Morgunblaðið - 11.11.2014, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014
fjallið Baulu gnæfandi í baksýn.
Við ökum í gegnum bæinn þar
sem ég þarf að athuga hvort allt
er eins og venjulega, alla leið að
Suðurgötu 91 og þar stendur
hann eins og búast mátti við.
Benedikt afi stendur norðan
megin við húsið að líta til veðurs.
Svo kemur hann til að taka á
móti okkur og hjálpa okkur með
farangurinn. Hann er alltaf inni-
legur en aldrei væminn. Hann
segir „Sæl, Solveig mín“ og gef-
ur mér létt faðmlag og koss á
kinn. Ég kem inn í anddyrið og
anda að mér lyktinni í húsinu
sem ég get engan veginn lýst,
geng upp tröppurnar og finn
geilina í einu stigaþrepinu undir
teppinu, ég verð að stíga þar,
ekki annað hægt. Það eru alltaf
höfðinglegar móttökur, okkar
bíður alltaf einhver hressing,
kvöldmatur eða kvöldkaffi. Það
er gott að setjast niður í litla eld-
húsinu og sjá að það er allt eins
og það á að vera, kíkja aðeins inn
í búr og athuga hvort það er til
rabarbarasulta. Auðvitað er hún
til og líka afakæfa. Afi var nefni-
lega alltaf liðtækur við heimilis-
störfin. Hann var barnaskóla-
kennari á Siglufirði. Á sumrin
þegar hann átti frí frá skólanum
sat hann inni á skrifstofunni
sinni og skrifaði merkilegar
bækur og grúskaði í ættfræði á
milli þess sem hann sinnti okkur
barnabörnunum. Hann átti líka
alltaf bláan ópal þarna inni á
skrifstofunni. Amma kom heim í
mat í hádeginu og meðan hann
beið eftir pottunum þrammaði
hann fram og til baka í eldhúsinu
og hummaði, hæhæhæ. Dagarnir
framundan voru alltaf jafn
skemmtilegir, við fundum okkur
alltaf eitthvað að gera. Mér eru
ógleymanlegar ferðirnar með afa
í Lödunni í berjamó og sund.
Einu sinni þurfti ég að fara á
spítalann til að láta fjarlægja
nögl sem var farið að grafa und-
ir. Afi hélt í höndina á mér og var
mér til halds og trausts meðan
læknirinn hamaðist við að ná
nöglinni af. Ég grét hljóðlega og
meðan tárin runnu horfði ég á
afa og fann til öryggis, hann
sagði ekki mikið en hann var
bara þarna til staðar, fyrir mig.
Afi var ekki maður sem var
alltaf að grínast en hann hafði
mjög góðan húmor og þegar
hann skellti upp úr var það svona
hálfbældur hlátur og svo blótaði
hann svolítið. Afi var duglegur að
halda heilanum gangandi og las
fræðirit og skáldsögur allt fram
á síðustu mánuði og maður gat
alltaf leitað til hans ef maður
þurfti að vita eitthvað.
Hann afi hafði gott orðspor,
var alltaf duglegur og vinnusam-
ur. Ég man aldrei eftir að hann
reiddist, hann var traustur og
stöðugur. Hann var eini afinn
sem ég þekkti og hann var sá
besti.
Sólveig Dögg Larsen.
Mig langar til að minnast
Benna afa míns. Afi var stór-
merkilegur maður og ein af mín-
um helstu fyrirmyndum. Hann
fæddist frostaveturinn 1918 og
ólst upp í torfbæ. Afi sagði
stundum að ekki hefði alltaf ver-
ið til of mikið af mat á æskuheim-
ili hans, sem mér hefur alltaf þótt
ótrúlegt, þó að það væri satt.
