru leyfileg og það eykur líka drifkraft einstaklinganna og fyrirtækjahollustu. Það hefur til dæmis komið fram þar sem við höf- um komið að vinnu við stefnumótun um viðveru og vellíðan, og starfsfólk fær fræðslu samhliða, að opinská umræða hefur komið í stað baktals en líka aukið samkennd og starfs- ánægju.“ Traust og samvinna mikilvæg atriði á vinnustað Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framleiðsla Ef skoðanaskipti eru leyfileg eykur það fyrirtækjahollustu. Fólkið verður sjálft að finna út hverjir séu streituvaldarnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Iðja Mikilvægt er að kröfur séu í samræmi við hæfileika hvers og eins. Hildur Friðriksdóttir og Svava Jónsdóttir stofnuðu fyrirtækið ProAtive á sl. ári. Höfðu þá þró- að hugmyndafræði um við- verustjórnun í gegnum verkefni sem nefnist Virkur vinnustaður. Aðferðirnar sem beitt er segir Hildur vera í sífelldri þróun. Þær felist í því að sett er við- verustefna sem er hugsuð sem forvarnir til að varna því að fólk fari í langvarandi veikindi. Áherslupunktarnir eru fjórir: fræðsla, samtöl við starfsfólk sem hefur verið með óeðlilegar veikindafjarvistir, samskipti í langvarandi veikindum og sam- töl við endurkomu til vinnu. „Þegar stjórnendur lýsa yfir að tekið sé jafnt á andlegum sem líkamlegum veikindum verður framhaldið auðveldara,“ segir Hildur. Framhaldið auðveldara VIÐVERUSTEFNA ER GÓÐ Konfúsísuarstofnunin Norðurljós sýnir í dag sjötta hluta heimilda- syrpu sem nefnist „Forboðna borg- in“ og fjallar þessi hluti um postu- lín Forboðnu borgarinnar. Myndin verður sýnd á Há- skólatorgi 102, á milli klukkan 17 og 18. Í kynningu stofnunarinnar segir að hið kínverska postulín sé þekkt víða um heim og sé jafnframt órjúfanlegur hluti kínverskrar menningar: „Postulín Forboðnu borgarinnar þykir endurspegla daglegt líf og tómstundaiðkun hall- arbúa, með því að fanga listrænar tilfinningar keisarafjölskyldunnar og holdgera yfirráð og reisn stjórn- valda. Í þessum þætti er postulín Forboðnu borgarinnar sýnt, þróun þess gerð skil og sýnt fram á hversu rótgróin postulínsgerð er í kínverskri menningu.“ Postulín Forboðnu borgarinnar Morgunblaðið/Golli Menning Postulínsgerð er mikilvægur þáttur í kínverskri menningu. Hin einstaka postulíns- gerð og kínversk menning www.brynja.is - brynja@brynja.is 9 - sími 552 4320 MIKIÐ AF ÚRVALS VERKFÆRUM TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN TRÉRENNIJÁRN, TRÉ ÚTSKURÐARJÁRN, HVERFISTEINAR OG HEFILBEKKIR. LYKILVERSLUN VIÐ LAUGARVEGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.