Morgunblaðið - 15.11.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Jæja gott fólk, minn tími fer aðnálgast, því verða nokkrir affallegustu fornbílum Íslandssýndir.“ Með þessum orðum
hófst auglýsing Þorsteins sem að
vonum vakti mikla athygli lesenda.
Það eru engar ýkjur að bílarnir eru
með fegurri fornbílum landsins, enda
hefur eigandinn hugsað vel um þá og
sinnt þeim af einskærri alúð. Þrír af
fornbílunum sex sem eru í eigu Þor-
steins eru til sölu því ekki vill hann að
ættingjar hans sitji uppi með sex
fornbíla eftir hans dag. Þess í stað vill
hann velja kaupendurna sjálfur og
finnist þeir réttu má vel slá af verði
bílanna, beri svo undir.
Einstakur Wolseley
Í safni Þorsteins er einstakur
breskur bíll af gerðinni Wolseley sem
framleiddur var árið 1938 af Wolseley
Motors Limited. Afar fá eintök eru
eftir af bílum af þessari gerð í heim-
inum og er sérstaklega ánægjulegt að
sjá hve glerfínt eintakið hans Þor-
steins er. „Í sjónvarpsþáttunum um
Foyle lögregluforingja, Foylès War,
þá er aðalpersónan alltaf á svona bíl,“
segir Þorsteinn. Bíllinn er á breskum
númerum því árið 1940 flutti eigandi
bílsins, Breti nokkur, til Bandaríkj-
anna og tók bílinn með sér. „Svo lést
eigandinn og sonur hans gat ekki ekið
bílnum því hann var ekki sjálfskiptur,
ekki með vökvastýri og þar fyrir utan
var stýrið vitlausum megin! Í níu ár
reyndi hann að selja bílinn en enginn
í Ameríku vildi kaupa hann,“ segir
Þorsteinn sem sjálfur hafði í fjölda-
mörg ár leitað að Wolseley en bíllinn
er með öllu ófáanlegur í Bretlandi.
Um leið og Þorsteinn frétti af bílnum
í Bandaríkjunum hringdi hann í eig-
andann og keypti bílinn. „Það voru
smíðaðir fáir svona bílar vegna þess
að þeir fóru nánast allir til lögreglu-
foringja í Bretlandi.“ Það er því vel
við hæfi að Foyle lögregluforingi
skuli aka einum slíkum í þáttunum.
Ævintýraleg farartæki
Allir eru bílarnir vel gangfærir
og á númerum og liggur við að þeir
líti út eins og nýir bílar. Þorsteinn
hefur ekki gert þá alla upp sjálfur þó
að hann hafi haft hönd í bagga við
það. „Ég hef haft nóg að gera við að
útvega varahluti og finna tré þar sem
vaxa peningar,“ segir Þorsteinn sem
ekki vill gefa upp hvar slík tré vaxa.
Þorsteinn á undurfagran Willys
af árgerð 1946 með húsi úr tré. „Þetta
hús er náttúrlega eins og mubla enda
Dásamlegt að fá alla
til að brosa breitt
Nýir eigendur óskast að fornum og einstökum eðalvögnum sem verið hafa í eigu
Þorsteins Baldurssonar í áratugi. Auglýsing þess efnis birtist í Morgunblaðinu fyr-
ir viku og komu 200 manns að skoða bílana á tíu klukkustundum. Verðmæti
eðalfákanna hleypur á tugum milljóna króna en það vakir sannarlega ekki fyrir
Þorsteini að hagnast á sölunni heldur að bílarnir komist í góðar hendur.
Einstakur Hinn breski Wolseley frá 1938 er einn sá sérstakasti af bílunum
hans Þorsteins. Fáir voru framleiddir og aðeins örfáir enn til í heiminum.
Víðförull Þennan Lincoln keypti Barbara Hutton nýjan í Bandaríkjunum.
Sonur hennar átti hann síðar í Danmörku þar sem bíllinn var boðinn upp.
Í dag kl. 13 – 18 verður opnaður veit-
ingastaður í Höggmyndagarði Einars
Jónssonar í einn dag. Alla jafna er
hvorki veitingastað né kaffihús að
finna á Listasafni Einars Jónssonar
en í dag verður breytt til og gestum
og gangandi gefst færi á að gæða
sér á gómsætum veitingum bornum
fram af Polka Bistro. Polka Bistro er
framtak þriggja pólskra vinkvenna
sem spretta upp hér og þar með
veitingastaðinn sinn sem er svokall-
aður sprettupp-staður (popup). Á
matseðlinum eru réttir sem þekktir
eru í pólskri matargerðarlist, bæði
grænmetis- og kjötréttir og sætir
eftirréttir. Tilefnið er Alþjóðlegi veit-
ingahúsadagurinn sem haldinn er
ársfjórðungslega en það er mat-
arhátíð sem byggist á athafna- og
sjálfboðastarfsemi þar sem hver
sem er getur opnað veitingastað í
einn dag. Allir velkomnir og gott að
klæða sig vel því þetta er jú útiveit-
ingahús.
Vefsíðan www.restaurantday.org/is
Restaurantday Í sumar poppaði Polka Bistro upp á hátíð Íbúasamtaka Laugardals.
Útiveitingahús í dag í lystigarði
Í tilefni af degi íslenskrar tungu á
morgun, sunnudag, verður hátíðar-
dagskrá í Reykholti í Borgarfirði.
