Morgunblaðið - 11.11.2014, Side 33

Morgunblaðið - 11.11.2014, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 2014 Eurosonic Noorderslag, stærsta tón- listarkaupstefna og -hátíð Evrópu, fer fram í Groningen í Hollandi 14.- 17. janúar nk. og verður Ísland að þessu sinni í brennidepli. Eurosonic sækja fulltrúar frá stærstu tónlist- arhátíðum álfunnar og kynna sér nýja listamenn og hana sækja einnig fulltrúar frá helstu ríkis- útvarpsstöðvum Evrópu sem veita hin eftirsóttu EBBA-verðlaun sem Ásgeir Trausti og Of Monsters and Men hafa m.a. hlotið síðustu tvö ár. Robert Meijerink, aðalbókari Eurosonic, kynnti fyrir helgi 18 ís- lenska tónlistarmenn og hljómsveitir sem hann hefur valið á hátíðina og eru það Kaleo, Kiasmos, Júníus Mey- vant, Rökkurró, Samaris, Sóley og Vök, Árstíðir, dj. flugvél og geimskip, Fufanu, M-Band, Óbó, Skálmöld, Sólstafir, Tonik Ensemble, Ylja, Low Roar og Young Karin. Blaðamaður ræddi við Sigtrygg Baldursson, framkvæmdastjóra Út- flutningsskrifstofu íslenskrar tónlist- ar (ÚTÓN), og spurði hann hvernig valið á Eurosonic færi fram. Sig- tryggur segir Meijerink sjá um bók- anir á hljómsveitum og tónlist- armönnum, hann sé með ákveðnar áherslur og hafi áhuga á ákveðnum hljómsveitum og leiti svo álits hjá ÚTÓN. „Við búum ekki til einhverja íslenska dagskrá á þetta, það virkar ekki alveg þannig,“ segir Sigtryggur um þátt ÚTÓN í ferlinu. En hvað er haft að leiðarljósi í val- inu? „Það er aðallega hvað er ferskt, áhugavert og farið að fá athygli utan landsteinanna. Það er ýmislegt haft að leiðarljósi, það er ekkert eitt. En eins og Meijerink sagði sjálfur: Þetta er aðallega hátíð fyrir „up and com- ing“ ung bönd. Svo er þetta líka smekksatriði þeirra og annarra,“ svarar Sigtryggur og nefnir sem dæmi undantekningu frá „up and coming“-reglunni, rokksveitina Sól- stafi sem sé að breyta um stíl að ákveðnu leyti og hafi áhuga á að koma og spila á Eurosonic. Þá skipti einnig máli að hljómsveitir séu með bakland á hátíðinni, einhvern í því að vinna í þeirra málum, kynningu sem öðru. „Það er tilgangslaust fyrir ein- hverja hljómsveit að fara þarna inn til þess að reyna að finna sér umboðs- mann, útgáfufélag, bókunar- skrifstofu eða útgáfusamning,“ út- skýrir Sigtryggur. Á Eurosonic sé aðaláhersla lögð á lifandi flutning og því séu kaupendur á hátíðinni tónlist- arhátíðir og stórar bókunarskrif- stofur í leit að sveitum til að bóka á tónleika eða sumarhátíðir. Ekki „greatest hits“ Spurður hvort sátt ríki í tónlistar- bransanum um valið á Eurosonic eða hvort hann hafi orðið var við óánægjuraddir segir Sigtryggur að margir hafi skoðanir á því og vissu- lega heyrist murr. „Það byggist líka á því að menn átta sig ekki á því hvern- ig þetta val fer fram eða hvernig há- tíðin á að fúnkera, halda að hún eigi að vera e.k. „greatest hits“-sýnishorn fyrir íslenska tónlist en það er bara ekki þannig. Auðvitað hafa margir miklar og margvíslegar skoðanir á þessu, mörg þeirra atriða sem eru þarna inni eru alls ekki þekkt á Ís- landi,“ segir Sigtryggur. Þá sé það líka regla á hátíðinni að sömu sveitir leiki ekki oftar en einu sinni. Sú regla sé þó einstaka sinnum brotin. helgisnaer@mbl.is Ferskt og áhugavert  Ísland í brenni- depli á Eurosonic Ljósmynd/Viktor Örn Hressir Sigtryggur Baldursson og Robert Meijerink, aðalbókari Eurosonic. Söguhetjan í þessari bráð-skemmtilegu unglingabóker Klara, sem býr í svína-stíu í Hafnarfirði og er vist- uð alla virka daga á stofnun með öðr- um unglingum úr hverfinu, eða svo lýsir hún lífi sínu og best að geta þess strax að stofnunin sem um ræð- ir er Víðistaðaskóli, en þar er Klara í tíunda bekk, enda á sextánda aldurs- ári. Bókin hefst 1. desember 1999, en faðir Klöru er þá á sjúkrahúsi vegna lungnasjúkdóms. Þegar hann losnar þaðan út kemst Klara að því að for- eldrar hennar eru á leið í tveggja vikna slökunarfrí til Kanaríeyja og Klara þarf því að eyða næstu tveim- ur vikum hjá ömmu sinni, sem verð- ur heldur en ekki ævintýraríkt. Hafnarfirði er vel lýst í bókinni, sögusviðið er auðþekkjanlegt, þó fjarlægðir séu teygjanlegar, ýmist meiri en maður hefði ætlað eða minni eftir því hvað þjónar sögunni. Við sögu koma líka persónur úr raunveruleikanum, Ingimar afa- bróðir og Hallbera