Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 24

Morgunblaðið - 11.11.2014, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 ✝ Teitur Berg-þórsson fæddist á Sauðárkróki 23. ágúst 1953. Hann lést á bráðamóttöku Landspítalans 31. október 2014. Teitur var sonur hjónanna Bergþórs Finnbogasonar kennara frá Híta- rdal í Mýrasýslu, f. 1920, d. 2003, og Maríu Friðriksdóttur húsmóður frá Sauðárkróki, f. 1926. Systkini Teits eru: Hafþór Magnússon, f. 1948, Einar Bald- vin Sveinsson, f. 1950, og Kristín Fjóla Bergþórsdóttir, f. 1965. Teitur kvæntist 22. desember 1984 eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Maríu Hauksdóttur hjúkrunarfræðingi frá Húsavík, f. 13. september 1951. Foreldrar apríl 1988. Dóttir Guðnýjar er Björg Arnþórsdóttir, f. 3. sept- ember 1973. Sambýlismaður hennar er Michael C Martinsen. Teitur ólst upp á Selfossi, út- skrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973, frá Kenn- araháskóla Íslands 1983 og kenndi við Hólabrekkuskóla í Breiðholti frá þeim tíma og allt til síðasta dags. Áður hafði hann sinnt kennslu við Gagnfræða- skólann á Selfossi, Fellaskóla og Vörðuskóla í Reykjavík. Teitur var mikill áhugamaður um ljósmyndun og kvikmyndun frá unga aldri og tók mikið af ljósmyndum alla tíð. Hann hafði gaman af myndlist og málaði ol- íumyndir. Útför Teits verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 11. nóv- ember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. Guðnýjar voru hjón- in Haukur Haralds- son, mjólkurfræð- ingur frá Húsavík, f. 1928,d. 2010, og Hulda Karlsdóttir, húsmóðir frá Gríms- stöðum á Fjöllum, f. 1926, d. 1985. Dætur Teits eru: Hrund, sálfræð- ingur, f. 5. nóv- ember 1977. Hennar móðir er Margrét Gísladóttir. Sambýlismaður Hrundar er Þor- valdur Örn Kristmundsson. Þeirra börn eru Ísabella María, f. 1996, Leonard Breiðfjörð, f. 2002, og Kristófer Breiðfjörð, f. 2007. Hulda, f. 7. október 1985. Sam- býlismaður hennar er Elís Hólm Þórðarson. Þeirra dætur eru Nadía Sól, f. 2004, og Adríana Diljá Hólm, f. 2013. María, f. 28. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Kveðja frá mömmu. Elsku pabbi minn. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér og allt sem þú hefur gert fyrir mig á þessum stutta en ómetanlega tíma sem við fengum saman. Ég er stolt af því að vera dóttir þín og kveð þig með mikl- um söknuði. Ég á margar góðar minningar og mun varðveita þær vel. Ég elska þig og sakna þín. Hulda Teits. Sumir dagar eru hús sem við læsum vandlega áður en við kveðjum og hverfum út á vettvang áranna en ef við síðar förum þar hjá af tilviljun sjáum við allar dyr opnar – börn dvelja þar að leik og það sem mest er um vert: sólin skín ótrúlega glatt á húsið. (Þorsteinn frá Hamri.) Þannig eru einmitt mínar bestu minningar um þig. Þennan stóra bróður sem ég bar tak- markalausa virðingu fyrir og leit endalaust upp til. Tólf árum eldri en ég og gerðir allt fyrir litlu syst- ur. Minningar um allar vel völdu og skemmtilegu jólagjafirnar frá stóra bróður – sem gerðu jólin mín svo sérstök og eftirminnileg. Minningar um þig í forstofuher- berginu með alla skemmtilegu stóru vinina þína, minningar um öll fyndnu og sérstöku uppátækin þín sem sennilega engum öðrum hefði dottið í hug að framkvæma. Minningar um alla skemmtilegu „orðaleikina“, meinfyndnina og sérstaka húmorinn. Minningar um þig og Guðnýju, pabba og mömmu og okkur öll upp í sum- arbústað. Minningar