Árið 1937, þegar afi var 19 ára
gamall, hélt hann til Helsingør í
Danmörku og stundaði þar nám í
tvo vetur við Den Internationale
Højskole, en minningar hans frá
dvölinni eru dýrmætar sagn-
fræðilegar heimildir. Afi tók síð-
ar kennarapróf og var kennsla
hans ævistarf, en hann starfaði
lengst af við Barnaskóla Siglu-
fjarðar. Afi sinnti einnig ritstörf-
um, bæði af pólitískum og ópóli-
tískum toga. Hann var
kommúnisti og ég er sannfærð
um að hann hvikaði aldrei frá
þeirri skoðun sinni að byltingar
væri þörf til að bjarga Íslandi.
Hann fór tiltölulega snemma á
eftirlaun og gat hann þó notið
þess að grúska í sínu helsta
áhugamáli, ættfræði, og var hann
alls óhræddur við nýmóðins hluti
á borð við tölvur og internetið.
Ég hef alltaf verið mikil afa-
stelpa og þegar ég var að alast
upp fór ég í óteljandi heimsóknir
til afa og ömmu á Höfðabrautinni.
Þaðan á ég margar af mínum
bestu minningum. Þegar ég bak-
aði fyrir síðdegiskaffið í heim-
sóknum mínum hjá þeim brenndi
ég stundum pönnsur eða vöfflur,
en það gerði ekkert til því afa
þótti þær, að eigin sögn, bestar.
Ég man eftir sjálfri mér í eld-
húsinu hjá afa og ömmu, þar sem
við hlustuðum á sinfóníur á hæsta
styrk á Rás eitt og borðuðum ljúf-
fengt heimabakað bakkelsi, sem
ég renndi ljúflega niður með Ís-
Kóla eða Sunquick-djúsglasi, á
meðan afi renndi sínu bakkelsi
niður með kaffibolla fullum af
sykri og sætuefnum. Eftir kaffið
spiluðum við tvö lönguvitleysu og
skemmtum okkur konunglega.
Þegar afi var þreyttur og lagði
sig í stofusófanum breiddi ég allt-
af púða á hann til að hann svæfi
betur. Þegar ég átti í erfiðleikum
með að læra að reima skó kom afi
til bjargar og sýndi mér leyniað-
ferð til þess að reima skóna mína.
Eitt sumarið þegar mig sárvant-
aði hjól kom afi færandi hendi
með eldrautt hjól sem hann hafði
keypt fyrir lítið og gert upp
handa mér.
Þegar ég fullorðnaðist fór
heimsóknum mínum til þeirra
fækkandi, en þegar ég fór áttum
við afi í fjörlegum samræðum um
stjórnmál, sagnfræði og þýsku,
og vorum við ekki alltaf sammála.
Í einni af síðustu heimsóknum
mínum til afa spurði hann mig
hvar ég ætlaði nú að fá vinnu eftir
háskólanám. Ég svaraði þá að ég
hlyti nú að fá vinnu ef ég stæði
mig vel og væri sjálfri mér til
sóma. Það hnussaði aðeins í afa
við svarið, en þegar ég kvaddi
sagði hann mér að hann hefði
fulla trú á mér og að ég myndi
örugglega fá gott starf. Orð hans
voru mér ómetanleg hvatning.
Leiðir okkar hefur nú skilið.
Þrátt fyrir að líkamleg heilsa afa
skyldi á endanum bila, þá var
kollurinn ávallt í fullkomnu lagi.
Það mikilvægasta sem Benni afi
kenndi mér er að hægt er að lífa
góðu og skemmtilegu lífi þó að
maður verði næstum hundrað
ára. Hans verður sárt saknað.
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hæhæhæ … svona hummaði
Benedikt afi iðulega þegar hann
gekk um gólf, stór og sterklegur,
með skörp, djúpvitur augu, góð-
legt bros og skalla. Hann var allt-
af að blaða í bókum, fylgdist
grannt með fréttum og veðri og
var fróður um allt og alla.
Afi var hógvær og iðinn hug-
sjónamaður með mikla réttlætis-
kennd. Áhugi hans á samferða-
fólki sínu og ættfræði endur-
speglar þá ríku samkennd sem
einkenndi hann. Fortíð hans hef-
ur sennilega mótað hann mikið og
þá eiginleika sem hann bjó yfir.
