Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.11.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Þær voru ekki glæsilegar hag-vaxtartölurnar sem birtar voru fyrir evrulöndin og Evrópu- sambandið í heild í gær. En þær komu svo sem ekki heldur neitt á óvart, því að Evrópusambandið hef- ur lengi glímt við rýran vöxt.    Síðastliðið ár hefur hagkerfievrulandanna aðeins vaxið um 0,8% og hagkerfi Evrópusambands- ins í heild um 1,3%, samkvæmt töl- um hagstofu Evrópusambandsins frá því í gær.    Samkvæmt tölum Hagstofu Ís-lands, sem einnig voru birtar í gær, má ætla að hagvöxtur hér á landi verði 2,7% í ár og nokkru meiri á næsta ári.    Því miður eru litlar vonir bundn-ar við að hagvöxtur fari að taka við sér í Evrópusambandinu.    Töfralausn þeirra sem baristhafa fyrir því að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu og evr- unni – en þetta tvennt er nú óað- skiljanlegt – hefur skilað aðild- arríkjum Evrópusambandsins minni árangri en engum.    Evran er dragbítur á efnahags-legan vöxt og velgengni innan Evrópusambandsins.    Þetta fæst staðfest í sérhverjumnýjum hagtölum sem frá sam- bandinu koma.    Þrátt fyrir það er Ísland enn um-sóknarríki um aðild að evru og Evrópusambandi. Ókostir evrunnar minna á sig STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.11., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 7 skýjað Akureyri 9 alskýjað Nuuk 1 snjóél Þórshöfn 10 þoka Ósló 5 súld Kaupmannahöfn 10 þoka Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 10 heiðskírt Brussel 10 skúrir Dublin 11 léttskýjað Glasgow 9 skúrir London 13 léttskýjað París 11 alskýjað Amsterdam 11 skýjað Hamborg 12 alskýjað Berlín 7 þoka Vín 13 léttskýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 17 skúrir Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 15 súld Winnipeg -15 heiðskírt Montreal 0 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago -2 snjókoma Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:57 16:29 ÍSAFJÖRÐUR 10:21 16:14 SIGLUFJÖRÐUR 10:05 15:57 DJÚPIVOGUR 9:31 15:53 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Meirihluti umhverfis- og skipulags- ráð Reykjavíkur fellst ekki á að skrifstofubyggingu við Fiskislóð 43 á Granda verði breytt í gistihús. Skrifstofubyggingin er óbyggð, en byggingarleyfið heimilar skrifstofu- byggingu, ekki byggingu gistihúss. Umsókn Miðfells ehf. þar að lútandi var hafnað á fundi ráðsins á mið- vikudag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina sátu hjá við af- greiðslu málsins. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs Reykja- víkur, segir að synjun ráðsins sé m.a. tilkomin vegna vilja þess til að standa vörð um þennan hluta hafnarsvæðisins. „Þeir sem höfðu áhuga á því að fá að breyta skrifstofuhúsinu í gistihús hafa túlkað málið svo, að það sé ákveðin opnun á svona starfsemi í aðalskipulagi, þar sem fjallað er um h2 (hafnarsvæði 2) sem er ekki al- veg við vesturhöfnina sjálfa, heldur á landfyllingunum. Þeir töldu að þar gæti verið, samkvæmt nánari ákvörðunum í deiliskipulagi, versl- anir, fínlegri starfsemi og gistiheim- ili,“ sagði Hjálmar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við álítum, með fulltingi lög- manna Reykjavíkurborgar, að í þessu felist ekki það að deiliskipu- lag eigi að gera ráð fyrir slíkri starf- semi. Heldur er þetta í raun og veru opnun, með þeim fyrirvara að þetta verði ákveðið þannig í deiliskipu- lagi,“ sagði Hjálmar. Viljum ekki breyta þessu Hann segir að meirihlutinn í um- hverfis- og skipulagsráði telji að vesturhöfnin og allt það svæði sé „svo ofboðslega mikilvægt atvinnu- svæði og í bili sé nóg að hafa mikla íbúðauppbyggingu og túrisma við Austurbakkann, Vesturbugt og Suð- urbugt. Það er kominn fram mikill þrýstingur um að því verði breytt, en við höfum ekki viljað og viljum ekki gera það,“ sagði Hjálmar. Fá ekki að breyta í gistihús  Vilja standa vörð um vesturhöfnina  „Er svo ofboðslega mikilvægt atvinnu- svæði,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Morgunblaðið/Ómar Fiskislóð Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur vill ekki gistiheimili við Fiskislóð. Vill standa vörð um hafnarsvæðið og atvinnureksturinn. Ökumaður bif- reiðar sem keyrði út í Ölfusá í fyrrakvöld fannst kaldur og hrakinn í gær- morgun í gröfu við flugvöllinn á Selfossi, þar sem hann hafði leitað sér skjóls. Maðurinn dvaldi í gær á Land- spítalanum, en ekki hefur verið hægt að spyrja hann út í tildrög slyssins. Tilkynnt var um ellefu- leytið í fyrrakvöld að bifreið hefði farið út í ána skammt frá Selfoss- kirkju og hófst þegar mikil leit sem stóð alla nóttina. Ekki verður leitað að bifreið mannsins og eru ákaflega litlar lík- ur taldar á því að hún finnist. Frek- ari upplýsingar um atburðarás málsins liggja ekki fyrir. Fannst kaldur og hrakinn í gröfu Selfosskirkja. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. kl. 11–16, sunnud. 14–16 Opnun kl. 15, laugardaginn 15. nóvember Allir velkomnir Beggja heima Abba Listmuna uppboð Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.