um áramót- in í Maríubakkanum. Minningar um það þegar þú varst að hvetja mig til dáða þegar ég loksins var orðin stór. Við áttum margt sameiginlegt og deildum í grunninn pólitískum skoðunum og gildum okkar í líf- inu. Víst er að ég á eftir að sakna þín. Sakna þín mikið. Sakna þess að ræða við þig um pólitík, lífs- gildi og kjarabaráttu kennara – en í þeirri umræðu fann ég engan sem skildi mig betur en þú. Í seinni tíð höfðum við kannski ekki eins mikið samband og oft áður, eins og gengur í amstri dagsins, og það er miður. Þrátt fyrir það varstu samt alltaf stóri bróðirinn sem ég leit upp til og treysti. Elsku Teitur, takk fyrir allt. Þín systir, Kristín Fjóla. Lagið okkar, elsku besti afi. Ó hve létt er þitt skóhljóð, ó hve lengi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór K. Laxness) Ég sakna þín. Þín afastelpa, Nadía Sól Látinn er Teitur Bergþórsson kennari frá Selfossi. Það var hinn illvígi sjúkdómur krabbamein sem lagði hann að velli. Þessi veikindi gerðu vart við sig hjá honum fyrir rúmlega tveimur ár- um. Mér fannst Teitur takast hetjulega og karlmannlega á við veikindi sín. Ef maður hitti hann, eða talaði við hann í síma, þá bar hann sig ávallt vel. Eiginkona Teits, Guðný María Hauksdóttir hjúkrunarfræðingur, studdi hann vel og hjúkraði í þessum erfiðu veikindum. Foreldrar Teits, María Jakob- ína Friðriksdóttir og Bergþór Finnbogason kennari frá Híta- rdal, fluttu frá Vík í Mýrdal að Selfossi með Teit nýfæddan. Bergþór og faðir minn, Kristján Finnbogason trésmiður og yfir- verkstjóri frá Hítardal, voru bræður og erum við Teitur því bræðrasynir. Fyrstu mánuðina á Selfossi voru foreldrar Teits í heimili hjá foreldrum mínum. Ég og Ragnheiður systir mín munum vel, hvað okkur þótti gaman að fá lítinn frænda á heimilið. Við gætt- um hans og lékum okkur við hann. Teitur ólst upp á Selfossi, en þar var faðir hans kennari lengst af. Teitur lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Selfoss 1969 og stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1973. Hann var einnig tvo vetur í þjóðfélagsfræði- námi við Háskóla Íslands, svo var Teitur tvo vetur í Tollvarðaskóla Íslands. Lauk prófi frá Kennara- skóla Íslands 1983. Á sumrin vann hann ýmis störf, t.d. við toll- gæslu, hann sló grasflatir við hús í Reykjavík og kom sér upp jeppa og kerru til að flytja sláttuvélarn- ar á milli. Það lýsir seiglu og dugnaði Teits að hann var með grasofnæmi, en lét ekki einkenni vegna þess aftra sér frá að halda áfram slætti mörg sumur. Teitur var listrænn í sér, eins og frændfólk hans úr móðurætt, t.d. Snorri Sveinn Friðriksson, móðurbróðir hans, sem var list- málari og leiktjaldamálari í Rík- issjónvarpinu. Teitur hélt mál- verkasýningu í Þrastalundi, og voru það fallegar myndir að mínu mati. Við hjónin eigum málverk eftir hann sem hann gaf okkur, og nefndi hann það Hafið. Einnig eigum við fallegar ljósmyndir sem hann tók í Hítardal. Teitur var vinstrisinnaður í pólitík, eins og sumt fólk í báðum ættum hans. María móðir hans og Einar Olgeirsson, sem var foringi vinstrimanna í mörg ár, voru bræðrabörn. Bergþór faðir hans var fulltrúi vinstrimanna á Sel- fossi og sat sem varamaður Karls Guðjónssonar á Alþingi í nokkrar vikur. Á sumrum og með námi vann Teitur sem gæslumaður á Kleppsspítala, þar kynntist hann Guðnýju Maríu Hauksdóttur hjúkrunarfræðingi, sem þar vann og vinnur ennþá. Þau giftust 1984 og eiga tvær dætur