Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Þær voru ekki glæsilegar hag-vaxtartölurnar sem birtar
voru fyrir evrulöndin og Evrópu-
sambandið í heild í gær. En þær
komu svo sem ekki heldur neitt á
óvart, því að Evrópusambandið hef-
ur lengi glímt við rýran vöxt.
Síðastliðið ár hefur hagkerfievrulandanna aðeins vaxið um
0,8% og hagkerfi Evrópusambands-
ins í heild um 1,3%, samkvæmt töl-
um hagstofu Evrópusambandsins
frá því í gær.
Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-lands, sem einnig voru birtar í
gær, má ætla að hagvöxtur hér á
landi verði 2,7% í ár og nokkru
meiri á næsta ári.
Því miður eru litlar vonir bundn-ar við að hagvöxtur fari að
taka við sér í Evrópusambandinu.
Töfralausn þeirra sem baristhafa fyrir því að Ísland gerist
aðili að Evrópusambandinu og evr-
unni – en þetta tvennt er nú óað-
skiljanlegt – hefur skilað aðild-
arríkjum Evrópusambandsins
minni árangri en engum.
Evran er dragbítur á efnahags-legan vöxt og velgengni innan
Evrópusambandsins.
Þetta fæst staðfest í sérhverjumnýjum hagtölum sem frá sam-
bandinu koma.
Þrátt fyrir það er Ísland enn um-sóknarríki um aðild að evru og
Evrópusambandi.
Ókostir evrunnar
minna á sig
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00
Reykjavík 8 skýjað
Bolungarvík 7 skýjað
Akureyri 9 alskýjað
Nuuk 1 snjóél
Þórshöfn 10 þoka
Ósló 5 súld
Kaupmannahöfn 10 þoka
Stokkhólmur 7 skýjað
Helsinki 1 skýjað
Lúxemborg 10 heiðskírt
Brussel 10 skúrir
Dublin 11 léttskýjað
Glasgow 9 skúrir
London 13 léttskýjað
París 11 alskýjað
Amsterdam 11 skýjað
Hamborg 12 alskýjað
Berlín 7 þoka
Vín 13 léttskýjað
Moskva 2 alskýjað
Algarve 17 skúrir
Madríd 12 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 20 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 15 súld
Winnipeg -15 heiðskírt
Montreal 0 léttskýjað
New York 3 heiðskírt
Chicago -2 snjókoma
Orlando 17 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
15. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:57 16:29
ÍSAFJÖRÐUR 10:21 16:14
SIGLUFJÖRÐUR 10:05 15:57
DJÚPIVOGUR 9:31 15:53
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Meirihluti umhverfis- og skipulags-
ráð Reykjavíkur fellst ekki á að
skrifstofubyggingu við Fiskislóð 43
á Granda verði breytt í gistihús.
Skrifstofubyggingin er óbyggð, en
byggingarleyfið heimilar skrifstofu-
byggingu, ekki byggingu gistihúss.
Umsókn Miðfells ehf. þar að lútandi
var hafnað á fundi ráðsins á mið-
vikudag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
og fulltrúi Framsóknarflokks og
flugvallarvina sátu hjá við af-
greiðslu málsins.
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykja-
víkur, segir að synjun ráðsins sé
m.a. tilkomin vegna vilja þess til að
standa vörð um þennan hluta
hafnarsvæðisins.
„Þeir sem höfðu áhuga á því að fá
að breyta skrifstofuhúsinu í gistihús
hafa túlkað málið svo, að það sé
ákveðin opnun á svona starfsemi í
aðalskipulagi, þar sem fjallað er um
h2 (hafnarsvæði 2) sem er ekki al-
veg við vesturhöfnina sjálfa, heldur
á landfyllingunum. Þeir töldu að þar
gæti verið, samkvæmt nánari
ákvörðunum í deiliskipulagi, versl-
anir, fínlegri starfsemi og gistiheim-
ili,“ sagði Hjálmar í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Við álítum, með fulltingi lög-
manna Reykjavíkurborgar, að í
þessu felist ekki það að deiliskipu-
lag eigi að gera ráð fyrir slíkri starf-
semi. Heldur er þetta í raun og veru
opnun, með þeim fyrirvara að þetta
verði ákveðið þannig í deiliskipu-
lagi,“ sagði Hjálmar.
Viljum ekki breyta þessu
Hann segir að meirihlutinn í um-
hverfis- og skipulagsráði telji að
vesturhöfnin og allt það svæði sé
„svo ofboðslega mikilvægt atvinnu-
svæði og í bili sé nóg að hafa mikla
íbúðauppbyggingu og túrisma við
Austurbakkann, Vesturbugt og Suð-
urbugt. Það er kominn fram mikill
þrýstingur um að því verði breytt,
en við höfum ekki viljað og viljum
ekki gera það,“ sagði Hjálmar.
Fá ekki að breyta í gistihús
Vilja standa vörð um vesturhöfnina „Er svo ofboðslega mikilvægt atvinnu-
svæði,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs
Morgunblaðið/Ómar
Fiskislóð Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur vill ekki gistiheimili við
Fiskislóð. Vill standa vörð um hafnarsvæðið og atvinnureksturinn.
Ökumaður bif-
reiðar sem
keyrði út í Ölfusá
í fyrrakvöld
fannst kaldur og
hrakinn í gær-
morgun í gröfu
við flugvöllinn á
Selfossi, þar sem
hann hafði leitað
sér skjóls.
Maðurinn dvaldi í gær á Land-
spítalanum, en ekki hefur verið
hægt að spyrja hann út í tildrög
slyssins. Tilkynnt var um ellefu-
leytið í fyrrakvöld að bifreið hefði
farið út í ána skammt frá Selfoss-
kirkju og hófst þegar mikil leit sem
stóð alla nóttina.
Ekki verður leitað að bifreið
mannsins og eru ákaflega litlar lík-
ur taldar á því að hún finnist. Frek-
ari upplýsingar um atburðarás
málsins liggja ekki fyrir.
Fannst kaldur og
hrakinn í gröfu
Selfosskirkja.
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16
Opnun kl. 15,
laugardaginn
15. nóvember
Allir velkomnir
Beggja
heima
Abba
Listmuna
uppboð
Erum að taka á móti
verkum á næsta uppboð
Áhugasamir geta
haft samband
í síma 551-0400