Hann fæddist í torfbæ, ólst upp á
heiðarbýli fyrstu árin og síðan
innst í Hrafnkelsdal. Hann barð-
ist til mennta af eigin rammleik
og varð kennari á Siglufirði þar
sem hann bjó lengst af.
Heimsóknirnar til afa og
ömmu á Sigló voru ógleymanleg-
ar og hápunktur margra sumra.
Það gekk auðvitað á ýmsu með
allan barnabarnaskarann út um
alla íbúð. Dýnur á öllum gólfum,
hress hópur frændsystkina með
sitt hafurtask út um allt og svo
þurfti auðvitað að elda og þvo af
öllum. Alltaf hélt afi ró sinni og þá
sjaldan að hann byrsti sig, sem
var líklega miklu sjaldnar en við
áttum skilið, þurfti hann ekki að
gera það oftar en einu sinni því
allir báru virðingu fyrir afa.
Þegar við komum til vits og ára
gat afi farið að ræða um lífið og
tilveruna á vitsmunalegri nótum
við okkur og maður fann alltaf að
hann hafði einlægan áhuga á sínu
fólki. Afi átti fimm börn og enn
fleiri barnabörn og barnabarna-
börn. Þrátt fyrir háan aldur
kunni hann skil á öllum og því
sem við vorum að læra eða fást
við þá stundina. Auk þess bjó
hann yfir svo mikilli þekkingu og
kímnigáfu að það var unun að
spjalla við hann. Benedikt afi
kom líka sífellt á óvart. Það er í
raun ótrúlegt að maður sem bjó
fyrstu árin án rafmagns eða síma
hafi verið svona fljótur að tileinka
sér tækninýjungar eins og inter-
net og samfélagsmiðla, og leika
sér á netinu langt fram á tíræð-
isaldur.
Það hefur alltaf verið gaman
að fylgjast með sambandi ömmu
og afa. Þó að lífsbaráttan hafi ef-
laust verið hörð á fyrri tímum eru
það forréttindi sem fáir njóta að
eiga ævifélaga í næstum sjötíu ár
þar sem sambandið einkennist af
slíkri ást, virðingu og samvinnu
eins og þeirra. Þeim mun meiri er
söknuðurinn þegar annað fellur
frá. Missir okkar allra er mikill en
langmestur þó Fríðu ömmu. Í
dag kveðjum við elsku besta afa,
traustan og góðan pabba og síð-
ast en ekki síst ástkæran eigin-
mann. Við vottum elsku ömmu
sem og öllum öðrum í fjölskyld-
unni okkar dýpstu samúð. Bless-
uð sé minning Benedikts afa.
Brynja, Hólmfríður
Anna og Sigurður.
Afi leiðir lítinn dreng niður á
bryggju á Sigló þar sem þeir fé-
lagarnir renna fyrir ufsa. Litla
höndin hverfur næstum því í
stóra afahramminn. Allir bæj-
arbúar þekkja þennan hávaxna
og hnarreista mann með skarp-
lega augnaráðið. Hann var kenn-
ari, rithöfundur, ættfræðingur og
á tímabili virkur í stjórnmálum á
Siglufirði. En það veit litli dreng-
urinn ekki. Fyrir honum er hann
bara afi Benedikt. Afi sem kennir
að veiða. Afi sem eldar hádegis-
matinn ofan í barnabörnin. Afi
sem situr með pípuna sína og bók
í hönd.
Við barnabörnin minnumst
Benedikts afa fyrir góðmennsku
hans, hlýju og dugnað. Hann lifði
fyrir fjölskylduna og sína ævi-
löngu köllun – að bæta við sig
vitneskju og miðla henni. Seint
þreyttist hann á því að lesa og
læra, og var í minningunni alltaf
umkringdur bókum.
Þegar við komum til vits og ára
fengum við að njóta fróðleiks
hans og visku í ríkara mæli – allt
fram á síðasta dag. Alltaf kom
maður einhvers fróðari frá sam-
tölunum við afa Benedikt. Þó
hans helsta áhugamál hafi verið
að grúska í fortíðinni í formi ætt-
fræði og sagnfræði, nýtti hann á
gamals aldri nútíma tölvutækni
fyrir ættfræðiskrif og til að fylgj-
ast með stórfjölskyldunni á sam-
félagsmiðlum.
