Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 6

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, skipaði í gær Ara Matthíasson, framkvæmda- stjóra Þjóðleikhússins, sem næsta þjóðleikhússtjóra. Ari tekur við af Tinnu Gunnlaugsdóttur, fráfarandi þjóðleikhússtjóra, um næstu áramót, og er skipunartími hans fimm ár. Ari er lærður leikari og hefur starfað sem bæði leikari og leikstjóri frá árinu 1991. Þá er hann með fram- haldsmenntun í rekstrarhagfræði og hagfræði. Mikilvægt að þekkja húsið Ari sagði í samtali við mbl.is í gær að hann hefði alls ekki verið viss um að fá starfið. „Það var alveg fullt af frábærum einstaklingum sem sóttu um á móti mér þannig ég var aldrei alveg öruggur um að ég fengi starf- ið.“ Sagðist Ari vera mjög spenntur fyrir nýja starfinu, en hann hafði þá verið önnum kafinn við að gera rekstraráætlun leikhússins fyrir næsta ár. Ari telur það vera kost að hafa kynnst öðrum hliðum leikhússins en sviðinu. „Ég hef bæði kynnst húsinu sem leikari og leikstjóri en sem framkvæmdastjóri hef ég kynnst öðrum hliðum rekstrarins og unnið náið með öllum tæknideildum. Það er líka mjög mikilvægt fyrir leikhús- stjóra að þekkja alla starfsemina frá a til ö,“ sagði Ari. Ari sá jafnframt fyrir sér að ein- hverjar áherslubreytingar yrðu með nýjum leikhússtjóra. Hins vegar sé hlutverk Þjóðleikhússins skilgreint í reglugerð. „Það er að sýna bæði inn- lend og erlend verk og efla íslenska leikritun og sinna jafnframt vel börnum. Ég mun reyna að gera það innan þess fjárhagsramma sem Al- þingi ákveður.“ Kveð eftir mjög farsælan tíma Ingimundur Sigfússon, formaður þjóðleikhúsráðs hefur sagt starfi sínu lausu. „Ég er búinn að vera þarna í rúmlega sjö ár, og það hefur verið mjög farsæll tími fyrir leikhús- ið,“ segir Ingimundur og bætir við að hann hafi talið það vera hentugan tíma til þess að hætta, nú þegar skipa ætti nýjan þjóðleikhússtjóra. Hann hefði haft mjög mikla ánægju af setu sinni í þjóðleikhúsráði, en þetta væri rétti tíminn til þess að snúa til annarra starfa. Ingimundur þvertók fyrir vanga- veltur sem birst hafa í fjölmiðlum þess efnis að afsögn hans væri sprottin af ósætti eða óánægju með nýjan þjóðleikhússtjóra og bendir á að hann hafi tilkynnt ákvörðun sína á mánudaginn, áður en vitað var hver yrði fyrir valinu.  Tekur við um næstu áramót og er skipaður til fimm ára  Mikilvægt að þekkja húsið frá a til ö  Formaður þjóðleikhúsráðs segir rétt að hætta eftir sjö ár Ari næsti þjóðleikhússtjóri Morgunblaðið/Ómar Þjóðleikhúsið Ari Matthíasson verður þjóðleikhússtjóri frá áramótum. „Ég fagna því hversu margir hafa gerst vinir Biblíunnar á facebook síðustu daga,“ segir Ragnhildur Ás- geirsdóttir, framkvæmdastjóri Bibl- íufélagsins. Félagið hefur síðustu daga gert átak í því að fjölga vinum með því að hvetja fólk til að læka við Biblíuna á facebook og voru vinirnir orðni tæplega 1.700 síðdegis í gær. „Á næsta ári verður þetta síunga fé- lag 200 ára gamalt og við gleðjumst yfir hverjum og einum sem gerist vinur okkar,“ segir Ragnhildur. Elsta félag landsins Félagið hefur lengi verið á sam- félagsmiðlum eins og facebook og Instagram, auk heimasíðu félagsins, biblian.is. Á biblíusíðunni á Facebo- ok birtast daglega ritningarvers, hugleiðingar og stuttar fréttir. Bibl- ían sjálf er bæði á pappír og rafrænu formi, en Biblían kom fyrst út á ís- lensku árið 1584. Hið íslenska Biblíufélag er elsta starfandi félag á Íslandi, stofnað 10. júlí 1815 til að vinna að útgáfu og út- breiðslu Biblíunnar á Íslandi. Félag- ið var stofnað fyrir tilstuðlan skosks manns, Ebenezers Hendersons, sem var kristniboði og prestur. Ragn- hildur segir að á næsta ári verði margt gert til að minnast tveggja alda afmælisins. aij@mbl.is Tæplega 1.700 vinir Biblíunnar á facebook  „Gleðjumst yfir hverjum og einum vini“ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leggur til við borgarráð að Grensásvegur verði þrengdur frá Miklubraut að Bústaðavegi, þannig að einvörðungu ein akrein verði í hvora átt, ásamt því að gerðir verði hjóla- stígar meðfram Grensásvegi, beggja vegna götunnar. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipu- lagsráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að málið væri ekki fullmótað og einvörðungu hefðu verið send drög að breytingartillögu til borgarráðs. Enn ætti eftir að útfæra tillögurnar nánar, bæði hvað varðar gróðursetningu meðfram Grensásvegi og lagningu hjólastíga. Segir íbúa kvarta yfir hraðri bílaumferð Aðspurður hvort það væri ekki enn verið að þrengja að einkabílnum með tillögu um slíka þrengingu sagði Hjálmar: „Jú, það má svo sem alveg orða það þannig en gatnakerfið hér í Reykjavík hefur fyrst og fremst verið byggt upp fyrir einkabíla. Við lítum svo á að með þessu séum við að bjóða borgarbúum upp á fjöl- breyttari ferðamáta. Hvatinn að þessu er að gera borg- ina betri hjólaborg. Umferðin um þennan hluta Grens- ásvegar er ekki það mikil að þörf krefji að það séu tvær akreinar í báðar áttir. En það eru íbúarnir á svæðinu sem óska eftir þessu, því umferð gangandi og hjólandi vegfarenda yfir Grensásveg er mjög mikil, ekki síst skólabarna. Íbúar telja einfaldlega að það auki öryggi barna og unglinga að þurfa einvörðungu að fara yfir eina akrein í hvora átt. Það er miklu hættulegra fyrir fótgangandi vegfarendur að fara yfir tvær akreinar í hvora átt en eina. Auk þess finnst íbúum þessa svæðis hraði umferðarinnar á Grensásvegi vera of mikill.“ Gatnamót á vinstri hönd, frá Miklubraut að Bú- staðavegi, eru fimm talsins: Sogavegur, Breiðagerði, Skálagerði, Hæðargarður og Hólmgarður. Spurður hvort öryggi hjólreiðamanna yrði nægt við að fara eftir hjólastíg með öllum þessum gatnamótum án umferð- arljósa sagði Hjálmar: „Eins og ég sagði, þá eru þetta frumdrög. Ef þessi tillaga verður samþykkt og þetta fer í frekari hönnun, þá fer málið að sjálfsögðu til allra umsagnaraðila.“ Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi sín- um í fyrradag. Leggja til að Grensás- vegur verði þrengdur  Ein akrein verði í hvora átt í suður frá Miklubraut Morgunblaðið/Þórður Grensásvegur Horft norður Grensásveg. Lagt er til að ein akrein verði í hvora átt frá Bústaðavegi að Miklubraut. Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Þótt heldur virðist draga úr hraða sigsins í öskju Bárðarbungu heldur eldgosið í Holuhrauni áfram með lík- um hætti og undanfarnar tvær vik- ur. Hraun flæðir enn úr hrauntjörn- inni í gígnum til austurs og suðausturs. Hraunið er nú talið þekja um 75 ferkílómetra lands. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er enn mikil en stærstu skjálftunum fækkar heldur. Um hádegið í gær mældist þó skjálfti af stærðinni 5,4. Gasið streymir upp Það er mat vísindamanna Veð- urstofu Íslands og Jarðvísindastofn- unar Háskóla Íslands að uppstreymi brennisteinsdíoxíðs haldist stöðugt. Það getur því valdið mengun í byggð, eftir því hvernig vindur stendur. Veðurstofan spáir áfram austanátt. Samkvæmt gasdreifing- arspá Veðurstofunnar gæti fólk á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norð- vesturlandi allt til Akureyrar orðið vart við gasmengun. helgi@mbl.is Dregur úr öskjusiginu  Mengun á Vestur- og Norðvesturlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.