saman, Huldu og Maríu. Guðný og Teitur komu sér upp sælureit í Grímsnesi, þau nefndu sumarbústaðinn Bergþórs- brekku, trúlega til heiðurs föður Teits. Bergþór vann mikla smíða- vinnu við bústaðinn, enda var hann bráðflinkur verkmaður. Við hjónin vottum Guðnýju, dætrum þeirra, Maríu móður Teits, systkinum Teits og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Teits Bergþórssonar. Pétur Kristjánsson. Teitur vinur minn og vinnu- félagi til rúmra 30 ára skilur eftir sig stór skörð. Í fjölskyldunni, á vinnustaðnum, í félagslífinu og vinahópnum var hann klettur sem allir gátu lagt traust sitt á. Hann háði snarpa baráttu við krabba- mein í tvö ár og kenndi börnum fram í andlátið. Hann skilaði full- um kennsludegi á miðvikudegi en lést á föstudegi. Baráttumaður. Hvar sem hann kom við í lífi sínu voru vinnusemi, fag- mennska, heilræði, skynsemi og raunhæfar lausnir það sem hann lagði öðrum til. Skopskynið og gleðin fylgdu ætíð með í hinum hversdagslegu athöfnum. Hann sá alltaf einhverjar skondnar hlið- ar á öllum málum. Okkar leiðir lágu saman fyrst á unglingsárum í sumarvinnu í MBF á Selfossi. Á þeim árum vorum við líka samferða í gegnum Menntaskólann við Hamrahlíð. Áratug síðar lágu leiðir okkar aft- ur saman við kennslu í Hóla- brekkuskóla í Reykjavík þar sem við unnum saman í 31 ár. Þær eru margar stundirnar okkar á kenn- arastofunni þar sem málin voru rædd. Vinnustaðurinn, nærum- hverfið, landsmálin og heimsmál- in voru krufin til mergjar. Eins og gengur voru menn ekki alltaf sammála. Teitur lét sig stjórnmál landsins mikið varða og var póli- tískur að eðlisfari. Hann fylgdi róttækum vinstri hugmyndum frá unga aldri og var ófeiminn við að senda skilaboð til forystu þeirra stjórnmálafla sem hann kaus hverju sinni. Í rúm 30 ár fengum við starfs- fólkið í Hólabrekkuskóla að kynn- ast einstakri gestrisni Teits. Hann naut þess að taka á móti vinnufélögum og vinahópum í sín- um sælureit, í sumarbústaðnum við Úlfljótsvatn. Þar sló hann á létta strengi og lék við hvurn sinn fingur. Hann var tónelskur og hafði gaman af að taka í bassann. Náttúran og umhverfið spiluðu grunntóna í hans sinfóníu. Utan þessa dags bak við árin og fjallvegina streyma fram lindir mínar. Ef ég legg aftur augun ef ég hlusta, ef ég bíð heyri ég þær koma eftir leyningunum grænu langt innan úr tímanum hingað, hingað úr fjarska. Þær hljóma við eyru mér þær renna gegnum lófa mína ef ég legg aftur augun. (Hannes Pétursson) Takk fyrir samferðina, elsku vinur. Elsku Guðný og fjölskylda, ég votta ykkur samúð mína og megi Guð styðja ykkur öll í framtíðinni. Gísli Sváfnisson. Í dag kveðjum við í Hóla- brekkuskóla góðan og traustan kennara og vin, Teit Bergþórs- son. Rúmlega þrjátíu ára kennslu hans er lokið við skólann. Á síð- asta skólaári komu veikindi snöggt og óvægin. Teitur kom í fulla kennslu í haust sem umsjón- arkennari. Hann barðist hetju- lega við erfið veikindi og mætti nánast hvern dag til kennslu. Æðruleysið, krafturinn, reisnin og seiglan voru eiginleikar í fari Teits sem við eigum lengi eftir að minnast. En sár er sorgin þegar að skilnaðarstundu kemur. Kennarar hafa mikil áhrif á nemendur sína og þess vegna er starf kennarans svo heillandi en jafnframt mjög krefjandi. Á ein- um stað segir Páll Skúlason. „Að kenna er enn erfiðara en að læra. Þetta vita menn, en leiða sjaldan hugann að því. Hvers vegna er erfiðara að kenna en læra? Það stafar ekki af því að sá sem kennir verði að búa yfir meiri vitneskju og hafa hana ávallt tiltæka. Að kenna er erfiðara en að læra vegna þess að kenna merkir að fá fólk til að læra. Sá sem raunveru- lega kennir lætur fólk ekki læra neitt annað en það að læra.