Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.11.2014, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Skákfélagið Hrókurinn og Tafl- félag Reykjavíkur standa fyrir barnaskákmóti í Ráðhúsi Reykja- víkur á sunnudag, 16. nóvember, og hefst það klukkan 14. Mótið er kennt við Jónas Hall- grímsson enda haldið á fæðingar- degi hans sem jafnframt er dagur íslenskrar tungu. Mótið er ætlað börnum á grunn- skólaaldri, fæddum 1999 og síðar, og er gert ráð fyrir 64 keppendum. Veitt eru peningaverðlaun fyrir efstu sætin og einnig eru ýmsir aukavinningar. Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, og Friðrik Ólafsson stór- meistari verða heiðursgestir við setningu mótsins. Barnaskák- mót í Ráð- húsinu  Kennt við Jónas Hallgrímsson Morgunblaðið/Ómar Við Tjörnina Teflt verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fyrstu skógarbændurnir hafa plant- að jólatrjám á sérstökum ökrum, en ekki er þess að vænta að tré af þeim komi á markað fyrr en eftir um ára- tug. Líklegt er að hlutur íslenskra jólatrjáa á markaði í ár verði svip- aður og undanfarin ár eða 20-25%. Að meðtöldum grenigreinum má áætla að þessi markaður velti ríflega hálfum milljarði í næsta mánuði. Björn B. Jónsson, fram- kvæmdastjóri sunnlenskra skóg- arbænda, segir að um 30 skóga- bændur á Norður-, Austur- og Suðurlandi undirbúi ræktun jóla- trjáa á sérstökum ökrum. Innlend tré yfir 10 þúsund Rúmur tugur manna hafi þegar plantað fyrstu trjánum, en það sé í litlum mæli. Fleiri vinni hins vegar að undirbúningi því nauðsynlegt sé að koma upp skjólbeltum áður en hafist sé handa við ræktun til að ár- angur eigi að nást og það tekur oft 3-4 ár. Árlega seljast hér á landi 40-50 þúsund jólatré og er áætlað að hlut- ur innlendrar framleiðslu sé 10-12 þúsund tré frá skógræktarfélögum, Skógrækt ríkisins og skóg- arbændum. Vinsæl heimilistré hafa kostað 8-10 þúsund krónur, en stór torg- og fyrirtækjatré eru mun dýr- ari. Björn áætlar að grenitré og grein- ar seljist fyrir yfir hálfan milljarð í desember. Fyrir nokkrum árum kom fram að árlegur innflutningur á skrautgreinum hefði numið hátt í 100 milljónum króna, en greinarnar eru seldar allt árið. Íslensk tré af jólatrjáa- ökrum eftir um áratug Fjölskyldan í skóginum Vinsælt hefur verið síðustu ár að sækja jólatré í skóginn, til dæmis í Hamrahlíðarskóg Skógræktarfélags Mosfellsbæjar.  Jólatré og greinar fyrir hálfan milljarð í næsta mánuði Síminn og Samsung færðu Barna- spítala Hringsins nýverið tíu spjaldtölvur að gjöf sem munu meðal annars verða notaðar til af- þreyingar fyrir börn. Í tilkynningu frá Símanum er haft eftir Ásgeiri Haraldssyni, yf- irlækni barnalækninga á Barnaspít- ala Hringsins, að hingað til hafi þar verið tiltölulegar fáar slíkar tölvur. Þar segir ennfremur að þrjú til fjögur þúsund börn leggist inn á spítalann á ári hverju og 25.000 börn komi á bráðadeildir og göngu- deildir spítalans árlega. Gjöfin var gefin í tilefni af heim- sókn Young Lee, forstjóra Sam- sung Mobile í Evrópu, hingað til lands. Síminn og Samsung gefa spjaldtölvur asdfasdas Spjaldtölvur Frá afhendingunni. Fjölbreytt tækifæri fyrir íslenska orku Haustfundur Landsvirkjunar 25. nóvember 2014 kl. 14-16 í Silfurbergi Hörpu Allir velkomnir Skráning á www.landsvirkjun.is Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku. Á haustfundinum munum við fjalla um þær spennandi áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ávarp Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Nýtt markaðsumhverfi – fjölbreytt eftirspurn Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar Mikilvægi rammaáætlunar – áskoranir og tækifæri Endurnýjanlegir orkugjafar og nýir virkjanakostir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vatnsaflskostir Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku Vindorkukostir Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Jarðvarmakostir Umræður Fundarstjóri: Brynja Þorgeirsdóttir, dagskrárgerðarmaður #lvhaustfundur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.