Morgunblaðið - 15.11.2014, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
SVIÐSLJÓS
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Fyrsta desember verður opnað Apó-
tek hótel í einu sögufrægasta húsi
Reykjavíkur á horni Austurstrætis og
Pósthússtrætis. Nafn hótelsins vísar
til Reykjavíkurapóteks sem var þar
til húsa á árunum 1930-1999. Saga
hússins var í hávegum höfð við hönn-
un hótelsins og veitingastaðarins að
sögn rekstraraðila, en stór hluti húss-
ins er friðaður.
Herbergin eru 45 á fjórum hæðum,
allt frá eins manns herbergjum upp í
turnsvítu á þremur hæðum en hótelið
er fjögurra stjörnu.
Á jarðhæðinni verður veitingastað-
urinn Apótek restaurant opnaður á
sama tíma og hótelið. Að honum
standa eigendur veitingahúsanna
Tapasbarsins og Sushisamba, en hót-
elið sjálft verður hluti KEA-
hótelkeðjunnar sem sér um rekst-
urinn. Þess má geta að KEA-
hótelkeðjan rekur einnig Hótel Borg
sem er í grenndinni og stækkað var
nýverið. Reginn fasteignafélag er eig-
andi hússins.
Sagan hússins í hávegum höfð
Framkvæmdir hófust í mars á
þessu ári og þegar mest var unnu um
hundrað manns við þær. Húsið var
áður nýtt sem skrifstofuhúsnæði og
iðnaðarmenn unnu af kappi jafnt inn-
an dyra sem utan, þegar Morg-
unblaðið leit þar inn í gær. „Saga
hússins fékk að njóta sín til hins ýtr-
asta við alla hönnun hótelsins. Það
hefur tekist mjög vel að halda í gamla
stílinn,“ segir Katrín Sverrisdóttir,
fulltrúi Fasteignafélagsins Regins.
Hún nefnir sem dæmi að hluti af
gamalli innréttingu apóteksins er not-
aður. Skrautmunir og styttur fylgdu
húsinu, þeir munir eru friðaðir, sumir
þeirra eru eftir Guðmund frá Miðdal
og munu prýða stigagang hótelsins.
Gamalt og nýtt mætist í allri hönn-
un, hvítur og grábrúnir litir eru
ríkjandi sem tóna vel við marm-
arastiga hússins. Húsið var steinað
upp á nýtt að utan. Þá þurfti að búa til
auka hljóðeinangrun í herbergjunum
með tvöföldum gluggum.
Katrín bendir á að þegar farið er í
framkvæmdir á borð við þessar;
breyta skrifstofuhúsnæði, sem þar að
auki er gamalt og friðað, í hótel hafi
þessir þættir gert ferlið flóknara.
Mikil eftirspurn er eftir lúxusgist-
ingu líkt og boðið verður upp á Apó-
tek hótel, að sögn Páls Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri KEA hótela.
KEA-hótelkeðjan sér jafnframt um
rekstur Hótel Borgar sem býður
einnig upp á lúxusgistimöguleika.
Arkitektastofan Arkís hannaði hót-
elið, Jáverk sá um framkvæmdir, og
um hönnun veitingastaðarins sá Leif-
ur Welding. Hann segir verkefnið
hafa verið krefjandi, sérstaklega þar
sem flest var byggt í upprunalegri
mynd, líkt og loftið.
Honum var mikið í mun að veit-
ingastaðurinn líktist sem mest upp-
runanum og munu t.d. lyfjaglös
minna á horfna tíma. „Þetta er einn
mesti fjársjóður sem ég hef hannað
inn í. Saga hússins er einstök. Ég vil
gera húsinu hátt undir höfði, hafa það
líkt upprunanum en jafnframt að
hægt væri að reka veitingastað þar
með góðum hætti.“
Lúxushótel í gamla apótekinu
1. desember verður Apótek hótel í hjarta miðbæjarins opnað Saga hússins nýtur sín til hins ýtr-
asta í allri hönnun Fjögurra stjörnu lúxusgisting Svítur og turnherbergi Fjársjóður að hanna
Morgunblaðið/Golli
Kát Páll Sigurjónsson, framkvæmdastjóri KEA hótela, Bento Costa Guerreiro veitingamaður og Katrín Sverrisdóttir, fulltrúi fasteignafélagsins Regins.
Iðnaðarmenn að störfum Margar hendur vinna létt verk. Hönnuður Fjársjóður, segir Leifur Welding sem hannar veitingastaðinn.
Herbergi Gamlar innréttingar fá að njóta sín í herbergjunum. Í þessu her-
bergi var áður skrifstofa borgarstjóra Reykjavíkur um tíma.
Byggingin var teiknuð árið
1917 af Guðjóni Samúelssyni,
fyrrverandi húsameistara rík-
isins. Guðjón teiknaði margar
af þekktustu byggingum Ís-
lands, til að mynda Hótel Borg,
Akureyrarkirkju, Hallgríms-
kirkju og Þjóðleikhúsið. Fyrsta
húsið á lóðinni var reist árið
1831 en það brann árið 1915.
Fyrirtækið Nathan og Olsen
eignaðist lóðina árið 1916 og
hóf byggingu núverandi húss.
Húsið var friðað árið 1991,
sem þá tók til ytra borðs, inn-
réttinga í apóteki og stiga-
ganga að sunnan. Einnig voru
styttur eftir Guðmund frá Mið-
dal, sem eru í stigauppgangi,
friðaðar.
Sigurður Guðmundsson arki-
tekt teiknaði innréttingar í
apótekið. Hluti þeirra er nýttur
á nýja veitingastaðnum.
Þegar Reykjavíkur Apótek
flutti úr húsnæðinu árið 1999
voru innréttingarnar teknar og
þeim komið fyrir í geymslu.
Frá árinu 1999 hafa hinir
ýmsu skemmti- og veitinga-
staðir verið þar til húsa.
Húsið friðað
árið 1991
REYKJAVÍKUR APÓTEK
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið á mbl.is
Kaupum bíla
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með
fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum.
Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.