“ Það er verkefni kennarans að fá nem- endur til þess að læra. Hjá Teiti fundu nemendur viljann til að læra. Teitur var góður kennari og með fasi og framkomu hafði hann góða bekkjarstjórn enda báru nemendur mikla virðingu fyrir honum. Teitur var samviskusam- ur, skipulagður, úrræðagóður en þó fastur fyrir og lét skoðanir sín- ar í ljós. Teikur hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og oft voru fjörugar þjóðmálaumræður á kaffistof- unni. Hans áhugamál voru t.d. listmálun, ljósmyndun og tónlist. Þau hjónin, Teitur og Guðný María, voru viljug að bjóða okkur skólastarfsmönnum Hólabrekku- skóla í sumarbústaðinn sinn, sælureitinn. Þar voru móttökur hlýjar og innilegar. Kæra Guðný María og fjöl- skylda, við í Hólabrekkuskóla vottum ykkur djúpa samúð og hugsum hlýtt til ykkar á þessum sorgartímum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við í Hólabrekkuskóla munum ávallt minnast Teits Bergþórs- sonar með virðingu og þakklæti fyrir gott samstarf og gefandi samfylgd. Hólmfríður G. Guðjónsdóttir. Teitur Bergþórsson Hljóðfæri Gítarinn ehf. Stórhöfða 27 S. 552 2125 • gitarinn.is Ukulele í úrvali Verð við allra hæfi Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. BÍLAR Sérblað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Okkur langar að skrifa nokkur orð um elskulegan son og bróður, Stefán Rúnar, sem hefði orðið 49 ára hinn 2. nóvem- ber. Margs er að minnast enda var Rúnar líflegur og uppátækjasam- ur með eindæmum. Æskuárin voru skemmtileg og margt brall- að. Á sumrin vorum við úti á bát að róa og veiða og einnig var veitt á bryggjunum. Farið var í útilegur og bústaðaferðir þar sem var allt- af nóg um að vera. Á veturna var farið á sleða sem afi smíðaði, skíðað og allt það sem veturinn bauð upp á, búa til snjóhús og ann- að. Ungur fór hann með föður sín- um til veiða og varð strax mikill veiðimaður, bæði skot- og stang- veiði, og veiðimennskuna stundaði hann af mikilli ánægju allt sitt líf. Hann las mikið bækur um náttúru og dýralíf og hafði ávallt gaman af góðri tónlist. Síðustu ár hafði hann ánægju af því að vinna í höndun- um, smíða bæði úr tré og beinum. Stefán Rúnar Sigurðsson ✝ Stefán RúnarSigurðsson fæddist á Seyð- isfirði 2. nóvember 1965. Hann lést 2. ágúst 2014. Útför Stefáns Rúnars fór fram 13. ágúst 2014. Hann var með annan fótinn hja móður sinni og hjálpaði hann henni mikið við dagleg störf, sá al- veg um garðinn fyrir hana og dyttaði að húsinu o.fl. Hann var mikil barnagæla og hafi gaman af því að atast í börnunum í fjölskyldunni. Sig- urður Friðrik syst- ursonur hans var farinn ungur með honum að stunda veiðarnar og var mjög hændur að frænda sínum og er þetta mikill missir fyrir hann, sem og alla fjölskyld- una. Stefán Rúnar átti tvær dætur sem voru ljósin í lífi hans; þær Thelmu Líf, sem býr á Egilsstöð- um, og Selmu, sem er yngri dóttir hans og býr á Grænlandi. Elskulegur sonur minn og bróðir okkar, þín er og verður sárt saknað. Þér ég sendi hlýjar kveðjur og ljósið bjarta. Sorgina sefi von þér veiti og vittu til það kemur vor. Þín móðir og systur, Katrín Björg, Sigríður Viktoría, Íris Björg og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.