Messað verður í kirkjunni kl. 14, síðan
drukkið kirkjukaffi í safnaðarsalnum
og svo haldið til erindis í Snorrastofu
um afmælisbarnið Jónas Hallgríms-
son og eitt af hans frægustu ljóðum,
Gunnarshólma. Ólafur Pálmason velt-
ir m.a. fyrir sér tilurð kvæðisins, hve-
nær og með hvaða atburðum það hef-
ur orðið til sem og fleiri kvæði
Jónasar. Kristín Ólafsdóttir leikkona
flytur síðan ljóðið. Gunnarshólmi er
margslungið tímamótaverk, í senn
landlýsing og söguljóð.
Endilega…
…kynnist
Gunnarshólma
Jónas Listaskáldið okkar góða.
Málverk/Gísli Sigurðsson
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Á þessu ári útskrifaðist fyrsti ár-
gangur nema í meistaranámi í list-
fræði við H.Í og ætla nýútskrifuðu
listfræðingarnir að kynna viðfangs-
efni sín og niðurstöður þeirra í Lista-
safni Íslands í dag kl. 14 -16. Allir eru
velkomnir og verkefnin eru for-
vitnileg. Aðalheiður Valgeirsdóttir
skoðaði málverkið á Íslandi á 21. öld
og kallar verkefni sitt Pensill, sprey,
lakk og tilfinning. Edda Halldórs-
dóttir rýndi í einkasafn Péturs Ara-
sonar og Rögnu Róbertsdóttur út frá
söfnun og sýningarhaldi á alþjóðlegri
myndlist á Íslandi. Auður Margrét C.
Mikaelsdóttir tók fyrir hlutverk tísku
í mótun borgar og sjálfsmyndar þjóð-
ar árin 2000-2014, Aldís Arnardóttir
rannsakaði norræna myndlistarsýn-
ingu á Korpúlfsstöðum árið 1980, en
verkefni hennar ber yfirskriftina Ex-
perimental Environment II. Heiða Rós
Níelsdóttir gerði samanburðarrann-
sókn á nýja málverkinu á Íslandi og
„det nye vilde maleri“ í Danmörku á
árunum 1980-1985, en verkefnið
hennar heitir „Ef ég er svöng þá mála
ég mynd af osti!“ Umræður í lokin.
Listfræðinemar kynna verkefni sín
„Ef ég er svöng þá mála ég
mynd af osti!“
Morgunblaðið/Júlíus
Listasafn Íslands Kíkið þar inn í dag og tékkið á nýju listfræðingunum.
Norræni leikjadagurinn er ídag og þá gefa norrænbókasöfn allskonar leikjum
og gleði lausan tauminn. Það breytir
engu hvort pixlar eða pappi eru í
uppáhaldi, hvoru tveggja verður í
boði fyrir alla aldurshópa. Því er til-
valið að líta við á bókasafni í dag þar
sem spil af ýmsum gerðum verða til
reiðu. Hægt er að etja kappi við vini,
‚óvini‘ og ókunna andstæðinga;
reyna ný og gömul spil og glöggva
sig á ýmsum leikjum. Hvert safn
smíðar sína eigin dagskrá en öll
söfnin stefna að sama marki: að
vekja áhuga á leikjum sem menning-
arbærum miðlum á borð við bækur,
tónlist og kvikmyndir.
Hjólagarpi komið í gegnum
ýmsar hrollkaldar hremmingar
Fjögur söfn Borgarbókasafnsins í
Reykjavík, aðalsafn, Kringlusafn,
Gerðubergssafn og Sólheimasafn,
taka í fyrsta sinn þátt í deginum.
Boðið verður upp á alls konar borð-
spil og léttan ratleik, en einnig tölvu-
leikinn Icycle en þátttakendur í hon-
um geta att kappi við aðra norræna
keppendur. Í Icycle-keppninni er
takmarkið að koma hjólagarpi hratt
og örugglega í gegnum ýmsar hroll-
kaldar hremmingar. Sigurlaunin eru
meðal annars Samsung Galaxy TAB
4 10.1, Samsung Galaxy TAB 3 10.1
og gjafabréf sem gilda í tölvu-
leikjaveitunni OnePlay.
Spilavinir verða til aðstoðar í að-
alsafni, Gerðubergssafni og Sól-
heimasafni. Þetta verður heill dagur
fullur af leik og gleði fyrir alla ald-
urshópa. Allir eru velkomnir.
Leikir og spil eru miðlar sem
eiga heima í bókasöfnum
„Í leikjum má finna góðar sögur,
stórbrotin ævintýri og fullt af fjöri
og spennu. Þar verða til samfélög og
vettvangur mannlegra samskipta,“
segir Lone Munkeberg, verkefnis-
stjóri Norræna leikjadagsins þetta
árið.
Norræni leikjadagurinn árið 2014
er samvinnuverkefni norrænna
bókasafna, Norrænu leikjasamtak-
anna, og tölvuleikjaframleiðenda og
-útgefenda. Markmið viðburðarins
er að fá norræn almenningsbókasöfn
til þess að beina kastljósinu að leikj-
um sem miðli, hvort sem um staf-
ræna leiki eða borðspil er að ræða –
þennan eina dag. Með þessu má und-
irstrika að leikir og spil eru við-
teknir miðlar sem eiga heima í bóka-
söfnum í dag sem endranær.
Nánar á: www.nordicgameday-
.com og á Facebook: Nordic Game
Day.
Tölvuleikir og borðspil á norræna leikjadeginum í dag
Morgunblaðið/Golli
Spilað Að spila saman er gaman og vettvangur mannlegra samskipta.
Til mikils er að vinna í Icycle-keppninni