Benedikt afi náði því að lifa í
næstum heila öld. Hann var um-
kringdur börnum, barnabörnum
og barnabarnabörnum, þegar
langri og farsælli ævi hans lauk.
Og honum við hlið, eins og ávallt
undanfarin sjötíu ár, var ástkær
eiginkona hans, Hólmfríður
Magnúsdóttir. Um leið og við
kveðjum merkan mann og fyrir-
myndarafa hinsta sinni, er hugur
okkar hjá ömmu Fríðu, sem nú
sér á bak lífsförunaut sínum yfir
móðuna miklu.
Að lokum eftir langan, þungan dag,
er leið þín öll. Þú sest á stein við
veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið,
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr)
Gísli H. Jóhannsson,
Vala Dröfn Jóhannsdóttir
og Margrét Gyða
Jóhannsdóttir.
Útfararþjónusta
Hafnarfjarðar
Sími: 565-9775
www.uth.is. uth@simnet.is.
Við sjáum um alla þætti útfararinnar.
Seljum kistur,krossa og duftker hvert
á land sem er.
Persónuleg þjónusta.
Stapahrauni 5 Hafnarfirði.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR SIGURBJARTSDÓTTIR,
Hraunvangi 1,
áður Þrastahrauni 8,
lést föstudaginn 31. október.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 12.
nóvember kl. 13.00.
.
Ingólfur Halldór Ámundason,
Aldís Ingvarsdóttir, Björn Sveinsson,
Helga Ingólfsdóttir, Aleksandr Stoljarov,
Eygló Ingólfsdóttir, Karl Magnús Karlsson,
Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, Kristján V. Hilmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓHANNA H. CORTES,
lést miðvikudaginn 5. nóvember
á Landspítalanum í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00.
Jónína Kolbrún Cortes,
Björg Cortes, Andrés Sigvaldason,
Óskar Torfi Cortes Viggósson,
Páll Snorri Cortes Viggósson, Rie Miura,
Jóhanna Cortes Andrésdóttir,
Brynja Cortes Andrésdóttir,
Ísabella María, Viggó Snorri, Aron,
Andrés Illugi, Karen og Steingrímur.
✝
INGJALDUR HANNIBALSSON
prófessor,
Lækjargötu 4,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 27. október, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn
13. nóvember kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
fyrirhugaðan minningarsjóð, sem verður stofnaður í nafni
Ingjalds Hannibalssonar og verður í vörslu Háskóla Íslands.
Reikningsnúmer: 0137-26-020250, kt: 600169-2039.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karólína Eiríksdóttir,
Þorsteinn Hannesson.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við útför mannsins míns,
föður, fósturföður, tengdaföður og afa,
LEIFS TEITSSONAR
pípulagningameistara,
Prestastíg 6.
Sérstakar þakkir til gjörgæsludeildar
LHS fyrir frábæra umönnun.
.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Vilhjálmsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA JÓHANNA ZIMSEN,
áður til heimilis að Kleifarvegi 13,
Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
miðvikudaginn 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Áskirkju
föstudaginn 14. nóvember kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hennar láti Sumarstarfið í Vindáshlíð
eða Kristniboðssambandið njóta þess.
Anna Jóhanna Hilmarsdóttir,
Hafsteinn Zimsen Hilmarsson,
Einar Kristján Hilmarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir,
Friðrik Hilmarsson Zimsen,
Ingibjörg Hilmarsdóttir Melberg, Arild Melberg,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín og móðir,
KRISTÍN S. R. GUÐMUNDSDÓTTIR,
þjónustustjóri í viðskiptasöludeild
Icelandair,
lést sunnudaginn 2. nóvember á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer
fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.
.
Jón Ögmundsson,
Guðmundur Þór Kristjánsson,
Kristján Örn Kristjánsson.