Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 12

Morgunblaðið - 15.11.2014, Page 12
SVIÐSLJÓS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hugbúnaðarfyrirtækið Meniga kynnti í gær nýjan hugbúnað sem heitir Kjördæmi. Hann leiðir saman fyrirtæki og notendur hugbúnaðar- ins í gegnum tilboð sem sniðin eru að neysluvenjum og bankafærslum fólks. Georg Lúðvíksson, einn stofn- enda og framkvæmdastjóri Meniga, segir að fyrirtækið geri sér grein fyrir að um viðkvæmar upplýsingar sé að ræða og að fyllstu persónu- verndarsjónarmiða verði gætt. Að öðrum kosti væri hugmyndin ekki sjálfbær. Meniga er í samstarfi við Lands- banka, Íslandsbanka og Arion banka, sem veita fyrirtækinu aðgang að bankafærslum fólks hér á landi. Eðli málsins samkvæmt vakna ýms- ar spurningar um persónuvernd þegar viðkvæm gögn eins og banka- færslur eru til meðhöndlunar. Georg segir að fyrirtækið hafi kynnt per- sónuverndarsjónarmið fyrirtækisins fyrir Persónuvernd áður en starf- semin hófst og gerði stofnunin engar athugasemdir. Hann segir skýrt að persónugreinanleg gögn komist aldrei í hendur þriðja aðila. „Það er tvennt í notkunarskilmálum sem fólk samþykkir áður en það byrjar að nota Meniga. Annars vegar áskiljum við okkur rétt til þess að nota óper- sónugreinanlegar tölfræðilegar sam- antektir um neysluhegðun fólks. Við höfum gert þetta undanfarnin ár til að fólk geti borið saman sína eyðslu og annarra. Eins tókum við þátt í þjóðfélagsumræðunni með því að til- greina hve miklu fólk eyðir í mat í tengslum við umræðu um breytingar á virðisaukaskatti. Hins vegar höfum við selt fyrirtækjum upplýsingar, þ.e. greiningu á ólíkum mörkuðum þannig að fyrirtæki geti séð hvað er að gerast á þeirra markaði og hver markaðshlutdeildin er,“ segir Georg. Nýjungin í Kjördæmi felst í því að birta fólki auglýsingar sem byggjast á neysluhegðun þess. „Við semjum við fyrirtæki um tilboð og skrifum undir samning þess efnis. Þau fara inn í kerfið hjá okkur og ef neyslu- hegðun notenda passar við þessi fyr- irtæki, þá fær fólk senda auglýsingu. Tekið skal fram að forritið sér alfarið um þetta og mannshöndin kemur hvergi að,“ segir Georg. Ekki persónuupplýsingar Að því gefnu að notendur velji að skipta við fyrirtækin sem búið er að semja við fá þeir endurgreiðslu frá þeim einu sinni í mánuði. Í undan- tekningartilvikum þarf þó notandi að versla fyrir ákveðna upphæð til að virkja endurgreiðsluna. Fyrirtækin hafa engar upplýsingar um það hvort viðskiptavinur nýtir sér tilboðin. Aðspurður segir Georg að þegar viðskiptavinir samþykki notenda- skilmála fái Meniga aðgang að færslum fólks. Í því felst heimild til að taka saman ópersónugreinanleg- ar upplýsingar sem nota má í að greina markaðshópa. „Við erum ekki með nöfn, kennitölur eða reiknings- númer fólks og höfum eingöngu að- gang að fjármálagögnum þess. En við höfum færslusöguna. Það eru við- kvæm gögn og við umgöngumst þau eins og persónuupplýsingar þrátt fyrir að strangt til tekið sé ekki um persónuupplýsingar að ræða sam- kvæmt lagalegri skilgreiningu,“ seg- ir Georg. Hann segir þó að á þessu sé ein undantekning og hún er sú að ef fólk kýs að nota sér endurgreiðslu- tilboð þarf að gefa upp kennitölu og reikningsnúmer til að fá endur- greiðsluna inn á bankareikning. Áhyggjur af stóra bróður Að sögn Georgs geta notendur ekki hafnað því að vera í tölfræðileg- um samantektum. „Við höfum tekið viðtöl og gert kannanir hjá okkar notendum á Íslandi og næstum allir vilja fá góð tilboð hjá verslunum sem þeir versla nú þegar hjá eða sam- bærilegum verslunum. En það eru örfáir sem vilja þetta alls ekki og finnst eins og stóri bróðir fylgist með. Þeir geta valið að samþykkja ekki tilboðshluta hugbúnaðarins,“ segir Georg. Fá tilboð byggt á neysluvenjum  Meniga kynnti nýjan hugbúnað sem leiðir saman fyrirtæki og notendur  Viðkvæmar upplýsingar  Persónuverndarsjónarmiða gætt  Hafa ekki aðgang að nöfnum, kennitölum eða reikningsnúmerum Morgunblaðið/Golli Tilboð Í gegnum nýjan hugbúnað Meniga geta notendur fengið tilboð byggð á neysluhegðun þeirra. Meniga » Meniga kynnti nýjan hug- búnað sem tengir saman not- endur og viðskiptavini með skilvirkari hætti en áður. » Hafa aðgang að banka- færslum fólks eftir samþykki þess. » Leggja sig fram um að mæta persónuverndarsjónarmiðum. » Í vændum er hlutafjárútboð í fyrirtækinu. » Hjá Meniga starfa 100 manns í þremur löndum. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2014 Til þessa hefur Meniga sinnt heimilisbókhaldsþjónustu og hafa tekjur fengist með sölu á upplýsingum um hegðun ólíkra hópa á markaði á Íslandi. Yfir 90% af tekjum fyrirtækisins koma þó erlendis frá við sölu á hugbúnaði. Fyrirtækið vinnur nú að því að færa út kvíarnar og á döfinni er þriðja hlutafjárútboðið sem miðar að því að fjármagna þennan nýja hluta starfseminnar erlendis. Búist er við taprekstri í ár en samkvæmt áætlunum mun félagið skila hagnaði árið 2016. Fyrir- tækið sem stofnað var ár- ið 2009 hefur vaxið hratt en þar starfa nú um 100 manns og eru starfs- stöðvar þess í London, Stokk- hólmi og á Íslandi. Viðskiptavinir Meniga eru 20 í 15 löndum og eru þeir flestir bankar. Tekjurnar upp fyrir milljarð STARFAR Í ÞREMUR LÖNDUM Georg Lúðvíksson Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Guðrún Kvaran, formaður Ís- lenskrar málnefndar, segir að staða íslenskunnar sé nokkuð góð og ástæðulaust að óttast um hana en samt veiti ekki af því að minna reglulega á að samkvæmt lögum eigi að vera hægt að nýta tunguna á öllum sviðum íslensks þjóðlífs. „Það hriktir í sums staðar,“ segir hún og bendir á auglýsingar og færslur á samfélagsmiðlum í því sambandi. Í tilefni af degi íslenskrar tungu á morgun, 16. nóvember, fæðingar- degi Jónasar Hallgrímssonar, verð- ur málræktarþing Íslenskrar mál- nefndar og Mjólkursamsölunnar og hátíðardagskrá menningarmála- ráðuneytisins kl. 13-17 í Iðnó í dag. Viðamikil dagskrá Yfirskrift málræktarþingsins er mál og mannréttindi og verður meðal annars fjallað um rétt til tungumáls, hinsegin orðræðu og rétt fólks með fötlun til að tjá sig og réttinn til að nota íslenskt tákn- mál. Jafnframt verður tekið fyrir samtal á milli innflytjenda og heimamanna og lífsnauðsyn þess samtals og spurt hvort íslenskan sé lykillinn að íslensku samfélagi eða hindrun á vegi innflytjenda. Guðrún Kvaran segir að sér hafi nýlega verið bent á að það ætti að hætta að leiðbeina eða leiðrétta út- lendinga sem flytja til landsins vegna þess að það hefti þá í að geta lært málið. „Hvernig eiga þeir að læra málið ef enginn segir þeim til?“ svarar hún og bætir við að mikilvægt sé að aðstoða útlendinga við að ná valdi á málinu. Mikið sé gert í þá veru og þema málþingsins í fyrra hafi verið Íslenska sem ann- að mál. „Ég veit að það hefur haft talsverð áhrif og menn hafa hugsað um málið öðruvísi.“ Málræktarþingið stendur yfir frá klukkan 13-16 og síðan tekur hátíð- ardagskrá dags íslenskrar tungu við. Þá verða afhentar viðurkenn- ingar og Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar veitt. Ályktun 2014 Gerð verður grein fyrir ályktun Íslenskrar málnefndar 2014. Und- anfarin ár hefur verið lögð áhersla á eitt svið í hverri ályktun, en Guð- rún Kvaran segir að þar sem um sé að ræða 50 ára afmælismálræktar- þingið hafi verið ákveðið að leggja nú áherslu á skjalið sem hafi verið samþykkt fyrir fimm árum, Ís- lenska til alls. Fram kemur að tryggja þurfi að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í þróun tölvu- og upp- lýsingatækninnar. Íslenska sé ekki á válista Sameinuðu þjóðanna yfir tungumál í útrýmingarhættu en stjórnvöldum beri lagaleg skylda til að sjá til þess að málið sé nothæft og notað á öllum sviðum. Efla þurfi íslenskumenntun kennara í leik- og grunnskólum, marka þurfi mál- stefnu á öllum stigum, efla náms- efnisgerð og þýðingar á námsefni á íslensku og hlúa að menningu og listum. Ástæðulaust að óttast um stöðu íslenskunnar  Málræktarþing í tilefni af degi íslenskrar tungu Jónas Hallgrímsson Guðrún Kvaran APotpourri of Icelandic Poetry Through Eleven Centuries Translations and biographies by Hallberg Hallmundsson The Poetry of Egill Skallagrímsson, Hallgrímur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Stefan G. Stephans- son, Einar Benediksson, Davíð Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Jón Dan, Kristján frá Djúpalæk, Jón úr Vör, Einar Bragi, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Ísak Harðarson, Jónas Þorbjarnarson and many more. The book is available in all of the bigger bookshops Shortly before Hallberg Hallmundsson died in January 2011 he asked his relatives to publish his translations of poetry that he had prepared in his computer. Already The Village by Jón úr Vör has been published and also Leaves and Stars by Snorri Hjartarson as well as Mr. Hallmundsson’s own On the Edge of Night. Also published: Mr. Hallmundson’s writing about Icelandic literature in World Literature Today (1970-2002) and 13 Chapbooks: Icelandic Poetry in the 20th Century. Soon Mr. Hallmundsson’s and Mr. Julian Meldon D’Arcy’s translations of the writings of Þórbergur Þórðarson, Of Icelandic Nobles & Idiot Savants, will also be published. Potpourri is 243 pages. Distributed by: JPV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.