afasystir, en Bryndís nýtir ákveðna þætti í sögu þeirra í bókinni, en skáldar annars sögu þeirra að mestu leyti. Það er freistandi að líta á Klöru sem eins- konar birtingarmynd Bryndísar sjálfrar, enda ólst hún upp í Hafn- arfirði, var á svipuðu reki og Klara þegar bókin hefst (Bryndís var sautján ára í desember 1999), en æv- intýrin sem Klara gengur í gegnum eru slík að óhætt held ég að gera því skóna að atburðarásin sé skálduð að mestu eða öllu leyti. Klara segir söguna lipurlega, seg- ir reyndar ekki frá öllu sem hendir hana sjálfa, í það minnsta ekki strax (sjá: stóra páskaeggjamálið), þó allt komist upp um síðir. Hún er einkar skemmtileg söguhetja, heilsteypt, trúverðug og bráðskörp stelpa, full- skörp reyndar að manni finnst á köflum og grunsamlega vel að sér í menningarminjum sem hún sáldrar um bókina. Að því sögðu þá er hún trúverðug að mestu leyti og fyr- irtaks sögumaður. Vinkonur Klöru eru ekki eins heil- steyptar, eða í það minnsta ná þær ekki að verða eft- irminnilegar per- sónur, nema kannski Halldóra, og ég verð að við- urkenna að þegar ég las bókina í fyrsta sinn átti ég erfitt með að muna hver var hvor, en það gekk betur í seinni lestri. Skúli var líka óttaleg gufa þegar honum bregður fyrst fyrir, en það þjónar gangi sög- unnar og hann fær smám saman á sig mynd sem helst vel í hendur við aukin samskipti þeirra. Ef lýsa á bókinni í stuttu máli þá snýst hún um einelti, gamalt einelti og nýtt, og það að það séu, sem bet- ur fer, fæstir eins og fólk er flest. Það kemur líka vel fram í henni hve mikilvægt það er að elska og virða gallagripina í kringum sig og ekki síst gallagripinn sem maður er sjálf- ur. „Hver er Hafnfirðingabrand- arinn? Hver er vitleysingurinn? Er það ekki samfélagið sjálft sem er einn stór brandari? Erum við kannski öll eins konar Hafnfirð- ingabrandarar? Misskilin og furðu- leg – hvert og eitt okkar á sinn sér- staka hátt.“ Hafnfirðingabrandarinn er kannski ekki eins og bókin sem Klara segist kannski ætla að skrifa um Ingimar frænda sinn, margra vasaklúta sorgar- og átakasaga – nei, þetta er stórskemmtileg bók sem segir sögu af stórskemmtilegri stúlku. Víst er hún býsna löng, rúm- ar 400 síður, en ekki fannst mér hún of löng. Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjarðarbrandari „Þetta er stórskemmtileg bók sem segir sögu af stórskemmtilegri stúlku,“ segir um skáldsögu Bryndísar Björgvinsdóttur. Heilsteypt, trú- verðug og bráð- skörp söguhetja Unglingabók Hafnfirðingabrandarinn bbbbn Eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. Vaka-Helgafell, 2014. 432 bls. innb. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR TILBOÐSDAGUR TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á ALLAR MYNDIR ATH GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR MYNDIR –BARA LÚXUS www.laugarasbio.is BRÁÐSKEMMTILEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Ísl. tal -H.S., MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar 16 16 16 16 Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð Þriðjudagstilboð L NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:30 JOHN WICK Sýnd kl. 8 - 10:10 GRAFIR OG BEIN Sýnd kl. 6 BORGRÍKI 2 Sýnd kl. 8 - 10:10 KASSATRÖLLIN 2D Sýnd kl. 5:50 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Töff, naglhörð og dúndurskemmtileg hefndarmynd sem ætti alls ekki að valda hasarunnendum vonbrigðum. -T.V. - Bíóvefurinn.is Hörku spennumynd Keanu Reeves Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður Ljós- myndasafns Íslands í Þjóðminjasafninu, mun halda erindi í fyrirlestrasal safnsins í dag, þriðjudag, klukkan 12. Fjallar hún þá um og varpar fram áður óþekktum ljósmyndum frá 6. áratug 19. aldar, frá öðrum áratug ljós- myndamiðilsins, og gerir grein fyrir tveimur myndaalbúmum í frönsku safni sem varð- veitir þær. Ljósmyndir eru stærsti efnisflokkurinn í safnkosti Þjóðminjasafns Íslands og eru í sérsafni sem heitir Ljósmyndasafn Íslands. Tæplega fimm milljónir mynda eru í safninu. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Markverð Hluti einnar ljósmynd- anna sem varðveittar hafa verið í Musée de Quai Branly. Sýnir nýfundnar myndir frá 19. öld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.