Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 1

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 1
FIFA í vanda STJÖRNURNARVILJAEKKIVERA „SJOPPAÐAR “ VEGGSPJÖLDVINSÆL SKRIFAR SÖGUTEIKNIMYNDASAGNA LAU 4 TÍSKA 43 HÖNNUN 26 ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR 56 2 HOLLUSTANBÝR Í MATNUM 16. NÓVEMBER 2014 SUNNUDAGUR ÍSLENDINGARNIR AÐ MATI ÁLITSGJAFA EN MARGIR AÐRIR KOMUST Á BLAÐ 50 * ÞAU BEST MÆLTU L A U G A R D A G U R 1 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  268. tölublað  102. árgangur  EINFALT AÐ SKILA EÐA SKIPTA ÆTLA AÐ OPNA BÖRNUM DYR AÐ SÍGILDRI TÓNLIST HALLGERÐUR SÆTTI EINELTI OG MISNOTKUN GUÐNI ÁGÚSTSSON 26TÖFRAFLAUTAN 60 Tölvuteikning/United Silicon Kísilver Mismikil loftmengun stafar frá kísilverum eftir framleiðsluaðferðum.  Umhverfisstofnun hefur borið saman loftmengun frá fimm fyr- irhuguðum kísilverkefnum á Ís- landi, og er mikill munur á loft- mengun á milli einstakra verkefna. Framleiðsluferli verk- smiðjanna er mismunandi og sker Silicor Materials á Grundartanga sig úr, þar sem þróuð hefur verið ný tækni sem fyrirtækið er með einkaleyfi fyrir. Guðjón Jónsson, efnaverkfræð- ingur hjá VSÓ, segir í samtali við Morgunblaðið að talið hafi verið að starfsemi fyrirtækisins sé afar mengandi. Það hafi verið á mis- skilningi byggt. Niðurstaða Skipu- lagsstofnunar var að framleiðslan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif. »18 Ný framleiðsluað- ferð skiptir sköpum varðandi mengun Á dýrum stöðum » Hluti íbúðanna 1.415 verður við Hörpu, á Höfðatorgi og í Skuggahverfinu. » Alls koma fjárfestarnir að 15 verkefnum og eru þrjú þeirra í úthverfum Reykjavíkur. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hópur tuttugu fjársterkra einstak- linga er leiðandi í byggingu nýrra íbúða miðsvæðis í Reykjavík. Samkvæmt úttekt Morgunblaðs- ins koma umræddir einstaklingar að fjármögnun 1.415 íbúða og er hluti íbúðanna þegar kominn í sölu. Hjónin Helen Neely og Þorvaldur H. Gissurarson, eigendur ÞG Verks, eru umsvifamest á þessum lista. Þau koma að byggingu 384 íbúða í Reykjavík, auk þess sem félag þeirra er að byggja 88 íbúðir í Garðabæ. Samanlagt eru það 472 íbúðir. Miðað við að söluverð hverrar nýrrar íbúðar sem fjárfestarnir 20 koma að sé 35 milljónir króna, sem er varlega áætlað, er söluverðmæti íbúðanna um 50 milljarðar króna. Meðal fjárfestanna 20 eru tvenn hjón, auk þess sem tvær konur þar eru giftar þekktum athafnamönnum. Bakgrunnur fjárfestanna er ólík- ur. Fjármagnið kemur víða að og má nefna að móðurfélag félags sem fjár- festi í 31 íbúð á Mýrargötu er skráð í Lúxemborg. Þá koma Íslandshótel að uppbyggingunni. Hjón byggja 472 íbúðir  Tuttugu fjárfestar koma að fjármögnun ríflega 1.400 nýrra íbúða í Reykjavík  Söluverðmæti íbúðanna er um 50 milljarðar  Fern hjón í fjárfestahópnum MKaupa íbúðir »24 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er mjög gagnrýninn á það hvernig Banda- ríkjamenn yfirgáfu Keflavíkur- flugvöll árið 2006, í bók sinni Í köldu stríði. Í bókinni kemur fram að finna mátti menn í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins sem töldu að Davíð Oddsson hefði verið of stífur í samskiptum við Bandaríkjamenn. Erfitt sé að sjá í hverju sú „stífni“ hafi átt að vera fólgin. Styrmir segir í samtali við sunnudagsblað Morgunblaðs- ins að gróða- söfnun verk- taka á Kefla- víkurflugvelli hafi verið „svartur blettur á baráttu okkar og að hafi svona miklir fjármunir orðið að verða til í kringum þessa starfsemi á Keflavíkurflugvelli, þá hefðu þeir fjármunir átt að fara til þjóð- arinnar allrar, en ekki örfárra manna,“ segir Styrmir. „Framkoma Bandaríkjamanna í málinu öllu við gamla vina- og bandalagsþjóð var óviðunandi … Afstaða Davíðs var mjög skýr. Þegar bandaríski sendiherrann segir í byrjun maí: Varnarliðið fer eftir fjórar vikur, segir forsætis- ráðherra Íslands: Þá óskum við eftir endurskoðun varnarsamn- ingsins. En jafnframt er á það að líta að Davíð var í þeirri stöðu að bera hina endanlegu ábyrgð af Íslands hálfu. Við þurftum svigrúm til þess að átta okkur á hvernig ætti að skipa öryggismálum þjóðar- innar til frambúðar. Var það til of mikils mælzt eftir meira en hálfr- ar aldar samstarf?“ (Í köldu stríði bls. 255-256) Bandaríkjamenn höfðu í nokkur ár rætt við stjórnvöld hér um að Íslendingar tækju meiri þátt í kostnaði við rekstur Keflavíkur- flugvallar. Styrmir segir í bók sinni að öllum slíkum óskum hafi verið tekið þunglega. Svartur blettur á baráttu okkar  Segir framkomu Bandaríkjamanna við gamla vinaþjóð hafa verið óviðunandi Styrmir Gunnarsson Unnið er hörðum höndum að því að klára framkvæmdir við Apótek hótel sem opnað verður 1. desember næstkomandi, þar sem Reykjavíkur Apótek var til húsa fram að síðustu aldamótum. Hótelið er fjögurra stjörnu lúx- ushótel og er mikil eftirspurn eftir slíkri gistingu, að sögn framkvæmda- stjóra hótelsins. Saga hússins, sem er friðað, fær að njóta sín til hins ýtr- asta jafnt í hönnun hótelsins og veitingastaðarins á jarðhæð hússins. »4 Pússað, sparslað og málað í nýju Apótek hóteli Morgunblaðið/Golli  Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga kynnti í gær nýjan hugbúnað sem leiðir saman notendur þjónust- unnar og verslanir og fyrirtæki með tilboðum sem tengjast neysluvenjum og bankafærslum fólks. Að sögn Lúðvíks Georgssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, eru allar upplýs- ingar sem fyrirtækið hefur að- gang að ópersónugreinanlegar og gerir Persónuvernd engar at- hugasemdir við notkun upplýsing- anna. » 12 Bankafærslur nýttar í tilboð fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.